Morgunblaðið - 27.06.1993, Síða 2

Morgunblaðið - 27.06.1993, Síða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1993 HL viðarkol er best að geyma í pokanum á þurrum stað. ■ Það reynir á við grillið að hafa gott hráefni. Seigt kjöt á dálítið eftir því á hvaða stað það vex og hvenær það er aldrei að grilla og varast að kjöt- sneiðar séu of þunnt skornar, 2-3 sm er ágætis þykkt og einfalt að biðja um það sneitt í þeirri þykkt. Frosið kjöt á aldrei að grilla né heldur kjöt beint úr ísskáp. Þá er hætta á að það sé orðið þurrt yst loksins þegar hitinn kemst í innsta lagið. Allt kjöt verður betra ef það er látið ná stofuhita áður en að það er sett á grillið. Þetta á reyndar við um fleiri matreiðsluað- ferðir. ■ Það er alger óþarfi að eyða kolum, peningum og ósonlaginu með því að láta viðarkol alltaf brenna upp til agna. Með því að hafa hreinan sand við hendina, strá yfir kolin, slökkva þannig í og leggja svo álpappír yfír þegar búið er að grilla er þetta fyrirbyggt. Næsta dag, þegar kolin eru orðin köld má svo veiða upp það sem heilt er eftir af þeim og nota aftur með nýjum. Ágætt húsráð í þessum efnum er að taka kol sem eru hörð, þó svo að einhver eldur sé enn í þeim og setja í pott með þéttu loki. Þann- ig kafnar eldurinn í þeim fljótt og það er hægt að nota þau aftur. ■ Það er nauðsynlegt að eiga góðan pensil til að nota við grillið og best að hafa hann með löngu skafti, eins og reyndar tangir og öll önnur áhöld sem þarf eru höfð við hönd. Ágætt ráð til að fyrir- byggja það að hár losni úr grill- penslinum er að byija á að leggja nýjan pensil í bleyti í matarolíu í sólarhring, þá verða hárin ekki of þurr, en þurrkurinn verður til þess að þau losna. Grillpensil á ekki að sápuþvo, held- ur að láta renna vel á hann af vatni eftir notkun. Því næst er ágætt að þurrka hann og núa eins og einum dropa af matarolíu í hár- in til að þau haldist mjúk og föst þegar næst þarf á penslinum að handa. I Það er margt gott kryddið sem finnst í íslenskri náttúru og oft óþarfi að burðast með margar öskj- ur af tilbúnu kryddi í ferðalagið. Blóðberg er mjög gott krydd, en það getur verið bragðlítið og fer tínt. Best er að tína það döggvott að morgni og bragðsterkast er blóðbergið ef um er að ræða rækt- að garðablóðberg. Hundasúrur, birkilauf, rifsberja- og sólbeijalauf er líka gott að nota sem krydd, eins og sjá má í ýmsum uppskriftum hér í blaðinu. ■ Ef notaður er álpappír utan um hráefni á grillið, eða settur t.d. undir botn tómata eða annars hrá- efnis til að fyrirbyggja að það sviðni að neðan, ber að gæta þess að glansandi hliðin á alltaf að snúa út. ■ Það eru mörg atriði sem hafa áhrif á tímalengdina þegar búið er að setja hráefni á grill, s.s. gerð grillsins, hitastig kolanna, magn þeirra, bil á milli, lofthiti og vind- ur. En einnig verður að hafa í huga að því meira sem lagt er á grindina samtímis, því lengur þarf það að vera á henni, því þegar stykkin iiggja þétt saman nær hitinn ekki að leika eins um þau. ■ Eitt af því sem fólk þarf að fikra sig áfram með, er hversu mikið þarf af kolum á grillið. Því er ekki úr vegi að hreinlega telja kolamolana á meðan verið er að fínna út úr því. En almennt er tal- ið að hæfilegt magn fyrir venjulega eldamennsku sé að byija með tvö- falt lag af kolum og leggja þau á aðeins stærra svæði en hráefnið kemur til með að taka á grindinni. ■ Þegar farið er í útilegu er ágætt að geyma kjöt, fisk og annan mat í góðum plastpoka í köldu grasi eða í nálægum læk. ■ Kjúklingar eru ekki einu fuglamir sem gott er að grilla. Það er hægt að grilla kjöt af öðrum fuglum s.s. bringur af gæsum og öndum og einnig kalkún. Af feitum fuglum eins og önd og gæs er heppilegast að grilla bringurnar á lokuðu grilli og hafa álbakka undír þeim til að taka við fitunni sem drýpur af. 10-12 mínútur þarf til að léttgrilla bringurnar á hvorri hlið. Svartfuglsbringur er einnig gott að grilla, en þær er best að leggja fyrst í bleyti yfír nótt, í mjólk eða kryddlög og létt- grilla svo í nokkrar mínútur á hvorri hlið. KVEIKIR ^ KVEIKJUÞYKKNIÁ GRILLIÐ SEIGFLJOTANDI0G KVEIKIR ÞVIAÐEI NUM BRENNUR LYKTAR- OG REYKLAUST SOTAR EKKI MJOG DRJUGUR UMHVERFISVÆNN HREINN BarónssKg 2 • Pósthóll 5074 Reykjavlk Samþykkt af Brunamálastofnun Glóóaó kiöt KJÖT er algengast á grillum landsmanna og af mörgum góð- um kjöttegundum í boði, einna algengast að grillaðar séu lamba- kótilettur. í því er þó nokkur þver- sögn því fátt er erfiðara að grilla en einmitt lambakótilettur. Þær eru oft of feitar og of þunnt skornar. En eigi að síður mjög góður grillmatur sé ákveðnum reglum fylgt og kótiletturnar hafðar minnst minnst 2-2’/2 sm þykkar. * Kótiletturnar þarf að fituhreinsa áður en þær eru lagðar í kryddlög eða settar á grillið. Best er að skera allt kjöt af „leggnum" og skilja aðeins litla fiturönd eftir á jaðrinum á kótilettunni. Skurði þarf að skera upp í fituröndina svo að kótilettan vindi sig ekki. Áætla þarf minnst 4—5 kótilettur á mann. Lambakótilettur 25 kótilettur, 2—2'/2 sm þykkar Lögur (marínering): safi úr I sítrónu 1 dl matarolía 1 tsk. paprikuduft 1 msk. tómatþykkni (puré) 14 tsk. hunang 2 hvítlauksgeirar nýmalaður pipar, 1—2 tsk. salt ferskt blóóberg, ef það er tiltækt 1. Fituhreinsið kótiletturnar. 2. Kreistið safa úr sítrónu, setjið saman við matarolíu, paprikuduft, hunang og tómatþykkni. 3. Afhýðið og merjið hvítlauksgeir- ana og setjið út í. Þeytið vel saman. 4. Penslið kótiletturnar, og látið bíða í skál í minnst 2 klst. 5. Hitið grillið og grindina, takið grindina síðan af og penslið með matarolíu. Staðsetjið grindina ná- lægt glóð á kolagrilli en hafið mesta hita á gasgrilli. 6. Strjúkið löginn af kótilettunum lauslega af með hendinni, malið pipar yfir þær, leggið á grindina og grillið í 6—8 mín. á fyrri hlið en 5—7 mín. á þeirri síðari. Tíminn er örlítið breytilegur eftir hitastigi og skjóli og þykkt kótilettanna. 7. Stráið salti (og blóðbergi) yfir þegar kótilettunum hefur verið snúið. Grillaðar grfsakótilettur Morgunblaðið/Sverrir Meðlæti: Heitt hvítlauksbrauð, sem er hitað á grillinu og hrásalat. Lambalærissneióar Lærissneiðar má leggja í sama lög (maríneringu) og kótiletturnar og þurfa þær svipaðan tíma á grillinu. Reynið að láta skera lærissneið- arnar frekar þykkt, 2/2—3 sm. Þær lærissneiðar, sem seldar eru í verslunum, eru yfirleitt of þunnt skornar, en mikill safi rennur úr þunnum iærissneiðum. Skera þarf fitu frá og skurði í jaðrana. Grísakótilettur Grísakjöt er mjög gott á grillið, en það verður að gegnumsteikja. 15 kótilettur safi úr '/2 sítrónu !4 dl matarolía 'A dl sojasósa I dl eplasafi 1 msk. tómatþykkni 1 hvítlauksgeiri 1 '/2 tsk. salt Maturinn á ekki aé bíéa eftir gestunum ÞAÐ VAR fyrir þrjátíu árum sem Rannveig Pálmadóttir hélt til Banda- ríkjanna ásamt manni sínum. Hafði þá lokið hússtjórnarkennara námi hér heima og starfað sem slíkur. Var að eigin sögn ósköp stolt og ánægð með sína menntun og reynsiu, en rak svo í rogastans ytra þeg- ar orð eins og grill, pizza og pæ komu upp í umræðum. „Ég hafði aldrei heyrt þessa hluti nefnda og það þótti kunningjafólki okkar dálít- ið skrýtið þar sem hússtjórnarkennari átti í hlut,“ segir Rannveig. Þetta ágæta kunningjafólk gerði gott betur en að undrast, heldur hvatti Rannveigu til að drífa sig á námskeið og bæta við sig þessum hliðum eldamennskunnar. Sem hún og gerði og þá var ekki aftur snúið, enda hafa grillnámskeiðin verið fjöl- mörg sem hún hefur haldið á undan- förnum 25 árum, að ótöldum nám- skeiðum í annars konar matargerð. En það er talsvert auðveldara að grilla nú en fyrir 25 árum. „Það vissu fæstir um hvað ég var að tala á þeim tíma og áhöld og efni voru illfáanleg. Það til dæmis mál að fá viðarkol og um tíma var Elling- sen eini aðilinn bauð þau. En það hefur heldur betur orðið breyting á,“ segir Rannveig. „Það á við um tæki og áhöld og ekki síst hráefnið sem er í boði. Og íslenska hráefnið er alveg frábært. Ég hef stundum sagt að ef grillið misheppnist sé erfitt að kenna neinu um nema kokkunum sjálfum. Hins vegar eru grillin misjöfn, kol- in misgóð og það verður að vanda sig við valið á hráefninu, meðferðina og eldamennskuna. Og muna þá gull- vægu reglu að maturinn á ekki að bíða eftir gestunum, gestirnir eiga að bíða eftir matnum. Það er ágætt að kveikja í kolunum þegar gestir mæta og taka hlutunum með ró. Leyfa kolum að grána alveg, hafa allt sem þarf við grillið og víkja aldr- ei frá því á meðan verið er að grilla.“ Rannveig grillar allan ársins hring og kveðst aldrei hafa skilið þegar talað er um að „grilltíminn" sé haf- inn. Hún grillar til dæmis alltaf á gamlárskvöld. “ Hún grillar á kolagr- illi úr steyptum potti og með steyptri grind og segir það besta tækið fyrir sinn smekk, hitinn haldist vel ofan í grillinu og grindin sé með breiðum og góðum teinum. Eftir hvert skipti er svo grindin burstuð með gólfskrúbb merktum „grill“ og strokið yfír með tusku sem ber sömu áletrun. „Með þessu móti helst grindin alltaf vel hrein án mikill- ar fyrirhafnar. Og sápa á ekki frem- ur erindi á grillgrindina en á pönnu- kökupönnuna," segir Rannveig. Hún Suskaba Rannveigar, Suskaba 114 kg lambakjöt eða svínakjöt, t.d. svínahnakki. Nautakjöt hentar ekki. Kryddlögur: 3 msk. edik 3-5 msk. sykur 1 tsk. Mastard sinnep 2 msk. HP-sósa 4 hvítlauksgeirar (ósteiktir, marðir og saxaðir mjög smátt) 2 msk. Worchestershiresósa 4 msk. Hoi-Sin sósa 1 msk. matarolía 3 msk. tómatsósa 'A bolli soya 14 tsk. timian 1 tsk. paprika 8-10 dropar Tabasco/Red Hot 1. Skerið kjötið í jafnstóra smábita og marinerað í 2-24 klst. 2. Þræðið kjötið langsum á prjón og grillið uns þarerorð- ið dökkt. 3. útbúið grænmetisprjón með papriku, lauk, sveppum, anan- as og eplabitum. Kryddlögurinn geymist í 6-8 vikur án hvítlauksins. Annars má búa hann til 1-2 dögum áður í glerkrukku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.