Morgunblaðið - 01.11.1992, Side 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992
HULDUMENN
BÁRA Sigurjónsdóttir kaupkona er löngu þjóðþekkt fyrir
verslunarstörf og kventískuverslunina Hjá Báru sem hún
hefur starfrækt í fjóra áratugi. Minna er þó vitað um einka-
hagi og líf Báru. Hulunni er nú svipt af lífi Báru í ævisögu
hennar, Hjá Báru, sem út kemur eftir helgina. Saga Báru
er skráð af Ingólfi Margeirssyni og lýsir miklum örlögum,
dramatískri ævi og leyndustu sálarátökum.
BARU
ennimir
skipa veg-
legan sess
í lífí báru.
Bára og
síðari eig-
inmaður hennar, Pétur Guðjónsson,
voru þekkt í reykvísku bæjarlífí.
Pétur varð bráðkvaddur í skíðaferð
á Eyjafjallajökli sumarið 1983 að-
eins 57 ára að aldri. Færri vita að
Bára var ung ekkja er hún giftist
Pétri árið 1949. Fyrri eginmaður
hennar hét Kjartan Siguijónsson
söngvari frá Vík í Mýrdal. Þeirra
hjónaband hafði aðeins varað í 11
mánuði er Kjartan lést úr heila-
berklum í London 1945 en þar
stundaði hann framhaldsnám í
söng.
En það voru fleiri menn í lífi
Báru. Hún kynntist Sigfúsi Hall-
dórssyni tónskáldi þegr hún rak tvo
dansskóla aðeins 17 ára gömul. Þau
urðu þegar í stað ástfangin, hófu
samstarf og skemmtu sem lista-
mannapar með dansi og söng í höf-
uðborginni og víða um land á stríðs-
árunum.
Morgunblaðið birtir hér brot úr
köflum bókarinnar Hjá Báru sem
íjalla um tvo huldumenn í iífí Báru:
Sigfús Halldórsson tónskáld og
Kjartan Siguijónsson söngvara.
Fúsi
Fyrsta ástin var Fúsi.
Hann kom ungur, grannur, bros-
andi, ljúfur og skemmtilegur að
borðinu, kynnti sig og bauð mér
upp. Og án þess að hugsa mig um
þakkaði ég fyrir og sveif í örmum
hans út í dansiðu gólfsins.
Þannig kynntumst við Sigfús
Halldórsson, tónskáld og listmálari,
og þannig hófst ástríkur rómans
okkar. Eftir að stríðið braust út og
ég kom heim frá Kaupmannahöfn
opnaði ég skólana mína að nýju og
hóf sýningar á dönsum út um borg
og bý; komin á fullt á nýjan leik.
Mamma aðstoðaði mig alltaf við
sýningamar. Hún hjálpaði mér við
að skipta um búninga milli atriða
og var mér stoð og stytta. Að lokn-
um sýningum fylgdi hún mér strax
heim. Mér fannst það fullkomlega
eðlilegt og reyndar skemmtilegt og
notalegt að njóta félagsskaparins
við mömmu. Það var viðtekin venja
allra listamanna sem sýndu á
skemmtistöðum að setjast ekki í
salinn og blanda geði við dansgesti
að lokinni sýningu. Þetta kvöld á
Hótel Borg þegar Fúsi kom út úr
iðu dansgólfsins og reylq'armekki
salarins höfðum við mamma bmgð-
ið út af venju okkar. Við fómm
ekki strax heim eftir að danssýn-
ingu minni lauk, heldur settumst
fram í sal við lítið borð og horfðum
á pörin á gólfínu og spjölluðum
saman.
Ég var sautján ára þegar Fúsi
kom inn í líf mitt og hafði enn ekki
kynnst ástinni með upphafsstaf.
Ég var óreynd í ástamálum þótt ég
hefði verið skotin í einhveijum
strákum. Tíðarandinn gaf heldur
ekki ótakmarkað leyfi hvað ástir
varðaði; stúlkur sváfu ekki hjá ung-
um mönnum nema þær væru búnar
að vera leynilega trúlofaðar í tals-
verðan tíma og helst opinberlega
trúlofaðar þeim. Trúlofun þýddi að
sjálfsögðu eðlilegan aðdraganda að
giftingu. Þetta var árið áður en
Bretinn kom til landsins og ruglaði
Brot úr nokkr-
um köflum
bókarinnar
Hjá Báru
gjörsamlega viðteknar siðferðis-
venjur og ástalíf ungra stúlkna.
Mamma hafði upplýst okkur
Huldu um leyndardóma ástalífsins.
Það gerði hún eftir að við fermd-
umst og talaði tæpitungulaust um
ástir karls og konu og hvernig
stúlkur verða vanfærar. Getnaðar-
vamir voru óalgengar í þá daga,
stundum alls engar, og ungar stúlk-
ur þurftu að vita hvaða freistingar
biðu þeirra að mati mömmu. Og
þessa gjöf ættum við ekki að gefa
neinum karlmanni nema þeim sem
við giftumst.
Þetta kvöld haustið 1939 þegar
ég sveif um gólfíð í örmum Fúsa
var lífið á íslandi í föstum, gömlum
skorðum og fírringin mikla sem
stríðið leiddi af sér enn ekki hafín.
Þótt ég væri svolítið forfrömuð af
því ég hafði verið í Danmöku var
ég enn saklausa, íslenska stúlkan
úr Hafnarfírði sem varð einfaldlega
bálskotin þetta kvöld í þessum ljúfa,
fyndna og fallega listamanni sem
stýrði mér um gólfíð af tilfinningu
og innlifun.
Sigfús Halldórsson var þekkt
nafn á íslandi þótt hann væri að-
eins 19 ára. Hann hafði gert fjölda
laga sem hann flutti sjálfur; spilaði
á píanó og söng. Það þekktist ekki
í þá daga að menn semdu lög og
syngju þau sjálfír. Yfirleitt léku
aðeins hljómsveitir vinsæl lög án
söngvara. Það má segja að Fúsi sé
fyrsti dægurlagasöngvarinn á ís-
landi. Lögin hans Fúsa nutu mikill-
ar hylli, ekki síst hjá æskunni; þau
voru dillandi danslög, rómantísk og
melódísk í senn. Þegar Fúsi kom
inn í líf mitt nutu tvö laga hans
geysilegra vinsælda. Þau voru bæði
glæný: Dagný, sem hafði unnið
danslagakeppnina á Hótel íslandi
sama ár, og Við eigum samleið sem
lenti í þriðja sæti í sömu keppni.
Fúsi var líka þekktur fyrir mál-
verk sín og talinn mjög efnilegur
listmálari. Hann var fjölhæfur lista-
maður og hann var sjálflærður að
mestu. Það var sjálfgefið að Fúsi
væri eftirsóttur skemmtikraftur á
skemmtistöðum Reykjavíkur. Þar
sem ég skemmti með danssýningum
á sömu skemmtunum var óumflýj-
anlegt að leiðir okkar lægju fyrr
eða síðar saman.
Og við áttum samleið, í tæp þijú
ár.
Bóhemlíf
Við vorum ungir listamenn og
urðum ástfangin upp fyrir haus
þegar í stað. Samband okkar Fúsa
vakti auðvitað strax eftirtekt í bæn-
um. Við vorum bæði þekktir
skemmtikraftar, þóttum fallegt og
listrænt par sem stjömuljóma staf-
aði af. Við urðum opinbert par frá
fyrsta kvöldi og þótt við ættum að
heita leynilega trúlofuð, eins og það
var kallað áður en hringarnir voru
settir upp, hvíldi engin leynd yfir
sambandi okkar. Við vorum saman
og það stimdi af okkur.
Fúsi opnaði fyrir mig nýjan heim
fegurðar. Hann kenndi mér að
meta ljóðlist og sýndi inn í heim
málaralistarinnar. Við lásum saman
kvæði og ljóð, stunduðum mál-
verkasýningar og ég kynntist vinum
hans; þjóðþekktum listamönnum,
bóhemum og heimspekingum. Við
svifum um listalífið í Reykjavík,
ung, hámingjusöm, full af starfs-
þreki, lífsþrótti og ást. Þetta voru
samfelldir gleðidagar.
Mamma hafði ákveðnar áhyggjur
af breyttum lífsvenjum mínum.
Þótt hún hefði verið hlynnt dans-
menntun minni, skólahaldi og
skemmtisýningum leit hún eflaust
á dans minn sem stundargaman uns
hinn rétti eiginmaður birtist og
kæmi mér í örugga höfn. Hún var
ugglaust þeirrar skoðunar að lista-
maður væri ekki traustasti skip-
stjórinn á lífsskútu minni.
Móðir Fúsa var látin þegar ég
kynntist honum, en faðir hans,
Halldór Sigurðsson, var enn á lífí.
Halldór var indælismaður og allra
hugljúfí. Hann var úrsmiður og rak
áður skartgripaverslun og úrsmíða-
vinnustofu í Ingólfshvoli og síðar
stóra verslun í Austurstræti 14 þar
sem verslunin London er núna. Það
mikla hús átti reyndar Halldór
ásamt Jóni Þorlákssyni. Halldór
varð gjaldþrota 1930, ekki síst
vegna þess að hann hafði pantað
gífurlegan farm af vörum frá Kaup-
mannahöfn en þegar skipið var í
sjó varð gífurlegt gengishrun á ís-
landi sem gerði vöruna verðlausa.
Síðar átti ég sjálf sem kaupkona
eftir að slást við duttlungaákvarð-
anir stjórnvalda í gjaldeyrismálum
sem eyðilögðu heilu lagerana fyrir
innflytjendum og skekktu allt efna-
hagslífið með stuttu millibili.
Þegar Fúsi og ég vorum að stinga
saman neíjum voru dýrðardagar
Halldórs pabba hans löngu að baki.
Hann rak lítið úrsmíðaverkstæði
heima hjá sér á Laufásveginum og
brosti hjartnæmu brosi framan í
kúnnana. Það voru ekki lætin í
Halldóri. Þegar kerlingamar reidd-
ust og skömmuðu hann fýrir að
vera ekki búinn að gera við úrin
þeirra og klukkurnar brosti Halldór
bara blíðlega og sagði þýðum rómi:
„Það er bara til þess að þú komir
aftur!“ Og þá bráðnuðu þær allar.
Fúsi bjó ekki heima hjá föður
sínum, heldur leigði herbergi á
Leifsgötunni. Þar var hann með
hljóðfæri og þar málaði hann mál-
verkin sín. .Síðar flutti hann í hina
frægu Piparsveinahöll við Snorra-
braut og spilaði alltaf fjörugan
mars fýrir hvem nýjan piparsvein
sem leigði þar herbergi en sorglegt
útgöngulag þegar menn fluttu það-
an til að giftsat. Það var því ljóst
að brúðkaup var ekki litið björtum
augum á þeim bæ.
Samstarf og ástir
ungra listamanna
Við Fúsi vomm ekki aðeins kær-
■ustupar, við hófum einnig þegar í
stað samstarf á sviði listarinnar.
Hann spilaði og söng, ég dansaði.
Og stundum spilaði ég undir og
hann söng. Tónlistarlífíð hafði öðl-
ast nýjan innblástur í Reykjavík
eftir að þýskir og austurrískir tón-
listarmenn settust að á íslandi. Og
skemmtanalífið var einnig litríkt.
Bestu hótelin í bænum voru Hótel
ísland og Hótel Borg. Glæsilegir
dansleikir voru haldnir á Hótel Is-
landi sem Rósinkranz gamli rak.
Það ríkti ákveðinn virðuleiki og feg-
urð yfir Hótel íslandi; evrópskur
menningarblær sem Hótel Borg
hafði enn ekki öðlast vegna þess
að Borgin var mun nýrra hús. Dans-
leikir voru haldnir á Hótel Borg þar
sem Bretinn Jack Quinett stjómaði
hljómsveitinni en einnig menningar-
legar síðdegissamkomur þar sem
hægt var að fá sér kaffí, te og
kökur og herrarnir buðu dömunum
upp í dans. Þessi eftirmiðdagsdans
var mjög elegant; stiginn við fiðlu-
og píanóundirleik. Síðdegisdansar
með þessu sniði tíðkuðust einnig á
Hótel íslandi. Það var ekki mikill
stíll yfír böllunum á Hótel Skjald-
breið. Hótel Hekla sem stóð við
Lækjargötu var almennt álitið
gleðikvennahús og þangað stigu
ekki konur með sjálfsvirðingu inn
fyrir dyr. Það var einnig mikið dans-
að í Iðnó og í Oddfellowhúsinu. Við
Fúsi skemmtum mest á Hótel ís-
landi og Hótel Borg en komum einn-
ig fram á öðrum skemmtunum og
á sjúkrahúsum og öðrum stofnun-
um.
Við Fúsi féllum hvort að öðru í
list jafnt sem lífi. Við vorum ást-
fangið listamannapar og þóttum
falleg. Og okkur þótti hvort annað
fallegt. „Ég geng bara í kross,“
sagði Fúsi vanalega um þessa ást.
Ég var hins vegar vön að segja að
það ættu ekki margar stúlkur kær-
asta sem semdi lög og syngi þau
sjálfur. „En það eiga ekki margir
kærustu sem dansar við lögin
þeirra," bætti þá Fúsi við brosandi.
Fúsi samdi aragrúa laga á þess-
um tíma. Þau urðu vinsæl og stund-
um var skopast að því að ég væri
helsta kveikjan að öllum lögunum.
Fúsi sagði sjálfur oft í gamni að
hann raulaði öll sín lög upp úr
svefninum fyrir hana Báru. Með
aðeins meiri alvöru sagðist hann
vera svo mikill rómantíker að hann
gerði aldrei neitt af viti nema vera
ástfanginn. Sumir hafa haldið því
fram að Fúsi hafi samið Tondeleyo
og fleiri lög til mín. Það er ekki
rétt. Fúsi samdi aðeins eitt lag til
mín. Það var á þeim tíma þegar við
vorum saman; hann var að lesa
ljóðabók eftir Sigurð frá Amarholti
þegar hann rakst á kvæðið Sól,
stattu kyrr. Hann samdi lag um-
svifalaust við kvæðið og tileinkaði
það mér:
Sól, stattu kyrr! þó að kalli þig sær
til hvílu ég elska þig heitar.
Þú blindar mín augu, en ert mér svo kær,
og eins hvort þú skín, eða bæn minni neitar.
Ég sæki þér nær, þótt þú færir þig fjær
þótt þú fallir í djúpið, mitt hjarta til geisl-
anna leitar.
Það veit hins vegar enginn, að
Fúsi skrifaði einu sinni ferskeytlu
til mín í „póesíubókina" mína, en
það voru litlar vísnabækur sem
stúlkur hér áður fyrr gengu oft
með í veski sínu. Ég var eitt sinn
að hafa mig til þegar Fúsi var kom-
inn á Austurgötuna að sækja mig
og skrifaði meðan hann beið eftir
mér:
Mér flest ganga mundi í hag,
mætt’ei skapi sáru.
Ef ég fengi einn á dag
ástarkoss hjá Báru.
Og það fékk hann, þessi elska.
Kjartan
Kjartan kom ekki sem storm-
sveipur inn í líf mitt. Hann óx í
vitund minni, hægt og bítandi, uns