Morgunblaðið - 22.10.1992, Page 15
seei aaaörao .ss HUOAauTMMN llJtfWVlIVTfiMTHlHZQIV gióAaaviuoaoM
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVIlVNVLfr PiMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992
3 fci
C '15
Tölvur
Marinó G. Njálsson
Ný viðhorf í tölvu-
væðingu fyrirtækja
Leiða til breytts tölvuumhverfis, nýrrar miðstýringar og þarfa
Undanfarið hefur umræðan í
þjóðfélaginu snúist talsvert um
stöðu Skýrr og Reiknistofu bank-
anna. Þessi tvö fyrirtæki eru með-
al þeirra stærstu í upplýsingatæki
hér á landi, ásamt Nýheija, Einari
J. Skúlasyni hf., Tæknivali og
Örtölvutækni. Að mörgu leyti hef-
ur umræðan verið fyrirtækjunum
óhagstæð, en tímabær.
Bæði Skýrr og Reiknistofa
bankanna hafa gegnt mjög mikil-
vægu hlutverki og skilað því að
mestu með sóma. Bæði fyrirtækin
búa yfir tölvubúnaði, sem á sér
ekki hliðstæðu hér á landi og er
nauðsynlegur fyrir hina miklu
gagnavinnslu, sem fylgir starfsemi
þeirra. En tímamir breytast og
því miður hafa þessi fyrirtæki
ekki breyst nógu hratt með, þahn-
ig að eftir standa fomaldarskepn-
ur í nútíma þjóðfélagi.
Breytt umhverfi —
hliðarverkanir
Líkt og hér á landi hafa banda-
rísk fyrirtæki verið að breyta
vinnslu sinni úr miðstýrðu um-
hverfí í staðbundna vinnslu. í dag-
legu tali er talað um „downsizing“
eða breytingu á tölvuumhverfi.
Þessi breyting á tölvuumhverfí
hefur þýtt minni miðstýring og
meira sjálfstæði eininga. Hún hef-
ur líka þýtt erfíðari samskipti,
ólíka staðla, tvöfalda vinnslu og í
sumum tilfellum aukinn kostnað.
Nýlegt dæmi um endurtölvu--
væðingu sýslumannsembætta og
héraðsdómstóla hefur sýnt að slík
tölvuvæðing gengur heldur ekki
þrautalaust fyrir sig. Ekki það að
ég ætli mér að gagnrýna hvernig
var staðið að henni.
Einn er sá hlutur, sem jafnan
hefur gleymst, þegar breytt er um
tölvuumhverfí. Það er þáttur þjón-
ustunnar. í gamla miðstýrða um-
hverfínu voru nokkrir starfsmenn,
sem sáu alfarið um tölvukerfið.
Ef það vantaði að vinna eitthvað
sérverk, var haft samband við þá.
Hinn almenni notandi fór lítið út
fýrir hin sérhæfðu notendaforrit
kerfísins. Með breytingunni er
mikilvægt að ekki gleymist að
gera ráð fyrir þjónustu og tækni-
legu eftirliti. Skýrt dæmi um þetta
er starfsauglýsing, sem birtist í
Morgunblaðinu sunnudaginn 27.
sept. síðastliðinn. Þar var dóms-
og kirkjumálaráðuneytið að aug-
lýsa eftir manni til að hafa umsjón
með uppsetningu og rekstri stað-
ameta hjá sýslumönnunum og
héraðsdómstólunum. Ég vona það
innilega að fyrir séu nokkrir
starfsmenn, sem sinni þessu starfi,
því annað væru alvarleg mistök
hjá þeim ráðgjafa, sem gerði til-
lögu að tölvuvæðingunni. Að mínu
mati er mjög mikilvægt að a.m.k.
einn ákveðinn starfsmaður sjái um
tölvukerfið. En gæta verður að
slíkum starfsmönnum fjölgi eftir
því sem kerfið vex.
Ný miðstýring
Ekki ber að skilja orð mín sem
svo, að staðarnet séu ekki rétta
lausnin. Af og frá. Ég efa raunar
að það sé til staðfastari aðdáandi
staðarneta en ég. Þau era góð,
ódýr og hafa mjög margt fram
yfír kerfí með stærri tölvum. En
það er einfaldlega ekki hægt að
setja alla vinnslu á staðarnet.
Spurningin um hvers konar
umhverfí henti, er ekki ný á nál-
inni. Svo virðist vera að meirihátt-
ar breytingar verði á sex til átta
ára fresti. Við höfum séð breyting-
ar frá PDP til VAX, S/36 til
AS/400 og sjálfstæðum tölvum til
staðarneta. Nú síðast er Unix loks-
ins farið að ná sæmilegri fótfestu
á sínu 24. aldursári. Það er úrelt
að ein ákveðin uppsetning sé hin
eina rétta. Innra jafnvægi fyrir-
tækjanna er það sem skiptir mestu
máli. Ný tækni hefur kallað á kröf-
ur um meira eftirlit og öryggi.
Öryggi gagna skiptir jú jafnmiklu
máli á staðarneti og í stórtölvu-
kerfí. Annað atriði er lægri fjár-
veitingar. Mörg bandarísk hafa
t.d. uppgötvað að afturhvarf til
Einkavæðing
HALLDÓR Blöndal samgöngu-
ráðherra segir að rétt sé að
gefa einkaaðilum og eftir atvik-
um sveitarfélögum kost á að
taka að sér rekstur einstakra
flugvalla af hagkvæmniástæð-
um. Óformlegar viðræður af
þessu tagi um rekstur Reykja-
víkurflugvallar hafa átt sér stað
við Iteykjavíkurborg.
Halldór sagði að mikil umferð
væri um Reykjavíkurflugvöll og
Akureyrarflugvöll og auðvitað
kæmi til athugunar hvort ekki
væri rétt að taka upp samvinnu
við bæjarfélögin um reksturinn,
til dæmis um samnýtingu á
slökkviliði og fleira. Þá nefndi
hann að nokkir flugvellir væru
hættir að þjóna áætlunarflugi en
þeir gætu skipt máli fyrir ferða-
■á JV/V/0. International
Prentvélar, plötugerðartæki,
setningartæki og fleiri
tækl fyrlr prentiðnað.
Varityper
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 ■ 105 Reykjavik
Símar 624631 / 624699
miðstýringar sparar pening! Síðan
hefur endurskipulagning fyrir-
tækja oft afhjúpað veika bletti í
upplýsingakerfum þeirra. Og að
lokum virðist dreifða vinnslan
sjaldnast standa undir væntingum.
(Kannski eiga Skýrr og Reikni-
stofa bankanna eftir að fá til baka
hluta þeirra viðskipta, sem fyrir-
tækin hafa misst undanfamar vik-
ur?)
Borgar sig að tölvuvæða?
Stefán Ingólfsson verkfræðing-
ur sagði í nýlegri grein í DV, að
ekki ætti að tölvuvæða nema
sparnaður verði af tölvuvæðing-
unni. Það er mikið til í þessu og
er raunar mesta furða hversu
sjaldan tölvuvæðing hefur augljós-
an spamað í för með sér. Það hlýt-
ur að vera frumskilyrði tölvuvæð-
ingar, að hún hafí vinnuhagræði
og sparnað í för með sér til lengd-
ar. Veigamikil ástæða fyrir því að
það tekst ekki er að það er tölvu-
vætt tölvanna vegna en ekki af
hagkvæmnisástæðum.
Nauðsynlegt er að gera sér
skýra grein fyrir hvers vegna er
verið að tölvuvæða. Stundum virð-
ist ekki um annað að ræða, hag-
ræðið er svo augljóst. Þegar (end-
ur)tölvuvæða á fyrirtæki er nauð-
synlegt að hrinda af stað ná-
kvæmri úttekt á stöðu þess og
stefnu, s.k. þarfagreiningu. I
þarfagreiningunni er litið á sögu
fyrirtækisins, viðfangsefnið skil-
greint, þarfír greindar, uppsprett-
ur búnaðar og mannafla fundnar,
einnig takmarkanir fyrirtækisins
og síðast en ekki síst fer fram
hagkvæmnisgreining. Niðurstöður
úr hagkvæmnisgreiningunni segja
okkur svo hvort rétt er að (endur)
tölvuvæða eða ekki.
Venjulega eru einhveijar ástæð-
ur sem liggja að baki tölvuvæð-
ingu. Þegar farið er út í jafn
vandasaman hlut, verður að skoða
takmarkanir núverandi fyrirkomu^
lags og greina framtíðarþarfír.
Skoða síðan hvort „nýr“ kostur
uppfylli kröfur og gefí kost á eðli-
legum vexti. Jafnframt verður
tölvuvæðing að hafa í för með sér
aukna hagkvæmni, bætta stjórn-
un, meiri framleiðni, betri þjónustu
og spamað. Vel unnin þarfagrein-
ing sparar mikla vinnu á seinni
stigum.
Höfundur er tölvunarfræðingur.
Einkaaðilar eða sveit-
arfélög reki flugvelli
— segir Halldór Blöndal samgönguráðherra
menn og flugáhugamenn á við-
komandi stöðum. Vel kæmi til
greina að heimamenn tækju yfír
reksturinn.
Með varaaflgjafa frá Nýherja þarftu ekki að óttast að rafmagnsleysi,
spennufall eða aðrar rafmagnstruflanir eyðileggi tölvuna eða
gögnin. Varaaflgjafinn er nauðsynlegt öryggistæki sem tekur
sáralítið pláss. Hafðu samband og við metum hvaða varaaflgjafi
hentar þínu tölvukerfi, þér að kostnaðarlausu.
Verð frá kr. 24.487.-
NÝHERJI
TOLVULAGNIR
ÁRMÚLA 36 • SlMI 67 80 70