Morgunblaðið - 01.11.1992, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992
6 17
KAUPMANNAHAFNARBRÉF
Þjóðarmálamiðlun
en ekki þjóðarsátt
Þegar íslenskir stjórnraálamenn ná
samkomulagi um stórmál þvert á allar
flokkslínur kallast það gjarnan þjóðar-
sátt. Þegar allir dönsku stjómmálaflokk-
arair, utan einn, komu sér saman um
hvað Danir ættu að bera á borð fyrir
bræðraþjóðirnar ellefu í EB kölluðu þeir
samkomulagið þjóðarmálamiðlun.
Kannski era þessi tvö hugtök ekki alveg
sambærileg, því þjóðarsátt hefur einkum
átt við samkomulag stjórnmálaflokka og
aðila vinnumarkaðarins um kaup og kjör,
meðan danska samkomulagið er eingöngu
unnið af stjórnmálaflokkum. Samt er það
áberandi að hér er oftar talað um að
náðst hafi málamiðlun heldur en sættir
eða samkomulag.
Eftir að rúmlega helmingur þeirra sem
tóku þátt í atkvæðagreiðslunni um Maastric-
ht-samkomulagið í júní höfnuðu því lá fyrir
stjóminni að reyna að finna leið til að halda
Dönum innanborðs í EB, en jafnframt að
virða skoðun kjósenda. Verkefnið var ekki
auðvelt og á endanum kom lausnin frá stjóm-
arandstöðunni en ekki stjóminni. Og reyndar
virðist hjálpin hafa komið þaðan sem hennar
var síst að vænta, nefnilega frá Sósíalíska
þjóðarflokknum, sem var á móti Maastricht-
samkomulaginu.
Ef marka má pólitískt slúður þá var það
Holger K. Nielsen, formaður Sósíalíska þjóð-
arflokksins, sem hafði samband við Poul
Nyrup Rassmussen, formann Jafnaðar-
mannaflokksins, og stakk upp á að þeir
reyndu að koma sér saman um svar Dana.
Rasmussen stakk þá upp á að fá Marianne
Jeved, formann Róttæka vinstriflokksins,
með í hópinn. Þessum þremur tókst síðan
að koma sér saman um hvernig túlka bæri
svör danskra kjósenda frá því í sumar og
hvemig boðskap Danir ættu að flytja EB.
Samkomulag sitt kölluðu þau „Drög að
þjóðarmálamiðlun". í vikunni tók ríkisstjóm-
in svo málamiðlunina upp, fékk gerðar smá-
breytingar á henni, Mið-demókrataflokkur-
inn bættist í hópinn og drögin vom ekki leng-
ur drög, heldur sjálf þjóðarmálamiðlunin, sem
stjórnin hyggst koma á framfæri á EB-topp-
fundinum í desember. Aðeins Framfaraflokk-
urinn var á móti. Þar með er þetta viðkvæma
mál leyst. Samkvæmt málamiðluninni ætla
Danir að standa utan vamarsamvinnu, ekki
að taka upp sameiginlega mynt og vilja ekki
taka á sig skuldbindingar varðandi ríkisborg-
ararétt, svo eitthvað sé nefnt.
Þegar drög flokkanna þriggja lágu fyrir
þótti það nokkuð neyðarlegt og jafnvel háðu-
legt fyrir stjórnina að sjálf þjóðarmálamiðl-
unin skyldi koma frá stjórnarandstöðunni,
en ekki stjórninni. Paul Schluter forsætisráð-
herra leit þó öldungis ekki út eins og hann
hefði orðið fyrir niðurlægingu, heldur talaði
um framtakið sem tilefni til gleði. Og hann
og ríkisstjómin máttu sannarlega gleðjast,
því hvorki hann né aðrir í stjórninni virtust
hafa nokkurn jarðneskan möguleika á að ná
málamiðlun milli allra þessara flokka. í hvert
sinn sem Uffe Ellemann-Jensen opnaði
munninn um væntanlegar viðræður Dana við
hin EB-löndin og möguleika þeirra á að koma
sínum sjónarmiðum fram leit formaður Sós-
íalíska þjóðarflokksins út eins og köttur, sem
strokið hefur verið öfugt. Það að málamiðlun-
in byrjaði á hinum endanum, sumsé hjá Sós-
íalíska þjóðarflokknum, kom á óvart, en virð-
ist eftir á séð hafa verið nánast eini möguleik-
inn á málamiðlun.
Drög flokkanna þriggja leiða líka hugann
að hvaða þýðingu persónulegt samband
stjórnmálaleiðtoga hafi. Allir þessir þrír
flokkra eiga það sameiginlegt að vera með
tiltölulega nýkjöma formenn. í flokksrófinu
er ekki langt á milli Sósíalíska þjóðarflokks-
ins og Jafnaðarmannaflokksins. Andlegur
skyldleiki er hins vegar ekki alltaf trygging
fyrir góðri samvinnu, en svo virðist sem það
fari vel á með formönnunum tveimur. Af
nafninu að dæma mætti ætla að Róttæki
vinstriflokkurinn liggi nálægt þessum tveim-
ur flokkum, en það er misvísandi. Flokkurinn
er gamall klofningsflokkur úr Vinstriflokkn-
um, sem er upprunalega bændaflokkur eins
og Framsóknarflokkurinn, en er nú til hægri
við íhaldsflokkinn. Það er erfitt að skilgreina
stöðu Róttæka vinstriflokksins í flokksrófi
frá hægri til vinstri, en vinstra megin er
hann varla. Á síðustu mektarárum sínum í
kringum 1970 sat flokkurinn í stjóm með
núverandi stjórnarflokkum, íhalds- og Vinst-
riflokknum.
Það kom nokkuð á óvart að Róttæki vinst-
riflokkurinn skyldi fást með í kompaníið um
málamiðlunardrögin og það með svo góðum
árangri. Formaðurinn þar virðist þrífast vel
í hópi hinna tveggja. Og hver getur metið
áhrif þess að Nymp Rasmussen á kærustu
í hópi frammámanna Róttæka vinstriflokks-
ins? í sumar trúlofaðist hann Lone Dybkjær
fyrmm ráðherra. Ekki alveg vandræðalaust
samband, en hún hefur lýst því yfír að hún
ætli að hafa hægt um sig. En þá spurði
ágætur maður hvað kjósendurnir segðu um
stjómmálamann, sem ætlaði að hafa hægt
um sig? Em þeir sáttir við það?
Nú þegar stjórnmálamennimir hafa saum-
að saman málamiðlun, þá er spumingin hvort
þeir fái þjóðina til að gera hana að þjóðar-
málamiðlun á borði, en ekki aðeins í orði.
Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna sam-
þykkti Maastricht-samkomulagið á sínum
tíma, en þjóðin gerði þessa evrópsku mála-
miðlun ekki að sinni. Þegar fyrir málamiðlun-
ina bentu skoðanakannanir til að Danir vildu
komast í tólfta sætið við' EB-hringborðið,
þrátt fýrir svarið í sumar. Fyrir atkvæða-
greiðsluna spáðu ýmsir að neitun hefði í för
með sér slæmar afleiðingar fyrir efnahags-
og atvinnulífið. Hvort sm það er ástæðan
eða ekki, þá hefur dregið úr erlendum og
innlendum fjárfestingum í Danmörku og at-
vinnuleysið enn aukist undanfarið.
Þó að stjómin hafi sloppið fyrir horn í
þessu máli eru fleiri erfið hom í augsýn.
Beðið er eftir úrskurði í nokkmm viðkvæmum
málum er varða stjómina. Fyrirferðarmest
er svokallað tamíla-mál, sem snertir meðferð
dómsmálaráðuneytisins á máli tamílskra
flóttamanna og afskipti stjómmálamanna,
meðal annars Schluters, af henni. Annað
mál er svokallað ambi-mál. Stjómin lagði á
atvinnumarkaðsgjald, sem sýndi sig að stríða
gegn söluskattsákvæði EB. Deilt er um hvort
og hvernig embættismenn hafi varað stjóm-
málamenn við. Þriðja málið er frjálslegt bók-
hald skattaráðuneytisins til að gera minna
úr eyðslu ráðuneytisins en efni stóðu til.
Fjórða málið snýst um gjaldtöku ríkisins, sem
var dæmd ólögleg.
Öll þessi mál hafa verið lengi í veltunni.
Nú er spuming hvort samvinna flokkanna
þriggja er fyrsti vísirinn að meirihlutastjóm
eftir minnihlutastjóm undanfarin tíu ár.
Flokkarnir gætu þá notað eitthvað eða öll
ofangreindra mála og jafnvel fleiri til að lýsa
yfir vantrausti á stjómina og ýta á kosning-
ar. Samkvæmt skoðanakönnunum hafa
flokkamir þrír nú um 53% fylgi. Þó að forsæt-
isráðherra hafi glaðst yfir þjóðarmálamiðlun-
inni hljóta bæði hann og stjómin að horfa
nokkuð uggandi á að Jafnaðarmannaflokkur-
inn geti nú í fyrsta skiptið í tíu ár hugsan-
lega nýtt sér stöðu sína sem stærsti flokkur-
inn. Þar er nú kominn formaður sem vekur
traust annarra en bara flokksmanna og sem
getur hnýtt samstarfsbönd (og jafnvel ásta-
bönd) yfir í aðra flokka.
Ef stjómin verður felld á einhveiju vafa-
sömu er það tæplega vegna verka sinna,
heldur vegna þess að loksins er kominn upp
annar kostur í dönskum stjómmálum.
„Stjórnmál em list hins mögulega," er oft
vitnaði í hér. Og svo má minna á hugtakið
„realpolitik". í raunpólitík svífa hugsjónimar
ekki um óháðar hinum mannlega þætti, held-
ur fléttast þar saman menn og meiningar.
Hræringar í dönskum stjómmálum um þess-
ar mundir gefa ærið tilefni til að hafa þessa
hlið stjórnmálanna í huga. í fyrsta skipti í
langan tíma er eitthvað spennandi að gerast
í dönskum stjómmálum og það gæti dregið
til tíðinda er nær dregur nýári.
Sigrún
Davíðsdóttir
Skómir fást í eftirtöldum verslunum:
SUÐURNES
Skóbúð Keflavíkur, Hafnargötu 31.
VESTURLAND
Betri Búðin, Kirkjubraut 1, Akranesi.
VESTFIRÐIR
Jón & Gunna, Ljónið, ísafirði.
NORÐURLAND
Kaupfélag Eyfirðinga, Hafnarstræti 91-95, Akureyri.
Skóbúð Húsavfkur, Garðarsbraut 13, Húsavík.
AUSTURLAND
Verslunarfélag Austurlands, Fellabæ, Egilsstöðum.
Við Lækinn, Neskaupstað.
SUÐURLAND
Skóbúð Selfoss, Austurvegi 34, Selfossi.
Axel Ó, Vestmannabraut 23, Vestmannaeyjum.
REYKJAVÍK OG NÁGRENNI
Skóhöilin, Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði.
Hagkaup, Kringlunni.
Skóiinan, Laugavegi 20.
Skósalan, Laugavegi 1.
Hvannbergsbræður, Laugavegi 71.
Toppskórinn, Veltusundi.
Stærðir: 36-46.
Leður: Svart og brúnt.
Stærðir: 36-41.
Rúskinn: Svart, rautt, vínrautt og grænt.
Verð: 36-40 kr. 5.995,-
41-46 kr. 6.495,-
Þetta verð er 30-40% lægra en á
sambærilegum skóm í fyrra.
Fóðraðir með íslensku gæruskinni sem er mjög
létt og veítir góða einangrun hvort sem það er
þurrt eða blautt.
„Pull-up“ leðrið er sérvalið þykkt evrópskt
Leðrið fær sérstaka feitismeðferð um leið og það
er litað, sem ver það og gerir það mjúkt og
vatnsþolið. Ef þú sérð tvo liti og æðar í skinninu
er það eins og það á að vera, því að í „pull-up“
ieðrinu eru tveir litir, annar Ijósari og hinn dekkri.
Leðrið nær iengra undir sólann sem gerir það að
verkum að minni hætta er á að það rifni frá sóla.
Skómir eru sérhannaðir fyrir íslenska fætur með
íslenska verðráttu í huga.
OIZGW