Morgunblaðið - 22.02.1994, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1994
VETRAROLYMPIULEIKARNIR I LILLEHAMMER
Æsispennandi
skíðaskotfimi
SERGEJ Tarasov frá Rússlandi
sigraði í æsispennandi 20 km
skíðaskotfimi karla á sunnudag-
inn. Þjóðverjinn Frank Luck
gekk af ótrúlegum krafti síðasta
kílómetrann í þeirri von að bæta
tíma Rússans en varð í öðru
sæti, 3,4 sekúndum á eftirTa-
rasov.
Tarasov, sem fékk silfur og brons
á heimsmeistaramótinu í fyrra,
og Luck, sem er fyrrum heimsmeist-
ari, mistókst báðum þijú skot af 20,
en bættu það sannarlega upp með
góðri göngu. Tarasov hélt upp á 29
ára afmælið fímm dögum fyrir
keppnina, og vann svo fyrsta gullið
á stórmóti, þannig að segja má að
það hafi verið besta afmælisgjöfin.
Fyrir átti Rússinn þijá silfurpeninga
og einn úr bronsi, frá heimsmeistara-
mótum.
Þjóðveijinn Luek, sem á þrenn
gullverðlaun og ein úr silfri frá
heimsmeistaramótum, var á góðri
leið með að tryggja sér sigur á sunnu-
daginn, en hitti ekki úr einu skoti á
síðustu skotstöðinni. Luck var 69.
af 70 í rásröðinni og fór af stað 43
mín. á eftir Tarasov. Hann fékk því
góðar upplýsingar frá aðstoðarmönn-
um sínum um stöðu mála og vissi
að með því að hitta úr öllum fjórum
skotum á síðustu stöðinni væri gullið
hans. En eitt skotið brást. Þrátt fyr-
ir það gafst Luck ekki upp, gekk
eins og hann ætti lífið að leysa, og
ekki munaði miklu að hann næði að
bæta tíma Rússans; tími hans var
aðeins 3,4 sekúndum lakari.
Sigursæl
Reuter
BONNIE Blair er fyrsti skautahlauparinn sem sigrar í sömu grein á þrennum
Ólympíuleikum í röð. Hér fagnar hún eftir 500 m hlaupið á laugardag.
Bonnie Blair á
spjöld sögunnar
BANDARÍSKA stúlkan Bonnie
Blair sigraði í 500 m skauta-
hlaupinu á laugardaginn, og
varð þar með fyrsti skauta-
hlauparinn sem vinnur til gull-
verðlauna í sömu grein á
þrennum leikum í röð.
Blair, sem er þekkt fyrir stáltaug-
ar þegar mikið liggur við, renndi
sér glæsilega í Víkingaskipinu í
Hamri og fór vegalengdina á 39,25
sekúndum, sem er rétt við heimsmet
hennar (39,10) sem hún setti á leikun-
um í Calgary fyrir sex árum. Susan
Auch frá Kanada, sem varð önnur á
eftir Blair á heimsmeistaramótinu
sem er nýafstsaðið, varð önnur á
39,61 sek. en þýska stúlkan Franz-
iska Schenk fékk bronsið; fór á 39,70.
Blair, sem er 29 ára, hefur nú
unnið til femra gullverðlauna á
Ólympíuleikum og er aðeins fjórða
bandaríska konan til að ná því. Hinar
eru Pat McCormick, sem keppti í
dýfmgum, sundkonan Janet Evans
og hlaupadrottningin Evelyn Ashford,
en skautahlauparinn getu bætt um
betur með sigri í 1.000 m hlaupinu,
sem fram fer á morgun.
Þess má geta að Blair er nú orðin
önnur sigursælasta skautakonan í
sögu leikanna, en mesti gullkálfurinn
er sovéska stúlkan Lídía Skoblikova,
sem vann til sex gullverðlauna á leik-
unum 1960 og 1964. Jegerova hin
rússneska jafnaði þann árangur
reyndar í gær er sveit Rússlands
Dæhlie sigursælasti kari-
inn í sögu göngukeppninnar
^ Hefur hlotið flest gull Norðmanna á
Ólympíuleikum frá upphafi, fimm talsins
BJÖRN Dæhlie varð á laugardag sigursælasti skíðagöngumaður
í karlaflokki í sögu Ólympíuleikanna er hann nældi ífimmta gull
sitt, og er þar með einnig orðinn sá Norðmaður sem oftast hef-
ur hlotið gull í Ólympíusögunni. Dæhlie sigraði á laugardag í 15
km göngunni — eltingaleiknum svokallaða íþessari tvíkeppni,
þar sem menn eru ræstir af stað f samræmi við tímann sem
þeirfengu í 10 km göngunni. í þeirri síðarnefndu sigraði hann
með 18 sekúnda mun, og Vladimir Smirnov frá Kazahkstan, sem
varð annar, gat ekki unnið þann mun upp á laugardag; til þess
gekk Dæhlie einfaidlega allt of vel.
Dæhlie, sem er að umskrifa
sögubækurnar með yfirburð-
rum sínum í göngunni, vantar aðeins
eitt gull til að komast upp að hlið
Lídíu Skoblikovu, sem vann til sex
gullverðlauna fyrir Sovétríkin sálugu
í skautahlaupi á Vetrarleikunum
1960 og 1964 oger mesti gullkálfur-
inn í sögu vetrarólympíuleikanna.
Telja verður möguleika Dæhlies á
að komast upp að hlið Skoblikovu
mikla og jafnvel er líklegt að hann
bæti um betur, því bæði á hann eft-
ir að- taka þátt í 50 km göngunni
og boðgöngunni.
Margir muna eftir því er Dæhlie,
sem er mikill spaugari, sneri sér við
og bakkaði í markið er hann gekk
síðasta hlutann fyrir lið Norðmann-
anna í boðgöngunni á leikunum í
Albertville í hitteðfyrra. Á laugardag
sneri hann sér í heilan hring á skíð-
unum skömmu áður en hann renndi
sér yfir marklínuna. Smirnov kom
svo annar í markið og þriðji varð
Italinn Silvio Fauner, sem fór átt-
undi af stað en fór fram úr fimm
keppinautum sínum.
Með sigrinum á laugardag jafnaði
Dæhlie árangur norska skauta-
hlauparans Ivars Ballangruds, sem
hlaut á sínum sjö verðlaunapeninga
á Ólympíuleikum. Einnig, og það
skiptir meira máli skiptir fyrir Norð-
menn, komst Dæhlie upp fyrir
sænsku göngukóngana Sexten Jern-
berg og Gunae Svám a afrekalistán-
um. „Ég hef alltaf litið upp til Svan,
sem er vinur minn. Það var mjög
sérstakt fyrir mig að bæta árangur
hans,“ sagði Norðmaðurinn. Dæhlie,
sem er 26 ára, viðurkenndi að. hafa
verið óttasleginn í keppninni á laug-
ardaginn. „Eg var hræddur allan
tímann því ég var virkilega þreyttur
þegar ganga þurfti upp í móti og
óttaðist að Smirnov næði mér.“
Hann þakkaði áhorfendum hve vel
honum gekk: „Þeir voru stórkostleg-
ir; ótrúlegir. Þeir voru svo hávaða-
samir að ég fann hvorki né heyrði
eigin andardrátt." Hann sagðist hafa
fengið það á tilfinninguna strax í
upphitun að stemmningin yrði sér-
stök, og aðstoðarmenn hans tóku
það til bragðs að gefa honum upp
tímann — hvert forskotið á Smimov
var í hvert sinn — með því að krota
það á blað og sýna Dæhlie er hann
gekk framhjá. Ekkert þýddi að reyna
að kalla það til hans, vegna hávað-
ans í áhorfendum.
Smirnov tók tapinu karlmannlega,
enda má segja að hann sé orðinn
vanur að sætta sig við annað sætið
þegar hann etur kappi við Dæhlie.
„Átján sekúndur er of mikið þegar
Björn skíðar eins vel og hann gerir
nú,“ sagði Smirnov. Hann sagðist
tileinka silfurverðlaun sín norsku
áhorfendunum, sem hvöttu hann
áfram jafn mikið og þeirra eigin
tiJ i ‘.Áftti i iWéiá.ii Wií
Reuter
Björn Dæhlie með gullpeninginn, til vinstri, og Vladimir Smirnov með silfrið,
eftir 15 km gönguna.
sigraði í boðgöngu kvenna; og þess
var sérstaklega getið í fréttaskeytum
að hún hefði leyft sér að brosa, eftir
að hafa unnið sjötta gull sitt og kom-
ist þar með efst á blaðið að hlið
Skoblikovu.
„Ég hugsaði ekki um sögulega
þáttinn fyrr en keppninni var lokið.
Fari maður að hugsa um þetta metið
eða hitt metið, fer maður að gleyma
samhenginu og hvers vegna maður
er þama,“ sagði Blair á fundi með
fréttamönnum eftir keppnina. Hún
sagðist ekki reikna með að veija titil
sinn á vetrarleikunum í Nagano í
Japan 1998 — „þá verð ég orðin 33
ára, og það held ég sé fullmikið" —
heldur reiknaði með að hætta keppni
eftir heimsmeistaramótið 1995.
Stytta af Koss í
Víkingaskipinu
Ákveðið hefur verið að reisa
styttu af norsku þjóðhetjunni Jo-
hann Olav Koss í Víkingaskipinu,
skautahöllinni glæsilegu í Hamar,
þar sem hann bætti heimsmetið í
þremur greinum jafnframt því að
vinna til gullverðlauna.
Launin hækka
Laun norska skíðagöngukóngs-
ins Björns Dæhlie tvöfaldast í ár
og verða um þijár milljónir norskra
króna — 30 milljónir íslenskra —
eftir að hann hefur unnið til tvennra
gullverðlauna og einna silfurverð-
launa á leikunum í Lillehammer,
að sögn norska blaðsins Verdens
Gang. Fái hann gull í boðgöngunni
í dag og 50 km göngunni á laugar-
dag hækka launin enn um 10 millj-
ónir, en þau byggjast aðallega á
greiðslum frá skíðavöruframleið-
endum og öðrum styrktaraðilum.
Þá hlýtur Dæhlie greiðslu frá
norsku ólympíunefndinni og skíða-
sambandinu fyrir hver verðlaun.
Sjötta gullið...
Björn Dæhlie fékk sjötta gull-
verðlaunapening sinn afhentan á
sunnudaginn, án þess svo mikið að
stíga á skíði. Dæhlie var svo óhepp-
inn að skemma peninginn sem hann
fékk fyrir sigur í 15 km göngunni;
peningurinn datt í jörðina um leið
og Dæhlie henti blómvendi sínum
upp í áhorfendapalla, með þeim
afleiðingum að gullbrydding brotn-
aði af. Framkvæmdanefnd leikanna
ákvað að láta Dæhlie hafa annan
pening í staðinn...
Frá mér numinn af gleði
- sagði Þjóðverjinn Jens Weissflog eftir að hafa sigrað í skíðastökki
ÞJÓÐVERJINN Jens Weissflog sigraði í skíðastökki af háum palli
á sunnudaginn og skaut heimamanninum og heimsmeistaranum
Espen Bredesen þar með ref fyrir rass. „Ég er frá mér numinn
af gleði,“ sagði Þjóðverjinn, sem er 29 ára, eftir sigurinn — en
nú eru nákvæmlega tíu ár síðan hann vann Ólympíugull síðast;
fyrir Austur-Þýskaland á leikunum í Sarajevo í stökki af 70 m palli.
266,5, þrátt fyrir að hafa fengið
nánast fullkomna stíl-einkunn fyrir
seinna stökkið.
Bredesen var vel hvattur af
áhorfendum og náði frábæru
stökki í fyrri umferðinni, stökk
135,5 metra — sex metrum lengra
en Weissflog. En Þjóðveijinn fór 133
m í seinni umferð og Norðmaðurinn
aðeins 122 m. Gefin eru stig bæði
fyrir léngd og stökkstíl, og samtals
fékk Þjóðveijinn — sem ætlar að
hætta keppni í vor — 274,5 stig en
heimamaðurinn Bredesen aðeins
„Ég tapaði ekki gulli í dag, held-
ur vann silfur. Jens var betri,“ sagði
Bredesen eftir keppnina og bar sig
karlmannlega. Norðmaðurinn var
talinn sigurstranglegastur og
32.000 áhorfendur hvöttu hann ák-
aft; ætluðu sér að fagna enn einu
gulli Norðmanna, en þögn sló á
hópinn er Weissflog sigraði.
Weissflog ákvað að hætta keppni
í fyrra eftir að hafa aðeins náð 40.
sæti á heimsmeistaramótinu; var þá
gráti næst er hann tilkynnti ákvörð-
un sína. Segja má að hann hafi
verið í mótbyr síðastliðinn áratug;
þrívegis hefur hann þurft. í skurðað-
gerð vegna hnémeiðsla, hefur oft
tapað keppni með minnsta mun og
honum gekk erfiðlega að tileinka
sér V-stílinn svokallaða, en þeir sem
beita honum ná að svífa lengra en
ella. En nú fagnaði hann: „Þetta
eru stórkostlegustu úrslit á mínum
ferli,“ sagði Þjóðveijinn.