Morgunblaðið - 03.12.1992, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 03.12.1992, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKiPTI/ATVINNDLÍF FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992 C II Tölvur PHILIPS VERD FRA KR. 67.200.- PHILIPS PR-500 FARSÍMINN Helstu möguleikar PR-500: • Endurval á 10 síðustu númerum aftur í tímann • 87 númera minni með nöfnum og númerum • Handfrjáls í bílnum • Kostnaðarútreikningar á símtölum 1 Hámarkskostnaður sem hringja má fyrir 1 Tengjanlegur við tölvu og fax (Aukabúnaður) »Innbyggður símsvari (Aukabúnaður) »íslenskar leiðbeiningar PHILIPS PRG-1023 BOÐTÆKIÐ Helstu möguleikar PRG-1023: • 9 númera minni • Innbyggð klukka sem sýnir hvenær boð komu • Vekjaraklukka • Kveikir og slekkur sjálvirkt á sér • Upplýstur skjár • íslenskar leiðbeiningar • Titrari (Aukabúnaður) Vm OQ TÓLVUDEILD djb Heimilistækja hf Sætún 8 • 105 Reykjavík • Sími 691500 • Fax 691555 ŒM framleiðir margmiðla tölvur FRÁ PHILIPS TÖLVURISINN IBM og sjón- varpsstöðin NBC hafa tekið höndum saman í áætlun um að þróa í sameiningu tækni sem meðal annars býður upp á að unnt verði að skoða sérstakar fréttasendingar NBC á tölvuskj- ánum. Fyrirtækin tvö kynntu ásamt samstarfsaðilanum NuMedia Corp. þessi áform á stórri tölvusýningu í Las Vegas á dögunum. IBM hefur þegar varið rúmlega 100 milljónum dollara til að þróa gagnabrautir og tengingar við margmiðla tölvur Tölvumolar Marinó G. Njálsson Microsoft á ekki von á góðu næstu vikur og mánuði, eftir að uppvíst var að fyrirtækið notaði ýmis tæknileg atriði í hugbúnaði sínum fyrir Windows, sem enginn annar vissi af. Bandarísk yfirvöld hafa haft fyrirtækið um nokkurt skeið undir smásjánni vegna meintra ólöglegra viðskiptahátta. Þetta nýjasta „hneyksli" er talið geta orðið til þess að Bill Gates neyðist til að skipta Microsoft upp í tvö fyrirtæki. Eitt sem sæi um stýrikerfi og notendaviðmót og ann- að sem sæi um þróun og útgáfu notendahugbúanðar. Styrjöld stóru hugbúnaðarfyrir- tækjanna bandarísku heldur áfram. Borland, Lotus og Microsoft hafa öll nýlega sent frá sér nýjar Windows 3.1 útgáfur af hinum yin- sælu töflureiknum sínum. Microsoft varð fyrst með Excel fyrir Windows 3.1, svo kom Lotus með 1-2-3 fyrir Windows 3.1 og síðast kom Borland með Quattro Pro fyrir WinDos, þ.e. bæði fyrir Windows og DOS. Þetta síðast útspil Philippes Kahns þykir með þeim frumlegri og nú verða hinir að fylgja á eftir. Hveijir vinna? Jú, auðvitað notendur. þannig að mögulegt verði að skoða myndbönd á tölvuskjánum en um leið að vinna á tölvuna og hafa áhrif á gang mála. Áætlun IBM og NBC gerir ráð fyrir að tilraunaútsendingar hefjist þegar á næsta ári og nái til New York og nágrennis. Áskriftarfyrir- tæki sem taka þátt i tilrauninni munu taka við sjónvarpssendingum um gervihnött frá NBC News og kapal-dótturfyrirtækinu CNBC við- skiptafréttaþjónustu. Útsending- arnar verða geymdar á IBM vélbún- aði og dreift til starfsmanna fyrir- tækjanna um PC-tölvunet eftir ósk- um. Sem dæmi um notkun þá gæti verðbréfasali notað kerfið til að kalla fram á tölvunni myndbönd af nýjustu heimsfréttunum, eða ein- hveijum tilteknum geira viðskipta- lífsins. Einnig getur fyrirtækið not- að kerfið til að dreifa sínum eigin myndbandsfréttum eða til að setja upg kennslu- og fræðsluefni. Áformum IBM hefur víðast hvar verið tekið með varúð. Flestir telja að á næstu árum muni margmiðla tölvur ganga í gegnum mörg þróun- arskref og of snemmt sé að segja til um hvernig sú tækni sem á endanum verði fyrir valinu verði. Auk þess vilja flestir mögulegir við- skiptavinir IBM hinkra og sjá hvaða stefnu helsti keppinauturinn Micro- soft Corp. tekur. VIÐSKIPTI/ ATVINNVLÍ F DAGBÓK Samlokufundur verkfræðinga ■ SAMLOKUFUNDUR kynningarnefndar Verkfræð- ingafélagsins verður haldinn í dag, fimmtudaginn 3. desem- ber, í Verkfræðingahúsinu að Engjateigi 9 og hefst kl. 12. Fyrirlesari verður Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri. Allir eru velkomnir. Fyrsta Spirit ráðstefnan á Islandi ■ SPIRIT ráðstefna verður í fyrsta skipti haldin á íslandi á morgun, föstudaginn 4. desem- ber í boði CAD-kerfis, EJS og SOFTTECH GmbH. Á ráð- stefnunni sem haldin verður á Hótel Sögu, A-sal, mun einn af aðalhöfundum Spirit hug- búnaðarins, Alfons Oebbeke, kynna helstu verksvið Spirits, notkunarmöguleika og framtíð hugbúnaðarins. Hann mun m.a. ræða um arkitekúr og mann- virkjagerð í Spirit, borgar- og bæjarskipulag, lagnatækni og burðarþol og möguleika og horfur á íslandi. Fyrirlestrarnir munu fara fram á ensku. Ráð- stefnan stendur frá kl. 10-17 og óskað er eftir því að þátt- taka verði tilkynnt í sima 676911 í dag, fimmtudaginn 3. des. 1 tyfafrtfr Góðan daginn! MORE TÖLVUR STANJM UPPUR! PÚ FÆRÐ MEIRA FYRIR PENINCANA y - KANNAÐU DÆMIÐ! ~7 BOÐEIND SF BETRILAUSNIR • BETRIÞJÓNUSTA AUSTURSTRÓND 12 • SÍMI: 612061 . FAX: 612081

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.