Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992 Fólkið tilbiður heilaga Rósaliu, verndardýrling Palermo, í helli henn- ar á Pílagrímsfjalli. Þar sem dauðinn figgur í loftíiiu Texti og myndir: Olofur Gíslason Daginn sem ég kom til Palermo á Sikiley voru hundrað dagar liðnir frá því að dómarinn Giovanni Falcone, eiginkona hans og fylgdarlið voru sprengd í loft upp á hraðbrautinni milli Punta Raisi og Palermo með fjarstýrðri 500 kílógramma TNT-sprengju. Og það var liðinn rúmur mánuður frá því að einn nánasti sam- starfsmaður hans til margra ára, Paolo Borsellino, var myrtur með sama hætti ásamt fimm lífvörðum fyrir utan hús móður sinn- ar við Via Amelia í Palermo. Með starfi sínu höfðu þeir náð lengra en nokkur annar í að svipta hulunni af blóðugu veldi mafíunnar á Sikiley, og morðin á þeim afhjúpuðu varnarleysi ríkisvaldsins gagnvart þessu ógnarvaldi sem læst hefur klóm sínum um ítalskt þjóðlíf og ógnar nú réttarfari í álfunni allri. Þessi morð voru siðferðilegt áfall fyrir ítölsku þjóðina og það var eins og dauða- fnykurinn lægi ennþá í loftinu yfir borginni. Það var ekkert lát á brennandi sumarhit- anum. á Sikiley; skrælnuð jörðin æpti á vætu og sólarljósið endurkastaðist yfír borgina af himinbláu hafínu fyrir utan, en borgin er byggð við lítinn flóa í víðum en grunnum dal girtum tign- arlegum ijöllum. Palermo ber þess enn merki að eitt sinn var hún meðal fegurstu borga við Miðjarð- arhafíð. En síðan eru liðin ár og aldir, og þegar ég steig fyrstu skref- in út frá jámbrautarstöðinni fann ég sjóðandi heitt malbikið undir fæti og brennandi hádegissólina yfír höfði mér og í loftinu var undar- legt sambland af olíustybbu frá umferðinni og lykt af rotnandi matarleifum frá nálægum markaðs- torgum og matsöluhúsum. I gamla miðbænum í Palermo fer nær öll verslun með matvæli fram á ævintýralegum útimörkuðum sem minntu helst á arabíska markaði sem í Austurlöndum nær. En borg- in sjálf er öll í niðumíðslu og ber merki langvarandi hrömunar eins og tærður sjúklingur. Jafnvel breið- gatan Viale della Libertá er ekki lengur það sem hún eitt sinn var, og Teatro Massimo, sem reist var um aldamótin síðustu og talið eitt glæsilegasta leikhús álfunnar í ný- klassískum stíl, stendur nú lokað og með gapandi gluggatóftir á torgi Giuseppe Verdi eins og minnisvarði um þá sameiningu Ítalíu í eitt ríki á 19. öldinni, sem enn hefur í raun ekki komist að fullu í fram- kvæmd. Hér hef- ur allt snúist á ógæfuhliðina og yfír borginni og eyjunni allri hvíl- ir andi uppgjafar —— og ólýsanlegrar tiifínningar fyrir því að harmleik- urinn sé óumfiýjanlegur rétt eins og brennandi sólin yfir höfðum okk- ar; hér hljóti allt að fara á versta veg og hér sé hver sjálfum sér næstur. Verkin tala þótt valdið sé hulið „Skýringin á völdum mafíunnar á Sikiley er fólgin í fjarveru ríkis- valdsins. Þegar ríkisvaldið sinnir ekki hlutverki sínu verður til annað valdakerfi sem gengur í hlutverk þess. Þannig skapast jarðvegur fyr- ir mafíuna," sagði lögfræðingur sem ég hitti í hraðlestinni frá Frá minningarathöfninni um Dalla Chiesa herforingja og fyrrum landsljóra í Palermo. Giorgio Musio, nýskipaður landstjóri (t.h.), og Aldo Rizzi borgarstjóri (í bakgrunni) þiggja heilagt sakramenti úr hendi prestsins í kirkju heilagrar Maríu frá Monserrato. Padóvu til Palermo. Hann talaði eins og af fenginni reynslu, ættaður frá Calabríu en sestur að á Póslétt- unni, þar sem náttúran og samfé- lagið lúta gjörólíkum lögmálum. Ég hafði heyrt þessa skýringu áður, en ég átti eftir að komast að þeirri niðurstöðu að þetta væri einföldun á málinu; víglínan á Sikiley er ekki bara dregin á milli ríkisvaldsins og mafíunnar, heldur eru mörkin á milli þessara valdakerfa oft svo óljós að jafnvel hugrökkustu og færustu dómarar eins og Falcone og Borsellino SVIPM YNDIR ÚRFERD ÁSLÓÐIR MAFÍUNNAR höfðu komist í þá aðstöðu að geta illa greint á milli hvað væri mafía og hvað væri heiðarlegt dóms- vald. En þótt valdið •— sé oft ósýnilegt og víglínan óljós tala verksummerkin sínu máii; ár- lega hafa að meðaltali yfir 700 morð verið rakin til skipulagðrar glæpastarfsemi á Suður-Ítalíu á síð- ustu árum. Þar af hafa fjölmargir opinberir embættismenn, dómarar, lögreglumenn og lífverðir verið myrtir (samtals 48 á árinu 1991). Þetta er ámóta mannfall og „Int- ifadan" á herteknu svæðunum í Palestínu hefur kostað á sama tíma. Þá eru ekki meðtalin hundruð ung- menna sem iátið hafa lífið á sama tíma af völdum of stórs skammts eiturlyfja, sem mafían sér um að dreifa, né heldur sá glæpafaraldur drottna yfir fjölskyldunum. Morðin sem rakin eru til mafíunnar stafa ekki síst af innbyrðis deilum ein- stakra „fjölskyldna" eða valdahópa, og á síðustu árum hefur ítalska dómsvaldinu tekist að ijúfa svo þagnarmúr mafíunnar að í raun eru nöfn helstu höfuðpauranna þekkt. Þeir ganga sumir lausir vegna þess að þeir hafa verið sýknaðir (vegna skorts á sönnunum eða formgalla í réttarfærslu) en flestir fara huldu höfði. Þá er talið víst að þeir sem setið hafa inni hafí í mörgum tilfell- um náð að stjóma sínu ríki áfram úr fangaklefunum. Samþætting mafíunnar og ríkisvaldsins stafar ekki síst af því að stærsti tekjuliður mafíunnar á eftir eiturlyfjasölunni felst í því að hirða toll af þeim mikla straumi opinbers fjármagns sem streymir úr ríkiskassanum til hvers kyns framkvæmda og félags- legrar þjónustu á Suður-Ítalíu. Auk Leoluca Orlando, fyrrverandi borgarstjóri Palermo, á hlaupum í fjöldagöngunni umkringdur lífvörðum í skotheldum vestum. sem fylgir eiturlyfjaneyslunni. Það er talið að fjármálaveldi mafíunnar og skipulagðra glæpasamtaka á ít- alíu sé ámóta og FIAT-verksmiðj- anna, sem eru stærsta einkafyrir- tækið í landinu. Samkvæmt opin- berum heimildum er talið að mafían á Sikiley einni hafi á að skipa um 45.000 eiðsvömum félögum er skiptist í 150 „fjölskyldur". Fjöl- skyldumar eiga sín lén eða yfirráða- svæði og hirða skatt af nær allri atvinnustarfsemi á viðkomandi svæði með ofbeldi og kúgun. Yfir mafíunni á Sikiley er „la Cupola", eða hvolfþakið, ráð fímm æðstu manna mafíunnar, er deila og þess mun mafían hafa lært að svindla á styrkjakerfí Evrópubanda- lagsins til landbúnaðar með árang- ursríkari hætti en flestir aðrir. Þetta sníkjulíf á sjóðakerfinu hefur maf- ían tryggt sér með pólitískum sam- böndum, og má segja að í þessu athæfí séu Norður- og Suður-Ítalía þó sameinaðar, því þáð hefur verið mafíunni mikill siðferðilegur styrk- ur undanfarið að upp hefur komist á síðustu mánuðum að stétt stjóm- málamanna og heilu stjómmála- flokkamir á Norður-Ítalíu lifa ámóta sníkjulífi á ríkissjóði og hafa rétt eins og mafían safnað digmm leyndum sjóðum á bankareikninga í Sviss í gegnum svikna verktaka- starfsemi. Þar sem mafían og hið spillta stjórnmálakerfí á Ítalíu mæt- ast má segja að skrattinn hitti ömmu sína, og sambúð þeirra getur einungis falist í samlyndi og gagn- kvæmum yfírhylmingum eða tor- tímandi og blóðugu stríði. Hylling hinna dauðu Það var 3. september og Palermo minntist þess að 10 ár voru liðin frá því að Carlo Alberto Dalla Chi- esa herforingi, eiginkona hans og lífvörður þeirra voru skotin til bana úr launsátri í Via Carini í Palermo. Dalla Chiesa hafði gegnt embætti landstjóra í Palermo í rúmt ár, og morðin mörkuðu upphaf þess stríðs sem staðið hefur síðan gegn þeim einstaklingum sem gengið hafa fram fyrir skjöldu og reynt að af- hjúpa og ijúfa vanheilagt bandalag spilltra stjómmálamanna og maf- íunnar. Minningarathafnir eins og þessar eru orðnar daglegt brauð fyrir æðstu embættismenn Sikileyj- ar, og þama sátu þeir klukkan 9 að morgni á fremsta bekk í kirkju Heilagrar Maríu frá Monserrato: Giuseppe Campione, forseti héraðs- stjómar Sikileyjar, Giorgio Musio, nýskipaður landstjóri, Aldo Rizzi, borgarstjóri í Palermo, fjöldi borða- lagðra borgarstjóra annarra borga og bæja á Sikiley, Bmno Siclari saksóknari og allmargir dómarar og embættismenn. í mörgum þess- ara andlita mátti sjá þá sviplausu grímu yfírvaldsins sem enginn veit hvað dylur og Sikileyingar hafa al- ist upp við frá alda öðli. Athöfnin var stutt og fámenn, enda kirkjan lítil. Presturinn minnt- ist þess að frá því í fyrra væri tveggja saknað við þessa athöfn: Falcone og Borsellino. Þeir væm þó meðal vor í andanum. Hann spurði ekki hverra yrði saknað úr hópi viðstaddra við þessa hefð- bundnu athöfn að ári, en benti á útskoma og málaða trélíkneskju yfír aitarinu af Kristi deyjandi á krossinum og sagði: „Þessi fagra mynd er eftir ókunnan höfund frá 17. öld. Mig brast hugrekki til að tala um hana í fyrra, en nú vil ég biðja ykkur um að horfa á þessa mynd og í þetta andlit. Það er eng- inn ótti í þessu andliti, heldur fóm- fysi og kærleikur. Það segir okkur allt sem við þurfum að hugsa á þessari stundu.“ Síðan fengu við- staddir heilagt sakramenti og að lokum var gengið fylktu liði að morðstaðnum við Via Carini, þar sem hermenn mynduðu heiðursvörð og fyrirmenn lögðu blómsveiga að húsveggnum. Hinir dauðu í Palermo höfðu fengið sína formlegu hyll- ingu, en morðingjamir vom enn á meðal okkar. Mér varð gengið niður að Ucciar- done-fangelsinu sem er skammt frá, umgirt þykkum og háum múr- veggjum. Þar bíða margir dæmdir mafíósar í von um náðun, og þar em neðanjarðarbyrgin þar sem þeir Falcone og Borsellino háðu stríð sitt við morðingja Dalla Chiesa og fleiri stórglæpamenn í fjöldaréttar- höldunum frægu fyrir nokkmm ámm. Sú vinna var að stómm hluta gerð ómerk á æðsta dómstigi og morðingjamir sýknaðir. Á leiðinni mætti ég nokkrum skólabömum með kennara sínum. Þau bám gular liljur og borða þar sem á var letrað: „Grazie per la vita“ — Við þökkum fyrir lífið. Þau ætluðu að leggja liljumar á morð- staðinn í Via Carini. Við fangelsismúrinn vom sand- pokavígi og hermenn á vakt og skriðdreki var skammt frá inngang- inum. Palermo hefur verið hersetin borg eftir morðið á Falcone. Fyrir framan virkishliðið sátu svo mæð- ur, eiginkonur og börn fanganna með matarpoka sína og pinkla og biðu eftir að fá að tala við þá sem inni sátu. Þetta var hin hliðin á vemleikanum í Palermo; umhyggj- an fyrir hinum seku. Andófshreyfingin fædd? En það vom ekki bara fyrirmenn- in sem minntust morðsins á Dalla Chiesa; um kvöldið var boðað til fjöldagöngu. Það átti að mynda keðju andófsmanna gegn mafíunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.