Morgunblaðið - 08.12.1993, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 08.12.1993, Qupperneq 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1993 Eldvarnargetraun barnsins! Landssamband slökkviliðs- manna hefur árlega efnt til „Brunavarnarátaks“ fyrir jól og áramót eða frá árinu 1985. í ár efnir landssambandið til get- raunar fyrir böm á barnaskóla- aldri. Vísbendingar fylgja spurningunum. Svör þarf að póstleggja fyrir miðnætti 31. desember 1993. Sendist til: Landssamband slökkviliðs- manna, pósthóíf 4023, 124 Reykjavík. 1. Hvert er neyðarsímanúmer í þínu byggðarlagi ef eldsvoða, slys eða önnur óhöpp ber að höndum? 2. Telur þú að leikur að eldspýtum og/eða vindlingakveikjurum geti orsakað alvarlegan eldsvoða, brunasár og jafnvel dauða? Já---------Nei--------- 3. Má yfirgefa eldunartæki og önn- ur rafmagnstæki þegar þau eru í notkun? Já-----------Nei--------- 4. Hefur þú gert ráð fyrir neyðar- útgönguleið komi upp eldur hjá þér að nóttu? já-----------Nei------------ 5. Er búið að skipta um rafhlöðu í reykskynjaranum á þínu heimili? Já-----------Nei------- 6. Er notkun flugelda, blysa og kvellhetta algengasta orsök augn- slysa um áramót? Já-----------Nei------- 20 verðlaun Öryggishjálmur frá Leikbæ, blikk- andi endurskinsmerki á reiðhjól og reykskynjari og sérstakt viður- kenningarslqal Landssambands slökkviliðsmanna. Vísbending við 1. spurningu. Á neyðarstund er mikilvægt að símanúmer neyðarþjónustu sé ein- falt og auðvelt að muna. Hvemig er neyðarsímsvörun nú háttað í landinu? Núverandi kerfi er þannig að lögreglan hefur síma 0112 í Reykjavík, Seltjamamesi, Mos- fellsbæ og slökkvilið og sjúkra- flutningar 11100 til vara 0112 al- mannavamir 22040 eða 11150. Vitað er að í landinu em tugir síma- númera, sumir segja jafnvel 170, sem þjóna því hlutverki að vera neyðarnúmer. í brennandi húsnæði eða við önnur neyðartilvik, t.d. lík- amsárás, er öruggara að hafa eitt númer, stutt og einfalt, sem auð- velt er að muna. Hvað skal gera ef eldur verðurlaus? Varið alla við... eldur er laus. Sjáið um að allir fari út. Hringið í neyðarsímanúmer slökkviliðsins. Tilkynnið hvar er að brenna, takið á móti slökkviliðinu er það kemur á staðinn og gefíð pánari upplýsingar ef þær eru fyrir hendi. Notið slökkvitæki á staðnum til að hefta útbreiðslu eldsins þar til slökkviliðið kemur. Ef tími leyfir, lokið hurðum og gluggum til að hefta útbreiðslu eldsins þar til slökkviliðið kemur. Foreldrar athugið Skiljið lítil böm aldrei ein eftir. Setjið límmiða á símtækið á heimilinu með neyðarnúmeri lög- reglu og slökkviliðs. Kennið börnum og unglingum hvemig og hvenær á að hringa í neyðarsímanúmer sem á við í ykkar heimabyggð. Vísbending við spurningu 2 Leikur að eldfærum Böm undir fimm ára aldri em í verulegri lífshættu vegna eldsvoða sem verða í heimahúsum. Of marg- ir eldar verða vegna leiks bama með eldspýtur og vindlingakveikj- ara sem freista þeirra yngstu, vegna þess meðal annars hve lit- skrúðugir þeir em. Em eldspýtur og vindlinga- kveikjarar geymdir þar sem börn ná ekki til, á þínu heimili? Vísbending við spurningu 3. Eldsvoði vegna matargerðar Eldamennska er algengasta ástæða fyrir eldsvoða í heima- húsum ekki síst er verið er að nota feiti við matargerð. Temjið ykkur eftirfarandi: Farið ekki úr eldhúsinu meðan á eldamennsku stendur. Staðsetjið ekki auðbrennanleg efni fyrir ofan eldavélina. Komi upp eldur í potti eða pönnu á eldavél- inni, þá ijúfið strauminn að hell- unni og rennið loki yfir pottinn eða pönnuna til að kæfa eldinn. Hring- ið í slökkviliðið. Hellið aldrei vatni á feitiseld. Algengasta orsök bríina er vegna mannlegra mistaka frek- ar en að eldavélar og rafmagns- tæki bili og valdi íkvikknun. Vísbending við spurningu 4 Þekktu til útgönguleiða á þínu heimili Eldsvoðar á heimilum em al- gengastir eldsvoða og flestir þeirra sem farast í eldsvoða verða fyrir því á heimilum. Reykingar í rúmi eða annars staðar á heimilinu em algengasta orsök eldsvoða sem hefur dauða í för með sér. Of margir farast í þessum elds- voðum. Flestir þessara elda kvikna í stofum, skálum og svefnherbergj- um vegna þess að glóð fellur í sófa eða rúmföt. Reykurinn er í flestum tilvikum hættulegri en eldurinn. Þeir sem reykja em raunveru- lega að leika sér með eldinn. Með því að vera varkár í meðhöndlun á vindlum, vindlingum og eldspýtum er meiri möguleiki á að þið getið varast eldsvoða vegna þeirra. Þetta era dauðir hluti, þeir valda ekki eldsvoða það emð þið, fólkið sem notið þessa hluti sem erað upphaf- ið að eldinum. Verið varkár. Vísbending við spurningu 5 Reykskyiyarar Reykskynjarar hafa stundum verið kallaðir ódýrasta líftrygging sem fólk getur keypt. Meira en helmingur allra elda í heimahúsum kvikna að nóttu til þegar fólk er í fasta svefni. Ef eldur kemur upp þegar fjölskyldan er sofandi, vekur reykskynjarinn þig. Reykskynjari getur skilið á milli lífs og dauða í eldsvoða. Prófið reykskynjarann einu sinni í mánuði, ef hann virkar ekki, skiptið þá um rafhlöðu, ef það dugar ekki er skynjarinn að öllum líkindum ónýtur. Kaupið þá nýja og setjið hann strax upp. Ath. Gott er að hafa fyrir reglu að skipta um rafhlöðu í reykskynj- urunum t.d. í desember ár hvert. Vísbending-við spurningu 6 Augnslys barna og unglinga um áramót Á undanfömum árum hafa augnáverkar af völdum flugelda orðið alvarlegri en áður. Algengast er mar á auga, yfirleitt með blæð- ingum inn í auganu. Oft er um varanlega skemmd að ræða með sjónskerðingu. Samfara þessu geta fylgt brot í andliti og í verstu tilfellum hefur þurft að fjarlægja augað. I rannsókn sem augnlæknarnir Haraldur Sigurðsson, Guðmundur Viggósson og Friðbert Jónasson gerðu og birt var í Læknablaðinu, desemberhefti-hefti 1991, kemur fram að algengasta orsök augn- áverka um áramót vom flugeldar. Tívolíbombur, blys og hvellhettur deildu öðm sæti. Flest hinna slös- uðu vom böm og unglingar. Flest slysanna urðu um áramótin 1987-1988 í kjölfar notkunar öfl- ugra skotelda, svokallaðra tí- volíbomba. Þá slösuðust fimm ein- staklingar alvarlega á auga, þar af þrír vegna tívolíbomba. Tölu- verðar umræður og blaðaskrif urðu þá um hættuna af notkun flugelda og í framhaldi af því vom tí- volíbombur bannaðar. . Foreldrar!!! Látum litil börn aldrei bera eld að flugeldum og blysum. Ha, haf ha... Þessa brandara sendi Hannes í Fossvoginum. Hvað er gáfaður maður kall- aður í Hafnarfirði? Ferðamaður. Hefurðu heyrt um hafnfírð- inginn sem var alltaf sjóveik- ur, jafnvel á þurru landi. Hann þurfti svo mikið að velta hugsunum sínum fyrir sér! Svör við þrautum Svar: Apinn er 37 ára gamall Svar: Krókarnir eru 46 f HEFP/R /ift'ATT VITA HVAP ? E6 HEFPi /MJMTVITA þAP‘ j 'ALLIR KRAKKARNI f? ÍSKÖL- AHUM HL'OGU AP MÉR! AF WERJU SA69U&V PAP APþAPEREMG- IKJN JÓLASVEm T7L l! JÖLASV£lNAfZ;.MVAP pElRHÖ HEITA ALLIR SA/MANÍ HVEKNJGArr/ EGAP VITA ÞAP? \>AV HLÖGU ÖLL AP /MÉK/ SEGJA r AF HVERJU V 5E6JA SA6PIRPU MR PAÚ þÉR HVAP _ E K.Kljt' ——-v tm /2-20 © 1992 United Feature Syndicate, Inc. PÖ HLUSTAR EKKl'A MIG! HVAP ERTU AP GERAVIP þEHNAN ASMALE6A KASSA? þETTA HEFUR ALLTAF YER/P UPPAHAíPS MKSrí/HINN MINM. PAKKA INN JÖLA GjÖfimni Þinni ÉG GERPl SJALFA MIG AE> ALG3ÖRU FÍFLi! ÉG HÉF' EYP/LA6T LÍF/HITT/ ÉG HEF EKKERT 71L AÐ Lim FyRlRÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.