Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 7
B 7
MORGUNBLAÐIÐ MANIMLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992
UMHVERFISIVIÁL///z;é?r«Zjr háttar til um vatnsbúskapinn?
A UÐLINDIN VATN
JÖRÐIN er eini hnðttur himingeimsins sem hefur að geyma
vatn svo vitað sé. Jörðin hefur líka þá sérstöðu í flokki hnatta
að þar er líf. Það leiðir af sjálfu sér samkvæmt formúlunni:
ekkert vatn - ekkert líf. Málsvarar vatnsins ganga jafnvel sum-
ir svo langt að segja að í raun eigi að kenna jörðina við vatn
en ekki jörð! En hið ferska vatn er bæði takmörkuð og viðkvæm
auðlind. Að því kann að koma að sú auðlind verði gullinu dýr-
mætari og það fyrr en síðar.
^Jýlega var haldin mikil ráð-
stefna um vatn og vatns-
búskap í Stokkhólmi þar sem
hittust fulltrúar 60 þjóða. Um-
ræðan snerist að sjálfsögðu um
vatnsskortinn
eins og hann
birtist í mismun-
andi myndum
um víða veröld.
Mikill munur er
t.d. á því hvaða
eftir Huldu úrræði gilda
Voltýsdóttur gagnvart skort-
inum meðal auð-
ugra iðnríkja og vanþróaðra. Iðn-
ríkin eiga mörg í hinu mesta
basli við að útvega þegnunum
ómengað vatn og vatnsmagn er
þess utan þar víða af skomum
skammti. Endurnýjun vatns eins
og hún gerist samkvæmt lögmál-
um náttúrunnar, þ.e. með hrin-
grásinni: uppgufun, regn og síun
í jarðvegi, er of seinvirk þar sem
skorturinn er mestur. Þá þarf að
grípa til ýmissa úrræða sem eiga
það sameiginlegt að þau eru öll
dýr í framkvæmd. Sums staðar
er frárennslisvatnið hreinsað og
endurunnið svo það verður skað-
laust til brúks eða það sem nýrra
er af nálinni: menn eru farnir að
leiða hugann að tvöföldum vatns-
leiðslum fyrir kalt vatn til neyt-
enda. í annarri leiðslunni er þá
vatn sem hæft er til drykkjar og
matargerðar, í hinni vatn sem
óhæft er til þeirra hluta en nógu
hreint til þvotta og til að vökva
með gróður og garða. Kranarnir
eru þá hafðir mismunandi að lit
til aðgreiningar. Nærri má geta
að slíkt úrræði kostar sitt og
neytendur verða auðvitað að
borga. Þannig er víða komið með
vatnsbúskapinn hjá þeim ríku.
Hins vegar eru svo fátæku
þjóðirnar sem eru stórt hlutfall
af íbúum jarðar. Og þeim fjölgar
mest. Þar hafa margir ekki hug-
mynd um hvað vatnsleiðsla eða
krani er. Menn þurfa að sækja
sitt vatn í brunna eða uppsprett-
ur og þar getur líka verið um
mengað vatn að ræða þótt senni-
Iega sé það öðruvísi mengað en
hjá þeim ríku. Sumir þurfa að
fara fótgangandi um langan veg
daglega til að sækja sér vatns-
dreitil í brúsa eða fötu og bera
það á sjálfum sér heim. Varla
er þá eftir þrek til að gera meira
þann daginn! Þetta eru hinar öfg-
arnar.
Á íslandi er ekki við slík
vandamál að glíma og erum við
sennilega í nokkrum sérflokki
hvað það varðar í samfélagi þjóð-
anna. Þá sjaldan vatnið er tekið
af húsum okkar, fyllumst við
ónotakennd. En það ástand varir
stutt. Það nægir þó til að minna
okkur á hve mikilvægur þáttur
vatnið er í daglegum athöfnum.
Við eigum líklega ekki að amast
við blessaðri rigningunni sem
fylgir lægðunum ýmist fyrir
norðan eða sunnan land. Meðan
hún er hrein og' sæmilega laus
við mengun, erum við nokkuð
örugg. Við erum lánsöm hvað
þetta varðar.
Sömu sögu er ekki að segja í
mörgum hinna auðugu tækniv-
æddu iðnríkja. Þar er það óleyst
mál, hvernig hefta eigi mengun
neysluvatnsins. Einn fulltrúanna
á fyrrnefndri ráðstefnu í Stokk-
hólmi sagði að eina leiðin væri
að samræma aðgerðir ríkja á
milli, herða kröfur og eftirlit með
framleiðsluþáttum alls iðnvarn-
ings. Neytendur væru besti eftir-
litshópurinn og því ættu að fylgja
öllum neysluvörum nákvæmar
upplýsingar um öll vinnslustig,
hvaðan hráefnið væri komið,
hverjar væru framleiðsluaðferð-
irnar, hvernig varan væri nýtt
og hvað yrði um úrganginn.
Ef til vill er þetta góð hug-
mynd sem á eftir að þróast. Hins
vegar er málaflokkurinn vatn
bæði margþættur og flókinn.
Vatnsöflun og vatnsvernd getur
í raun aldrei verið afmarkað fyr-
irbæri á afmörkuðu svæði. Þótt
við búum vel að þessu leyti, kem-
ur okkur við hvernig ástandið er
hjá öðrum. Þess vegna hljóta al-
þjóðlegar ráðstefnur um þennan
lífselixír að vera tímabærar. Því
orð eru til alls fyrst.
þeim efnum.
I bæklingi þessum er vandlega
lýst hvað er „inni“ og hvað er
„úti“ í útliti og framferði manna
undir fyrirsögninni: Svona vill
konan hafa þig. Mér datt í hug
uppáhaldsmálshátturinn hennar
ömmu: Lofaðu svo einn að þú last-
ir ekki annan, þegar ég las ýmis-
legt í þessum bæklingi, sem fyrir
nokkru var sendur heim til margra
íslenskra ungmenna. Vætanlega
þeim til umhugsunar og leiðbein-
ingar á erfiðum tímum í þjóðfélag-
inu. Skyldi Sævar Karl og hans
menn þekkja sinn markhóp rétt,
það væri fróðlegt að vita.
Amma sagði mér oft alvarleg
á svip að manngildið ætti að hafa
mest að segja þegar konur veldu
sér menn. Svo varð hún pínulítið
kankvís til augnanna og laumaði
því út úr sér að það skaðaði ekki
að maðurinn gæti „skaffað vel“.
Ég man að henni leist alltaf best
á góða, duglega, vinnusama og
heiðarlega menn fyrir mína hönd.
En sá sem samdi listann yfir þá
eiginleika sem menn ættu að hafa
eða ekki hafa í bæklingi Sævars
Karls minnist ekki á neitt slíkt.
Þar er yfirborðið sett í öndvegi.
Þar segir m.a. að menn eigi að
hafa blá eða brún augu og vera
yfir 180 cm. á hæð eða undir 165
til að koma til greina sem spenn-
andi mannsefni. Best er að vera
í ljónsmerkinu, vera annaðhvort
mjög ríkur eða af mjög fátækum
kominn, eiga skutbíl og tvö börn
úr fyrra hjónabandi, sem bæði séu
eldri en 10 ára, hafa lim sem sé
frekar stór og þykkur og ekki
umskorinn, þá sé þetta mjög efni-
legt. Ekki dugir þessi upptalning
þó. Maðurinn þarf að eiga 8 jakka,
8 jakkaföt, 10 peysur og vesti, 8
skó, 3 frakka, 20 T-boli, 15 nær-
buxur, 15 skyrtur, 8 buxur, 3
sólgleraugu, 10 belti, 35 bindi og
15 pólóboli til að koma vel til
greina. Ef hann er að auki tvöfald-
ur doktor eða fullkomlega sjálf-
menntaður, læknir eða rithöfund-
ur, með snyrtar neglur en ekki
of stuttar, stinnan rass og læri,
og er bæði þunglyndur og með
migreni þá á hann heilmikla
möguleika. Eigi hann þar að auki'
aðlaðandi föður en óaðlaðandi
móður og mörg systkini þá er
þetta allt í himnalagi. Slíkan mann
má hver kona þakka fyrir að eign-
ast sem eignmann.
Þeim hinum sama manni er svo
bent á að hægt sé að bæta samlíf-
ið ef hann komist að þeirri niður-
stöðu að konur séu líka mannleg-
ar verur. Fullyrt er að þær taki
við sér ef þær finni hlýju og líki
vel að þeim sé veitt eftirtekt. Til
þess að öruggt sé að maðurinn
missi svo ekki konuna frá sér af
því hann viti ekki hvernig eigi að
fóðra hana er honum bent á að
konum líki alls ekki villt dýr, há-
karl, siginn fiskur, kæst skata,
grænar baunir, baunastappa, feitt
svínakjöt, rauðbeður, blóðmör og
svið.
Konurnar eru heldur ekki skild-
ar eftir í algeru ráðaleysi um
hvernig þær skuli haga sér þegar
þær hafa fundið hið kostum
hlaðna og fataríka mannsefni. í
umræddum bæklingi er þeim bent
á að slíkur maður þoli m.a. ekki
feitan maga, appelsínuhúð, mikil
hár sem koma út fyrir nærbuxurn-
ar, hár undir höndunum, smekk-
buxur, rúllur, freknur á bakinu,
ökklakeðjur og eftirlíkingar af
Rolex-úri. Sé mikið stress í vinn-
unni hjá honum þá er talið heppi-
legt að bjóða honum til kertaljósa-
kvöldverðar. Sé maðurinn hins
vegar ríkisstarfsmaður er hann
álitinn hafa meira gaman af kvöldi
í Ömmu Lú. — Svo kemur auðvit-
að hin gullvæga setning: Lagaðu
þig sem sagt að þörfum hans.
Að lokinni allri þessari langloku
er ekki annað eftir en óska þeim
sem sleppur gegnum öll þessi
nálaraugu til hamingju með þá
ótrúlegu heppni. Mér finnst að sá
hinn sami verðskuldi þau verðlaun
að verða stoppaður upp og hafður
til sýnis eftir að hann kveður þetta
jarðlíf. Það er ekki víst að slíkur-
maður fæðist aftur í bráð.
Már Hinriksson, Guðjón Gíslason og Garðar Ingpórsson eru
ánægðir með sinn árangur: Þetta er stórfín þjálfun. Við
höfum aukið þrek og þol til muna, við erum frískari í vinnunni
og léttari andlega og líkamlega.
hefst 9. nóvember
* tækjaþjálfun
og tröppuþrek 3x -5x í viku
* fitumælingar og viktun
* aðhald og hvatning
Verð: k, 6.600
W STÚDlÓ JÓNlNU & AGÚSTU