Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993 B 7 Úr Carmen á afrekaskrá Almis er nýja óperuhús- ið, en hann átti hvað mestan þátt í að fá stjórnvöld til að samþykkja byggingu þess - enda má í hinu nýja húsi líta gríðarmikla bijóstmynd af honum og litla svið óperuhússins hefur fengið heitið „Almi-salurinn“. Hönnun og innra skipulag nýja óperuhússins Ytra útlit hússins er tvískipt í sam- ræmi við þá tvískiptingu sem er inn- an dyra. Salir og gangar fyrir áhorf- endur gefa útsýni yfir Töölönlahti flóann sem húsið stendur við og þar sem engir veggir aðeins gler eru á þeirri hlið, er óhætt að segja að sjón- deildarhringurinn sé víður og útsýnið fagurt. Sá hluti hússins sem tilheyrir listamönnum og starfsfólki hússins er í hinum hluta byggingarinnar. Sá hluti snýr út að götunni og aðalinn- gangi hússins og í björtum, stórum herbergjum er fyrirmyndar aðstaða fyrir þá sem í húsinu vinna. Þar sem lóð óperuhússins er ekkert sérlega stór og umhverfi þess er talið mjög viðkvæmt, fer stór hluti innri starf- seminnar fram á hæðum sem eru í rauninni neðanjarðar, svo óperuhúsið lítur út fyrir að vera nett og fínleg bygging, þar sem það stendur. I aðalsalnum, sem rúmar 1.385 áhorfendur, eru sæti afar þægileg. Þau eru breið og mátulega djúp, langt á milli sætaraða, þannig að gott pláss er fyrir fætur og það fer ákaflega vel um áhorfendur. Það skemmtilegasta við hönnun salarins er að það er sama hvort setið er inni í miðjum bekk, eða úti á enda þeirra; allt sviðið er sýnilegt. Allt litaval innanhúss sem utan tekur mið af umhverfinu og þeim húsum sem standa þar, eins og Fin- landia-höllinni og Borgarleikhúsinu; sem fyrr segir eru það eingöngu blá- ir, blágráir og hvítir litir sem eru notaðir á veggjum og handriðum, Sýningarnar við opnun hússins Það var við hæfi að fyrsta opin- bera frumsýningin í nýja óperuhús- inu væri ópera eftir fínnskt tónskáld. „Kullervo" eftir Aulis Sallinen er ekki bara finnsk ópera, heldur bygg- ir hún á gamalli finnskri þjóðsögu úr Kalevala-sagnabálknum. Hún hefst á því að faðir Kullervos, sem er barn að aldri, á í eijum við bróður sinn. Bróðirinn gerir aðför að honum, drepur allt kvikt og brennir bæinn. Það er álitið að öll fjölskylda Kullerv- os hafi farist - en svo er hins vegar ekki. Kullervo kemst undan og þegar frændinn kemst að því, selur hann drenginn í þrældóm. Kullervo elst upp sem þræll, er harður og grimm- ur - en karlmannlegur og ung eigin- kona gamla bóndans sem hann hefur verið hjá, fellur fyrir honum. En þau koma frá tveimur ólíkum heimum, þótt á sömu torfunni sé og sambandi þeirra lýkur þegar Kullervo myrðir hana og leggur síðan á flótta. Hann hittir unga konu á flóttanum og á með henni lítið ástarævintýri í nokkra daga, en þá komast þau að því að hún er systir hans sem einnig hafði komist undan þegar föðurhús- um þeirra var eytt. Stúlkan hengir sig, en Kullervo heldur áfram flótta sínum uns hann kemst að því að foreldrar hans og yngsta systir eru enn á lífi - en i felum. Hann ákveð- ur að finna þau og þegar hann kem- ur til þeirra, taka þau honum fyrst með fyrirvara - en þegar þeim er ljóst að hann er sonurinn sem þau héldu látinn, endurvakna vonir þeirra um að svo sé einnig um dótturina týndu. Á endanum verður Kullervo að segja þeim sögu hans og systur- innar og koma þeim i skilning um að hún sé látin og muni ekki snúa aftur. Faðirinn formælir honum fyrst fyrir morðið á ástkonunni og síðan fyrir sifjaspellin ög rekur hann Óperuhúsið í Helsinki. Á litlu myndinni er séð yfir stór salinn marmari á gólfi og þessir tónar eru aðeins brotnir upp í fatageymslum sem hafa bogadregna innganga og eru að innan í rauðbrúnum lit strengjahljóðfæra. Aðalsviðið hefur krosslögun og aftan við það.og til hliðanna eru þijú svið sem eru jafn- stór - til að auðvelda að fiytja leik- myndir til og geyma í heilu lagi og hljómsveitargryfjan framan við svið- ið getur rúmað 100 hljóðfæraleikara. Litla sviðið, sem rúmar mest 500 manns í sæti, er ætlað til tónleika- halds og til tilraunastarfsemi. Þar hafa Finnar hugsað sér að setjá upp nýjar og óvenjulegar óperur eftir ung tónskáld, þjálfa upp hljómsveitar- stjóra, leikstjóra, leikmynda- og bún- ingahönnuði - og að sjálfsögðu nýjar kynslóðir söngvara. Þar verða einnig stærri kammerverk flutt og eins og þeir segja „hvað sem okkur dettur í hug“. Óperustjóri er finnski söngvarinn Walter Grönroos, aðal- hljómsveitarstjóri er Miguel Cómez-Mart- inez frá Spáni og bal- lettmeistari er Jorma Uotinen sem Islend- ingar ættu að þekkja að góðu, því hann kom með ballettflokk sinn hingað til lands á síð- ustu listahátíð og sýndi flokkurinn ballettinn „Pathetiqu“, sem vakið hefur verðskuldaða at- hygli víða um Evrópu. flokkurinn 'heimsótti Stokkhólm og sýndi þar. Fjórum árum seinna var lagt upp í aðra ferð til Stokkhólms og nú var það með óperuna Fólkið í Austurbotni. Á sjötta áratugnum einkenndi það helst Finnsku óperuna að til hennar voru helst ráðnir þýsk- ir leikstjórar sem fluttu með sér nýj- an, kuldalegan og ónatúralískan stíl í sviðsetningum. Hinar gráu og lítt táknrænu uppfærslur á Wagner- óperum vöktu litla hrifningu og enn þurfti að endurskoða. Á þessum árum voru þrír framkvæmdastjórar; fyrsti Soini, þá Sulo Ráikkönen og þá Juoko Tolonen. En árið 1966 má segja að hetjutenórinn Alvons Almi, sem hafði byijað stjómunarstörf í óperunni sem fjármálastjóri árið 1952, hafi tekið starfsemina í sínar hendur þegar hann gerðist „Óperu- stjóri." Á meðan hann var fjármála- stjóri, hafði hann stofnað styrktarfé- lag Finnsku óperunnar og sjóð til stofnunar hljómsveitar við húsið. Almi lét fjölga sýningum, var hvata- maður að óperu- og balletthátíðum víða um landið og á meðan hann var við stjórnvölinn fékk Finnska óperan tíðar heimsóknir frá ekki ómerkari listastofnunum en „Deutsche Oper“, „Berlin Staatsoper" og „Bolshoi" og „Kirov“ ballettflokkunum, auk óperuflokka frá Hamborg, Stuttgart og Dusseldorf, auk þess sem heims- frægir einsöngvarar komu til að syngja einstaka sýningar. Finnska óperan hafði einnig á sínum snærum fjölda söngvara sem voru færir um að standa undir viðamikilli starfsemi og voru jafnvígir á klassískar óperur og samtíma óperur. Það atriði sem stendur þó upp úr Úr Kullervo ei á þessum tíma var skortur á áhorf- endum og uppselt á hveija einustu sýningu í gegnum stríðin - og ópe- rettur höfðu aldrei notið viðlíka vin- sælda. Svo mikil var þörf almennings fyrir griðarstað til að gleyma um stundarsakir hörmungum stríðsins; missi ástvina og eigin sárum. Svo heppilega vildi líka til að þótt Alex- ander-leikhúsið yrði fyrir skemmdum í loftárásum í styijöldinni, höfðu þær skemmdir ekki áhrif á listræna starf- semi í húsinu. Stríðshörmungum í Finnlandi lauk með samkomulagi sem þeir gerðu við Sovétríkin í september 1944. Smám saman færðist starfsemi óper- unnar í eðlilegt horf og fram á sjónar- sviðið bytjuðu að koma ný verk til uppbyggingar á finnskri óperuar- fleifð. Helsta óperutónskáld Finna eftir seinni heimsstyijöldina var Tauno Pylkkánen, sem kallaður var „Puccini norðursins," og byggja flest verka hans á eistneskum þjóðsögum og goðsögnum. Árið 1949 var óperan „Peter Grimes" eftir Britten sviðsett og í kjölfarið fylgldu uppsetningar á hverri samtimaóperunni á fætur ann- arri. Eftir heimsstyijöldina upphófst tímabil þar sem erlendir listamenn komu og unnu með Finnsku óper- unni, þó aðallega frá óperunni og ballettinum í Stokkhólmi. Auk þess gerðu Finnar og Sovétmenn með sér vináttusamning sem tryggðu það að sovéskir listamenn fengju að heim- sækja Finnland og nutu Finnar þess allar götur síðan að fá afburða söngvara og dansara í heimsókn til Finnsku óperunnar. Fyrsta leikferðin á vegum Finnsku óperunnar til út- landa var árið 1946, þegar ballett- ■ burtu. Kullervo örvilnast algerlega og syngur um hinar hrottalegu af- leiðingar sem illska frændans hefur haft á hans eigin líf. Hann safnar liði og ákveður að útrýma frænda sínum, fjölskyldu hans og öllum hjú- um - sem hann og gerir. Hann fregn- ar dauða foreldra sinna, sem ekki gátu hugsað sér að lifa við það að sonur þeirra væri morðingi og dóu af harmi og síðan hafi yngsta systir hans framið sjálfsmorð. Hann stend- ur einn eftir, lífíð hefur ekki fært honum neitt nema kvöl og til einskis er að halda því áfram. En það er ekki aðeins söguþráður- inn sem er afar dramatískur, því tónlistin er það líka. Sallinen notar já aðferð að hafa kórinn sem sögu- mann en sá sögumaður er aðeins sýnilegur í fyrr hluta. Því verður sá hluti mun þéttari og framvindan hraðari og líflegri en í seinni hlutan- um. Þegar Sallinen var spurður hvers vegna hann hefði valið óperu sinni svo dapurlega sögu, svaraði hann: „Þetta er sú saga sem gerist á götum stórborga í dag og í löndunum sem fyrrum voru Júgóslavía. Með tónlist minni vil ég minna á að þetta var ekki bara svona fyrr á tímum. Því miður hefur mannseðlið ekkert breyst. Þessi ópera gæti gerst hvar í heiminum sem er í dag.“ Svanavatnið varð fyrir valinu þeg- ar ákveðið var að hafa viðamikla ballettsýningu sem hluta af opnun- arhátíðinni. Ballettmeistarinn, Jorma Uotinen, kvað það vera vegna þess að það væri sama hversu oft Svana- vatnið væri sett upp, það hrifi Finna alltaf jafn mikið. „Við vildum setja upp sýningu sem við vissum að allur þorri almennings vildi sjá,“ sagðj hann, „í stað þess að setja upp eitt- hvað sem þjónaði væntingum sér- fræðinga og þeirra sem nýjunga- ' gjarnastir eru. Það hefur enginn ballet verið settur eins oft upp og Svanavatnið hér í borg og það hefur verið deilt á okkur fyrir að láta mark- aðssjónarmið ráða. En þau sjónarmið sem réðu ferðinni voru að koma því til skila til hins almenna borgara að þetta hús sé fyrir hann.“ Fyrir utan ótrúlega „gróteska" leikmynd, var þetta falleg sýning og ljúf. Þó er ljóst að Jorma Uotinen á töluvert starf fyrir höndum við að þjálfa klassíska dansara. Það var ekki mikið öryggi í dansinum, enda hefur flokkurinn nánast ekki dansað annað en nútímaballett í tvö ár. Síðasta uppfærslan á opnunarhá- tíðinni var Carmen, sem því miður var ekki nógu góð. Hljómsveitar- stjóri var Gómez-Martinez sem er aðalhljómsveitarstjóri hússins og maður gat ekki annað en undrast ráðningu hans í stöðuna, svo viðvan- ingsleg var vinna hans. Einsöngvar- ý' arnir sem hann hafði valið, voru Alic- ia Nafé, í hlutverki Carmen, Antonio Barasorda sem söng Don José og » Tom Krause sem söng hlutverk Esc- amilios; allt söngvarar sem ættu að hætta að syngja. Reyndar eru Tom Krause hættur að syngja, en var fenginn til að taka þátt í þessari uppfærslu. Tónlistarlega var sýning- in sorgleg frá upphafi til enda. Þegar farið var að leita svara við því hvers vegna þessi hljómsveitar- stjóri hefði verið ráðinn í starfið, fengust þau svör að það væri svo illa launað að enginn annar hefði fengist í það. Fjármagnið sem óperan fékk til opnunarvikunnar bar keim af þeirri kreppu sem nú steðjar að Finnum og húsið hafði ekki efni á að fá betri einsöngvara til flutnings-' ins. Kullervo er fínnsk ópera, með fínnskum söngvurum og var flutt í fyrsta skipti í Los Angeles fyrir tveimur árum og hefur síðan verið tekin upp á geisladisk og lítill kostn- aður var við að sviðsetja hana. Þar var líka alveg greinilegt að hún var vel æfð og hver og einn kunni til verka. Það er vonandi að Finnar beri gæfu til að leggja eins mikinn metn- að og íjármagn í listrænu hliðina á nýja ópenihúsinu og þeir hafa lagt í byggingu þess. Það væri sorglegt ef uppsetningar á borð við Carmen endurtækju sig. Glæsileiki hússins, frábær hljómburður og fyrirmyndar aðstæður eru fyrir hendi og listrænn metnaður þarf að vera í samræmi við það. Það ætti að vera vandalítið, því Finnar eiga geysilega stóran hóp góðra óperusöngvara og hljómsveit- arstjóra. Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.