Morgunblaðið - 01.11.1992, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
n . _ r-,ailfl3fl9IUlfl9 a]I1,
SAIVISArlMIÐ sunnudagúr i. növember 1992
a
B
27
Blaðamenn á Bessastöðum haustið
1948. Frá vinstri: Sveinn Sigurðs-
son, ritstjóri Eimreiðarinnar, Jón
Guðmundsson, ritsljóri Vikunnar,
Karl ísfeld, blaðamaður á Vísi,
Baldur Pálmason hjá Ríkisútvarp-
inu, Pétur Sigurðsson hjá Einingu,
óþekkt kona, Benedikt Gröndal,
ritstjóri Alþýðublaðsins, Sigurður
Skúlason á Samtíðinni, Agnar
Bogason, ritstjóri Mánudagsblaðs-
ins, Ásmundur Guðmundsson bisk-
up, Gils Guðmundsson hjá Sjó-
mannablaðinu Víkingi, Jóhann
Jónasson, bússtjóri á Bessastöðum,
frú Georgia Björnsson forsetafrú,
Magnús Kjartansson á Þjóðviljan-
um, Unnur Ólafsdóttir hannyrða-
kona, herra Sveinn Björnsson for-
seti, Jón Magnússon, fréttastjóri
Ríkisútvarps, óþekkt kona, Gunn-
laugur Þórðarson forsetaritari,
Unna Dóra Gunnlaugsdóttir, skrif-
stofustúlka á forsetaskrifstofu,
Ásdís Jakobsdóttir hannyrðakona,
Kristján Guðlaugsson, ritstjóri
Vísis, ívar Guðmundsson, blaða-
maður á Morgunblaðinu, óþekktur
maður og Guðlaugur Þorvaldsson,
blaðamaður hjá Fálkanum.
Forsetahjónin Georgia og Sveinn Björnsson ganga til
kirkju.
SÍMTALID...
ER VIÐ GUÐRÚNULIUUNORÐDAHL FRÆÐSLUSTJÓRAITC
SJÁLFSTRA USTIÐ
BYGGT UPP
46751
Halló.
— Góðan dag, þetta er á Morg-
unblaðinu, er Guðrún Lilja
Norðdahl við?
Þetta er hún.
— Komdu sæl, ég var að heyra
að þú værir fræðslustjóri hjá ITC,
gætirðu nokkuð sagt mér eitt-
hvað um það félag, hét það ekki
eitt sinn Málfreyjur á íslandi?
Jú, það er rétt, en árið 1986
var gerð samþykkt hjá Samein-
uðu þjóðunum um að félög yrðu
ekki kyngreind. Þótt enn séu til
félög sem ekki fara eftir þessu,
var ákveðið að við gerðum það
og því eru nú karlmenn starfandi
í félaginu. Það var mikið reynt
til að finna nýtt íslenskt nafn á
félagið sem allir gætu sætt sig
við en það gekk ekki. Annars
hefur félagið starfað í 16 ár á
íslandi og var upphaflega stofnað
1938 í Bandaríkjunum. Það eru
11 deildir innan félagsins á
Reykjavíkursvæðinu og nokkrar
á landsbyggðinni.
— Hve margir eru félagsmenn
núna?
Það er dálítið erfitt að segja
um það, því þetta eru þjálfunar-
samtök og fólk snýr sér oft að
öðru þegar það hefur verið ákveð-
inn tíma hjá okkur. Þannig er
þetta í raun og veru kannski
stökkpallur fyrir fólk sem hefur
langað til að sækja um ákveðin
störf en ekki haft
kjark til. Margir
fara einnig í nám
eftir þjálfun hjá
okkur, eða drífa
sig í pólitík. Sam-
tökin eru í raun
byggð upp þannig
að maður þurfí
ekki á þeim að
halda eftir ákveð-
inn tíma. Það er
reynt að byggja
upp sjálfstraust
og þjálfa fólk í
mannlegum sam-
skiptum og í því
að koma fram.
Þetta er gert á þann hátt að fólk
kemur í ræðustól og æfir sig á
ýmis konar verkefnum, einnig í
nefndarstörfum og stjómun og
öllu mögulegu sem tilheyrir hin-
um félagslega geira. Og að sjálf-
sögðu hefur þetta áhrif á mann-
eskjuna í heild.
— Segjum sem svo að ég
gengi í þessi samtök, fengi ég
þá einhver verkefni í hendurnar,
á ég þá að tala um ákveðið mál-
efni?
Já, fundirnir í deildunum eru
hálfsmánaðarlega og á einum
fundi færð þú úthlutað verkefni
sem þú átt að flytja á næsta
fundi. Við byijum smátt en svo
aukast kröfurnar.
— Úr hvaða stéttum þjóðfé-
lagsins koma félagsmenn?
Úr öllum stéttum, jafnt
ómenntað fólk sem háskóla-
menntað.
— Hefur þessi þjálfun komið
fólki að gagni?
Já, verulega, því fólk lærir að
byggja sig upp og getur auk þess
fengið mat á frammistöðu sína.
Það reynum við að gera á jákvæð-
an og uppbyggjandi hátt. Við
höldum stundum námskeið fyrir
almenning og á síðasta nám-
skeiði var helmingur þátttakenda
karlmenn og aðeins ein kona úr
ITC. Margt af þessu fólki heldur
síðan áfram hjá okkur til að fá
frekari þjálfun. Ég líki þessu
stundum við
landsliðið í hand-
bolta. Fyrst kem-
ur þjálfun og æf-
ingar og síðan
tekur landsliðið
við. Við lofum
sem sagt engu um
árangur á þessu
eina námskeiði en
komum fólki vel
af stað.
— Þetta virðist
vera mjög athygl-
isvert og ég
þakka þér kær-
lega fyrir upplýs-
ingamar.
Guðrún Lilja Norðdahl
FRÉTTA-
LIÓS ÚR
FORTlD
Grænknskar
fomminjar
ÖRLÖG norrænna manna sem fóru til Grænlands í kjölfar Eiriks
rauða í kringum árið 1000 og settust þar að hafa verið íslending-
um hugleikin. Menn hafa samið um þetta efni sögur og leikrit,
má þar t.d. nefna Landið gleymda eftir Davíð Stefánsson. Eitt
er víst að norræn byggð leið undir lok í Grænlandi á fimmtándu
öld. Heimildir segja frá brúðkaupi íslendinga í Hvalseyrarkirkju
árið 1402, en síðan ekki söguna meir. í Morgunblaðinu 7. okt.
1932 segir frá fornminjarannsóknum sem fram fóru í Vestribyggð
á Grænlandi. Þá var Aage Roussel húsagerðarmeistari nýlega
kominn til Kaupmannahafnar frá Godthaab í Grænlandi með heil-
mikið af fornleifum sem hann hafði fundið þá um sumarið í hinni
fornu Vestribyggð.
rstuttri grein Morgunblaðsins í
október 1932 er birt þýðing á
viðtali sem Politiken hafði við
Roussel um fornminjarannsóknir
hans og fer hún hér á eftir:
„í norðaustanverðum Godtha-
absfirði grófum við í sumar upp
nokkrar bæjarrústir, sem eru með
' þeim elstu í Grænlandi. Skrælingj-
ar gerðu árás á bygð þessa 1370.
Drápu þeir allt fólkið og eyddu
byggðinni.
Rannsóknir þessar hafa leitt
margt merkilegt í ljós, því í Dan-
mörku eru hvorki til hús nje hús-
munir frá þessum tímum.
Við fundum í sumar óskemda
húsmuni úr tije í rústum þessum,
og vitum við ekki til hvers sum
áhöldin hafa verið notuð, sem við
fundum. í öskuhaugum fundum
við bein allra þeirra húsdýra, sem
Norðurlandaþjóðir hafa, og eins
fundum við þar leifar af jurtum,
sem hljóta að hafa verið fluttir frá
Evrópu.
Fjenaðarhús hafa verið þama
furðulega stór, svo áhöfn jarðanna
hefir verið mikið meiri, en hugsan-
legt væri að hafa þar, eins og
gróðurfari landsins nú er varið.
Kemur hjer enn fram ein sönnun
þess, að loftslag hefír versnað í
Grænlandi síðan.
Kirkj ugarðsgr öftur.
Merkilegustu fundina gerðum
við í kirkjugarði einum, sem við
grófum í. Fundum við þar mörg
lík af afkomendum hinna íslensku
landnámsmanna. Eru lík þessi yfír
500 ára gömul. Þau hafa verið
jarðsett að haustiagi, og frosið
strax, og haldist frosin æ síðan.
Þau sem sködduðust vom, voru
íklædd fötum eftir Parísartísku
frá 1350. En þau sem voru minnst
sködduð, voru nakin að mestu,
hafði aðeins verið vafið rýju um
fætur þeirra. Öll era líkin af smáv-
öxnu fólki, með ljóst og mikið
hrokkið hár. Fjögur líkin voru tek-
in með til Hafnar.