Morgunblaðið - 24.12.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992
C 7
\ } I LLf, P ’w*- 1 ^ JÉ 4 ^ ' (1)/^ ir um/tt/m1íi7\
MERKIIMG — Fyrirtækið Merking hf. hefur hafíð framleiðslu á „risa-litmyndum“ sem prenta má í óendanlegri stærð til upplíming- ar t.d. á bíla, strætisvagna, skilti, veltiskilti og rúður. Éinnig er fyrirtækið með límdúk sem gerður er sérstaklega til upplímingar á bíla. Auk þess er hægt að fá myndirnar prentaðar á sérstakan papp- ír til notkunar innanhúss. í frétt frá framleiðanda segir að kostir þessarar tækni séu þeir að ekki þarf að gera dýrar fílmur eða prent- mót og því henti þessi aðferð vel við framleiðslu á fáum eintökum.
Tölvur
Marinó G. Njálsson
Athyglisvert
tölvukerfi
Ný útgáfa af Stólpa skoðuð
Viðskiptavikan
í Vesturheimi
Bandaríkjamenn lifa ekki
í einangruðum heimi
Nýlega fékk ég í hendur nýja
útgáfu af Stólpa. A kápu handbók-
arinnar stendur að um alhliða
tölvukerfi sé að ræða og eru það
orð að sönnu.
Bókhaldshugbúnaðurinn Stólpi
býður upp á almennt fjárhags- og
viðskiptamannabókhald, inn-
kaupakerfi fyrir pantanir, toll og
verðútreikninga, sölukerfi, kassa-
kerfi, birgðakerfi, verkbókhald,
launakerfi, tilboðskerfi og nokkur
sérkerfí. Eins og sjá má á þessari
upptalningu er komið víða við. í
þessari grein ætla ég að lýsa tak-
markaðri reynslu minni af kerfinu.
Handbókin
Það skýtur kannski skökku við
að byija að lýsa handbókinni, en
vel er til hennar vandað. Fyrsti
kafli bókarinnar, Tölvuheimur í
hnotskurn, er að vísu á skjön við
það sem á eftir kemur og að mínu
áliti óþarfur inngangur að bók-
haldskerfinu. Svona efni á betur
heima sem viðauki en inngangur.
Handbókin ber þess merki, að
mikið hafi verið í hana lagt.
Fremst í henni er handhægur listi
yfir nauðsynlegan vélbúnað og
mögulega fylgihluti. Þar kemur
fram, að Stólpi keyrir á venjulega
PC-töIvu með MS-DOS 3.2 eða
nýrra og að lágmarki 512 kB
minni. Kerfíð tekur um 5 MB af
diskrými og keyrir á Novell, LAN-
Smart,OS/2, LAN Manager og
UNIX.
Bókin er vel læsileg (sem ekki
er sjálfgefíð þegar bókhaldsforrit
eru annars vegar) með ágætis
atriðisorðaskrá, sem er þó ekki
tæmandi. Gekk mér ágætlega að
skanna í gegn um kerfið með hjálp
bókarinnar. í upphafi hvers kafla
er yfírleitt inngangur með stuttri
lýsingu á efni kaflans. Þar eru
helstu kostir taldir upp og verið
með vangaveltur um hveijir noti
það kerfí, sem kaflinn fjallar um.
Bestur er inngangurinn fyrir fjár-
hagsbókhaldið. Þar er komið með
heilræði varðandi uppsetningu
lykla og ýmislegt fleira, sem marg-
ir lenda í vandræðum með þegar
bókhaldskerfi er fýrst tekið í notk-
un. Það hefði ekki skaðað að vera
með sams konar umfjöllun með
öðrum þáttum kerfisins.
Á eftir innganginum er farið
lauslega, en alveg nógu vel, í flest
það, sem kerfíð býður upp á. Aft-
ur er kaflinn um fjárhagsbókhald-
ið bestur og virðist helst, sem út-
haldið sé þorrið þegar kemur í
sérkerfin. Flestunum köflunum
líkur með nokkrum heilræðum um
góðar vinnu venjur. Mjög sniðugt.
Hugbúnaðurinn
Sem bókhaldshugbúnaður er
kerfíð gott. Það nær til flestra
þátta reksturs fyrirtækis og gerir
það á snyrtilegan máta. Látlaust
og einfalt. Valmyndir leiða mann
áfram og þar sem skýringar vant-
ar, flettir maður upp í handbók-
inni.
Útgáfan, sem ég var með, er
kennsluútgáfa forritsins. Hún er
takmörkuð í getu, bæði hvað varð-
ar færslufjölda og forrit. Það, sem
ég prófaði, virkaði vel.
Kerfíð er skrifað í COBOL/2
og líður fyrir það í myndrænni
framsetningu. Valmyndir eru
skýrar og lýsa sér vel sjálfar, en
heldur eru þær sviplausar eins og
raunar má segja um kerfið í heild.
Ósamræmi gætti með flýtilykla
og ætti ekki að vera mikið mál
að kippa því í lag. Það er ákaflega
óþægilegt að mismunandi lyklar
framkvæmi sömu aðgerð, eftir því
hvar maður er staddur í forritinu.
T.d. gat maður notað F3, F5 og
FIO til að hoppa í síðasta lið á
undan, allt eftir því í hvað verklið
maður var staddur. Eins fannst
mér óþægilegt að ESC væri að
hætta í Stólpa. Eðlilegra er að ESC
sé að hætta við aðgerð og hoppa
aftur um lið, eins og venjan er í
PC-hugbúnaði.
í það heila er Stólpi ágætt bók-
haldskerfi. Ég hef séð þau betri
og ég hef séð þau verri. Handbók-
in er jafngóð og notendaviðmótið
er óaðlaðandi. Kostir hennar eru
raunar það miklir, að hún vegur
upp sviplaust umhverfi.
Höfundur er tölvunarfræðingur.
eftir Petrínu
Úlfarsdóttur
Eftir að hafa verið mjög upptekn-
ir af eigin málum undanfarna mán-
uði eru Bandaríkjamenn að vakna
til vitundar um mjög breytt ástand
efnahagsmála annars staðar í heim-
inum. Á sama tíma og allt bendir
til batnandi tíðar vestra, þurfa
Bandaríkjamenn að átta sig á
versnandi stöðu hinna sex af risa-
veldunum sjö (G7). Frá sjónarhóli
Bandaríkjamanna gætir áhrifanna
einkum í horfum á samdrætti í út-
flutningi, nauðsyn á virkri utanrík-
isstefnu með tilliti til áhrifa á erlend
hagkerfi og aðlögun fjárfesta að
þessum umskiptum.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur
breytt spá sinni fyrir hagvöxt í
heiminum árið 1993. Fyrir þremur
mánuðum var reiknað með 3% hag-
vexti, en eftir breytinguna er spáð
2% hagvexti. Hagvöxtur í Evrópu
verður aðeins 1% skv. spánni. Fyrir
skömmu var spáð 3,8% hagvexti í
Japan, en nýja spáin bendir til að
þeir verði að sætta sig við 2,5%
hagvöxt. Fyrirséð lækkun er vegna
fyrirsjáanlegrar efnahagslegrar
lægðar og veikrar stöðu ríkisstjórna
sex stærstu iðnvelda heims; Japans,
Kanada, Þýskalands, Frakklands,
Ítalíu og Spánar. Lönd sem beijast
í bökkum, s.s. Austur-Evrópulönd
og vanþróuð lönd treysta á útflutn-
ing til sjö stærstu iðnvelda heims,
en í ljósi vaxandi atvinnuleysis þar
eru litlar horfur á aukinni sölu.
I efnahagsspám fyrir Bandaríkin
hafa almennt ekki verið teknar með
í reikninginn nýjar fréttir um lægð
í alþjóðaefnahagsmálum. Þó hafa
verið birtar snöggsoðnar tölur um
tuttugu milljarða dollara eða 1.200
milljarða íslenskra króna útflutn-
ingstap, fjögur hundruð þúsund
glötuð störf og hagvaxtarlækkun
upp á hálft prósent. Það er nú mál
manna að ríkisstjórn Bill Clintons
muni þurfa að herða sig í fyrirhug-
uðum skammtímaaðgerðum til örv-
BG-net eða „Business Cooperat-
ion Network" hefur verið starfrækt
í hart nær eitt ár á íslandi, eða
síðan í nóvember 1991. BC-net var
stofnað af nefnd Evrópubandalags-
ins 1986. í fyrstu voru einungis
lönd innan bandalagsins, sem tóku
þátt í BC-neti, en síðar bættust
EFTA-löndin í hópinn. Nú er svo
komið að lönd úr öllum heimsálfum
eru þátttakendur.
Markmiðið með BC-neti er að
stuðla að samvinnu lítilla og meðal-
stórra fyrirtækja, til að bæta sam-
keppnisstöðu þeirra gagnvart þeim
stóru. Netið er einskonar hjúskap-
armiðlun fyrirtækja. Ástæða þess
að talað er um net er sú að BC-net
byggist upp af neti viðskiptaráð-
gjafa í þeim löndum, þar sem það
er starfrækt. Hlutverk viðskipta-
ráðgjafanna er að koma á sam-
bandi milli fyrirtækja, sem þess
æskja. Netið getur gagnast flestum
íslenskum fyrirtækjum, sem hug
hafa á að tengjast erlendum fyrir-
tækjum.
Fari fyrirtæki þess á leit við við-
skiptaráðgjafa, að hann leiti að
samstarfsaðila fyrir sig, fyllir hann
út tvö eyðublöð í samvinnu við fyrir-
tækið. Annað (CP - cooperation
profile) hefur einungis að geyma
nauðsynlegustu upplýsingar um
unar efnahagslífinu. í þessu skyni
vísa menn einnig til þess að Clinton
hefur til þessa litið fram hjá þeirri
staðreynd að hagtölur sem komu
út í júlí og ágúst sl. benda til að
fjárlagahallinn stefni í 300 milljarða
dollara á ársgrundvelli í stað þeirra
200 milljarða sem hann miðaði við
í boðuðum efnahagsaðgerðum.
Bandaríkjamenn líta gjarnan svo
á að þeir eigi forystuhlutverki að
gegna meðal iðnþróðaðra þjóða.
Þetta virðist eiga sérstaklega upp
á paliborðið nú þegar batnandi
efnahagshorfur í Bandaríkjunum
koma á sama tíma og syrtir í álinn
annars staðar. Talsmenn þessarar
skoðunar benda gjarnan á Marshall
hjálpina sem eftir seinni heimsstyij-
öld hjálpaði stríðshijáðum þjóðum
að rétta úr kútnum með þeim „hlið-
arverkunum" að þær komust til
þeirra efna að geta keypt banda-
ríska vöru. Bandaríska ríkisstjómin
mun án efa hvetja Japani og Þjóð-
veija til að örva hagkerfi sín með
þeim aðgerðum sem talið er að
helst munu ýta undir almennan
hagvöxt í heiminum. Þar er öðru
fremur átt við vaxtalækkun hjá
seðlabanka.Þýskalands og atvinnu-
sköpun hjá hinu opinbera í Japan.
George Bush gerði í stjórnartíð
sinni tilraunir til að kalla fram hið
fyrrnefnda án þess að áorka
nokkru. Óvíst er hvort Bill Clinton
geri nokkuð betur. Bentsen, nýskip-
aður fjármálaráðherra í væntan-
legri ríkisstjóm Clintons, minntist
á átak í alþjóðlegu samstarfi um
daginn, en ekkert meira hefur kom-
ið úr þeirri átt enn. Fólk hefur
nokkrar áhyggjur af því að Clinton
hefur ekki sýnt að hann hafí í sínum
röðum neina þungaviktarmenn í
alþjóðastjómmálum og jafnframt
er óttast að hann muni hafa lítil
áhrif meðal erlendra ráðamanna,
jafn óreyndur í utanríkismálum og
hann er. Góðu fréttirnar eru hins
vegar þær að Þýskaland og Japan
eru líkleg til að gera eitthvað í
málunum, með eða án Clintons.
Fyrir 20 áram var um 70% af
fýrirtækið og þá
samvinnu, sem
fyrirhuguð er, en
hitt (CAR = comp-
any activity rep-
ort) inniheldur
mun nánari upp-
lýsingar um fyrir-
tækið. Hið fyrr-
nefnda er sentr í
gegnum tölvu í
tölvumiðstöð BC-
Net í Brassel. Tölvan kannar hvort
annað fyrirtæki með hliðstæðar
óskir er fyrir í miðstöðinni. Ef svo
er verður samval milli fyrirtækja.
Þegar af samvali verður, eru upp-
lýsingar um það sendar viðkomandi
viðskiptaráðgjöfum. Þeir hafa þá
samband sín í milli og kanna frek-
ari samstarfsgrundvöll. Ef grund-
völlur er talinn vera fyrir sam-
starfi, skiptast ráðgjafarnir á CAR-
eyðublöðunum, eða nánari upplýs-
ingum um fyrirtækin. Því næst
hafa þeir samband við skjólstæð-
inga sína (fyrirtækin) og kanna hug
þeirra. Sé áhugi þeirra fyrir hendi,
geta fyrirtækin haft beint samband
sín í milli.
Það samstarf sem fyrirtæki geta
óskað eftir er á sviði verslunar,
rannsókna, þróunar og tækni. Svo
dæmi séu tekin getur fyrirtæki ver-
hlutabréfafjármagni heimsins í
Bandaríkjunum, en nú era einungis
um 35% staðsett vestra. Þá er skort-
ur á fólki sem hefur vit á erlendum
fjárfestingum í Bandaríkjunum og
þar er lítið um reglulegar tölulegar
upplýsingar um frammistöðu hluta-
bréfa fyrirtækja erlendis í aðgengi-
legum íjölmiðlum. Þá er erfítt fyrir
ókunnuga að átta sig á kúvendingu
á stöðu efnahagsmála sitt hvora
megin Atlantsála. Sé litið á hugleið-
ingar nokkurra bandarískra fjár-
málamanna sem þekkja til fjárfest-
inga í öðrum löndum kemur fram
að síðustu tuttugu ár hefur heild-
arfjárfesting í bandarískum hluta-
bréfum gefíð af sér um 11% vexti
samanborið við um 15% vexti í
heildarfjárfestingum erlendis. Það
er því augljóslega mikilvægt að
dreifa fjárfestingum á milli þessara
tveggja svæða, bæði með tilliti til
stöðu fyrirtækja hvar sem þau eru
og með tilliti til efnahagshorfa ein-
stakra þjóða. Talið er að ýmis síma-
fyrirtæki, m.a. í Evrópu og Asíu,
þar sem töluverður vöxtur er í upp-
lýsingageiranum, séu fysilegur fjár-
festingarkostur. Einnig era nokkrar
vonir bundnar við fyrirtæki í Bret-
landi á næsta ári. Þá er mikill efna-
hagsvöxtur í Suður Kína og mælt
er með því að menn taki þátt í þeim
vexti með viðskiptum við Hong
Kong þar sem mörg stórfyrirtæki
eru að gera það gott. Þá ber að
nefna að fyrirtækjum í nokkrum
löndum mið-Evrópu hefur vegnað
bærilega, s.s. í Frakklandi, Sviss,
Austurríki og Hollandi, en fullvíst
mál telja að þau muni hagnast á
vaxtalækkun þeirri sem búist er við
af hálfu þýska seðlabankans.
Gullkorn vikunnar: Bill Clinton
í viðtali við Wall Street Joumal sl.
föstudag: „Ég vona að Hillary
[Clinton] verði með á ríkisstjómar-
fundum. Hún veit meira um mörg
þessara mála en flestir okkar.“
Höfundur er hagfræðingvr í
Bandaríkjunum
ið að óska eftir eða bjóða:
- kaup/sölu á heilu fyrirtæki eða
hluta þess
- hlutafé
- markaðssetningu
- dreifingu
- umboðsaðild
- einkaleyfí
- aðstoð í viðskiptum
- tæknilega aðstoð
- rannsóknir og þróun
- undirverktaki o.fl. o.fl.
Ellefu íslensk fyrirtæki hafa nú
þegar gerst þátttakendur í BC-neti.
Sex þeirra hafa fengið samval. Út-
séð er með að af samstarfí geti
orðið hjá tveimur þeirra. Eitt er nú
þegar komið í samstarf og verið er
að vinna að þremur fyrirtækjum,
sem fengið hafa samval. Alls hafa
samvölin orðið 48 fyrir þau sex
fyrirtæki sem fengu samval.
Dagleg umsjón með BC-neti fer
fram á Iðntæknistofnun. Þau fyrir-
tæki, sem nota vilja þjónustu BC-
netsins geta leitað til einhvers at-
vinnuráðgjafa landsins, Verslunar-
ráðs íslands, Útflutningsráðs |s-
lands eða Iðntæknistofnunar ís-
lands.
Höfundur er umsjónarmaður BC-
nets Iðntæknistofnunar.
Fræðsluhorn
Steindór Tryggvason
BC-net - alþjóðlegur tengiliður