Morgunblaðið - 12.12.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.12.1992, Blaðsíða 1
88 PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS - SÖCI jraaí/.383(1 .21 aUOAQHAOUAJ glGAJaVlUOHOM ___ JMrognitlritoMft MENNING LISTIR LA UGARDAGUR 12. DESEMBER 1992 BLAÐ ÞAR SEM DÝR OG LAND SPILUÐU SINFÓNÍU JÁ, HORFÐU á hann, sagði hún með einkennilegri og yfirstemmdri rödd, er var mér algjörlega ókunn, eins og framandi manneskja væri komin en ekki hún. Ég sagði ekkert og gekk út að glugganum og horfði út í garðinn. Það var þungt og safamikið lauf á trján- um og kliður í þvi í gol- unni. Bjó eþki þannig gróska í öllu sem fæddist og öllu sem dó. Og dó nokk- urntíma nokkuð til annars en fæðast á ný og var ástæða til að syrgja það sem var óumflýjanlegt. Skyldi laufið vita það var blóðrautt í dauðanum og aldrei fegurra en þá og á líftindi; að dauðinn og Iífið var sömu fegurðar; að væri ekki líf væri enginn dauði og lífíð meiri sorg en hann sjálfur, þótt manneskjan stæði eins og hundrað metra hlaupari í startholu á tölunni tveimur, reiðubú- in með alla væmni síns hjarta að vera döpur, þeg- ar dauðinn hafði komið að ljúka þessu. Áttu nokkuð að drekka, sagði hún. jötíu og níu af stöðinni var fyrsta bókin eftir Indriða G. Þorsteinsson, sem ég Ias; um samband leigubíl- stjórans Ragnars og Gógóar sem segist vera hóra. Örlög mann- skepnunnar á mestu umrótartím- um aldarinnar, stríðsárunum. Hver og einn reyndi að hafa einhveija ánægju út úr hröðum dauðadansi þeirra ára, hvort sem sú ánægja var félagsleg, íjárhagsleg eða lík- amleg. Þótt bæði sniðgangi inn— Rætt við Indriða G. Þor- steinsson. rithðfund, en Reykholt hefur nýverið gefið út ritsafn tians grónar siðareglur samfélagsins, er stór spurning hvort þau gerðu nokkuð alvarlegra en að reyna að komast af; reyna að leggja grunn að einhverri framtíð, jafnvel þótt henni fylgdi hvorki völd né virðing. Ég varð mjög heilluð af þessari sögu. Mér fannst ég þekkja persón- umar mjög vel og aðstæðumar sem þær þjuggu við. Kannski vegna þess að ég er alin upp í Keflavík og hef séð svo margar konur litnar hornauga fyrir að stunda Völlinn og horft á svo mik- inn tvískinnung í afstöðunni til Vallarins: Þeir sem dæmdu harð- ast, kunnu oft ótrúlegustu leiðir til að hagnast á návíginu við her- inn, með þjónustu, smygli og jafn- vel þjófnaði. Það hefur nefnilega aldrei verið þjófnaður að stela frá Kananum. Ég réðst strax í að lesa fleiri bækur Indriða og þá sá ég að kunn- ugleiki persónanna í „Sjötíu og níu af stöðinni" var ekki bara vegna þess að þær voru á slóðum sem ég hafði alist upp við, heldur vegna þess að þær voru svo raunveruleg- ar; villtar, einsýnar, breyskar, tvö- faldar, siðspilltar, þverar, sveigjan- legar, tryggar, góðar, trúaðar, blíðar. Þær vildu gera rétt én kunnu það ekki endilega. Það sem var rétt í þeirra augum, gat verið rangt í huga annarra. Svo ófull- komnar, rétt eins og guðin í grísku goðafræðinni. Og gerðir þeirra fela í sér afleiðingar, rangar ákvarðan- ir leiða þær á slóðir utan vega og oft tapa þær svo miklu. Flestar sögur Indriða gerast á árunum um og fyrir seinni heimsstyijöld, sögu- sviðið er sveitin og uppgjörið er milli gildismats þess sem var í ein- angmn landsins og þess sem kem- ur að utan, gildismats heimsmenn- ingarinnar. Allt þetta rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég fékk bækur Indriða í hendur nú á dögunum, en bókaútgáfan Reykholt hefur gefið allt ritsafn hans út. Svo horfí ég á hann, karlinn sem mér fannst einu sinni svo kjaftfor og hefði aldrei getað trúað að hafi verið sveitadrengur í Skagafirði sem þekkti hestana sína svo vel að hann sá hvað þeir hugsuðu og hvernig þeim leið, keýrði síðan vörubíla og strætó, þegar hann óvænt vann smásagnasamkeppni sem Samvinnan hélt. Það kom öll- um að óvörum að nöfundurinn skyldi vera „óþekktur karlsson norðan úr Skagafirði", eins og Hallberg Hallmundsson orðar það í formála að ritsafninu. Sagan hét- „Blástör" og þótti hafa til að bera „næma lýsingu á blæbrigðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.