Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 C 3 Ieðal þeirra mörgxi verkefna sem Ámi Tryggvason hratt í framkvæmd eftir að hann lét af föstu starfi hjá Þjóðleikhúsinu, var útgáfa ævisögu. Ámi segir töluverðan aðdrag- anda hafa verið að bókinni. „Ein fjögur ár grass- eraði hún hér inni, þótt ég skrifaði aldrei staf. Ýmislegt hefur orðið að vemleika eftir að ég losnaði af samning sem ekki vannst tími til áður og það var vissulega ákveðinn léttir að losna. Eg var t.d. orðinn þreyttur á að geta ekki neitað hlutverki þótt það stríddi gegn mér hugarfarslega, nema með miklum og langdregn- um afsökunum. Nú er það létt og ég þarf ekki lengur að leika hund né kött nema mér sýnist. Og er ég þá síður en svo að lasta fornvin minn Lilla klifurmús. En það getur verið bölvað sálarlega að gera eitthvað á móti eigin skapi. Ég er kannski í lin- ari kantinum af leikumm og tók margt nærri mér sem verkaði ekki á Ég var oró- aðra sem bám harðarí inn brevttur skeL Ég held raunar að ó aó aela ég hafi ekki fengið nægi' . ® . lega stóran skammt af elCKÍ neitao kæmleysi í vöggugjöf." hlutverki þótt það stríddi gegn mér hugar- farslega. Nú þarf ég ekki lengur að leika hund né kött nema mér sýnist. LEIKIÐ TIL ENDA Klásúlur ! ráðningar- samningum leikara meina þeim að hafna hlutverki nema vegna mjög sér- stakra trúarlegra eða sið- rænna ástæðna. Eins og gefur að skilja stafar and- úð leikara á hlutverki ekki alltaf af þessum sökum. „Við skulum segja að leik- stjóri heimti leikara í eitt- hvert ótiltekið hlutverk," segir Árni. „Fljótt á litið telur leikarinn að karakterinn henti sér ekki að neinu leyti, en sá sem er fastráðinn verður að gjöra svo vel að gera það sem honum er treyst og ráðinn til. Samt spyr hann sjálfan sig af hveiju leikstjórinn valdi hann en ekki einhvem annan og telur góðar og gildar ástæð- ur liggja að baki. Maður er það samviskusamur að leika leikinn til enda. Yfirleitt krefst það mikillar vinnu að móta persónu undir þessum kringumstæðum. Þá verð- ur að treysta leikstjóranum og sækja til hans þann styrk sem þarf til að komast í gegnum svo að úr verði þokkanlegur maður. Ég hef raun- ar alltaf þurft að líta töluvert til leikstjóra, mism- ikið þó, því sumt liggur með manni frá byijun, en aðrir kaflar geta vaidið vandræðum. Gott samstarf getur auðveldað að koma þeim rétti- lega fyrir.“ Hann segist minnast verka sem hefðu betur setið heima hjá sér, hvort sem það stafaði af lélegum höfundi, leikstjóm eða leik. „Allt skrifa ég þó á skort á nægilegri samviskusemi eða heilindum þeirra sem hlut eiga að máli. Og auðvitað á aldrei að velja leikrit sem ekki er hægt að leika. En ef leikari samþykkir hlut- verk, á hann ekki að gera það nema hann telji sig geta unnið verkið samviskusamlega þangað til úr verður einhver skapnaður. Sjálfur fínnst mér ég aldrei hafa unnið neitt með hangandi hendi og lét ekkert frá mér nema ég væri viss [orgunblaðið/Golli ÁRNI TRYGGVASON: Verður að vera ljúfsárt að koma frá sér list. um að það væri slípað til fulls." Ámi minnir á að vinna í leikhúsi krefst gríðar- legrar einbeitingar og úthalds, og segir af feng- inni reynslu að fólk geri sér ekki minnstu grein fyrir gangverkinu að baki hverri uppsetningu, nema það þekki til innviða. „Ef verk er gott er það svo létt og leikandi að horfa á, að vinnan sem að baki liggur sést hvergi — þó henni hafí verið fórnað fleiri tugum andvökunátta." MÁTULEGT KARULEYSI Ámi verður sjötugur að ári og em tæp fjör- tíu og sex ár síðan hann íklæddist leikbúningi í fyrsta skipti, þá í Blúndum og blásým í leik- stjóm Haraldar Björnssonar._ Ámi kveðst muna daginn; 23. október 1947. „Ég lék lögregluþjón og tók við hlutverkinu af einhveijum sem veikt- ist. Setningamar vom ekki margar en nægilega margar til að ég hafði áldrei verið eins óstyrkur á ævinni, ekki síst vegna þess að ég varð að æfa hlutverkið frá gmnni samdægurs. Ég reykti heilan pakka af sígarettum áður en ég staulað- ist grænn inn á sviðið og átti von á heim_senda.“ Árni vann þennan vetur í bókaverslun ísafold- ar ásamt því að stunda leiklistarnám undir hand- leiðslu Lámsar Pálssonar. „Láms var afskaplega strangur við nemenduma, en þó aldrei ósann- gjam. Hann hélt manni spöl frá sér og þéraði til að geta beitt okkur aga og stýrt eftir geð- þótta. Þéringar vom ekki alveg útdauðar á þess- um tíma, þótt fáir legðu sig eftir þeim, en hann hafði danska háttinn á og bauð ekki dús fyrr en nemendumir útskrifuðust." Námið var að flestu leyti hefðbundið, leikaraefnin lásu ljóð og léku hluta úr leikritum, jafnt gaman og drama. „Ótrúlega margir leikarar fljóta enn á náminu frá þessum ámm, þannig að eitthvað hefur ver- ið í það spunnið. Sammerkt með flestum þess- ara leikara er góður talandi, en það var Brand- ur Jónsson, skólastjóri Málleysingjaskólans, sem kenndi okkur framburð og tal. Sú aðferð sem hann notaði við daufdumba dugði okkur vel en hann kenndi okkur að opna allar málstöðvar upp á gátt. Síðan vom auðvitað líka sérstakir kennarar fyrir hreyfíngar og dansmennt — eða alla vega eitthvað í þá veru,“ segir Árni og kumrar við tilhugsunina. Hann er ráðinn til beggja leikhúsanna í vet- ur, fyrst í Ferðalok hjá Þjóðleikhúsinu og síðan í Sólardrengina hjá Borgarleikhúsinu. Ýmislegt hefur breyst eftir að kvöðum fastráðningar var aflétt. „Það getur vel verið að ég hafí unnið mér inn mátulegt kæmleysi með ámnum, þó samviskusemin sé söm við sig. Áður hijáðu mig líka áhyggjur af gengi leikrita og leikhússins almennt, því þetta var jú vinnustaður manns og allir báru jafna ábyrgð. Fjarlægðin eyðir áhyggjum og ég þarf varla að hugsa um neitt nema sjóinn. Þannig er hlutverkið í Þjóðleikhús- inu fullæft og aðeins eftir tæknileg vinna eins og innkomur og þess háttar. Ég kíki á hitt hlut- verkið í landlegum og trúi því staðfastlega frá fyrstu blaðsíðu til síðustu að ég geti gert vel, og finn ekki til minnsta kvíða. Og þá líður mér eins og best verður á kosið.“ HARMSKOP Dulítill harmur birtist alltaf með kátbrosleg- um persónum þeim sem Ámi hefur blásið lífí i gegnum tíðina. Því ráða engar tilviljanir. „Já, ég tel mig vera harmskopleikara þó ég viti ekki fyrir víst af hveiju svo er. Chaplin veitti mér vissulega mikilvæga inngjöf frá byijun og er án efa einn fárra leikara nokkru sinni sem látið hafa áhorfendur gráta með öðru auga og hlæja með hinu. Alla tið hef ég leitað eftir þeim þátt- um í hlutverkum sem sýna að hlátur er næsti bær við grátur og á þann hátt reynt að varpa mannlegri eigindum inn í persónusköpunina og dýpka um leið. Stundum hefur það tekist og stundum ekki. Grunnurinn er sú skoðun mín að enginn sé alvondur eða algóður, heldur hvort tveggja og því hef ég reynt að koma til skila. Ég man t.d. eftir því þegar ég lék nirfilinn Scro- oge í Jólaævintýri Dickens, að fólk kom til mín eftir sýningu og undraðist hversu mannleg þessi skepna varð í meðförum mínum. Eg hafði skolli gaman af því að leika þessa skepnu, því ég sá hana alls ekki sem slíka, eins og verkið leiðir raunar í ljós. Ég lét kannski skína í það fyrr en þörf var á, en tel harmskop- ið hafa dýpkað hlutverkið, eins og alltaf gerist. Það er svolítið skrýtið að mér fínnst stundum að mér hafí gengið best að leika þegar líðanin var verst. Ég hef velt þessu fyrir mér á alla kanta löngu eftir að ég hristi af mér gamlan þunglyndisdraug sem ásótti mig, og gæti bent á kafla í lífí mínu sem áþreifanlega sönnun þessa. Niðurstaðan kom sjálfum mér í opna skjöldu — og þó. Þungamiðjan er sú að það verður að verá svo helvíti ljúfsárt að koma frá sér list. Þetta er eins og að drekka góða blöndu, því hún getur verið _súr á bragðið en verður ánægjuleg fyrir rest. Ég er því þeirrar skoðunar að list eigi að kosta mann mikið til að dýptin náist fram. Annars er hún ekki verðug." SFr Rúrik Haraldsson steig fyrstu skrefin með Þalíu árið 1945 í leikriti sem Lárus Pálsson, leikarinn góðkunnni sem einnig var leiklistarkennari hans, og Páll ísólfsson, tón- skáldið og organistinn, byggðu á smásögu Jónasar Hallgrímssonar um heimsókn drottn- ingar. Var það áður en Rúrik hélt til Lundúna 1947 til frekara náms. Leikhúsið var nýreistur minnisvarði um heimsstyijöldina; Trípolí-bíó, heljarstór braggi sem stóð á að giska þar sem Árnagarður og Oddi eru nú og bauð upp á ýmsa galdra. AD AFKLÆDAST DRAMATÍKINNI Rúrik er mikill á velli og vörpulegur, enda hefur honum ósjaldan verið skipað í hlutverk varaldarvanra heimsmanna, auðkýfinga, her- foringja eða sýslumanna. „Ég hef oft lent í þessum „upper-class“-körlum,“ segir Rúrik, „þótt ég hafi líka leikið bölvaða kverúl- anta. Sjálfur er ég ekki yfirstéttarmaður að neinu íeyti, lít ekki stórt á mig og spekúlera ekki mikið í þess háttar málum. Það er einfaldlega þannig með valið í leikhúsinu að sumir leika nær eingöngu góðmenni, meðan aðrir lenda í hlutverki skúrks- ins eða mellunnar. Ég man til dæmis eftir leik- konu sem var svolítil flenna, ekki kannski sið- ferðislega séð, en opin í talsmáta, og var feng- in í hlutverk gleðikonu fyrir vikið. Það kolféll auðvitað, enginn tók hana trúanlega sem slíka. En hefði einhver orðið fyrir valinu sem roðn- aði og blánaði í hvert skipti sem á hana var yrt, er ég ekki í vafa um að sú hefði getað orðið fyrirtaks portkona. Stundum getur þó verið nauðsynlegt að algerlega þessi eða hin manngerðin leiki eitt- hvert hlutverk og enginn annar. En það þarf að meta í hvert skipti en láta ekki gamlan vana ráða.“ Glögg, skýr, látlaus en þó aðsópsmikil — eru orð sem leikdómarar hafa gjarnan viðhaft um persónusköpun hans — og það er stutt í kímnina. Þannig hefur Rúrik verið jafnvigur á dramatísk hlutverk og kómedíur. „Ég er nú samt ekki kómiker, þótt ég hafi oft gaman af því að takast á við gamanhlutverk. Mér fínnst þægilegt að afklæðast dramanu annað slagið og bregða mér í eitthvað léttara. Þá er eins og aðrar kúlur velti upp í kollinn og um heilann og það slaknar á spennunni. Þetta er nauðsynlegt samspil sem styrkir hvort ann- að ef rétt er haldið á spilunum." HRINGEKJAN Rúrik hefur lengi staðið í framvarðarsveit leikhússheimsins, en innan hans virðist frá upphafi hafa verið við lýði að mjólka vinsæld- Mér f innst þægilegt aó afklæóast dramanu annaó slag- ió og bregóa mér i eitt- hvaó létt- ara. Þá er eins og aór- ar kúlur velti upp i kollinn. ir ýmissa leikara til hins ýtrasta. „Já, blessað- ur vertu. Frá rúmlega tvítugu og fram á fimm- tugsaldur vann ég eins og þræll. Hvað mig og aðra í sömu stöðu áhrærði, kemur þetta alveg hikstalaust niður á persónusköpun. Menn eru settir í hvert aðalhlutverkið á fætur öðru og hafa með naumindum tíma til að blaða í handritinu áður en þeir stökkva í næsta búning og það sjá allir að er ekki hætishót sniðugt. Menn geta þetta á þessum aldri, en ekki til langframa. Hættan er líka sú að áhorf- endur og aðrir fái leið á leikaranum eftir ákveðinn tíma og hann kastist út af hringekj- unni eftir nokkrar salíbunur. Leikhúsheimur- inn er svo skrýtinn og varasamur að þessu leyti." Hann hvarf af föstum samningi við Þjóðleik- húsið árið 1989, eftir rétt tæplega 40 ára dvöl innan veggja þess. „Þjóðleikhúsið var heimili manns því þama dvaldi maður frá morgni til miðnættis árum saman. Yfirleitt er feikinóg að dvelja í sömu vinnu fram undir sjötugt og leikhúsið er engin undantekning. Það er gott að vera ekki skuldbundinn til neins nema þess sem maður samþykkir sjálf- ur. Ég er einnig blessunarlega laus við að álíta mig svo nauðsynlegan að enginn geti komið í minn stað.“ Rúrik minnir á að ef heilsan er í lagi geta menn leikið undir áttrætt eða lengur, „en þá fer líka ýmislegt að bila hjá fólki, minnið og fleira. Ég er að nálgast löggilt gamalmenna- mörk, en er blessunarlega laus við að gleyma, þó að maður sé ekki alveg jafn snöggur að læra og í upphafí. Reynslan er einnig gífurleg eftir fjörutíu ár í faginu og hún verður ekki skafín af okkur, þessum gömlu jöxlum. En fastalaun leikara eru ekkert til að hrópa um af háum palli. Ég sá einhvern tímann haft eftir Davíð Oddssyni að hann gæti fímmfaldað laun sín ef hann væri ekki að vasast í pólitík. Svipað gildir um leikara og pólitíkusa þó að þeir síðarnefndu séu miklu tekjuhærri." TOGARAFARMAR AF PENINGUM Rúrik kveðst raunar ekki nenna að kvarta yfir launum leikara, en fmnst hins vegar held- ur illa búið að menningarstarfsemi í heild. „Spyija má af hveiju listin nýtur ekki góðs af fyrirbærum eins og happdrættum, t.d. bók- menntir eða kvikmyndir, sem geta þegar vel viðrar mokað inn heilu togaraförmunum af peningum. Ein mynd sem kemst á flug úti í heimi getur flutt inn meiri gjaldeyri en 5-6 togarar. Kvikmyndasjóður er aftur á móti ósköp rýr í roðinu og veldur ekki hlutverki sínu sem skyldi. Fyrir nokkrum árum viðraði ég þá hugmynd innan kvikmyndageirans að tíu krónur af verði hverrar áfengisflösku rynnu ’ til menningarmála, því hægt er að búa til burðuga sjóði með litlum persónulegum fórn- um. Og hvern munar um tíkall til mikilvægs málefnis? Ef það gengi eftir er ég sannfærður um að um aldamótin verður ísland kvikmynda- veldi. Við eigum líka svo margar gífurlega góðar íslenskar bókmenntir, að hugmyndir 'þarf aldrei að skorta." Með fjölgun athafnaskálda í kvikmyndagerð er kvikmyndaleikur orðinn æ mikilvægari þátt- ur í lífi íslenskra leikara, þó svo að enn geti þeir ekki sérhæft sig á því sviði, eins og ger- ist víða erlendis. Rúrik hefur þó haft nóg að sýsla á undanförnum árum. „Þú ert bara allt- afí bíó! “ hefur Rúrik eftir einhveijum kollega sínum og hlær. „í sannleika sagt fínnst mér miklu þægilegra og skemmtilegra í dag að leika í kvikmynd en á sviði. Þó að kvikmynd- in sé af sama meiði og leikhúsið er hrynjand- in og nálgunin mjög frábrugðin og ekki fer nema um hálfur annar mánuður til tveir í tökur. Kvikmyndagerðin er líka slíkt nýjabrum hér að ég hef satt að segja staka ánægju af vinnunni við hana.“ Nú í sumar leikur hann í tveimur kvikmynd- um, annars vegar í Bíódögum í leikstjórn Frið- riks Þórs Friðrikssonar, hins vegar í Sigla himinfley í leikstjórn Þráins Bertelssonar. Mynd Þráins er kvikmynduð í Vestmannaeyj- um, á æskuslóðum Rúriks sem ber enn merki hlutverksins í henni, því hann varð að dekkja hár sitt en „þeim þótti hárið of hvítt og fal- legt fyrir karlinn sem ég leik í Eyjum — enda einhleypingur og ögn skrýtinn. Þetta er skrif- stofumaður hjá gömlum vini sínum, útgerðar- manni sem Gísli Halldórsson leikur, og situr með kaskeiti að fomum sið í vinnunni en æðir um vopnaður haglabyssu þess á milli. í mynd Friðriks leik ég pabba stráksins litla, sem er að einhveiju leyti byggður á föður Friðriks. Hann er leikfélagi strákanna og ósköp indæll karl í alla staði. Þar fæ ég að viðra eigið hár sem er ljúft; eins og að geta um frjálst höfuð strokið eftir langa inniveru." SFr t n I i k a r Morgunblaðið/Kristinn A KLAUSTRI: Bergþór Pálsson og Steinunn Bima Ragn- arsdóttir fremst, þá Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Edda Erlendsdóttir. KAMMER OG JÖKULL SLEGIÐ verður upp tónlistarveislu um næstu helgi austur á Kirkjubæjarklaustri. Með slaghörpu, söng- rödd og strokhljóðfærum. Þrennum kammertón- leikum yfir eina helgi, i sumar eins og tvö síðustu ár. Valinkunnir tónlistarmenn halda austur í kyrrð- ina og æfa sig í viku fyrir konsertana, hver þeirra á sér óskaverkefni og efnisskrá hverra tónleika er fjölbreytt. Edda Erlendsdóttir píanóleikari er driffjöðrin og hefur nú fengið með sér Auði Haf- steinsdóttur fiðluleikara, Bergþór Pálsson baritón- söngvara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara og Zoltan Toth víóluleikara. Þau leika og syngja á föstudagskvöld klukkan níu, laugardag klukkan fimm og sunnudag klukkan þijú. „Þetta er vísir að því sem tíðkast svo víða erlendis á sumrin," segir Edda, „litlar tónlistarhátíðir í sveitum eða smábæjum, svo fólk hafi margfalda ástæðu til ferðalags, geti notið fegurðar í náttúru og tónlist. Á Kirkjubæjarklaustri er píanóið fastur punktur í músík- inni, svipað og orgel og sembal í Skálholti. Hér er góð gistiaðstaða og fólk getur sem best komið á alla tón- leikana, þeir eru ólíkir einmitt í því skyni, eða skropp- ið dagsferð. Tónlistarflutningur í friðsældinni á Klaustri er alveg sérstakur og við sem önnumst hann hlökkum að minnsta kosti til. Jökullinn gefur okkur innblástur svona þegar hann sést.“ Menningarmálanefnd Skaftárhrepps stendur að kammertónleikunum ásamt Eddu, sem á rætur í sveit- inni. Móðir hennar er úr Landbroti og fjölskyldan á sumarhús á þessum slóðum sem Edda dvelst í árlega. Hún er hins vegar búsett í París og þar hitti hún lág- fiðluleikarann Zoltan Toth sem kemur til að leika á Kirkjubæjarklaustri eftir viku. Hann er prófessor við tónlistarháskólann í Lyon og félagi í Ravel-strengja- kvartettinum sem ýmsum er að góðu kunnur. Verkin sem sexmenningamir flytja um næstu helgi eru af ýmsu tagi og eitt af því óvénjulegra eru þjóðla- gaútsetningar Beethovens sem heyra má á föstudags- kvöld. Edda segir að flytjendurnir eigi sér líka óska- verkefni á tónleikunum; hún leiki sónötur eftir Hum- mel og Brahms með Zoltan Toth og njóti þess líka alltaf að spila með söngvurum. Bryndís Halla og Auð- ur segja að þær hafí lengi langað til að æfa og flytja sónötu Ravels, Bergþór langaði að syngja frönsk ljóð og Steinunn Bima segir píanókvartett Mozarts hafí verið draumaverkefni. Annars verður efnisskráin svona: Á föstudagskvöld hefjast tónleikamir með sónötu Hummels fyrir víólu og píanó, þá koma fjórir ljóðasöngvar Schuberts fyrir baritón og píanó, átta þjóðlagaútsetningar Beethovens fyrir baritón og píanótríó, Elegía eftir Fauré og Requie- bros eftir Cassado fyrir selló og píanó. Síðdegis á laugardag verður flutt Sarasate og ung- verskur dans eftir Brahms fyrir fíðlu og píanó, sónata Brahms fyrir víólu og píanó, sónata Ravels fyrir selló og fíðlu og loks þrír ljóðasöngvar eftir Duparc. Á sunnudagstónleikunum verður víólusvíta eftir Reger, Conte fyrir selló og píanó eftir Janacek, píanó- kvartett eftir Mozart og fjögur lög íslenskra höfunda fyrir baritón og píanó. Þ.Þ. FIÐLUFLAKKARI „ÉG ÆTLA að gera tilraun á miðvikudaginn: Stilla upp því ólikasta af öllu ólíku í fiðlutónlist. Mér finnst gaman að spila rómantíska tónlist, en síðan er frisk- andi að fara í nútímann. Ég vil flakka á milli og hafa fjölbreytni. í Gerðubergi leik ég tvenns konar verk; barokk og rómantík í bland við nýtt nor- rænt.“ Auður Hafsteinsdóttir fíðluleikari kemur fram á fyrstu tónleikum næsta starfsárs i menning- armiðstöðinni Gerðubergi ásamt Guðríði S. Sigurð- ardóttur píanóleikara. Tónleikamir verða í næstu viku, þann átjánda, og hefjast klukkan 20.30. Auður er borgarlistamaður og byijar vetrarstarf þessarar listamiðstöðvar borgarinnar á afmælisdegi Reykjavíkur. „Þannig að þetta ér svolítið skemmtilegt, sjáðu,“ segir hún. „Eg er svona aðeins svífandi vegna þess að þetta er alveg óhefðbundið prógramm, en ég held að það sé forvitnilegt að heyra þessi verk hvert með öðru. Þau eru eftir Bach, Elgar og Kreisler ann- ars vegar og hins vegar Karólínu Eiríksdóttur, Jónas Tómasson, Kristian Blak og Lars Karlson. Mér fínnst mikilvægt að festast ekki, spila bæði einn og í hóp, gamla tónlist sem sannað hefur gildi sitt og nýja sem maður skellir í söguna með tónskáldin innan seilingar. En svona konsert hef ég aldrei sett upp áður.“ Listamannalaun Reykjavíkurborgar hafa hjálpað Auði við að byija starfsævina. „Ég fékk þau næstum strax eftir að ég kom úr námi,“ segir hún, „og hef getað byggt heilmikið upp á tveimur árum. Nú hef ég mikið að gera, ferðast talsvert til útlanda og spila líka um allar jarðir hér heima.“ Auður lék á fíðluna sína í Kína og Japan í vor og i Færeyjum i sumar, hún ætlar til Kaupmannahafnar í vetur og aftur til Japan í mars. Um næstu helgi tekur hún þátt í árlegu tónleikahaldi austur á Kirlcjubæjarklaustri, sem sagt er frá hér á undan. „Þetta er líkt og að reka eigið fyrirtæki, maður verður að vera sveigjanlegur og fínna tíma fyrir allt sem þarf að gera, skipulag og snúninga. Fyrir utan- landsferðir til tónleikahalds er maður kannski að hringja eða skrifa öðru hvoru í hálft ár áður en til kastanna kemur en hér innanlands er þetta auðvitað einfaldara. Annars má ekki gleyma aðalatriðinu, tón- listinni sjálfri. Allt snýst þetta um hana.“ Þ.Þ. PÍANÓ OG SÖNGUR ÍSAFNI TVÆR ungar tónlistarkonur við nám í New York halda tónleika í Listasafni Sigurjóns á þriðjudag- inn. Sigríður Jónsdóttir mezzósópran og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari ætla að syngja og spila lög frá síðustu og þessari öld. Þeim finnst þessi músík eiga við í safninu og segjast halda upp á rómantíkina. Þær vilja hafa jafnvægi list- greina á tónleikunum og á efnisskránni eru bæði sönglög og píanóverk. Gestir í Siguijónssafni á þriðjudagskvöld fá að heyra lög eftir Jón Þórarinsson og Pál ísólfsson, Schubert, Brahms og Schumann, Samuel Barber og Gabriel Fauré. Sigríður hvílir síðan röddina meðan Nína Margrét leikur Abegg-tilbrigðin eftir Schumann og Jeux d’Eau eftir Ravel. Þeim stöllum fínnst að píanó og söngur eigi að mynda heild, „ég leik ekki Morgunblaðið/Kristinn undir,“ segir Nína, „ég leik með.“ Oft undirstrikar píanó beinlínis texta lags, bæta þær við, „í regnlagi Barbers til dæmis, þar falla droparnir á nótnaborðið.” Sigríður og Nína voru báðar á tónlistarbraut Menntaskólans við Hamrahlíð og hittust aftur í Amer- íku. New York hefur verið heimaborg þeirra síðustu tvo vetur og verður það áfram. Nína Margrét lauk prófi úr Mannes-tónlistarskólanum í vor og ætlar að byija doktorsnám í næsta mánuði en Sigríður vendir úr einkatímum úti í bæ i sama skóla. Hún segir gott að geta bankað upp á hjá öðru íslensku tónlistarfólki í borginni. „Við sem erum að læra þama vinnum tals- vert saman,“ segir hún, „Maður stendur ekki einn.“ Nína Margrét segir að samt séu ekki ýkja margir í músíknámi í borginni, „þetta eru orðin forréttindi. Ætli við séum ekki svona fjórar núna sem höfum samband, síðustu eintökin." Að loknu stúdentsprófi og söngnámi hjá Ólöfu Kol- brúnu Harðardóttur í Söngskólanum í Reykjavík hélt Sigríður til Illinois þar sem hún lauk BM-prófi árið 1989. Síðan flutti hún sig austur að ströndinni og hefur í þijú ár sótt einkatima hjá James Shomate og Daniel Ferro. Hún hefur nú Fulbrightstyrk og stefnir á meistaragráðu frá Mannes-skólanum að tveimur árum liðnum. Eftir það segir Sigríður að margt komi til greina, hún vill ekki binda sig við ákveðna og af- markaða stefnu. Þótt hún hafi gaman af ljóðum getur annars konar tónlist meira en vel komið til greina. „Ópera, kammermúsík eða stærri verk,“ segir hún, „það skiptir ekki höfuðmáli. Ég vil bara geta sungið." Nína Margrét fór til London eftir einleikarapróf úr Tónlistarskólanum í Reykjavík. Með enska meistaragr- áðu upp á vasann flaug hún til Kalifomiu. Þar var hún í ár og tók að sér píanóleik í lausamennsku þar til nóg var komið af sól, tímabaért að fara yfir á aðra strönd og í skóla. „Ég veit að litið þýðir að sækja um góðar kennarastöður án doktorsprófs og stefni nú á það. Mig langar að kenna, er í raun óþreyjufull og fínnst ég hafa miklu að miðla. En í doktorsnáminu er ég að hugsa um að taka fyrir sögu íslenskra píanóleik- ara, það er verðugt verkefni og mikilvægt að starf góðra tónlistarmanna gleymist ekki.” Sigríður og Nína Margrét fóru með lögin sem þær flytja í Siguijónssafni norður til Akureyrar í gær og flytja þau á Siglufirði í dag. Þær hafa áður haldið tónleika í Siguijónssafni, það var í fyrra og þá var efnisskráin líka búin lögum frá 19. öld. Þeim finnst tónlist rómantíska tímans eiga vel við í Laugamesinu, nærri áheyrendum og íslensku sumri. Þ.Þ. BACH OG BUXTEHUDE ISKÁLHOLTI Á FIMMTU og síðustu tónleikum sumarsins í Skál- holti nú um lielgina ætlar Laurence Dreyfus gömbuleikari og barokkfræðingur að leiða tónlist- arfólk og gesti um undraveröld fúgulistarinnar og fegurð sorgarkantötunnar. Tónskáld helgarinn- ar eru Bach og Buxtehude, gamli meistarinn sem hinn fyrrnefndi leitaði uppi og lærði mikið af. Áður en tónleikamir hefjast í dag flytur Laurence Dreyfus erindi sem hann kallar „Að hlusta á fúgu- listina." Það verður klukk- an tvö en klukkustundu síðar hefjast fyrri tónleik- ar dagsins á Klaglied, kantötu eftir dansk-þýska tónskáldið Dietrich Buxtehude. Hann samdi sorgaróðinn um föður sinn, sem lést 1674, sama ár og Hallgrímur Péturs- son. Þá leikur Catherine Mackintosh á fiðlu eina af einleikssónötum Bachs. Því næst kemur kantata hans, Actus tragicus, sem fjallar um dauða og for- gengileik þótt stutt sé í trúargleði æskumannsins. Bach var enda aðeins 22 ára þegar hann samdi hana. Á seinni tónleikum dagsins í dag, sem hefjast klukk- an fimm, verða söngraddir og hljóðfæri í þeim marg- slungna eltingaleik sem kallaður er fúga. Fyrst í söngv- erki Buxtehudes, „Nú héðan á burt í friði ég fer“, og síðan verða leiknir þættir úr Fúgulistinni (Die Kunst der Fuge) eftir Johan Sebastian Bach. Þessir seinni tónleikar verða endurteknir á morgun, sunnudag, klukkan þijú og í messu hjá séra Guð- mundi Ola Ólafssyni klukkan fimm verður kantata Bachs, Actus Tragicus, flutt á nýjan leik. Einsöngvarar á sumartónleikunum eru Margrét Bóasdóttir, Ragnheiður Sif Sigurðardóttir, Sverrir Guðjónsson, Guðlaugur Viktorsson og Ragnar Davíðs- son. í kórþáttum bætast fleiri söngraddir við og fýlla rúmlega tylftina. Félagar Bach-sveitarinnar í Skál- holti leika ásamt erlendu gestunum. Enginn aðgangseyrir er að Sumartónleikunum i Skálholti, barnagæsla er í skólahúsinu og áætlunar- ferðir frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík. SKÁLHOLT: Laurence Dreyfus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.