Morgunblaðið - 15.03.1994, Side 2

Morgunblaðið - 15.03.1994, Side 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 StokkhQlixujr SVÍÞJÓÐ 1. jónf 1995 SVISS 16. nóvember1994 TYRKLAND 12. október 1994 Evrópubikarinn HEIM A SVÍÞJÓÐ, 7. september 1994 UNGVERJALAND, 11. júnt 1995 SVISS, 16. ágúst 1995 TYRKLAND, 11. október 1995 UNGVERJALAND 11. n6vember1995 Mm FOLX \ ) UMARK Smith, markvörður Crewe Alexandra, sem er efst í 3. deild ensku knattspymunnar, var rekinn af velli í Darlington á laug- ardag eftir aðeins 19 sekúndur. Þetta er met í ensku knattspymunni, en Ambrose Brown, markvörður Wrexham, átti fyrra metið — fékk að sjá rauða spjaldið eftir 20 sekúnd- ur í Hull í 3. deild á jóladag 1936. ■ LEV Yashin verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn á heimsmeistara- keppninni í knattspyrnunni í sumar. Þau fær besti markvörður keppninn- ar, en Sovétmaðurinn Yashin var sem kunnugt er einn besti markvörð- ur allra tíma. ■ STJÖRNULIÐ verður einnig valið í fyrsta sinn og sér Alþjóða knattspymusambandið, FIFA, um kjörið. ■ Skemmtilegasta liðið verður sérstaklega verðlaunað. Tekið verður mið af viðbrögðum áhorfenda með frekari uppbyggingu og útbreiðslu íþróttarinnar í huga. ■ BESTI leikmaður keppninnar fær gullbolta, sá næst besti silfur- boita og þriðji í röðinni fær brons- bolta. Sem fyrr fær markakóngurinn gullskó, næst markahæsti maðurinn silfurskó og sá þriðji bronsskó. ■ FJÖGUR efstu liðin fá 32 verð- launapeninga hvert. ■ PRÚÐASTA liðið fær sérstök verðlaun eftir úrslitaleikinn og allir leikmenn þess. gullpeninga til vitnis um prúðmennskuna. ■ ÖKSANA Bayul, ólympíumeist- ari í listhlaupi á skautum frá Úkra- ínu, ver ekki titil sinn á heimsmeist- aramótinu, sem hefst í Japan á sunnudag. Engin skýring var gefin á fjarveru hennar, en talið er að hún sé meidd í baki. ■ NANCY Kerrigan, silfurhafi frá Ólympíuleikunum í Lillehammer, verður heldur ekki með og er landa hennar, Tonya Harding, nú talin sigurstranglegust. ■ YEKA TERINA Podkopayeva frá Rússlandi varði titilinn í 1.500 m hlaupi kvenna á Evrópumeistara- mótinu innanhúss í París um helg- ina. Hún er fyrsti íþróttamaðurinn, sem er eldri en 40 ára, til að sigra á EM. ■ YORDANKA Donkova frá Búlgaríu, sem verður 33 ára í sept- ember, sigraði í 60 m grindahlaupi í þriðja sinn á EM. Hún setti fjögur heimsmet úti 1986 og sigraði á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. V0R Um miðja öldina voru íslenskir frjálsíþróttamenn í sviðs- Ijósinu á alþjóða stórmótum og unnu til glæstra verðlauna. Sagt hefur verið að þá hafi verið íslenskt vor í íþrótt- inni. Forkólfar frjáls- íþrótta hafa boðað nýtt íslenskt vor og Pétur Guðmundsson gaf tóninn í París um helgina, þegar hann varð í þriðja sæti í kúluvarpi á Evrópumeistaramót- ínu innanhúss. Pétur er langt því frá að vera nýgræðingur í íþrótt- inni, en hann er enn eitt dæmi þess að það er engin hraðleið á toppinn. Margir hafa kynnst því af eigin raun, en íslenskir fijáls- íþróttamenn hafa ekki komist á verðlaunapall á Evrópumeistara- móti innanhúss siðan Hreinn Halldórsson sigraði í kúluvarpi 1977. Vorið á alþjóða vettvangi í handboltanum hefur varað f ára- tug og er athyglivert að kjarninn, sem hefur haldið merkinu á lofti nánast allan tímann, er enn í sviðsljósinu. Sigurður Sveinsson er vinsælasti handknattleiksmað- ur landsins og eru bundnar mikl- ar vonir við hann í heimsmeist- arakeppninni að ári. Alfreð Gísia- son hefur komið KA lengra en félagið hefur áður kynnst í hand- boltanum, Atli Hilmarsson hefur meiðst meira en gengur og ger- ist, en tvíeflist við hvert áfallið, og Kristján Arason sýndi í bikar- úrslitunum á dögunum hvað hann er mikilvægur fyrir lið sitt. Betri fyrirmynd, innan sem utan vall- ar, er vandfundin. Islendingar hafa ekki verið hátt skrifaðir í borðtennis, en þar er vor eins og víðar. Guðmundur E. Stephensen, ungur ófermdur strákur í grunnskóla, hefur vakið mikla athygli og sá til þess að Svíar riðu ekki feitum hesti frá keppni í Laugardalshöll um helg- ina. Drengurinn hefur sýnt að hann á mikla möguleika á að ná mun lengra en fyrirrennararnir, en nægur tími er til stefnu og vert er að hafa í huga að þolin- mæði er dyggð. Það leiðir hugann að þolfími, sem er tiltölulega ný keppnis- grein á íslandi en þeim mun vin- sælli sem liður í almennri líkams- rækt almennings. Þar er vor, en á toppnum situr Magnús Schev- ing, nýbakaður Evrópumeistari, sem hefur sett stefnuna á heims- meistaratitilinn í næsta mánuði. Reykjavíkurmótið í knatt- spymu er vorboði og það liefst annaðkvöld. Knattspyrna er vin- sælasta íþróttagrein landsins eins og víðast hvar annars staðar og því er meira en að segja það að komast í fremstu röð. Engu að síður hafa íslenskir knattspymu- menn skarað framúr í Evrópu, sem undirstrikar að með réttu hugarfari, sjálfsaga og skipu- lögðum og markvissum æfíngum má ná langt. Mikil gróska er í íslensku íþróttalífi og með tímanum leiðir hún af sér afreksmenn. Afrekin að undanförnu benda til þess að fyrir höndum sé langt og ánægju- legt vor á hinum ýmsu sviðum íþróttanna, þó útlitið úr stofu- glugganum bendi ekki beint til að vorjafndægur sé á sunnudag. Steinþór Guðbjartsson Gróska og glæstir sigrar ryðja grýtta brautina á toppinn Hvers vegna er Skagamaðurinn JÓN ÞÓR ÞÓRÐARSON að spila körfuknattleik? Egersvostór ogsterkur SKAGAMENN hafa svo sannarlega komið á óvart í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik. Fæstir áttu von á þvi' í haust þegar flaut- að var til leiks að „fótboltabærinn" Akranes myndi eiga lið sem ætti mikla möguleika á að komast f úrslitakeppnina. En Skagamenn hafa sýnt að þeir eiga heima í úrvalsdeildinni og eru ákveðnir f að komast f úrslitakeppnina, strax á fyrsta ári sfnu í deildinni. Jón Þór er 22 ára nemandi við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, fótboltabænum mikla. Hann segist ætla í fram- mmmm^m haldsnám, en veit Eftir ekki ennþá hvað Skúla Unnar það verður, en Sveinsson „maður verður að stefna á að verða eitthvað nógu flott,“ segir hann. En hvernig stendur á að menn úr fótbolta- bænum eru farnir að eiga við körfubolta? „Ég er í körfubolta af því ég er svo stór og sterkur,“ segir Jón Þór glottandi en hann er 174 sentimetrar á hæð og þykir það ekki mikið þegar körfuknatt- leiksmaður er annars vegar. „Ef ég tala í alvöru þá var ég í fótboltanum, fæddist eiginlega með takkaskó á löppunum og var í fótboltanum fram eftir öllu. Síð- an álpuðumst við nokkrir félag- arnir til að fara að leika okkur í körfu og einhvern veginn kvikn- aði áhuginn.“ Er ekki erfitt að vera körfu- knattleikmaður í bæ þar sem menn hafa talið að lífið snérist um knattspyrnu? „Nei, þetta hefur breyst rosa- lega mikið. Þegar ég var að byrja þá var maður talinn eitthvað ruglaður að vera að „dripla“ körfubolta um allt á Skaganum, en núna er þetta allt annað. Það eru komin körfuspjöld á annað hvert hús í bænum og áhuginn er mikill. Fólkið í bænum er líka komið inní leikinn og stemmning- in á leikjum heima er góð. Það sagði einn við mig um daginn eftir leik við Njarðvík eða Kefla- vík að hann hefði ekki upplifað svona mikla stemmningu á íþróttaleik, nema ef vera skyldi á leiknum við Feyenoord í sumar. Menn fínna fyrir svipuðu and- rúmslofti og í fótboltanum." Ert þú af fótboltaættum? „Nei, en ég er þó skyldur tví- burunum Amari og Bjarka. Við vorum mikið saman, bæði í fót- Morgunblaðið/Bjarni Jón Þór Þórðarson segir Skagamenn komna í úrvalsdeildina til að vera. Þeir taki einn leik fyrir í einu því ennþá sé markmiðið að halda sér í deildinni. bolta og badminton, og eigum reyndar sama afmælisdag, en ég er ári eldri. Ég er eiginlega viss um að ef ég væri jafngamall þeim þá væri ég ennþá í fótboltanum. Það gekk svo vel hjá þeirra ár- gangi og það var rosalega gaman þegar ég var með þeim í flokki, en það var bara annað hvert ár. Það var því bara gaman annað hvert ár hjá mér.“ Bjóstu við því að þið kæmust í úrslitakeppnina? „Nei, ég átti alls ekki von á því. Ég fór með ívari [Ásgríms- syni þjálfara] á kynningarfund fyrir mótið og þar var okkur spáð falli. Maður var nú hálf niðurlútur eftir þann fund, en ég væri alveg til í að hafa svoleiðis fund núna. Annars var markmiðið að halda sér í deildinni og það er enn markmið okkar þó svo við séum að nálgast úrslitakeppnina. Við tökum einn leik fyrir í einu og ég held að við séum búnir að sýna að við eigum heima í úrvals- deildinni og það er enginn spurn- ing að við erum komnir til að vera.“ Nú eru nokkuð margir að- komumenn í liðinu. Ertu ekkert hræddur um að þegar þeir fara hrynji allt hjá ykkur? „Nei, eiginlega ekki. Aðkomu- mennirnir eiga að sjálfsögðu stór- an þátt í að okkur hefur gengið svona vel og ég held að þeir séu ánægðir með að vera áSkaganum og leika með okkur. Ég held að það hrynji ekkert þó þeir hætti, því það eru örugglega margir sem vilja spila fyrir Skagann og það kemur maður í manns stað.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.