Morgunblaðið - 01.11.1992, Side 19

Morgunblaðið - 01.11.1992, Side 19
seet ÍI38M3VÖVI ■ I,H'IDAfi:JM’/U^MUTTZfm I MW QJQAJHMUDHO MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992 ÍSRAEL Hugurinn leitar til Islands EDDU Guðnason verður tíðhugsað til íslands. Til þeirra daga þegar hún á sumrin dvaldist í Hafnarfirði hjá ömmu sinni. Og því skyldum við þá ekki hugsa til hennar? Edda trúði okkur fyrir þessari heimþrá til íslands þegar við hitt- um hana suður í Jerúsalem, þar sem hún býr nú með seinni manni sínum, Yarum Vardinera, sem er prófessor við lista- deild Háskólans í Jerúsalem og þekktur hönnuður. Sjálf er Edda myndlistakona. Þau hittum við í austurhluta Jerú- salemborgar, þar sem þau búa ásamt tveimur börnum sín- um, átta ára og 13 mánaða. Sonur þeirra ber íslenska nafn- ið Þór. Edda er hálfur íslendingur — og vel það þegar maður fer að tala við hana. Enn talar hún íslensku, þótt hún sé feimin við að beita henni. Hún er dóttir Christians Guðnason, prófessors við Politekniska-skólann í Kaup- mannahöfn og heiðursdoktors við Háskóla íslands. Hann hafði á sínum tíma aðstoðað við stofnun vélaverkfræðideildar við HÍ. En móðir Eddu er Ása Kristinsdótt- ir, dóttir Kristins Ólafssonar, sem var bæjarfógeti í Neskaupstað, Vestmannaeyjum og síðast í Hafnarfirði. Áfi hennar í föður- ætt var einnig íslenskur en amma hennar norsk. Sjálf er hún svo gift manni af rússneskri gyðinga- ætt, sem fluttist til Landsins helga 1796. Þar voru þá strang- trúaðir gyðingar og hann kveðst sjálfur hafa fengið mjög strangt uppeldi. Edda er alin upp í Danmörku og þar hóf hún nám í hönnun. Edda sagðist hafa farið ung að vinna á samyrkju- búi í ísrael og giftist Suð- ur-Afríkumanni búsett- um þar, en þau skildu. „Úr því ég ætlaði að búa í ísrael fannst mér betra að stunda nám þar. í Danmörku er hönnun heldur ekki akademískt nám, eins og það er í ísra- el.“ Fyrst eftir að hún settist að í ísrael 1974 var hún í hönnuninni, en fann fljótt að hún yrði að taka tíma í að læra hebresku. Fyrsta starfið hennar var umbrot á blaði, en hún gat ekki lesið textana. Þótt hún Morgunblaðið/E.Pá Edda Guðnason og Yarum Vardinera. Þau standa fyrir framan eina mynda hennar á heimili þeirra í Jerúsalem. fengi góða hjálp við það, þá dreif hún sig í að læra hebresku. Síðan hefur hún mikið unnið við myndskreytingu á bók- um, m.a. barnabókum. Mest fyrir Gyldendal í Danmörku og fyrir blaðið Fredag. En núna kveðst hún vera að mála. Byrjaði á því um það leyti sem intifata, skipu- legt andóf Palestínuaraba, hófst fyrir tveimur árum. Myndirnar hennar sýna að það hefur haft mikil áhrif á hana. Þær eru mjög drungalegar. Hún stundar einnig silfursmíði í þá veru að gera silf- urskúlptúra. Segist alltaf hafa verið mikið í þrívíddinni, líka í málverkum sínum. Kveðst ætla að læra meira í silfursmíði. Og hún á sér þann draum að geta komið til íslands og jafnvel haft hér sýningu. Enda á hún enn ömmu á íslandi, nú í Reykjavík. Manni sínum, prófessor Yarum Vardinera, kynntist Edda í hönn- unamáminu. Hann kennir hönn- un við Háskólann í Jerúsalem og ferðast mikið út um heim til fyrir- lestrahalds. Einnig rekur hann stóra hönnunarstofu í Tel Aviv. Ekur þangað daglega nema þá tvo daga sem hann kennir í Há- skólanum yfír veturinn. Einkum er Yarum Vardinera þekktur fyr- ir plaköt sín, sem birtast myndir af í þekktum alþjóðlegum tíma- ritum. Hefði verið gaman að geta birt myndir af sumum víðfrægum plakötum hans, sem bera nöfn eins og Stjómandinn, Samstarf o.s.frv., en þau era orðin ófáan- leg. Edda hugsar mikið til Islands, þótt hennar vegir hafí legið svo fjarri og hún hafí ekki haft mörg tækifæri til að láta drauminn rætast að koma aftur á æsku- stöðvar sínar, þar sem hún átti góða sumardaga hjá ömmu sinni. M «I B 19 Killian og móðir hans Brigitte Nielsen sýna hvað I þeim býr. FAÐERNI NAFNA- RAUNIR Krókurinn beygist svo sannar- lega snemma hjá Killian, syni kynbombunnar Brigitte Nielsen. Killian, sem er tveggja ára, sýndi snilldartakta við komuna til Lund- úna fyrir skömmu en þar flutti hann ljósmynduram stutt söng- og dansatriði. Killian var skírður Marc- us í höfuðið á föður sínum, Mark Gastineau, en er upp úr slitnaði milli Brigitte og Mark, var drengur- inn nefndur upp á nýtt og heitir nú í höfuðið á afa Sebastian Copeland, ástmanns Brigitte. Nýjustu fregnir að utan herma hins vegar að það samband sé einnig fyrir bí, og Brig- itte sé trúlofuð Raoul Meyer, loð- feldasala. Ekki fylgdi fréttinni hvort Killian litli héldi nafninu. timbri úr Reykjavíkurhöfn, sem hann segir afbragðsefnivið. Úpp úr áramótum heldur hann svo til Finn- lands, þar sem hann mun leggja stund á myndlistarnám í nokkra mánuði. LONDOm 1. nóvember 1957 var verslunin LONDON stofnuð. ítilefni 35 ára afmælisins bjóðum við 20% staðgreiðsluafslátt og 15% kortaaf slátt 2.-11. nóvember. LONDON ömudeild, I Austurstræti 14 Vax jakkarnir vinsælu komnir aftur VERÐ 4.990,- Litir: Grænn — blár — vínrauður Stærðir: 12-16 og XS-XXL Sendum í póstkröfu Laugavegi, s. 17440 Kringlunni, s. 689017

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.