Morgunblaðið - 14.11.1992, Síða 1

Morgunblaðið - 14.11.1992, Síða 1
MENNING USTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992 BLAÐ, Páll Stefánsson: Ég sýni aðallega landslagsmyndir; landslagið eins og það er næst hjarta okkar íslendinga, eins og við sjáum viijum sjá það.“ Móóir jöró breiðir fjaliafaðm sinn á móti okkur, býður hvfld við skoppandi læk og lítið gras og litar veröld andartaksins rauða, græna, bláa, rennir litunum saman; gáskafull og glettin, hlý og lifandi. Fyrst og fremst lifandi. Guómundur Ingólfsson: „Ég sýni landslagsmyndir, stemmningar, þar sem landslagið er órómantíserað." Kyrró noróursins; hljóðlátur niður í hafi og jarmur fuglsins í bjarginu handan við það heyrist ekki. Þú ert einn í heiminum eitt augnablik og getur leyft þér að gleyma hreyfingu og ómi dagsins. FYRSTOG FREMST LIFANDI J^rír íslenskir Ijósmyndarar, þeir Guðmundur Ingólfsson, Ragnar Áxelsson og Póll Stefónsson, sýna um þessar mundir verk sín í Barbican Centre í Lundúnum. Sýningin er liður í Norrænni menningarhótíð sem haldin er þarí borg. Ragnor Axelsson: „Ég sýni myndir frá íslandi, Grænlandi og Pærevjum. Ég sýni fólkið í landslaginu og lífsbaráttuna sém er ólík í þessum löndum, þótt þó eigi margt sameiginlegt“ Tónlist náttúrunnar; Maður, dýr og jörð heyja baráttu fyrir lífi sínu. Órjúf- anleg þrenning sem gefur allt, tekur allt, deilir gleði og sorg, vinnu og hvíld í stöðugri innbirðis ögrun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.