Morgunblaðið - 01.11.1992, Qupperneq 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992
AF SPJÖLDUM GLÆPASÖGUNNAR/Morðin á Emst Röhm og ýmsum öðrum foringj-
um hinna illræmdu SA-sveita voru þjóðþrifaverk að mati Hitlers. Hann sagði síðar: „Þeir
voru allir óþverrar, sjúkar skepnur sem höfðu vanvirt einkennisbúninga okkar.“
SIÐSPILLTUR HROTTI
í STJÓRNMÁLUM getur stundum verið erfitt að greina á milli glæpa
og „nauðsynlegra aðgerða" í þágu málstaðarins. Þannig helgar hug-
sjónin og tilgangurinn meðalið og víst er að nasistar í Þýskalandi
tðldu sig ekki bundna af almennum leikreglum í samskiptum sið-
aðra manna þegar þeir voru að brjótast til valda, hvað þá eftir að
þeir höfðu náð þeim. í þeirra hópi mátti finna margt dusilmennið,
— skúrka og níðinga, sem alls staðar annars staðar hefði verið skip-
að á bekk með ótíndum glæpamönnum. Ernst Röhm taldist til þeirr-
ar manngerðar.
Emst Röhm fæddist árið
1887 og var af þýzku
alþýðufólki' kominn.
Hann gekk ungur í her
keisarans sem óbreyttur
hermaður. Hann hækkaði ört í tign
í hemum og í lok fyrri heimsstyij-
aldarinnar, árið 1918, var hann
orðinn höfuðsmaður. Hann var
harður í hom að taka og hafði
marga hildi háð, sem mátti meðal
annars sjá á nefí hans, sem hafði
orðið fyrir skoti í stríðinu. Röhm
var harður þjóðemissinni og meðal
þeirra fyrstu sem gengu í flokk
þjóðemissósíalista, eða nasista.
Gekk hann í flokkinn á undan
Adolf Hitler.
Röhm var eindreginn fylgis-
maður Hitlers allt frá stofnun
flokksins, og íjölmennar sveitir
ofbeldismanna undir stjórn
Röhms, svonefndar SA-sveitir eða
Brúnstakkar, studdu foringjann
dyggilega. Þegar Hitler ákvað að
yfírtaka stjóm Bæjaralands árið
1923 í misheppnaðri uppreisnartil-
raun, sem neftid hefur verið Bjór-
hallarbyltingin í Miinchen, var það
Röhm sem lagði til sveitir sínar
til að hertaka opinberar bygging-
ar. Röhm tókst að ná mörgum
stöðvum stjómvalda, en byltingin
mistókst og Röhm var handtekinn,
dæmdur og sendur í Stadelheim-
fangelsið til stuttrar dvalar. Hitler
var einnig dæmdur til fangelsis-
vistar, og meðan hann sat inni
skráði hann bók sína, Mein Kampf,
þar sem hann gerir grein fyir
stefnumiðum sínum og áformum.
Á þriðja áratugnum var Röhm
áfram höfuðsmaður í fastaher
Þýzkalands, en auk þess réð hann
yfír eigin her Brúnstakka sem var
fimmfalt fjölmennari en fastaher-
inn og olli þetta herstjóminni tals-
verðum áhyggjum. Herstjómin
óttaðist að með stuðningi storm-
sveita sinna gæti Röhm steypt rík-
isstjóminni. Þegar Hitler var loks
skipaður kanslari gengu yfírmenn
hersins á hans fund og lýstu því
yfír að þeir gætu stutt hann, en
aðeins ef Röhm og foringjum hans
yrði útrýmt.'Stormsveitimar leyst-
ar upp og liðsmenn þeirra innlim-
aðir í fastaherinn.
Hitler féllst á þessi skilyrði og
lagði á ráðin um útrýmingu SA-
sveitanna. Þetta var árið 1934, og
stormsveitimar orðnar óstýrilátur
hópur þorpara, þjófa og morð-
ingja. Flestir foringjanna, eins og
Röhm, vom siðspilltir kjmóra-
menn, margir áberandi kynhverfír,
og þeir fullnægðu hvötum sínum
með alls kyns siðleysi og kyn-
svalli. Röhm hafði til að mynda
yndi af því að svívirða pilta og
komungar stúlkur kynferðislega,
einkum af gyðingaættum, og lét
hann gjaman ljósmynda slíkar at-
hafnir, en hann mun hafa átt í
fórum sínum eitt viðurstyggileg-
asta klámmyndasafn sem sögur
fara af.
Hitler hlaut aðstoð frá Paul
Joseph Göbbels, Hermann Göring
og ekki sízt Heinrich Himmler,
yfírmanni leyniþjónustu Gestapo
og sérsveita SS (Schutzstaffel),
og lagði til atlögu gegn SA 30.
júní 1934. Þann dag vom flestir
af yfirmönnum SA, þeirra á meðal
Röhm, í hópferð og dvöldust í
Hanslbauer-hótelinu í Wiesee við
Tegemsee-vatnið skammt frá
Munchen. Þegar Hitler kom að
hótelinu fyrir sólarapprás með
Qölda vel vopnaðra manna úr
sveitum SS raddist hann inn í
gistiherbergi SA-foringjanna.
í einu herberginu kom Hitler
að SA-foringjanum Edmund Hei-
nes, yfirmanni SA í Slesíu. Heines
var þekktur kynvillingur og
dæmdur morðingi, og við hlið hans
svaf ungur foringi úr stormsveit-
unum. Hitler ærðist og öskraði til
SS-mannanna fyrirskipun um að
„drösla þessum óþverram héðan
út og taka þá af lífí!“. Heines, sem
var þybbinn og þrekvaxinn en
ungæðislegur, var furðu lostinn
þegar hann og vinur hans vora
dregnir allsnaktir út á bak við
hótelið, en þar vora þeir skotnir.
Margir aðrir SA-foringjar, sem
allir höfðu verið teknir í rúmum
Ernst Röhm, hinn siðspillti for-
ingi SA-sveitanna.
sínum með starfsbræðram sínum,
vora einnig teknir og færðir í fang-
elsi. Svo raddist Hitler inn í her-
Adolf Hitler með Röhm árið
1933.
bergi Röhms og skellti á eftir sér
hurðinni. Þeir sem vora frammi á
gangi heyrðu hann öskra á þennan
tryggasta stuðningsmann sinn og
kalla hann svikara við málstað
nasista. Röhm var að sjálfsögðu
úti á þekju, hann hafði ekki hug-
mynd um hvað Hitler átti við.
SS-mennimir fluttu Röhm í
Stadelheim-fangelsið, þar sem
hann hafði setið inni tíu áram
áður eftir að hafa stutt ofstækis-
manninn Hitler í Munchen-bylt-
ingunni. Hann var settur inn í
fangaklefa, og einn af SS-mönn-
um Himmlers lagði skammbyssu
á borð í klefanum með þeim orðum
að Hitler vildi leyfa þessum gamla
félaga sínum að fremja sjálfsmorð
frekar en að færa hann fyrir af-
tökusveit. Röhm krafðist skýringa
á því hvers vegna hann og aðrir
foringjar SA hefðu verið hand-
teknir og sumir skotnir. Svarið var
„vegna þess að þú ert svikari“.
Engar sérstakar ákærar vora
bomar fram. Röhm neitaði að nota
skammbyssuna og kallaði til varð-
mannanna: „Ef á að taka mig af
lífi, látið þá Adolf gera það sjálf-
an!“
SS-mennimir munduðu nú
byssur sínar og miðuðu á Röhm.
Hann stóð ögrandi með bera
bringu og horfði með reiðisvip á
böðla sína. SS-mennimir skutu á
hann af stuttu færi og tæmdu
skammbyssur sínar. Rúmlega 200
aðrir SA-foringjar voru einnig
teknir af lifí þennan morgun. Það
einkennilega við aftökumar í út-
rýmingu SA-sveitanna var að ekk-
ert fómarlambanna hafði hug-
mynd um hvað var að gerast.
Flestir héldu að róttækir vinstri-
menn hefðu náð völdum í landinu.
Margir, eins og Karl Emst yfír-
maður SA í Berlín, héldu að verið
væri að gantast með þá allt þar
til þeir stóðu upp við vegg and-
spænis aftökusveitunum. Þá réttu
þeir úr sér, heilsuðu með nasista-
kveðju og hrópuðu „Heil Hitler"
og dóu með nafn þess manns á
vörunum sem fyrirskipað hafði
aftöku þeirra. Táknrænn fyrir
þessi fómarlömb var SA-foringinn
og lögreglustjóri í Munchen,
Schneidhuber að nafni. Hitler
sjálfur reif af honum nasistamerki
og merki ofursta með þeim orðum
að hann væri svikari. Schneidhu-
ber var síðan færður fyrir aftöku-
sveit í garði Stadelheim-fangelsis-
ins þar sem hann var tekinn af lífi.
Rétt áður en aftökusveitin
beindi skothríð sinni að honum
sagði Schneidhuber: „Herrar mín-
ir, ég veit ekki hvað er á seyði,
en skjótið beint." Innan sólar-
hrings hafði Adolf Hitler slátrað
mönnunum sem gerðu honum
kleift að ná völdum og losað sig
við sveitir þorpara til að þóknast
þýzku herstjóminni, sem hann
þurfti að hafa á sínum snæram
til að láta framtíðardrauma sína
um heimsyfirráð rætast. Dauði
Röhms og allra hinna skipti hann
engu. Hann sagði síðar: „Þeir vora
allir óþverrar, sjúkar skepnur sem
höfðu vanvirt einkennisbúninga
okkar.“
OPIDIDAG SUNNUDAG!
hab itat
FRA KL. 13.00 TIL 16.00
V/d bjóðum ykkur ve/komin
í dag, sunnudag, í verslun
okkar að Laugavegi 13.
Mikið úr\sal af nýjum vörum.
Allt einstakar vörur
sem fást aðeins í Habitat.
\/erið veikomin!
LAUGAVEGI 13 - SÍMI (91) 625870