Morgunblaðið - 01.11.1992, Qupperneq 24
24 B
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIMDI SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992
muMm
Ást er...
að gera varirnar
kyssilegar.
TM Reg U.S Pat Off. — all rights reserved
® 1992 Los Angeles Times Syndicate
Auðvitað fór ég í frakkann
Það góða við einkennisbún- þinn. Ekki viltu að ég fari
inga er að þá erum við allar út í rigninguna í fínu fötun-
eins. um þinum?
HÖGNI IIKIOKKV'ÍSI
BRÉF HL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Rjúpnafár og veiði
Frá Hans Jörgenssyni:
Rjúpnaveiðitíminn er hafinn og
landsmenn í baráttu við skotveiði-
menn til að reyna að vernda heima-
héruð fyrir útrýmingu rjúpna-
stofnsins.
Allir sem kynnast lifnaðarhátt-
um ijúpunnar vilja vernda þennan
fugl, sem er vægðarlaust drepinn
í því forsvari að auðga hátíð jól-
anna.
í blöðunum í fyrra var kvartað
yfir lítilli veiði, en þá kom mynd
af einum veiðimanni frá Dalvík,
að mig minnir, innan um hóp af
dauðum ijúpum til að sýna veiði-
leikni hans. Ég held að- þarna hafi
hann verið að skjóta hálftamda
uppalnigna frá Hrísey, sem ekki
kunnu að hræðast manninn, töldu
hann jafnvel. vin sinn. Mér fannst
þetta vera fremur slátrun en hetju-
afrek.
„Fuglafræðingar“ vilja halda því
fram, a.m.k. sumir hveijir, að veiði
hafí engin áhrif á stofninn. Þessi
furðukenning helgast af þeirri
gömlu þjóðtrú, að ijúpnafár heiji
á stofninn á vissum árum. Stofninn
verði í lágmarki og hámarki eftir
ákveðinni árafomúlu.
Allir dýrastofnar geta orðið fyr-
ir veikindatímabilum og fækkar
þá, en Um reglubundnar sveiflur í
þessu hjá ijúpunni er ekki hægt
að taka mark á nema um friðun
sé að ræða, nema því sé haldið
fram að aðeins feigar bráðafárs
ijúpur láti skjóta sig.
Annars fínnst mér þessi kenning
höfða til annarrar sögusagnar um
gamla þjóðtrú þess efnis að ef rusli
væri kastað í bingi, þá kviknuðu
þar mýs í því, af ruslinu einu.
En sleppum trú eða trúleysi um
stofninn. Hvers vegna þurfa menn
að eiga í baráttu við kunningja
sína, lög og reglur til að geta var-
ið lönd sín fýrir ijúpnadráp?
Rjúpnafriðunarfélag hefur verið
stofnað, auk þess eru heil sveit-
arfélög og fulgavinir um allt land
sern vilja vernda ijúpuna, þennan
sérkennilega og skemmtilega al-
íslenska fugl sem lífgar upp á
umhverfið. Líf ijúpunnar á að til-
heyra umhverfísvemd.
Hvers vegna ekki að láta fara
fram þjóðaratkvæði um friðun
ijúpunnar? Ég tel að við, fólkið í
landinu, eigum að krefjast þjóð-
aratkvæðis um þetta mál. T.d.
næst þegar þjóðaratkvæði fer fram
um eitthvert annað mál og þá eigi
síðar en við næstu alþingiskosning-
ar.
Rjúpnafriðunarfélagið þyrfti að
taka forystu í þessu máli. Látum
fólkið í landinu ráða, látum þjóðar-
atkvæði ráða.
Er ríkisstjórnin á móti því að
þetta gerist? Eða er ríkisstjómin
kannski með fmmvarp í vinnslu
um þetta mál, svo að alþingismenn
fái tækifæri til að friða ijúpuna
fyrir næsta veiðitímabil?
HANS JÖRGENSSON,
Aflagranda 40, Reykjavík.
Hver málaði myndina?
Þessi. mynd er máluð árið 1945 og merkt IA. Ef einhver þekkir staðinn
eða listamanninn bið ég viðkomandi að hringja í mig í síma 91-72399.
GRÉTAR JÓNSSON
Heiðarseli 15, Reykjavík
Víkverji skrifar
ær þjóðir sem mestum fjár-
munum hafa varið til rann-
sókna, vísinda og þróunar, einkum
í þágu atvinnulífsins, búa að meiri
þjóðartekjum og betri lífskjörum
en aðrar.
Það ætti því engum að koma á
óvart þótt þjóð, eins og íslending-
ar, sem sopið hefur fjöru samdrátt-
ar í þjóðarframleiðslu, þjóðartekj-
um og lífskjörum árum saman, fái
utanaðkomandi ábendingar um að
auka verulega hagnýtar rannsókn-
ir og stuðla að þróun og nýsköpun
í atvinnulífinu.
Víkveiji vill sízt gera lítið úr
íslenzku rannsóknar-, vísinda- og
þróunarstarfi. í þeim efnum hefur
margt vel tekizt, ekki sízt hjá
Háskóla íslands og stofnunum á
hans vegum. Við, það er þjóðin,
fýrirtækin og fjárveitingavaldið,
höfum einfaldlega ekki lagt nægi-
lega áherzlu á og/eða nægilega
fjármuni til þessa grundvallarþátt-
ar í sköpun betri tíðar með blóm
í haga fyrir landsmenn.
Við höfum máske heldur ekki
brúað nægilega það bil sem verið
hefur á milli rannsókna, sem unnið
hefur verið að, og atvinnulífsins.
Erlendis er og mun stærri hluti
rannsóknar- og þróunarstarfs á
vegum atvinnugreina og fyrirtækja
en hér er og því nær þörfum og
framtíðarsýn atvinnulífsins sjálfs.
XXX
að er og mjög mikilvægt, að
dómi Víkveija, að íslendingar
auki hlut sinn í fjölþjóðlegu _sam-
starfi á þessum vettvangi. í því
sambandi skal minnt á nýleg um-
mæli Sveinbjöms Bjömssonar, há-
skólarektors:
„Eitt merkasta verkefni Rann-
sóknaþjónustunnar [á vegum Há-
skóla Islands] er að þjóna sam-
starfsnefnd atvinnulífs, stofnana
og skðla landsins, ber heitið Sam-
mennt og nýtur myndarlegs styrks
frá Evrópubandalaginu og jafnhás
mótframlags frá íslenzkum þátt-
takendum. Að nefndinni starfa
nítján atvinnugreinasamtök, fyrir-
tæki, skólar og stofnanir. Mark-
miðið er að auka samstarf milli
skóla og fyrirtækja, hér og erlend-
is, á sviði nýrrar tækni. Einnig að
stuðla að góðri endurmenntun
starfsfólks í fyrirtækjum til að
bæta samkeppnisfærni þeirra.
Sammennt hefur m.a. kannað
þarfir íslenzks atvinnulífs fyrir
tækni- og starfsþjálfun og leiðbeint
við endurmenntun og símenntun
starfsmanna. Starfsmenn skóla og
fyrirtækja eru sendir til þjálfunar
í fyrirtækjum í Evrópu, námskeið
eru haldin um ýmis framfaramál,
nýja staðla í málmiðnaði, geymslu-
þol matvæla og pappírslaus við-
skipti, svo dæmi séu tekin, en
stærsta viðfangsefnið á næstu
árum verður gerð kennslugagna
og rekstur námskeiða um gæðamál
og gæðastöðlun í sjávarútvegi fyrir
starfsmenn og stjómendur í
sjávarútvegi í Evrópu. Samhæfni
verkefnisins verður í höndum ís-
lendinga, en auk þeirra standa að
þessu máli fyrirtæki, stofnanir og
skólar í Danmörku, Þýzkalandi,
Spáni, Portúgal, írlandi, Noregi og
Frakklandi."
xxx
essi orð sýna að Háskólinn
hefur vissulega brotið ís að
auknu fjölþjóðlegu samstarfí á
sviði rannsókna, vísinda og þróun-
ar í þágu atvinnulífsins.
Trúlega á aðild landsins að Evr-
ópska efnahagssvæðina eftir ijúfa
enn betur „einangrun" okkar að
þessu leyti, að styrkja stöðu íslend-
inga í fjölþjóðlegu samstarfi af
þessu tagi sem og viðskiptalegu
stöðu okkar út á við.
Víkveiji er þeirrar skoðunar að
gamla spakmælið að hver sé sinnar
gæfu smiður eigi ekkert síður við
þjóð en einstakling. Það eru líka
sannyrði að hver sé sjálfum sér
næstur. Fram hjá því verður á hinn
bóginn ekki komizt, að við eigum
samleið með öðrum Evrópuþjóðum
á fjölmörgum sviðum og verðum
auk þess að horfast í augum við
þann veruleika sem efnahagslegt
umhverfí okkar er. Samleið Evr-
ópuþjóða á ekki hvað sízt að vera
á sviði rannsókna, vísinda og
þróunar, auk þess sem frjáls og
greið viðskipti milli Evrópuþjóða
hljóta að virka sem vítamín á að
ýmsu leyti staðnaðan þjóðarbúskap
okkar.