Morgunblaðið - 09.01.1993, Síða 1

Morgunblaðið - 09.01.1993, Síða 1
MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1993 BLAÐjCþ ORÐ, ORÐMYND, MYNDORÐ, MYND Sýning á verkum skoska myndlistar- mannsins lans Ham- ilton Finlay opnud á Kjarvalsstöðum I dag TEXTI/SÚSANNA S V A V ARS DÓTTIR SKOTTIS, skosk-íslenskir menningardagar, hefjast í dag á því að opnuð verður sýning á Kjarvalsstöðum á verkum eftir Ian Hamilton Finlay, sem hefur hlotið alþjóðlega frægð sem Ijóðskáld, myndlistamaður og skrúðgarðahönnuður. Þótt Ian Hamilton Finlay hafi hlotið alþjóðlega viður- kenningu og verk eftir hann séu til í opinberri eigu í flestum þeim löndum Evrópu sem tejja sig til menn- ingarsamfélaga (Frakkar báðu hann meira að segja að hanna útilistaverk I tilefni af 200 ára afmæli frönsku byltingarinnar), sannast á honum meir en nokkrum öðrum að enginn er spámaður í sínu föður- landi. Ian Hamilton Finlay, sem talinn er merkasti listamaður Skota á þessari öld, hefur enn ekki hlotið styrki eða aðstoð úr sjóðum opinberra safna I sínu heimalandi, engin yfírlitssýning hefur verið haldin á verkum hans þar, Ríkislistasafnið í Skotlandi á engan skúlptúr eftir hann (keyptu að vísu grafíkmynd eftir hann á sjötiu pund fyrir fjölmörgum árum), jafnvel þótt skúlptúrarnir séu þau verka hans sem eftirsótt- ust eru. Því er það, að í heimalandi sínu er hann þekktastur fyrir hinn dæmalausa garð sem hann hef- ur hannað í kringum búgarð sinn, sem stendur í hlíð- um Lanarkshirehæða í Edinborg; garður þar sem steinar eru meginuppistaðan, auk þess sem þar eru skúlptúrar, minnismerki, hof, spíralar, stólpar og áletranir af ýmsu tagi. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.