Morgunblaðið - 01.11.1992, Síða 10

Morgunblaðið - 01.11.1992, Síða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992 MLÍKLEGA er engrar plötu beðið með viðlika forvitni og plötu Bubba Morthens sem hann tók .upp á Kúbu í vor. Platan kemur út um þessar mundir og tii að kynna hana á sem bestan hátt fékk Bubbi kúbversku sveitina Sierra Maestre, sem lék inn á plötuna með honum, til að koma hingað til lands. Sveitin kemur hingað í vikunni, leikur með Bubba á útgáfutón- leikum í Hótel íslandi 12. og 13. nóvember og síðan víða um land: 14. á Sel- fossi, 15. í Vestmanna- eyjum, 16. á Patreks- fírði, 17. aftur á Hótel íslandi, 18. í Sjallanum á Akureyri, 19. á Nes- kaupstað, 20. á Egils- stöðum, 21. á Akranesi og 22. í Keflavík. ojosmyna/Bjorg svemsaouir Lífleg Ifk Sykurmolamir hugleiða eilífðina. MOLA- BLAND AF hjjómsveit sem sungið hefur sitt síð- asta, ef marka má er- lenda poppfréttamenn, eru Sykurmolarnir furðu hressir. Svcitin sendi fyrir skemmstu frá sér myndbandið Á guðs vegum með Sykur- molunum, eru á mikilli ferð með U2 um Vestur- strönd Banadríkjanna og sendu frá sér í vik- unni safnplötuna It’s-It. It’s-it er ekki venjuleg safnplata, því á plöt- unni eru þrettán endur- hljóðblönduð lög sveitar- innar í gengum tiðina unnin af ýmsum blendl- um. Að sögn Molanna kviknaði hugmyndin þeg- ar gefa átti út þriðju smá- skífuna af Stick Around for Joy, Vitamin. Einar Örn Benediktsson segir að þá hafi óskir kviknað að fá lagið í dansútgáfu. Sveitin fól breska blendlinum Youth að blanda lagið, en þegar hann skilaði því var það í reggítakti, sem var all- langt frá því sem til stóð. Þegar það lá fyrir datt einhverjum í hug að leyfa nokkrum blendlum að velja sér lög og fara um þau höndum að vild. Út- koman var svo It’s-It sem á eru lögin Birthday (tví- vegis), Leash Called Love, Blue Eyed Pop, Motor- crash, Planet, Gold, Wat- er, Regina, Mama, Pump, Hit og Coldsweat. Til við- bótar við þessa útgáfu var sérstök takmörkuð út- gáfa gefm út í 5.000 ein- tökum, sem á eru ellefu lög til vibótar, þar á með- al reggíútgáfan á Vit- amin. Clapton ENGINN hvítur gítarleikari rokksögunnar hefur hlot- ið aðra eins virðingu og aðdáun og Eric Clapton. Mörg ár eru síðan Clapton varð goðsagnakenndur fyrir rafgítarleik sinn, en fyrir skemmstu kom frá honum platan Unplugged, þar sem hann sýnir að fáir standa honum á sporði í kassagítarleik. Hugmyndin að Unplug- ged-þáttum MTV-tón- listarsjónvarpsins vaknaði í tengslum við að leyfa áhorf- endum að sjá tónlistarmenn leika á allra aukatóla og sjón- hverfinga, á þeirri forsendu að þá fyrst megi sjá hvað í þeim byr. í fyrstu vildu fáir vera með, en nú er svo kom- ið að mikil ásókn er að fá að koma fram enda hafa upptökur úr þáttunum selst gríðarvel og er plata Claptons því ekkert eins- dæmi. Á Unplug- ged hverfur Clapton aftur til róta sinna og leitar í smiðju blúshetjanna sem komu hon- um af stað til að byija með; Robert Johnson, Big Bill Bro- onzy og Jesse Fuller m.a., en einnig leikur hann ýmis sinna eigin laga, þar á meðal frábæra útgáfu á Laylu, sem mikið hefur verið spiluð síð- ustu vikur í útvarpi, og lagið sem hann skrifaði um son sinn látinn, Tears in Heaven. Clapton segist reyndar vera að uppgötva það um þessar mundir hve gefandi sé að leika á órafmagnaðan gítar. Hann byrjaði reyndar að leika á slíkan, en gafst upp á því þegar hann var fjórtán ára og eignaðist rafgítar. Með Clapton á Unplugged leikur sveit hans, en nýleg x'iðbót í hana er Andy Fairweat- her Low, sem framúr- skar- andi sagítar- og mikil blúshundur, og hef- ur haft sitthvað að segja með endur- vakinn áhuga Clapt- ons á kassanum. r Islensku- spursntálið SÍÐUSTU misseri hefur borið æ meira á því sem Einar Örn Sykurmoli kallaði svo viðeigandi „nostalklígju". Þar fer gagnrýnilaus dýrkun á öllu því sem fram fór á einhverju liðnu árabiU og að þessu sinni er það timi ’68-kynsIóðarinnar, hippatiminn. Víða um heim hafa sprottið upp hljómsveitir sem stælt hafa sveitir frá þessum tíma og tónlist þeirrar ættar hefur notið mikill- ar hylli. Fyrir skemmstu var í sjónvarpinu þáttur þar sem ræddur var sjöundi áratugurinn og tróðu upp ýmsar sveitir sem léku á þessum tíma og hafa verið að vakna til lífsins á ný, og svo ein ný sem var að senda frá sér plötu fyrir skemmstu. Hippatíminn er áferðar- fagur að sjá úr fjar- lægð, en kannski ekki eins þegar rýnt er í þá tónlist sem sett.var saman hér á landi á þeim tíma. Al- gengt var að sveitir léku tónlist erlendra fyrir- mynda, þó vissulega hafí starf- að nokkrar sveitir sem léku frumsamda tónlist. Fæstar réðu þó við að velta af sér enska okinu þegar kom að því að yrkja texta, enda eftir Ámo Matthíasson hefur Ómar Óskarsson, sem var í sveitinni goðsagna- kenndu Icecross og í Pelic- an, lýst því að mönnum hafi þótt sjálfsagt að syngja á ensku, því enginn leit á ís- land sem annað en stökk- pall út í heimsfrægðina. Það var og áberandi að sveitim- ar sem tróðu upp í Sjónvarp- inu fyrir rúmri viku, Pops, Trúbrot, Júdas, Magnús og Jóhann, og Jet Black Joe, 1+eku yfirleitt erlend lög eða með enskum textum. Það má alltaf spyrja hvað það er sem rekur menn af stað í að grafa upp hljóðfær- in á ný eftir áratuga hlé og eins og heyra mátti voru Joe, hafnað hljómsveit sem sungið hefur á ensku. Ekki er gott að segja hvers vegna skarð hefur rofnað í múrinn, en líklega eru menn að sjá ofsjónum yfir útgáfu ytra, frekar en að textasmiðir Jet Black Joe geti ekki barið saman skaplega íslenska texta eða frábær söngvari sveitarinnar sungið þá. Hér má vitna í orð Gunnars Hjálmarssonar, eins besta textasmiðs íslenskt rokks, sem lét falla í viðtali fyrir löngu að þegar svo væri komið fyrir honum að hann hefði ekkert að segja á ís- lensku væri best að þegja. Engin hermlsvelt Jet Black Joe. sveitirnar misjafnlega und- irbúnar undir spilirí aftur. Það var helst Júdas sem kom á óvart, og þá kannski sérstaklega fyrir tilþrif Vignis gítarleikara, sem hefur greinilega ekki lagt frá sér gítarinn síðan sveitin hætti að troða upp á sínum tíma. Frammistaða Jet Black Joe undirstrikaði frekar en hitt að þar er ekki á ferð nein hermisveit, heldur hljómsveit sem er að vinna úr því besta, sem glöggt má heyra á nýútkominni plötu sveitarinnar, sam- nefndri henni. Það er þó sá Ijóður á að allir textar sveitarmanna eru á ensku og telst enska þó ekki móð- urmál neins þeirra. Það á eftir að draga eitthvað úr vinsældum piltanna hér á landi, ef að líkum lætur, því það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að enskir textar eru hljómsveitum frekar til traf- ala en hitt, þó það hafi ver- ið alsiða að syngja á ensku á árum áður. Fram að þessu hafa ís- lenskir útgefendur staðið fast gegn því að gefa út plötur með enskum söng fyrir íslenskan markað, og meðal annars veit ég til þess að til að mynda hafa Steinar hf., sem gefa út Jet Black HIPHOPROKK GERJUNIN er hvergi eins hröð og í breska poppinu, þó útkoman sé oft görótt. Vaxtarbroddurinn virðist helst vera í samruna dans/hiphopptónlistar og rokks, sem gefur hefur af sér sveitir eins og 25th og May. Fyrir skemmstu logaði breska popppressan af yfirlýsingum um ágæti 25th of May, sem allir spá glæstri framtíð Ekki náði sveitin þó að slá rækilega í gegn með sinni fyrstu breiðskífu, Lenin & McCarthy, sem er fyrirtak, selst hefur allvel og lög af henni náð hátt. Sveitarmenn hrifust snemma af bandarísku rappi og þá ekki síst af póli- tískum textum í hörðu rappi. Niðurstaðan var sós- íalískt hiphopprokk sem hefur alla burði til að slá rækilega í gegn. ONKONIMUÐUR BRESKI furðufuglinn og tónlistarfrömuður- inn Brian Eno bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennimir. Með- al annars fyrir það er hann eftirsótt- ur til upptökustjómar og tónráðgjaf- ar, en hefur fyrir bragðið lítinn tíma haft til að sinna eigin tónlistarferli.. Fyrir skemmstu kom þó út með Eno breiðskífan Nerve Net. Allt frá þvi Eno hrökkl- aðist úr Roxy Music fyrir ofríki Bryans Ferrys hef- ur hann leitað fyrir sér í tónsköpun og þá oft á stöðum sem aðrir. hafa ekki kannað. Hann hefur meðal annars unnið með David Bowie, Talking He- ads og U2, en gaf sér loks tíma til að vinna að eigin skífu snemma á síðasta ári. Hann Furðufugl lauk svo við plötu Eno. sem átti að gefa út fyrir síðustu jól, en á elleftu stundu var ákveðið að fresta plötunni fram yfir áramót. Þá langaði Eno að eiga eilítið við plöt- una á ný, en þegar upp var staðið var fátt eftir af upphaflegri breiðskífu og þvi allt glænýtt á Nerve Brian Net. Síðasta sóló- skífa Enos, og kom út 1985, var hálfgerð lyftutónlist, en Nerve Net svip- ar aftur á móti til eldri verka hans og stendur þvi nær bundinni plötu. Á plöt- unni bregður fyrir grúa tónlistarstefna og hljóð- færa, sem sýna að Eno er enn við sama heygarðs- homið að leika sér að tón- vitund áheyrandans, sem veit sjaldnast hvaðan á hann stendur veðrið, þó allt komi þægilega á óvart.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.