Morgunblaðið - 01.11.1992, Page 6
t a
6 B
I
ll 45r4SSi"% il*JÉ 'W Éír iJNlíSí §
MORGUNBLAÐIÐ
MANNUFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992
VÍN/Er eitthvad nýtt á boöstólum?
Arbor Crest og
Mouton Cadet
ÞVÍ MIÐUR eru nýjungar í þeirri vínflóru sem íslendingum stend-
ur til boða allt of sjaldséðar. Alltaf við og við bætast hins vegar
við nýjar og athyglisverðar tegundir, hvort sem er hjá ríkiseinka-
sölunni eða þá hjá veitingahúsum sem í auknum mæli eru farin
að bjóða gestum sínum upp á sérinnflutt vín. Hér verður greint
frá tveimur slíkum nýjungum. Annars vegar viðbót á fastalista
ÁTVR fyrir nokkru, Mouton-Cadet frá frönsku
Rotschild-fjölskyldunni, og hins vegar skemmtileg bandarísk vín
frá fyrirtækinu Arbor Crest í Washington-fylki, sem fáanleg eru
á veitingastað Hótel Lindar.
Washington-fylki er með
nyrstu fylkjum Bandaríkj-
anna og á sömu breiddargráðu og
Bourgogne-hérað í Frakklandi.
Sumardagamir eru mjög langir
og heitir en nætumar svalar og
svæðið því tilvalið
til framleiðslu á
vínum með góðu
sætu/sýra-hlut-
falli og sem draga
fram eiginleika
hinna einstöku
þrúgna. Eigandi
Arbor Crest,
David Mielke, stofnsetti fyrirtækið
í byijun níunda áratugarins og
vora fyrstu vínin framleidd árið
1982. Fyrirtækið flytur út tölu-
verðan hluta framleiðslu sinnar og
viðbrögðin víðast hvar verið mjög
góð. Hafa Arbor Crest vínin hlotið
mikið hrós jafnt í Evrópu sem
Bandaríkjunum-
Arbor Crest-vínin, sem Lind
flytur inn eru þijú. Rauðvín úr
Merlot, hvítvín úr Sauvignon
Blanc, og rósavín í bandarískum
blush-stíl. Rauðvínið er bragðmik-
ið og hefur ágæta fyllingu og þó
það sé frekar ungt, 1990, og verið
geymt í franskri eik er það alls
ekki hijúft. Þess ber að geta að
þó að vínið heiti Merlot er einnig
í því smá hlutfall af Cabemet
Sauvignon.
Hvíta Sauvignon Blanc-vínið
stendur að mörgu leyti upp úr af
þessum þremur vínum. Bragðið
er skarpt og kryddað og þó að það
leyni sér ekki að um Sauvignon
Blanc sé að ræða er persónuleiki
þessa víns á margan hátt
skemmtilega frábragðin því sem
maður á að venjast.
Bandarísk blush-vín eru venju-
lega ekki merkilegir drykkir held-
ur oftast allt of sæt og einkenna-
laus vín. Það verður þó að segjast
um blush-vínið frá Arbor Crest að
það er mun betra en flest önnur
sambærileg blush-ví n. Það er
vissulega sætt en ekki vemmilegt
og af því er ágætur eplakeimur.
Á heildina litið er óhætt að
mæla með því að menn fari og
prufi vínin hjá Hótel Lind. Þau era
þess virði ein og sér og ekki er
verra að fá í leiðinni tækifæri til
að bragða á bandarískum vínum
framleidduiautan Kaliforníu. Hót-
el Lind ætlar að bjóða upp á þessi
vín áfram og jafnvel ekki útilokað
að í framtíðinni verði einnig pönt-
uð Chardonnay og Cabemet Sau-
vignon-vín frá Arbor Crest. Þetta
er mjög metnaðarfullt og virðing-
arfullt framtak hjá starfsfólki
Lindar og mætti verða öðrum til
eftir Steingrím
Sigurgeirsson
KJARVAL - nCASSO
BLONOAL - JÚLÍANA
ÁSGRfMUR - MLÍ
ENGILBERTS - ERRÚ
EKKI VERÐfl VERDBREFIN A VEGGINfl HENGD!
Málverkauppboð á.Hótel Sögu - Súlnasal - í kvöld kl. 20:30.
Verkin verða sýnd í Gallerí Borg við Austurvöll í dag
frá klukkan 14:00 til 18:00.
Hægt er að gera forboð í verkin í Gallerí Borg
og einnig geta þeir, sem ekki eiga heimangengt,
hringt á uppboðsstað og boðið í verkin símleiðis.
Símar á uppboðsstað eru 985-28173 og 985-28174.
ér&éMtc
BORG
Pósthússtræti 9.
Fax 624248 '
bUToN-G
fyrirmyndar. Og ekki gerir það
málið verra að verðið á vínunum
er með því hagstæðara sem maður
sér á veitingahúsum hér á landi.
Rauðvínið kostar 2.370 krónur,
hvítvínið 1990 krónur og blush-
vínið 1.780 krónur.
Mouton-Cadet er framleitt af
fyrirtækinu Baron Philippe de
Rothschild S.A., einum virtasta
vínframleiðanda Frakklands.
Framleiðsla þess skiptist í þrennt,
annars vegar hin sk. „Chateux",
sem eru þijú. í fyrsta lagi hið
fræga Mouton-Rothschild (Premi-
er Grand Cra), í öðra lagi Chateau
d’Armhailhac (Grand Cra) og í
þriðja lagi Chateau Clerc Milon
(Grand Cra). Þá era seld A.O.C.
vín frá hinum mismunandi hérað-
um Bordeaux og loks sk. „brand“
vín, það er vín sem rekja ekki
heiti sitt til ákveðins héraðs eða
chateu’s heldur era sjálfstæð vöra-
merki. í þessum síðasta flokki eru
rauðu og hvítu vínin, sem seld era
undir merkinu Mouton-Cadet, þau
bestu.
Rauðvínið er framleitt úr öllum
þeim þrúgutegundum sem heimilt
er að nota í Bordeaux: Cabemet
Sauvignon, Cabernet Franc,
Carmenére, Merlot, Malbec og
Petit Verdot. Hversu margar þess-
ara tegunda era notaðar og í hvaða
hlutföllum er breytilegt eftir áram
en uppistaðan er ávallt Cabernet
og Merlot. Hvítvínið frá Mouton-
Cadet er gert úr Sémillon, Sau-
vignon og Muscadelle.
Bæði eru þessi vín, ekki síst hið
rauða, mjög frambærilegir fulltrú-
ar víngerðarinnar í Bordeaux.
Rauðvínið hefur góða fyllingu og
ríkt ávaxtabragð og ekki það
tannínmikið að það þurfi að eldast
neitt að ráði. Það má því drekka
frekar ungt, miðað við mörg önnur
Bordeaux-vín. Hvítvínið er sýra-
snautt, skraufþurrt og ávaxtaríkt.
Auðvitað era þetta ekki Bordeaux-
vín sambærileg við góð Chateux-
vín, enda ekki til þess ætlast.
Mouton-Cadet er hins vegar með
betri Petit Bordeaux-vínum, sem
boðið er upp á hjá ÁTVR og lík-
lega það hagstæðasta í verði.
Rauðvínið frá Mouton-Cadet kost-
ar 890 krónur og hvítvínið 830
krónur.
ÞJÓÐLÍFSÞANKAR /Er ekki ástceöa
til aö stoppa hann uppf
r
Oumskorinn
eðalmaður
MÓEYGUR maður á upphækkuðum jeppa kemur utan af lai.di til
þess að heimsækja lítið barn sitt, sem hann hafði eignast þegar
hann var enn í trésniíðanámi. En hann á líka annað erindi. Nú
er hann orðinn byggingameistari í litlum bæ og langar til að eign-
ast konu. Hann greiðir vandlega skollitað, meðalstutt hárið, strýk-
ur ánægður eftir sléttum og örlausum vöngunum og hugsar um
hvað hann sé heppinn að eiga eins aðlaðandi móður og hann á
og líkjast henni. Hvað ætli þá geri til þótt faðir hans sé fremur
óaðlaðandi og hann eigi engin systkini. Hann veit sem er að hann
er fríður sýnum og sæmiléga vel að sér, þótt hann geisli ekki
beinlínis af ímyndunarafli og sjálfstrausti, eigi frekar bágt með
að koma fyrir sig orði og hafi lítinn áhuga á óréttlætinu í heiminum.
í-í ann teygir á öllum sínum 175
sentimetram og sækir upp
í hillu spariskyrtuna og fer
svo að troða sér í einu verulega
góðu sparibuxurnar. Hann hugsar
um að hann verði endilega að fá
sér önnur föt,
meðan hann kem-
ur með grönnum
o g fínlegum
höndum sínum
löngum og mjóum
limnum betur fyr-
ir í einu heilu bó-
mullarnærbuxun-
um sem hann
fann og rennir svo upp buxna-
□
eftir Guðrúnu
Guðlaugsdóttur
klaufinni. Verst að hann hann
skuli alls ekki vera orðinn góður
af gyllinæðinni sem hefur verið
pirra hann upp á síðkastið. Óneit-
anlega finnur hann líka að maginn
er aðeins farinn að slappast þegar
hann spennir sig með slitna leður-
beltinu. Innra með sér biður hann
þess heitt og innilega að hann fái
ekki þursabit enn einu sinni. Hann
veit svo sem að hann má passa
sig í lyftingunum og eins þegar
hann fer á skotveiðar. Hann sting-
ur í vasann lyklakippunni með
sporðdrekamerkinu, stjörnumerki
sínu, og gengur út í nóttina, ger-
samlega granlaus um að hann
eigi alls ekki neinn sjens á að
komast í kynni við konu. Sam-
kvæmt bæklingnum um vetrar-
og haustyfirlit Sævars Karls ’92
og ’93 er maður eins og hér er
lýst algerlega dauðadæmdur í