Morgunblaðið - 02.12.1992, Side 17

Morgunblaðið - 02.12.1992, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1992 17 Er líf að EFTA gengnu!? eftir Jónas Fr. Jónsson í umræðum að undanfömu hefur verið velt fram þeirri spurningu hvað verði um ísland og EES þegar öll EFTA-ríkin nema ísland hafa gengið í EB. Fríverslunarsamningurinn við EB frá 1972 , Við gerð EES-samningsins fellur fríverslunarsamningur Islands við EB ekki úr gildi. Akvæði hins nýja samnings ganga hins vegar framar að því leyti sem um sömu efnisat- riði er að ræða, sbr. 120 gr. samn- ingsins. I því tilviki þar sern fríverslunar- samningurinn gaf íslandi betri stöðu, s.s. bókun 6 með fríverslun- arsamningnum um ákveðnar sjáv- arafurðir, þá halda íslendingar þeim fríðindum skv. bókun með EES- samningnum. Ef EES-samningnum verður sagt upp, þá rakna hins vegar við fyrri samningsskuldbindingar á milli ís- lands og EB sem felast í fríverslun- arsamningnum frá árinu 1972. Þannig verða íslendingar a.m.k. aldrei verr settir en skv. þeim samn- ingi, ef þeir kjósa að segja EES- samningnum upp. ísland eitt eftir í EFTA! Nú er ljóst að fímm EFTA-þjóð- ir, Austurríki, Svíþjóð, Finnland, Sviss og Noregur hafa ákveðið að sækja um aðild að EB. Framundan hjá þessum þjóðum eru samningsviðræður við EB um aðildarsamninga og þegar þeim er lokið má ætla að aðildin verði borin uridir þjóðaratkvæði í flestum þess- ara ríkja. Af þessu verður því að ætla að EFTA dugi a.m.k. í tvö ár í viðbót á meðan samningaviðræður standa yfír, auk þess sem enginn veit fyrirfram um úrslit slíkra þjóð- aratkvæðagreiðslna. Ef raunin verður hins vegar sú að ísland verð- ur eitt eftir í EFTA, þá breytir það í sjálfu sér litlu um efnisatriði EES samningsins. Meiri spuming verður hins vegar um formhlið samnings- ins. Formhliðin Með formhliðinni er átt við stofn- anir EES og þá einkum EFTA-dóm: stólinn og eftirlitsstofnun EFTA. í báðum þessum tilvikum verður að teijast heldur hjákátlegt ef íslend- ingar ætla að hafa sérstakar alþjóð- legar stofnanir, skipaðar íslending- um til þess að fylgjast með því hvernig íslendingar fylgja eftir samningsskuldbindingunum sínum. Verður að ætla að fullur vilji yrði fyrir því að breyta uppbygg- ingu stofnana á þann hátt að t.d. embætti sjálfstæðs umboðsmanns samningsins á íslandi, tæki að sér Fer inn á lang flest heimili landsins! „Þar kom einnig fram að þingmennirnir sáu engin tormerki á því að EES-samningurinn gæti breyst í tvíhliða viðskiptasamning, ef ísland yrði eitt eftir í EFTA.“ eftirlitshlutverkið og dómsforræði það sem nú heyrir undir EFTA- dómstólinn hyrfí. Ef EB teldi dóma Hæstaréttar ganga gegn samn- ingnum eða umboðsmanninn ekki standa sig, þá yrði slíkt rætt á póli- tískum vettvangi íslands og fram- kvæmdastjórnar EB, á svipaðan máta og ræða á ágreiningsmál um núverandi fríverslunarsamning. Al' hveiju ekki tvíhliða samning strax? Nú þegar hefur náðst mikilsverð- ur árangur með EES-samningnum. Ljóst er að hann mun standa í a.m.k. tvö ár og jafnvel lengur, auk þess sem óvíst er um það hver niður- staðan verður í aðildarviðræðum Jónas Fr. Jónsson EFTA-þjóðanna við EB og hvort aðildin hlýtur samþykki í þessum ríkjum. Það væri því hreinlega óskynsamlegt að taka upp samning- inn núna og hefla nýjar samninga- viðræður einkum þar sem ólíklegt er að slíkar viðræður hefðu forgang hjá EB meðan á aðildarviðræðum stæði við nýjar þjóðir. Þetta sjónar- mið kom t.a.m. fram hjá þingmönn- um frá Evrópuþinginu á fundi með fulltrúum frá ýmsum samtökum atvinnurekenda. Þar kom einnig fram að þingmennirnir sáu engin tormerki á því að EES-samningur- inn gæti breyst í tvíhliða viðskipta- samning, ef ísland yrði eitt eftir í EFTA. Höfundur er lögfræðingw Verslunarráðs Islands. Z-Ó19/4 kæli- og frystiskápur Heildarmagn 230 1, kælir 190 1, frystir 40 1, 4ra stjörnu fryst- ir, frystigeta á sólarhríng 3,0 kg, afhriming í kæli, hraðfryst- ing í frysti, margir stillimögu- leikar f/grindur og bakka, 100% þéttir, segulstál, þétti- kantar, 50% minna freon held- ur en áður, hægt að snúa hurð- um, Ijós í kæli, eggjabakki, is- tcningabakki, eyðsla á sólar- hring 1,4 kWh, framleiðslu- staður Ítalía, hæð 141,5 cm, breidd 54,5 cm, dýpt 55 cm. Zanussi ZW-107 Zanussi ZD-100C þurrkari Heildarmagn af strauþurrum þvotti 4,5 kg, tímastillir, kaldur blástur í 10 mín. (tau krumpast ekki), eyðsla á klst. 2,1 kWh, gerð belgs sink, fullur/hálfur hiti, valkerfi fyrir bómullar- og gerviefni, gufulosun er á öllum hliðum nema að framan, bamaöryggi á hurð, yfirhitun- aröryggi, hæð 85 cm, breidd 60 cm, dýpt 57 cm. uppþvottavél vélin þvær á 65' C, fjöldi val- kerfa 4, hávaði S4 db, mjög umhverfisvæn vél, 100% sápu- nýting, start/stopp-hnappur, borðbúnaður fyrir 12, auka- hólf fyrir gljávökva, mjög traust, þétt og góð hurð, tvö- falt vatnsöryggi, flotskynjari í botni (hindrar að vatn fiæði út úr vélinni), háþrýstislanga, tvöfaldur botn, tekur kalt vatn, tekur heitt vatn að 65* C, eyðsla á meðalvalkerfi 1,4 kWh, hæð 85 cm, breidd 59,5 cm, dýpt 57 cm. Zanussi ZF-8000 - þvottavél Snúningshraði á minútu 800 sn., heildarmagn af þvotti í kílóum 4,5 kg, gerð belgs harð- plast (mjög endingargolt), vatnsdreifikerfi, fjöldi valkerfa 16, spamaðarhnappur, hnapp- ur til að setja þvott í hálfa vél, eyðsla pr. þvott 1,9 kWh, 100% sápunýting, hæð 85 cm, breidd 60 cm, dýpt 52 cm. 3ja ára ábyrgð. Ókeypis heimkeyrsla og upp- setning á höfuðborgarsvæðinu Eldavél EH-640-WN Hellufjöldi 4, 22 sm hellan er 2000 vött, 18 sm hraðsuðuhella er 2000 vött, 18 sm venjulcg hella er 1500 vött, 14 sm hrað- suðuhella er 1500 vött, stærð á ofni 63 1, hitastillir í ofni, grill í ofni, hæð 85 sm, breidd 60 sm, dýpt 60 sm. C-306 vifta Val: Hægt að hafa útblástur eða blástur i gegnum kolafilt- cr, fjöldi hraða- I stillinga 3, inn- byggt ljós beggja vegna, kol fylgja, hh'fðargler fylgir (til vamar heitri gufu i andlitið), sogafköst á klukkutíma á 1. hraða 170 M3, sogafköst á klukkutíma á 2. hraða 200 M3, sogafköst á klukkutima á 3. hraða 260 M3, viftan sogar og eyðir gufu allt aö 82%, hávaðamæling i desibilum á meðalval- kerfi 48 db. Hversu mörg vött hefur hún? 200 W, hæð 8 cm, breidd 60 cm, dýpt 45 cm. Mikið úrval af smáraftækjum Verð er miðað við staögreiðslu. Okkarfrábæru greiðsiukjört Útborgun aðeins 25% og eftirstöðvar á atlt að 12 mánuðum. OplA sem h*r seglr: Vlrka dága tll kl. 18. Laugardaga ffrá kl. 10—16. VERSLUNIN RAFHA, HAFNARFIRÐI. SÍMI50022 - LÆKJARGÖTU 22 VERSLUN RAFHA, REYKJAVÍK, SÍMI620100 - BORGARTÚNI26

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.