Morgunblaðið - 31.12.1992, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
ymmmzm n
sxm
VIÐSKIPTI/AT'
rtpAniTKt/.it
31. DESEMBER 1992
aiGAviaVRJOMOM—
Verslun
Ódýrari gjafir undirjólatrénu íár
Samdráttur í verslun svipaður og búist hafði verið við fyrir jólin. Kaupmenn urðu varir við
breytingar í innkaupum fólks sem velti verði meira fyrir sér en áður og gaf sér góðan tíma
við samanburð
KAUPMENN eru þessa dagana að gera upp bækur sína eftir jólaversl-
unina. Eins og gengur er sumir ánægðir á meðan aðrir koma ver út
en vonir stóðu til. Þegar á heildina er litið virðist samdráttur svipað-
ur og búist hafði verið við eða um 10-15% miðað við síðustu jól. Risj-
ótt veðurfar í jólamánuðinum hafði áhrif á umferðina á öðru helsta
verslunarsvæði höfuðborgarinnar, þ.e. í miðbænum og á Laugavegin-
um, og beindi fólki í lokaðar verslunarmiðstöðvar. Veðurfarið réð þó
ekki öllu um það hvar jólaversiunin átti sér stað, enda telja margir
það hreinlega tilheyra jólunum að rölta í innkaupahugleiðingum niður
Laugaveginn. Kaupmenn voru flestir sammála um að jólainnkaupahug-
leiðingar fólks hafi færst enn aftar. Það kæmi snemma og skoðaði
og gerði síðan innkaupin síðar að vel athuguðu máli. Þá var það áber-
andi að fólk velti verði mikið fyrir sér, gerði samanburð og keypti
almennt ódýrari gjafir en undanfarin ár.
Magnús E. Finnsson, fram-
kvæmdastjóri Kaupmannasamtak-
anna, sagði tölulegar upplýsingar
um jólaverslunina ekki tilbúnar, en
þó væri ljóst að almennt efnahags-
ástand hefði haft áhrif og því væri
um einhvern samdrátt að ræða. „Það
liggja engar handbærar tölur fyrir
enn, en þetta er misjafnt á milli
verslana. Þannig setti t.d. slæmt
veður strik í reikning kaupmanna
við Laugaveg og í miðbænum," sagði
Magnús.
Innkaupaferðir erlendis voru al-
gengar fyrir þessi jól líkt og undan-
farin ár og sagði Magnús það vera
ljóst að þarna væri komin varanleg
samkeppni við íslenska verslun.
„Kaupmenn verða að mæta þeirri
samkeppni með því að lækka vöru-
verð. Þar mun afnám aðstöðugjalds
hjálpa til og vonandi munu fleiri
skattar hverfa."
Einar Halldórsson, framkvæmda-
stjóri Kringlunnar, sagði í samtali
við Morgunblaðið, áð í fljótu bragði
virtist sem umferð fólks þar hefði
verið mjög svipuð og fyrir jólin í
fyrra. „Umferðin hefur verið nokkuð
stöðug, en þó tel ég að Þorláks-
messa hafi verið stærsti dagurinn
frá opnun Kringlunnar með um
35-38 þúsund manns. Það var eitt-
hvað aðeins minna daginn áður,“
sagði Einar. Hann sagði ennfremur
að kaupmönnum í Kringlunni hefði
þótt jólaverslunin fara rólega af stað
þetta árið, en úr hafi ræst hjá flest-
um. Ljóst væri að fólk hafi velt verði
meira fyrir sér en oftast áður og
gert verðsamanburð.
í Borgarkringlunni voru kaup-
menn almennt ánægir með jólaversl-
unina. „Það var mjög mikil umferð
í húsinu í desember, enda hafa þess-
ar lokuðu verslunarmiðstöðvar án
efa hagnast á þessu leiðindaveðri
sem var fyrir jólin,“ sagði Guðmund-
ur Benediktsson, framkvæmdastjóri
Borgarkringlunnar. „Það er svo aft-
ur spurning hvernig einstaka versl-
unareigendur spjara sig. Ég veit t.d.
að ýmsir voru hér að upplifa stærstu
dgana sína frá upphafi og þó nokkr-
ir voru með meiri sölu en í fyrra.“
Aðspurður sagðist Guðmundur
hafa á tilfinningunni að fólk hefði
velt verðlagi mikið fyrir sér þessi
jól. í mörgum verslunum væri þann-
ig um að ræða fleiri viðskipti en
áður, en með ódýrari vörur.
Góð sala hjá Hagkaup og
Miklagarði
Jón Ásbergsson, framkvæmda-
stjóri Hagkaups, sagði jólasöluna
hafa verið þokkalega og mjög svip-
aða og í fyrra. „Mér sýnist vera
söluaukning bæði í matvöru og sér-
vöru. Það er hins vegar áberandi að
við seldum minna en áður af dýrum
vörum. Þá gerði fólk ekki innkaup
í stórum einingum heldur kom oftar
og velti hlutunum greinilega meira
fyrir sér. Þessi breyting hentaði okk-
ur ágætlega, en við höfðum gert ráð
fyrir henni t.d. í leikföngum. Við
erum ánægð með að hafa náð sömu
sölu og í fyrra miðað við allar vænt-
ingar um annað.“
í Miklagarði fór sérvörusala mun
fyrr af stað en yfirleitt áður, eða
um síðustu mánaðarmót og hélst
nokkuð stöðug upp frá því. Hins
vegar urðu óhemju læti í matvörusöl-
unni síðustu dagana að sögn Björn
Ingimarssonar, framkvæmdastjóra
Miklagarðs. „í heild koma þessi jól
betur út en í fyrra og þrátt fyrir að
endanleg skipting milli matvöru og
sérvöru sé ekki enn komin, er ljóst
að það er aukning beggja vegna, en
eflaust heldur meiri í sérvörunni.
Jón Snorri Sigurðsson, gulísmiður
hjá Jens, sagðist í samtali við Morg-
unblaðið hafa á tilfinningunni að
salan hefði verið svipuð og í fyrra,
þó ekki væri búið að skoða dæmið
nákvæmlega. Jón Snorri sagði að
áberandi hefði verið að fólk keypti
ódýrari hluti en áður til jólagjafa.
Hjá Jens tók salan að venju ákveð-
inn kipp upp úr miðjum desember.
„Mér skilst að þetta sé mismunandi
á milli verslana. Hjá okkur veit fólk
að hveiju það gengur, en þarf t.d.
að spá fyrr í fatakaup.“
Haldið í horfinu með
sunnudagsopnun
„Það má segja að við séum að
glíma við að ná inn sömu krónutölu
og í fyrra,“ sagði Gestur Hjaltason,
verslunarstjóri hjá Ikea. „ I fljótu
bragði virðist mér það hafa gengið,
en sölumagnið er um 5% minna. Það
má segja að við höfum komið í veg
fyrir fyrirsjáanlegan samdrátt með
því að hafa opið á sunnudögum.
Miðað við innflutningstölur á hús-
gögnum er um 10% samdrátt að
ræða á árinu. Hjá okkur var aukning
í sölu á ýmsum smávarningi, en sam-
dráttur í dýrari hlutum. Það er enn
ekki alveg ljóst hvað smávaran veg-
ur upp mikið af samdrætti í sölu
húsgagna."
Hj á Ikea var lögð meiri áhersla
á smávöru allt þetta ár í ljósi minnk-
andi kaupmáttar og auglýsingar
miðuðust við að hampa ódýrari vör-
um.
Eiríkur Árnason, verslunarstjóri
hjá Sævari Karli, sagði verslunina í
Kringlunni hafa dreifst vel á allan
jólamánuðinn, en á Laugavegi var
mikil sala síðustu dagana. „Það var
áberandi á Laugaveginum að það
koma færra fólk en í fyrra en það
keypti meira. Maður hafði á tilfinn-
ingunni að fólk væri búið að halda
að sér höndum lengi til að getaiceypt
almennilega fyrir jólin. í Kringlunni
var meira um að fólk droppaði inn
og keypti eitthvað smávegis,“ sagði
Eiríkur.
Eiríkur sagðist vera ánægður með
söluna miðað við spár. er hissa hvað
verslunin skilaði miklu í krónutölu
miðað við spár. „Þá er alltaf jafn
gaman að heyra í fólki sem er að
koma úr verslunarferðum erlendis
þar sem það hefur gert verðsaman-
burð og komist að því að verð er
lægra hjá okkur en á sömu fata-
merkjum úti.“
Veðrið hafði engin
úrslitaáhrif
Margrét Pálsdóttir, hjá Liverpool,
sagði að Qöldi viðskipta hefði verið
svipaður og um síðustu jól, en fólk
hefði nú keypt ódýrari vöru eins og
reyndar hefði mátt gera ráð fyrir.
„Það var einhver samdráttur hjá
mér eins og víðast annárs staðar,"
sagði Margrét. „Það er margt sem
spilar þar inn í. Þó veðrið hafi án
efa dregið eitthvað úr viðskiptum á
Laugaveginum hafði það engin úr-
slitaáhrif. Það er fullt af fólki sem
fer bara þangað fyrir jól og einhveij-
ir Kringiukaupmenn hafa án efa
svipaða sögu að segja af sam-
drætti." Margrét sagði ánægjulegt
hve verslunin á Þorláksmessu hefði
farið vel fram og mun minni streytu
að sjá á fólki en oftast áður.
I Rúmfatalagernum hófust jóla-
viðskiptin fyrr en í fyrra og voru
jafnari að sögn Sigurðar Aðils, versl-
unarstjóra. „Fólk hugar að verðsam-
anburði þegar að kreppir og þarf
þess vegna að vera fyrr á ferðinni.
Síðustu dagana var síðan fólk að
kaupa hluti sem það var áður búið
að koma og skoða. Verslunin hjá
okkur er svipuð og í fyrra og enginn
áberandi samdráttur," sagði Sigurð-
ur.
Helgi Jónsson, verslunarstjóri hjá
Habitat, sagði að þar væri um sölu-
aukningu að ræða þó enn væri ekki
búið að reikna hana nákvæmlega
út. „Það hafa verið gerðar miklar
breytingar á vörúm frá Habitat síð-
ustu misseri og við höfum reynt að
fylgja því eftir hér. Miðað við jólasöl-
una hefur það tekist vel.“ Helgi sagði
veðrið óneitanlega hafa haft einhver
áhrif á verslun á Laugaveginum, en
þó minni en gera hefði mátt ráð
fyrir, a.m.k. hjá Habitat. HKF
I / II I
'£ *
y- -
/ ') r (■ (
^ A
rx/ 4/ X >
L-
X
í
■\«
WC" I *
J/r-Ljr
t /1>
cy> v— '»
Skatthlutfall og
skattafsláttur árið 1993
Skatthlutfall staðgreiðslu
er 4134%
Á árinu 1993 verður skatthlutfall
staðgreiðslu 41,34%. Skatthlutfall
barna, þ.e. sem fædd eru 1978 eða
síðar, verður 6%.
Persónuafsláttur á
mánuði er 23.611 kr.
Persónuafsláttur fyrstu sex mánuði
ársins verður 23.611 kr. á mánuði.
RSK
RÍKISSKATTSTJ ÓRI
Sjómannaafsláttur á dag
er 663 kr.
Sjómannaafsláttur fyrstu sex
mánuði ársins verður 663 kr. á dag.
Frá og með 1. janúar 1993 eru fallin
úr gildi eftirfarandi skattkort: Skatt-
kort með uppsöfnuðum persónu-
afslætti og námsmannaskattkort
útgefin á árunum 1988- 1992.
'pj\ r I
■j ,a.t7-v/■/•;-> rVÁ