Morgunblaðið - 27.06.1993, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 27.06.1993, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1993 C 7 Mörg grill og mismunandi GRILL eru til í ótrúlega mörgum gerðum og stærðum til nota í heima- húsum, sumarbústöðum, á ferðalögum og yfirleitt hvar sem er. Hita- gjafinn getur verið kol, gas eða jafnvel rafmagn, enda sýnist sitt hveijum um gæði matseldar eftir því hver háttur er á elduninni. Hér er rakið eitt og annað um mismunandi tegundir af grillum en fjölmarg- ir aðilar, auk þeirra sem hér eru nefndir hafa grill og ýmsa fylgi- hluti þeirra til sölu. Munurinn á gasgrilli og kola- grilli er nokkur. Gasgrill eru öllu þægilegri og fyrirhafnarminni, hitna strax og gefa jafnan hita allan tímann. Það er því fljótlegra að elda á gasgrilli en mörgum finnst ekki nást hið rétta grillbragð með þeim og velja fremur kol. Það útheimtir heldur meiri vinnu og fyrirhöfn að elda á kolagrilli og gerist ekki í hvelli. Það tekur nokk- urn tíma að fá upp hitann, það þarf að gæta þess að eiga alltaf kol og vökva og svo framvegis. Það sem hér hefur verið nefnt á einkum við um mat sem ekki þarf langa steik- ingu, kannski 10 mínútur í mesta lagi en stór kjötstykki er oft auðveld- ara steikja á lokuðu gasgrilli þar sem næst jafnari hiti. Kolagrill Olíuféiagið hefur í allmörg ár flutt inn kolagrill frá Tævan og er þar bæði um að ræða handhæg ferðagr- ill og stærri grill til að nota heima við eða í sumarbúátöðum. Ferðagrill- ið kostar 1.930 krónur og má bijóta það saman og lítur þá út eins og lítil taska. Því fylgir spaði og gaf- fall. Stærri kolagrillin eru 14, 16 og 20 þumlungar og kosta á bilinu kr. 1.385 til 3.915, en það grill er 20 þumlungart, á hjólum og með grill- teini. Gasgrill Á bensínstöðvum Skeljungs má fá ýmsar tegundir grilla en mesta úrvalið er þó í Skeljungsbúðinni. Þar vour skoðuð einkum gasgrill sem eru fáanleg frá tveimur framleiðendum í Vesturheimi. Frá Sterling í Kanada eru til fjórar gerðir af gasgrillum og er hitagjafinn ýmist hraun- (eða vikursteinar) eða keramiksteinar. Hitagjafinn er H-laga og tvískiptur með hitastillingu þannig að hægt er að hafa mismunandi hita á hvorum helmingi um sig. Þá er hægt að hafa grillgrindina á tveimur hæðum. Hún er húðuð sem auðveldar mjög þrif. Verðið er frá tæpum 20 þúsund krónum uppí yfir 33 þúsund kr. Skeljungsbúðin hefur einnig að bjóða grill frá Weber í Bandaríkjun- um og er t.d. frá þeim eins konar yfirstærð, þ.e. grill sem nota má í skálum, orlofshúsum eða þar sem oft er grillað fyrir marga. Stendur það á sterklegri grind, er með hillu beggja vegna og stendur á lokuðum skáp. Þetta grill kostar tæplega 130 þúsund krónur. Gasgrilli þarf að fylgja gaskútur- inn sjálfur. Um er að ræða skipti- kúta sem menn kaupa í fyrsta sinn á rúmar 3.900 kr. hjá Skeljungi og greiða síðan 1.600 krónur fyrir hveija áfyllingu. Erfitt er að segja til um endingu en lauslega áætlað ætti kútur að endast sumarlangt sé grillað tvisvar í viku. Rafmagnsgrill Bræðurnir Ormsson við Lágmúla í Reykjavík bjóða frönsk rafmagns- grill sem nota má á sama hátt og gas- eða kolagrill og er eins nema hvað ekki er um steina að ræða heldur hita„element“ undir sjálfri grillgrindinni. Grillið er einfaldlega sett í samband og reykir það lítið (nema ef kjötið brennur!) og má því jafnvel sveifla því innfyrir dyr ef rignir. Stærðin er svipuð og á meðal- stóru gasgrilli og kostar það 6.900 krónur. Munur á þessu rafmagnsgr- illi og gas- eða kolagrilli er helst sá að það er viðkvæmara fyrir vindi og því nauðsynlegt hafa gott skjól. Ferðagrill Verslun GÁP við Faxafen í Reykjavík er með ferðagrill sem er tengt við gaskút af minni gerðinni, sbr. í tjaldvögnum. Grillið minnir helst á venjulegan pott með eyrum eða handföngum á hliðum og er hægt að loka því. Hægt er að elda fyrir 4 til 6 í einu, en verðið er kr. 4.554 krónur án gaskútsins. Að búa til eigið grill Fjölmörg önnur grill eru á mark- aðnum, s.s. grill úr steiptum potti sem þykja halda hita sérlega vel, einnota grill og fleiri. En vilji menn fara enn aðrar leiðir í grillvali má einfaldlega sérhanna sitt eigið grill í garðinn. Steinaverksmiðja BM Vallá framleiðir U-laga steina sem nota má sem uppistöðu í grill. Tveir steinar eru lagðir saman þannig að opið í U-inu liggi saman og mynda þeir umgjörð um grillið. Þeim má koma fyrir á stétt eða grasi eða hvar sem er í garði heima við hús eða í sumarbústað. Steinarnir eru 40 x 40 cm að lengd og breidd og 30 cm á hæð og vegur hver steinn um 70 kg. Hver steinn kostar 957 krónur og síðan þarf að kaupa pönnu undir kolin á kr. 4.400 og grind fyrir sjálfa matseldina á 4.400 krón- ur einnig. Alls kostar því grill af þessari gerð kr. 10.714 krónur. JT Grindur eða klemmur eru mjög handhægar þegar grilla á fisk. Til eru sett af grilláhöldum á verði milli 1.800 og 4.500 króna. Fjölmarga ffylgihluti er aé fá MIKIL og hröð þróun hefur átt sér stað í framboði á hvers kyns hjálpartækjum og áhöldum fyrir grill og er Húsasmiðjan eitt þeirra fyrirtækja sem býð- ur úrval á því sviði. Gylfi Gylfason sér um grill- deildina var fenginn til að fræða um hin ýmsu áhöld. Meðal áhalda sem nú eru talin nauðsynleg hveijum grillmeistara má nefna grillklemmur eða eins konar klemmugrindur fyrir t.d. fisk og hamborgara og kosta þær allt frá rúmlega 700 krónum og upp í rúmar 1.300. Þá má nefna álhúðaðar plötur til að grilla humar og rækjur, grillteina og grindur fyrir rafgr- illteina, sem m.a. er hentugir til að grilla kjúklinga. Þá eru til í ýmsum gerðum spaðar, gafflar og teng- ur sem kaupa má stakt á nokkur hundruð krónur eða í settum á verði milli 1.800 og 4.500 króna og til- heyra þeim dýrari gjarnan pipar og salt staukar. Enn má nefna tæki eins og gasmæla, einfalda sem kosta 850 krónur eða vandaðri mæla sem kosta 17 til 1800 krónur. Þeir sem vilja bera sig fagmannlega verða síð- an auðvitað að eignast sérstaka svuntu sem kostar t.d. 737 krónur og hanska á 285 en slíkur hanski er reyndar þægilegur ef ekki nauðsynlegur vegna hins mikla hita sem leggur frá grillinu þegar bjástrað er við matseldina. Að lokum vakti Gylfi athygli á mjúkum vírburstum sem menn hafa notað nokkuð til að hreinsa grillgrind- ur. Vill hann vara menn við að nota burstana á álhúðað- ar eða emaleraðar grindur því þá bursta menn húðina af. Þá eigi eingöngu að nota á eldri grindurnar eða ef menn vilja pússa gömlu grillin og sprauta þau. Og fyrst minnst er á sprautun er rétt að minna á að nota hitaþolið lakk þegar hresst er upp á útlit grillsins. j.\Ui ijA r iJYjJJjLl Gæða kol á góöu verði ffyrir grillið þitt! EmSMT INNGÖNGCTIlBOÐr MATREIÐSLU KLÚBBIR SEM SLÆR í GEGN! Matreiðsiuklúbbur Vöku-Helgafells,| Nýir eftirlætisréttir, hefur svo sannarlega slegið í gegn. Nú hafa rúmlega 15.000 félagar gengið í klúbbinn, en enn eru alltof margir sem ekki vita um hvað dæmið snýst. í hverjum mánuði fá klúbbfélagar 16 uppskriftarspjöld með vönduðum íslenskum mataruppskriftum ásamt klúbbriti. Efnið er flokkað í handhæga möppu sem félagar fá að gjöf er þeir ganga í klúbbinn. Klúbburinn býður upp á daglega símaráðgjöf, matreiðslunámskeið, uppskriftasamkeppnir, fríðindakort og margt fleira. Nýttu þér ótrúlega hagstætt inngöngutilboð í klúbbinn! B|0rg B|6rgí>18^“ BBríurlK'0" FYRSTI UPPSKRIFTAPAKKINN með 50% afslætti: AÐEINS 298 KR. Fullt verð pakkans er 595 kr. SÉRHÖNNUÐ SAF1\!V1APPA AÐ GJÖF! Áætlað verðmætl 980 kr. ÓKEYPIS TASKA! Ef þú skráir þig fyrir 1. júlí' Áætlað útsöluverð 1.270 ki SQ HRINGDU STRAX í DAG! í rvi I ÍXJ>J ER (91) 6 88 300 Tilboðið gildir aðeins til 1. Júlí!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.