Morgunblaðið - 03.12.1992, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNVLÍF FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992
C 7
Auglýsingar
markaðssetningu í kjúklingaiðn-
aði. Auk þessa er m.a. unnið að
því að finna aukið húsnæði til að
fullnægja þörfum fyrirtækisins.
í ljósi þessara væntanlegu
auknu umsvifa hefur verið ákveðið
að nýta heimild til aukningar
hlutaijár og á að selja það á al-
mennum markaði á genginu 2,5.
Marel er nú almenningshlutafélag,
skráð á Verðbréfaþingi íslands og
eru hluthafar alls um 200 talsins,
en sjö stærstu hluthafarnir eiga
samtals 85,3% hlutafjárins.
„Þó að hagnaður hafi verið á
rekstri fyrirtækisins á undanförn-
um árum og við gerum ráð fyrir
að svo verði áfram þá krefjast hin
auknu umsvif aukins fjár. Því hef-
ur verið ákveðið að auka hlutaféð
um 10 milljónir í 110 milljónir
króna. í fyrstu verður leitað til
núverandi hluthafa og hugsanlega
annarra aðila með kaup á því
hlutafé," segir Geir A. Gunnlaugs-
son framkvæmdastjóri Marels hf.
ÁHB
að mæla með kaupum á hluta-
bréfunum gagnvart einstakling-
um, sem eru að stíga sín fyrstu
spor á hlutabréfamarkaði eða eiga
hlutabréf í tiltölulega fáum fyrir-
tækjum.“
STEFÁN Halldórsson fram-
kvæmdasijóri Ráðgjafar Kaup-
þings hf., sem vann að undirbún-
ingi hlutafjár-
útboðs Marels
hf.:
„Marel er eitt
örfárra félaga á
íslenskum hluta-
bréfamarkaði
sem eiga raun-
hæfa von um
mikinn vöxt á
næstu árum. Stefán
Hér býðst fjár-
festum því tækifæri til að eign-
ast hlutdeild í „ævintýrinu" sem
flesta fjárfesta dreymir vafa-
laust um. Þó er ekki á visan að
róa og kaupendur verða að gera
sér grein fyrir að minna getur
orðið úr en efni standa til. Áhætt-
an er að mínu mati þó fremur fólg-
in í því að vöxturinn verði minni
en því að fyrirtækið lendi í stórum
áföllum og taprekstri.
Þótt vaxtarvonin sé þannig aðal-
kauphvatinn er afkoma félagsins
engu að síður vel viðunandi í sam-
anburði við önnur félög á markaði.
Eiginfjárhlutfall stefnir í 54% eftir
þessa aukningu og veltufjárhlutfall
í 1,8, hvort tveggja góð staða.
Markaðurinn hefur raunar þegar
kveðið upp úr um að þetta sölu-
gengi standist því nýjustu viðskipti
hafa verið á genginu 2,4-2,5. Þeir
sem keyptu hlutabréf Marels hf. í
útboði fyrir einu ári á genginu 1,85
hafa því þegar fengið yfir 30%
hækkun.“
Níifngi eimlir íauglýsingum
NÝ TÆKNI í prentun hefur
nú gert mögulegt að beina aug-
lýsingum í blöðum og timaritum
til einstakra lesenda undir
nafni.
í nýjasta eintaki viðskiptablaðs-
ins Fortune sem selt hefur verið
í áskrift er að finna slíka auglýs-
ingu frá þýska bílaframleiðandan-
um Audi. Á miða sem heftur er
við auglýsinguna í blaðinu er
áskrifandinn Jón Jónsson ávarpað-
ur svo: „Sérstakt tilboð frá Audi
til Jóns Jónssonar ..." og er Jóni
Jónssyni boðið að líta við hjá um-
boðsmanni Audi í New York og
prufukeyra 1993 árgerð af Audi.
Hjá Fortune fengust þær upp-
lýsingar að ný tölvutækni í prent-
un gerði þetta mögulegt. Með nýju
tækninni prenta Fortune-menn
11.000 eintök af blaðinu á klukku-
stund með einstaklingsbundnum
auglýsingum eins og þessari. Slík
auglýsing kostar 14.000 dollara
til viðbótar við grunnverð en það
er 58.000 dollarar fyrir heilsíðu-
auglýsingu í bandaríska upplagið
sem er 740.000 eintök.
Með því að notfæra sér einnig
nýja tækni í því hvernig blöðin eru
bundin samari er hægt að ganga
skrefi lengra. Þá er mögulegt að
flokka áskrifendur blaðsins niður
og prenta mismunandi auglýsing-
ar fyrir hvem hóp. Til dæmis
myndu þá sumir lesendur fá tilboð
um að koma og pmfukeyra bíl en
aðrir aðeins tilboð um að koma
og skoða bíl.
Tæknina má einnig nota til ann-
ars en auglýsinga. Tímaritið
Newsweek býður nú áskrifendum
sínum að velja milli mismunandi
útgáfa blaðsins gegn vægu auka-
gjaldi. Áskrifendur geta þannig
valið að fá nokkrar aukablaðsíður
með umfjöllun um efni sem vekur
sérstakan áhuga þeirra, til dæmis
vísindi, listir eða afþreyingu.
= ÖRTÖLVUTÆKNI =
Nýr og fullkominn
geislaprentari HP Laserjet 4
frá Hewlett Packard
Tölvukaup hf. • Skeifúnni 17 • Sími 687220 • Fax 687260
Þekking, þróun, þjónusta.
Við í Örtölvutækni höfiim áralanga reynslu af sölu og þjónustu
á vörum frá Hewlett Packard og höfum við verið lengi með
í þróun HP geislaprentara. HP Laserjet 4 er geislaprentari
sem við mælum með fyrir fyrirtækið eða skrifstofuna. Komdu og
kynntu þér frábæran geislaprentara á mjög hagstæðu verði.
• Prentgœðú 600punktar á tommu. Uppbtusnarauki íprentaranum;
enn meiri skerpa í letri.
• 45 innbyggðar leturgerðir, ótal grajiskir möguleikar.
• Innbyggður Intel960 RISC örgjörvi.
• Ajkastamikillprentari: 8 blöð á minútu.
• Tengist m.a. Novell, Mac, PC, UNIX, Lan Manager.
• Góðir aðlögunarmöguleikar, sjáljvirk stilling milli umhverfa.
• Miklir steekkunarmöguleikar.
• Umhverfisvtenn prentari, tekur t.a.m. endurunninn pappír.
hkft-
hafari
Burðaráshf........40,1%
Samvinnusjóður
íslands hf.........14,0%
Þróunarfélag
íslands hf.........13,6%
. SigurðurEgilsson....10,0%
5. Auðlind hf..........3,5%
6. Sjóvá-Almennar hf.... 2,6%
7. Sameinaði
lífeyrissjóðurinn..1,5%
Aðrir..............14,7%