Morgunblaðið - 01.11.1992, Side 5

Morgunblaðið - 01.11.1992, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992 B 5 kvæmt úrskurði hæstaréttar gætu nýir vitnisburðir breytt þeirri niður- stöðu. Lögreglustjórinn vildi ekki viðurkenna að í þessu fælist áfellis- dómur yfir ítalska réttarkerfinu, en taldi það bera vott um það mikla réttaröryggi sem sakborningar hefðu í ítölsku réttarkerfi, þar sem hinn minnsti formgalli í málsmeð- ferð gæti leitt til sýknunar. Að lokum spurði ég lögreglu- stjórann hvort hann skynjaði hætt- una sem í starfi hans væri fólgin, og hvort hann óttaðist um líf sitt? Matteo Cinque lygndi aftur aug- unum hugsi og strauk hægri hend- inni hægt yfir vangann en horfði síðan í augu mér og sagði að vissu- lega væri hættan meiri hér á Sikil- ey en annars staðar, en hann hefði sjálfur valið sér þetta starf og þá áhættu sem því fylgdi, og hann sagðist sannfærður um að með lög- in í annarri hendinni og samvisku sína í hinni mundi honum auðnast að vinna til góðs fyrir Sikiley og Ítalíu. Megi lögreglustjóranum verða að ósk sinni, hugsaði ég um leið og ég gekk framhýá varðmönnunum sem gerðu að gamni sínu í brenn- andi sólinni fyrir utan innganginn að lögreglustöðinni. Það var ekki á þeim að sjá að þeir gerðu sér grein fyrir því að hlutverk þeirra var að gæta mannsins sem var efstur á dauðalista mafíunnar. Heilög Rósalía ákölluð Það var kominn föstudagurinn 4. september, nafndagur heilagrar Rósalíu, verndardýrlings Palermo. Eg tók strætisvagninn eins og fjöl- margir aðrir íbúar borgarinnar upp á Pílagrímsfjall, sem rís tignarlegt yfir borginni og Palermoflóanum. Efst uppi á ijallinu er ægifagurt útsýni og þar er hellirinn þar sem þessi heilaga jómfrú af ættum Nor- manna lifði í iðrun, bæn og mein- læti á 12. öld. Hún var talin hafa bjargað borginni frá pestinni og öðru fári og enn trúa trúaðir íbúar borgarinnar henni fyrir bótum meina sinna. Þegar komið er í helgidóminn sjáum við fyrst útskorna málaða líkneskju af Kristi deyjandi á kross- inum. Innar í hellisskútanum sjáum við jómfrúna standa í svörtum skó- síðum kufli og lyfta krossinum með hægri hendi en halda hauskúpu við brjóst sér með þeirri vinstri. Yfir höfði hennar er lýsandi geislabaug- ur. Á gólfinu umhverfjs hana loga hundruð rauðra kertaljósa, sem eru fórnargjafir í tilefni dagsins, og við stall styttunnar getur að líta blóm- vendi og gjafir af ýmsum toga; silfr- uð hjörtu og fætur og augu og hendur með ígreypta stafina „GR“: „Grazia ricevuta", náð meðtekin. En einnig; notuð hækja, notaðar gipsumbúðir utan af brotnum hand- legg, björgunarhringur, slitið bíl- dekk, sendibréf og fleira. Til hliðar í hellinum getur svo að líta á bak við gler og flúraðar marmaragrátur styttu í barokkstíl úr hvítum marm- ara af heilagri Rósalíu þar sem hún liggur með hægri hönd undir kinn og vefur krossmynd og gylltan staf að bijósti sér með vinstri hendi. Styttan er í fullri líkamsstærð íklædd möttli úr ekta gulli með rósaflúri og yfir höfði hennar er rósakrans úr gulli. Við hlið hennar hvílir hauskúpa og afskorin rós, hvort tveggja úr skíragulli, og bak við glerið má sjá fjölda skartgripa úr gulli og eðalsteinum, sem eru fómargjafir til dýrlingsins. Styttan er gerð af flórenskum myndhöggv- ara, en gullmöttullinn er gjöf Karls III. konungs af ætt Búrbóna. Undir hellishvelfingunni eru blikkrennur er safna því heilaga vatni sem þar drýpur í þró, og stóð fólk í biðröð að fá að dreypa á þessu heilaga vatni sér til sáluhjálpar og heilsu- bótar. Það er áberandi fyrir trúarlíf á þessum slóðum hvað hin mynd- ræna framsetning þess er sterk, og hvað snertiskynið skiptir þar miklu máli; í hellinn var stöðugur straum- ur fólks og það klappaði og strauk og kyssti á fætur og síðu hins deyj- andi Krists á krossinum, kveikti svo á kerti fyrir Rósalíu og klappaði henni og kýssti. Ein konan tók klút úr pússi sínu og strauk dýrlinginn og bar klútinn svo í augun á blind- um eiginmanni sínum. Og svo var lagst á bæn fyrir framan heilaga Rósalíu í gullmöttlinum og að lokum var keypt dýrlingsmynd af betlikon- unum sem lágu með böm sín á bijósti í tröppunum upp að helgi- dómnum. Á veröndinni fyrir framan helgi- dóminn var búið að koma upp tjald- himni og altari með mynd af heil- agri Rósalíu í tilefni dagsins. í for- sælunni undir himninum var hvert sæti setið og hempuklæddur munk- ur æfði viðstadda, sem voru að meirihluta fátækar eldri konur, í kliðmjúkum sálmasöng, sem var fullur auðmýktar. Pappalardo kard- ínáli og erkibiskup af Palermo var væntanlegur á hverri stundu til þess að syngja messu í tilefni dags- ins og þarna voru þeir enn mættir á fremsta bekk, forseti héraðs- stjórnar Sikileyjar, landstjórinn og borgarstjórinn með hvítan og rauð- an og grænan borðann yfir bring- una, auk annarra fýrirmenna. Mjói vegurinn og hinn breiði Virðuleikinn geislaði af Pappal- ardo kardínála þar sem hann birtist á sviðinu í gull- og silfurbrydduðum skrúða með mítur og bagal og gull- hring með gríðarstórum glitrandi rúbínsteini á baugfingri vinstri handar. Og þegar aðstoðarprestur- inn tók af honum míturnar fyrir messusönginn blikaði á skærbleika kardínálahúfuna á kolli hans. Papp- alardo kardínáli er ekki bara sann- kallað glæsimenni, hann er líka þekktur fyrir að vera fyrsti erk- ibiskupinn í Palermo sem tekið hef- ur sér orðið mafía í munn í stól- ræðu. Því þagnareiður mafíunnar, „lomerta", hefur löngum náð langt út fyrir innsta hring hennar. Kirkj- unnar menn hafa til skamms tíma verið þöglir sem gröfin og tekið þátt í að breiða yfir hið vanhelga bandalag glæpa og hugsjóna á Sik- iley. Eitur mafíunnar hefur seitlað um allan þjóðarlíkamann og bland- ast sjálfu messuvíninu. En þótt valdsmannslegt yfirbragð kardínál- ans hafi borið með sér hina svip- lausu grímu valdsins vöktu orð hans greinilega athygli viðstaddra, þar sem hann bað hina heilögu ein- setujómfrú á Pílagrímsfjalli um vernd gegn þeim illu öflum sem reyna að slökkva lífslöngun Pal- ermoborgar. Og kardinálinn sagði að morðin á þeim Falcone og Bors- ellino sýndu glögglega „hvernig hin illu öfl mafíunnar hafa fest rætur sínar í samfélaginu og náð að sví- virða og ata auri hið siðmenntaða og kristna andlit okkar Palermo- borgar, okkar Sikileyjar". Og kardínálinn talaði um djöfla Mammons sem gengju lausir; þá djöfla „peninganna sem skapa óseðjandi hungur, valdsins sem umbreytist í ofríki, metnaðarins sem umbreytist í valdahroka, nautnanna sem skapa siðleysi og slíta allar. siðferðilegar hömlur ... allir þessir djöflar eða öllu heldur hjáguðir, sem hafa tekið sæti Guðs í lífí svo margra, ganga lausir um heiminn og skapa glundroða og skefjalaust og hulið ofbeldi sem hvílir á okkur öllum“, sagði kard- ínálinn og vitnaði síðan til orða Krists við lærisveinana er þeir leit- uðu aðstoðar hans við að losa sig undan illum öndum: „Slíkir djöflar verða ekki burt reknir nema með iðrun og föstu.“ Og það varð boð- skapur kardínálans til safnaðarins á þessum degi; bænahald, iðrun og fasta. Og hann talaði um gildi lífs- agans og hins mjóa vegar andd- spænis breiðgötu freistinganna og holdsins ára. Og hann vísaði til for- dæmis Krists og heilagrar Rósalíu, „iðrandi og biðjandi jómfrúr sem lifði hetjulífi og tók á sig syndir annarra". Það glitraði á rúbínsteininn á hendi kardínálans og landstjórinn og forseti héraðsstjórnarinnar og borgarstjórinn sátu álútir undir ræðunni og þessar fátæku og þreyttu konur sem sátu að baki þeim undir tjaldhimninum horfðu opinmynntar á hans hátign svo að skein i skemmdar tennurnar. Eftir predikunina tróðust þær fram í bið- röð á eftir yfirvaldinu til að þiggja heilagt sakramenti úr hendi kard- ínálans, líkama og blóð Krists. En hvar var hinn mjói vegur heilagrar Rósalíu sem leiða átti þetta fátæka fólk undan oki mafíunnar? Harmleikurinn sviðsettur „Til hamingju strákar, þetta var fagmannlega gert,“ sagði mafíufor- inginn Giuseppe Madonia „Piddú“ um leið og hann rétti brosandi fram handleggina undir handjárn rann- sóknarlögreglumannanna sem höfðu umkringt hann í borginni Vicenza á Norður-Ítalíu 6. septem- ber síðastliðinn. Þetta var maður innan við fimmtugt og hann talaði Sikileyjarmállýsku, var snyrtilega klæddur og óvopnaður, en í fórum hans fundust falsað vegabréf, morð §ár í ólíkum gjaldmiðlum og nokkr- ir tugir Biblíumynda af heilagri Rósalíu með hauskúpuna. Þetta var eins og sviðsetning á leikatriði úr harmleiknum mikla um Sikiley, þar sem gríman gegnir mikilvægu hlut- verki og dauðinn er jafnan nálæg- ur. Og leikarinn hélt grímu sinni af fullkomnu öryggi; grímu mafíu- foringjans sem talinn er meðal fimm æðstu manna undir hvolfþakinu, „la Cupola“, sem stjórnar mafíunni. Hann er talinn hafa setið fundina þar sem dauðadómar-voru kveðnir upp yfir Falcone og Borsellino og hann á að baki sér slóð morða, fjárkúgunar, ofbeldis, eiturlyfjasölu og fjársvika sem á sér vandfundinn samjöfnuð. Fáir hafa gert þessum sikileyska harmleik betri skil en skáldið Tom- asi di Lampedusa í skáldsögunni Hlébarðanum. Saga hans, sem ger- ist á Sikiley á 19. öldinni, á þeim tíma þegar Ítalía var sameinuð í eitt ríki, dregur fram með skýrari hætti menningarsögulegan bak- grunn mafíunnar en nokkur félags- fræðileg rannsókn; vanþróun Sikil- eyjar í félagslegu og efnahagslegu tilliti stafar ekki af ytra arðráni eða afskiptaleysi ríkisvaldsins að mati Lampedusa, heldur á hún sér innri menningarsögulega skýringu. Eða eins og Lampedusa lætur Salina fursta segja við Chevalley di Mot- erzuolo, útsendara nýja landstjór- ans eftir sameiningu Italíu í nóvem- ber 1860: „Á Sikiley skiptir ekki máli hvort hlutirnir eru gerðir vel eða illa — syndin er fólgin í því að við Sikileyingar getum aldrei fýrir- gefið þeim sem vilja „aðhafast". Við erum orðnir gamlir, Chevalley, hundgamlir. Að minnsta kosti í 25 aldir höfum við borið á herðum okk- ar hátimbraða en blandaða menn- ingu, ávallt aðflutta og aldrei sjálf- sprottna úr okkar jarðvegi, að okkar frumkvæði. Við erum jafnhvítir á hörund og þér, Chevelley, eða drottningin af Englandi, en í tvö þúsund og fimm hundruð ár höfum við verið nýlenda. Ég segi það ekki til þess að barma mér — sökin er okkar. En engu að síður erum við þreyttir og innantómir ... Það er svefninn, kæri Chevalley, svefninn sem Sikileyingar þrá, og þeir munu alltaf hata þá sem reyna að vekja þá, jafnvel þótt þeir vilji færa þeim hinar fegurstu gjafír ...“ Lampedusa reyndist sannspár þegar hann skrifaði þessi orð um miðbik þessarar aldar. Síðan hafa margir reynt að færa Sikileyingum gjafír, og þeir hafa flestir verið bæði hataðir og drepnir. Mafían á Sikiley er mein sem verður ekki upprætt með utanaðkomandi lög- regluvaldi eða fjárframlögum úr sameiginlegum sjóði landsmanna. Svefnhöfgin og forlagatrúin og hin arfborna forræðishyggja og undir- gefni ásamt þeirri meðfæddu trú að hver sé sjálfum sér næstur og að andskotinn hirði þann síðasta eru Akkilesarhæll Sikileyinga, og hann er orðinn samgróinn því spillta stjórnmálakerfi sem mótaðist með stofnun ítalska lýðveldisins í stríðs- lok, en ber nú þegar mörg feigðar- merki ellinnar. Eins og lesa má af þessari frásögn telja margir sig merkja nýja vitundarvakningu með- al íbúa Sikileyjar um þessar mund- ir, en spurningin er hversu margra mannfórna verður enn þörf áður en hún megnar að velta þcssu ofur- valdi af herðum þeirra. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður. Breyting o meðferð bréfapósts til útlando og ný gjaldshró POSTUR OG SIMI Viö spörum þér sporin Frá og með 1. nóvember 1992 verður sú breyting á meðferð bréfapósts tll útlanda að hætt verður að flokka sendingar eftir innihaldi heldur tekinn upp A- og B-póstur eftir því hvað fljótt bréfið á að berast viðtakanda. Framvegis þarf að merkja allan bréfapóst til útlanda með sérstökum rniða, bláum (A-póstur) eða grænum (B-póstur). Gjaldskrá fyrir póstþjónustu hækkar einnig frá 1. nóvember um 7% að meðaltali. Þó er vert að benda a að: • gjald fyrir 20 gr. bréf innanlands verður óbreytt' • gjald fyrir böggla innanlands verður óbreytt • gjald fyrir póstfaxþjónustu verður óbreytt • tekið er upp nýtt 50 gr. þyngdarmark • burðargjald til Norðurlanda verður það sama og til annarra Evrópulanda. Helstu póstburðargjöld 01.11.1992 Þyngd grömm INNAN* LANDS Mna vi LÖND UTAN EVRÓPU Bréfapóstur A-póstur B-póstur A-póstur B-póstur Til og meö 20g 30 35 30 55 35 20g - 50g 40 70 50 tio 60 50g - 100g 50 90 60 180 75 100g - 250g 90 180 120 385 175 250g - 500g 125 340 180 710 325 500g - 1000g 190 585 340 1250 640 1000g - 2000g 265 960 570 2300 1100 Ábyrgðargjald 110 110 110 110 110 Hraðboðagjald 250 250 250 250 250 Kynningarbæklingur um A- og B-póst hefur verið sendur á öll heimili en ítarlegri bækling um A- og B-póst auk nýrrar gjaldskrár er hægt að fá á öllum póst- og símstöðvum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.