Morgunblaðið - 03.12.1992, Síða 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ
VIBSKIPTI/ATVINNOLÍF
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992
Hljómplötuútgáfa
Allt íjámum
á jólavertíð
Vonast er eftir svipaðri sölu á íslenskri tónlist og í fyrra. Titlafjöld-
inn hefur hins vegar aldrei verið meiri og það er ljóst að dæmið
gengur ekki upp hjá öllum.
eftir Hönnu Katrínu Friðriksen
ÚTGÁFA á íslenskri tónlist í ár virðist ætla að verða svipuð og á
síðasta ári. Þá var um að ræða metár þar sem seldust 150 þúsund
hljómplötur miðað við eitt hundrað þúsund árin þar á undan. Að
sögn þeirra útgefenda sem stærstir eru á markaðnum stefnir í að
fjöldi nýrra titla verði um 50 í ár. Þar er um að ræða svipaðan
fjölda og í fyrra, en einnig verða endurútgefnir um 30 titlar sem
er mikil fjölgun frá fyrri árum. Miðað við þá forsendu að hljóm-
plata þurfi að seljast í rúmlega 3.000 eintökum að meðaltali til að
útgáfan standi undir sér er ljóst dæmið mun ekki ganga upp hjá
öllum. Miðað við 150.000 eintök og 80 titla er meðaltalssala 1.875
eintök. Endurútgáfan ruglar dæmið þó nokkuð því eðlilega þarf
ekki að se(ja jafn mikið af slíkum plötum til að ná inn fyrir kostn-
aði. Sé eingöngu miðað við 50 titla af nýjum plötum er meðalsalan
3.000 eintök. Ef farið er bil beggja verður meðalsalan á islenskum
hljómplötum 2.500 eintök.
Fyrir nokkrum árum átti 80-90%
af sölu íslenskrar tónlistar sér stað
síðustu fjórar til fímm vikumar fyr-
ir jól, en þar hefur orðið breyting
á. Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins virðist nú um 60% söl-
unnar fara fram í jólavertíðinni og
hin 40% eru komin í dreifíngu um
miðjan nóvember. Þessi breyttng
er að sögn útgefenda árangur viða-
mikils kynningarstarfs á íslenskri
tónlist. Það hefur átt sinn þátt í
aukinni sölu á íslenskri tónlist auk
þess sem hér hefur verið öfiugt
tónlistarlíf að undanfömu hvort
sem um er að ræða poppmúsík eða
klassík.
Undanfarið hafa menn reynt að
vera fyrr á ferðinni og útgefendur
hafa sett strangari reglur um skil.
Þá hafa plötur sem gefnar hafa
verið út fyrir jól haldið sölunni al-
veg fram í febrúar síðustu ár þann-
ig að það hefur teygst á sölukúrf-
unni í báðar áttir. Það er eftirsókn-
arverð breyting enda mikil áhætta
fyrir útgefendur og flytjendur tón-
listar að leggja allt sitt undir fyrir
stutt tímabil.
„Menn eru ekki í þessu til að
verða ríkir“
Fyrir um áratug vom um tíu
aðilar í hljómplötuútgáfu á Islandi.
Steinar Berg ísleifsson, fram-
kvæmdastjóri Steina hf., er formað-
Flutningar
Samskipí
kröppum sjó
Eftir mikinn taprekstur á árinu vonast forráða-
menn félagsins til að með hagræðingaraðgerð-
um megi snúa afkomunni við á næsta ári
eftir Kristin Briem
MJOG hefur sigið á ógæfuhliðina hjá skipafélögunum á þessu ári m.a.
vegna lækkandi flutningsgjalda sem rekja má til aukinnar samkeppni.
Félögin hafa nú með stuttu millibili kynnt slaka afkomu fyrstu þijá
ársfjórðunga ársins. Þessa niðurstöðu hjá Eimskip má rekja til sam-
dráttar í flutningum, lækkunar á farmgjöldum og gengistaps. Samskip
hefur aftur á móti náð að auka umtalsvert sína flutninga en það vegur
þó ekki upp á móti lækkun á farmgjöldum og auknum kostnaði. Virð-
ist ljóst að tapið á þessu ári verður á fjórða hundrað milljónir króna og
er þá gengistap vegna gengisfellingarinnar í nóvember reiknað með.
Eiginfjárhlutfall félagsins er rúmlega 21% þannig nú stefnir í óefni
að óbreyttu. Hinsvegar hefur verið unnið ötullega að hagræðingu og
vonast forráðamenn félagsins til að á þann hátt megi snúa afkomunni
við.
Heildarflutningar Samskipa juk-
ust um 5,7% frá sama tíma í fyrra
og námu um 445 þúsund tonnum sem
er meira magn en fyrr í sögu félags-
ins og forvera þess. í áætlanasigling-
um varð aukningin samtals 16%, tæp
13% í innflutningi og rúmlega 20%
í útflutningi. Strandflutningar jukust
um 95% og olíuflutningar innanlands
um 6%. Hins vegar drógust stórflutn-
ingar til og frá landinu saman um
u.þ.b. helming svo og flutningar milli
erlendra hafna. Á sama tíma og fé-
lagið sýnir þessa magnaukningu
aukast tekjumar hins vegar einungis
um tæpt 1% og endurspeglar þetta
þann vanda sem félagið á við að etja.
Flutningsgjöld hjá Samskip voru
fyrstu níu mánuði ársins að meðal-
tali um 7% lægri en á sama tíma í
fyrra. Ómar HI. Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri félagsins, segir að
lækkun á flutningsgjöldunum sé
mest í innflutningi á stykkjavöru.
„Það varð verulegur samdráttur í
ágúst og september og fragtin var
þá um 15% lægri en á sama tíma í
fyrra. Þegar tekið er mið af verðlags-
þróun er hér um að ræða nærri 18%
lækkun. Flutningsgjöldin byijuðu að
lækka í maí vegna aukinnar sam-
keppni og þessi þróun hefur verið
mest áberandi frá því í júlí sl. Á
sama tíma hefur almennur innflutn-
ur Sambands hljómplötuframleið-
enda sem telur nú aðeins sex aðila.
Steinar sagði í samtali við Morgun-
blaðið að ástæða þess að menn
entust ekki í þessu væri sú að það
dygði engum til lífsviðurværis til
lengri tíma að gefa eingöngu út
íslenska tónlist.
Töluvert flókið mál er að svara
því hve margir útgefendur íslenskr-
ar tónlistar eru á markaðnum í
heild. Framboð á tónlist er mikið,
mun meira en útgefendur geta, eða
sjá sér hag í að anna. Utan vé-
banda Sambands hljómplötuútgef-
enda er því allnokkuð um aðila sem
gefa út sitt eigið efni og fá aðra
til að sjá um framleiðslu, dreifíngu
og sölu. Samhliða mjög auknu
framboði á tónlist hefur það aukist
á miili ára að menn sjái sjálfir um
útgáfuna. Sagt er að frá miðju
sumri streymi inn til útgefenda ósk-
ir um útgáfu á efni sem í mörgum
tilfellum eigi fullt erindi á markað-
inn, en fyrirtækin séu í þeirri að-
stöðu að þau verði að velja og hafna
með sölumöguleika að leiðarljósi.
Skífan sækir í sig veðrið á
jólamarkaðnum
Markaðshlutdeild Steinars hf. í
útgáfu íslenskrar tónlistar var yfír
50% í fyrra að sögn Steinars Berg
og Skífan var þá með um fjórðung
markaðshlutdeildar. Aðrir útgef-
endur eru mun minni. í ár virðist
Skífan vera að sækja í
sig veðrið í jólaútgáfunni og
býður nú að sögn Jóns Trausta
Leifssonar, aðstoðarframkvæmda-
stjóra, upp á 13 nýja titla eða fleiri
en nokkru sinni áður. „Við erum
stærstir í jólaútgáfu á nýju efni að
þessu sinni ólíkt því sem vaninn
hefur verið,“ sagði Jón Trausti.
Steinar eru með 10 nýja titla,
en bjóða hins vegar mikið af end-
urútgefnum titlum, eða rúmlega 20.
Síðastliðið haust skipti ein vinsæl-
asta hljómsveit landsins, Nýdönsk,
um útgefendur og fór frá Steinari
til Skífunnar. Aðspurður hvort það
væri algengt að hljómsveitir færu
þannig á milli útgefenda sagði
Steinar Berg svo ekki vera, en þess
væru þó dæmi. „Það er hins vegar
alrangt að það séu í öllum tilfellum
hljómsveitirnar sem velja sér útgef-
endur. I því mikla framboði sem
nú er má segja að það sé frekar
öfugt. í tilfelli Nýdanskrar var hins
vegar um gagnkvæman vilja beggja
aðila að ræða.“
5SS55J? 'EIsamskips„,
Janúar til september 1991 1992
Rekstrartekjur 2.789 2.812
Hagnaður/ Tap 31 (236)
Breyting frá s.l. ári -267
Lok september
Heildarskuldir 2.472 2.737
Heildareignir 3.446 3.482
Eigið fé 974 745
Eiginfjárhlutfall 28% 21%
Heildarflutningur (þús. tonn) 421 445
Skip 8 10
Starfsmannafjöldi 280 300
ingur landsmanna einnig minnkað
að mun.“
Ómar vísar því hins vegar á bug
að Samskip hafí náð til sín flutning-
um frá Eimskip með undirboðum.
Veruleg aukning hafí t.d. verið á
flutningum hjá Samskipum fyrstu
§óra mánuði ársins án teljandi lækk-
unar á fragt. „Þá jókst einfaldlega
áhugi markaðarins á Samskipum
samfara auknum þjónustuumsvifum
félagsins. í framhaldi af því urðum
við varir við undirboð á markaðnum
og harðnaði þá samkeppnin mjög.“
Vegna aukinna umsvifa hefur orð-
ið hækkun á breytilegum kostnaði
sjóflutninganna. „Þar má nefna t.d.
lestunar- og losunarkostnað, for- og
áframflutninga,“ segir Ómar. „Fjár-
magnsliðir hafa hækkað um 85%.
Fjármagna þurfti reksturinn að hluta
með lánsfé sem hefur þýtt hækkun
á vaxtagjöldum. Þyngst vegur þó í
fjármagnsliðunum að vegna lítillar
verðbólgu á árinu hafa verðbreytin-
gatekjur verið mjög litlar en voru
verulegar í fyrra. Fastur kostnaður
í skiparekstrinum hefur lækkað
nokkuð milli ára en almennur fastur
rekstrarkostnaður hækkað. Á sama
tíma og aukning er veruleg í magni
hækkar breytilegur farmtengdur
kostnaður en
samtímis standa
tekjurnar í
stað.“
Stefnt að
frekari
fækkun skipa
Hjá Samskip-
um hefur verið
unnið að því að
draga úr kostn-
aði á öllum svið-
um rekstrarins
til að mæta sam-
drætti í tekjum.
Frá september-
mánuði til ársloka verður fækkað um
50 manns eða 16%. Félagið hefur
þegar fækkað um eitt skip í föstum
rekstri og er stefnt að frekari fækk-
un á komandi vikum og mánuðum.
„Við höfum unnið að því að lækka
kostnað síðan í lok sumars og kostn-
aðarþættir hafa sigið jafnt og þétt
niður á við,“ segir Ómar. „Hinsvegar
hafa tekjur lækkað undanfarið tölu-
vert hraðar heldur en kostnaðurinn.
í rekstraráætlun fyrir næsta ár er
gert ráð fyrir jákvæðri afkomu en
það koma ákaflega margar spuming-
ar upp þegar óvissa ríkir í efnahags-
málum og þar með hjá flestum
rekstraraðilum. Ef allt fer í harðan
hnút á vinnumarkaði og almennir
flutningar dragast verulega saman
er óvíst til hvaða frekari aðgerða
verður að grípa. Okkur sýnist að í
þeim tiltölulega varfæmislegu áætl-
unum sem við erum að vinna að
verðum við réttu megin við strikið á
næsta ári. Til ná þessu verðum við
sýna aukið aðhald í rekstrinum á
skrifstofunni, á hafnarbakkanum og
skipum félagsins svo og gagnvart
erlendum og innlendum undirverk-
tökum. Auk þess eru tekjuaukandi
aðgerðir ætíð í skoðun hjá félaginu,“
sagði Ómar.
Von Bubba fyrst til að ná
gullinu eftir nýju reglunum
Samband hljómplötuframleið-
enda ákvað nýlega að hækka við-
miðanir fyrir afhendingu gull- og
platínuplatna vegna hljómplötusölu.
Nú verður veitt gullplata fyrir 5.000
seld eintök í staðinn fyrir 3.000
eintök áður og platínuplata er veitt
fyrir 10 þúsund eintök í staðinn
fyrir 7.500 eintök áður. Ástæðuna
má rekja til söluaukniningar und-
anfarinna tveggja ára á íslenskri
tónlist. Þá spilaði sú staðreynd stórt
hlutverk að undanfarin ár hefur
hljómplata þurft að seljast í rúm-
lega 3.000 eintökum að meðaltali
til að standa undir kostnaði og
mönnum þótti kaldhæðnislegt að
veita hljómplötu gull fyrir vinsældir
áður en ljóst var hvort hún stæði
undir kostnaði. Samkvæmt upplýs-
Flug
Mikið tap
Air France
STJÓRN ríkisflugfélagsins Air
France býst við að rekstrarhalli
félagsins verði um þrír milljarðar
ISK á þessu ári.
Á fundi stjórnarformanns, Jean
Didier Blanchet, með samstarfs-
nefnd starfsmanna og stjórnar kom
fram að á síðasta ári var reksrartap
um 700 milljónir króna og að að-
gerðir sem gripið var til um mitt
ár þegar ljóst var hvert stefndi eru
byijaðar að skila árangri. Engu að
síður á stjórnin ekki von á að jafn-
vægi náist í rekstri fyrir árslok
1993.
Starfsmenn Air F'rance fóru í eins
sólarhrings verkfall 23. nóvember
til að mótmæla áformum um fækk-
un starfsfólks. Núverandi áætlun
um fækkun starfsmanna gerir ráð
fyrir að 1.500 manns missi vinnuna
á næsta ári, en þegar hefur 3.500
manns verið sagt upp á þessu ári
og því síðasta.
Verkalýðsfélögin sem stóðu fyrir
verkfallinu völdu þann 23. vegna
þess að þá kom stjórn félagsins
saman, meðal annars til að ræða
nýjustu tölur um afkomu. Fulltrúar
starfsmanna segja að verkfallinu
hafi einnig verið ætlað að undir-
strika kröfur starfsmanna um
aukna aðstoð hins opinbera við flug-
félagið, en stjórnarformaður félags-
ins telur að óheiðarleg samkeppni
frá bandarískum flugfélögum sem
jafnvel starfi undir vernd banda-
rísku gjaldþrotalaganna sé hluti
vanda Air France.