Morgunblaðið - 07.03.1993, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993
C 7
Flestum forritum fylgir uppsetn-
ingarforrit, sem kemur nauðsyn-
legum skrám fyrir í tölvunni. Ef
einhverjum líkar aftur
á móti ekki við forrit-
ið og vill losna við það
vandast málið; ekki
síst ef um Windows-
forrit er að ræða, því
til að geta unnið undir Windows
þarf uppsetningarforrit að gera
ýmsar breytingar, þar á meðal á
Win.ini og álíka stýriskrám, sem
er ekki fyrir venjulegt fólk að skilja
upp eða niður í. Fjölmargir hafa
því lent í því að til að losna fullkom-
lega við eitthvað forrit sem ekki
vinnur eins og vænst var eða ekki
er þörf fyrir lengur, þarf að setja
Windows inn á vélina frá byrjun.
Fram hjá þessu eru ýmsar leiðir,
eins og til að mynda að eiga afrit
af Windows-kerfisskrám áður en
nýtt forrit er sett upp, en einnig
er hægt að kaupa sér forrit eins
og Unlnstaller frá Microhelp. Það
forrit, sem nýlega kom á markað
vestan hafs, sér um að hreinsa út
allt sem tilheyrir forritinu sem fjar-
lægja á, þar með talin skráasöfn.
Að auki færir það Win.ini í fyrra
horf.
í byijun febrúar kynnti IBM tíu
nýjar gerðir af RISC System/6000
tölvunni, sex nýja netþjóna/fjöl-
notendavélar og fjór-
ar nýjar vinnslustöðv-
ar. Um leið var til-
kynnt um verulega
verðlækkun á
RS/6000 vélbúnaði.
Með þessum viðbótum er nú að
fínna í kerfinu íjölda netþjóna, allt
frá smáum borðvélum sem geta
þjónað nokkrum tugum notenda,
upp í rekkavélar sem geta þjónað
hundruðum notenda samtímis.
Nýju vinnustöðvarútgáfumar af
RS/6000 vélinni eru sérstaklega
sniðnar fyrir grafíska vinnslu.
Hægt er að fá disklausa vinnustöð
sem tengja má við Unix net, eða
nota sem sjálfstæða vinnustöð og
þá með utanáliggjandi diski. En
einnig er boðið upp á vinnustöðvar
sem hafa allt að 10.5 GB, gíga-
bæti, í geymslurými og geta unnið
sem reiknihestar á neti eða sjálf-
stætt standandi.
Annað sem IBM kynnti á sama
tíma var nýr X-skjár,
Xstation, sem er í
gmnnútgáfu með 6
MB minni, stækkan-
legt í 22 MB og 2
MB skjáminni. Mögu-
legt er að nota samtímis allt að
256 liti og upplausn allt að
1280x1024 punktar.
Högun RISC System/6000 vél-
anna nefnist POWER og er þannig
upp byggð að notaðir eru sérstakir
gjörvar fyrir mismunandi aðgerðir
eins og t.d. heiltöluútreikninga,
rauntöluútreikninga og „stökk"
aðgerðir. Gjörvarnir keyra sam-
hliða og sér AIX V.3.2., stýrikerfið
sem sérstaklega var þróað fyrir
System/6000 vélamar, um að að-
gerðum sé skipt á milli þeirra, sem
Ieiðir til þess að margar aðgerðir
em framkvæmdar samtímis.
Reiknigjörvinn er með innbyggða
aðgerð sem kallast „MultiplyAdd"
sem gerir það að verkum að hann
getur margfaldað saman tvær tölur
og lagt við þá þriðju í hverru lotu
gjörvans. Þannig má auka afköst
vélanna með því að auka klukkut-
íðni þeirra með POWER-höguninni
og nota eftir sem áður sama hug-
búnað, í stað þess að breyta högun
örgjörva til að auka afköst vélanna
og þurfa mögulega í framhaldinu
að kaupa nýjar útgáfur af hugbún-
aði.
Námsgagnastofnun hefur á sl. 4
árum gefið út um 40 kennslufor-
rit, sem eru ekki síður ætluð al-
menningi til nota, en
til kennslu í skólum.
Forritin eru þýdd,
unnin og útgefin í
samstarfi við mennta-
málaráðuneytið og
tengjast flest þeirra stærðfræði,
auk greina eins og íslensku, ensku,
náttúrufræði, samfélagsgreinum,
heimilisfræði, mynd- og hand-
mennt, sérkennslu, stjörnufræði og
vélritun. Flest þeirra tengjast náms-
greinum grunnskólanna, en mörg
nýtast einnig í framhaldsskólum og
ein 20 forritanna sem talin eru eiga
fullt erindi í heimilistölvuna að auki,
eru nú til sölu í verslun Námsgagna-
stofnunar og víðar.
Tipparar í getraunum geta nú
tölvuvæðst í auknu mæli, en í Gull-
pottinum í Borgarkringlunni er ver-
ið að setja upp PC-
getraunaforrit, sem
býður mönnum upp á
að tippa sjálfir eða í
tölvuvali, auk þess að
gefa aðgang að gagnagrunni þar
sem m.a. má fletta upp innbyrðis
viðureignum liða, fjölmiðlaspá um
úrslit leikja bæði frá íslandi og
Svíþjóð, stöðu liða í deildum, hlut-
falli tapaðra leikja, jafnteflis og sig-
urleikja og þar fram eftir götunum.
Getraunaseðlar eru svo sendir með
tölvutengingu með modemi til ís-
lenskra getrauna í Laugardalnum.
Fleiri nýjungar eru á döfínni í þess-
um efnum, s.s. sala á bíómiðum í
gegnum tölvutengingu o.fl.
Frá Kodak er nú kominn hágæða
tölvuprentari, KODAK XLT
Thermal Printer, sem að sögn
framleiðenda gefur útprentun með
áferð, útliti og endingu hefðbund-
M
innar ljösmyndar.
Einnig glærur með
ámóta myndgæðum.
Prentari hefur nú ver-
ið settur upp í verslun
Hans Pedersen við Laugaveg 178
og er boðið upp á prentþjónustu í
honum þar. Prentarinn er til að
byrja með einungis tengdur við
Macintosh-tölvu, en þó er hægt að
taka við PC-efni á TIFF- og PICT-
formati.
Helsti munurinn á þessum prent-
ara og öðrum er að hann vinnur
ekki með net, eða rasta, heldur tóna
(Continous Tone) og er hver „sella“
í fastri stærð og getur verið í hvaða
styrkleika eða lit sem er. Sérsvið
prentarans er prentun á punkta-
myndum sem t.d. eru unnar í Photo-
Shop eða Painter, en hann hentar
síður fýrir smátt letur eða nákvæm-
ar teikningar úr t.d. Illustrator.
Hámarks breidd/hæð er 2048 pix
og prenttækur flötur 2048x1536
pix. En þótt prentarinn sé sérhann-
aður til að prenta punktamyndir er
hægt að taka við hvaða formati sem
er og breyta yfir í format sem hent-
ar til útprentunar í honum.
Meira um prentara. Væntanlegur
~ei á markaðinn nýr nálaprentari
frá japanska framleið-
andanum OKI og er
hann hluti af Microl-
ine-prentaralínunni
sem verið hefur á
markaði hér sl. 10 ár.
Windows forWorkgroups
ENN EIN SNILLDARIAUSN FRÁ MlCROSOFT
FORWMGRÖUPS
TENGSL
SEM BORGA SIG HRATT
SAMNÝTING
FORRITA OG GAGNA
LEIÐIR TIL HAGKVÆMNI
OG HRAÐ
Windows fyrir vinnuhópa
er eina netkerfið sem hefur
innbyggt dagbókarkerfi
og tölvupóst jafnhliða því
sem það gefur möguleika
á samnýtingu hugbúnaðar,
gagna, prentara
og annarra jaðartækja.
SAMNÝTING
ARA OC JAÐARTÆKJA
SPARAR FÉ
C NÝTIR BETUR CÖCN
DACBÓKARKERFI
HUGVITSSAMLEG LAUSN
L BETRI SKIPULAGNINGAR
OG NÝTINGU TÍMANS
TÖLVUP
FRÁBÆR LEIÐ TIL AÐ BÆJArSÁMSKIPTl
JAFNTINNAN HÚSTÍEM ÚT Á VIÐ
Windows fyrir vinnuhópa hefur verib prófab og viðurkennt
af Islenskri forritaþróun, Ráðhugbúnaði, Kerfisþróun, TOK, og Streng
EJ^
EINAR J. SKÚLASON HF
Crensásvegi 10, 108 Reykjavík, Sími 63 3000