Morgunblaðið - 15.03.1994, Side 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994
KRAFTLYFTINGAR
Tekið á því! Auðunn Jónsson í hnébeygjunni. Morgunblaðið/Bjami
Auðunn setfti
nýftt íslandsmeft
AUÐUNN Jónsson setti ís-
landsmet í réttstöðulyftu í 100
kg flokki á íslandsmótinu í
kraftlyftingum, sem fór fram
um helgina.
Auðunn lyfti 335 kg og sigraði
í flokknum með samtals 860
kg (330 kg í hnébeygju og 196 kg
í bekkpressu). í öllum tilvikum er
jafnframt um unglingamet að ræða.
Jóhannes Eiríksson setti tvö ungl-
ingamet í bekkpressu (116 kg og
120 kg) í 67,5 kg flokki.
Jón B. Reynisson sigraði í +125
kg flokki og fékk flest stig í hné-
beygju (380 kg) og bekkpressu
(232,5 kg), en hann og Auðunn voru
sérstaklega verðlaunaðir fyrir besta
árangur í einstökum greinum.
Sigurvegarar í einstökum flokk-
um voru nokkuð öruggir nema í 90
kg flokki. Reykvíkingurinn Alfreð
Alfreðsson leiddi þegar tvær lyftur
voru eftir, en Ingimundur Ingimund-
arson frá Borgarnesi sigraði með
næst síðustu lyftu sinni, lyfti sam-
tals 725 kg.
BADMINTON
Kínverjamir lágu
í tvíliðaleiknum
BRODDI Kristjánsson og Árni Þór Hallgrímsson gerðu sér lítið fyr-
ir og sigruðu þá Sun Jun og Chen Gang frá Kína í tvíliðaleik karla
á meistaramóti Reykjavíkur sem fram fór íTBR-húsinu um helgina.
Lotumar þijár í úrslitaleiknum
voru allar jafnar og spennandi.
Arni og Broddi unnu fyrstu lotuna
18:15, en Kínveijarnir þá næstu
12:15. í oddalotunni léku Árni og
Broddi mjög vel og sigruðu 15:11,
svo virtist sem þeir væru í betra
úthaldi en Kínveijamir sem munu
taka þátt í opna enska mótinu um
næstu helgi.
í einliðaleik karla léku kínveijam-
ir til úrslita og þar hafði Sun Jun
betur, 15:5 og 15:9. Sun Jun vann
Áma Þór og Brodda á leiðinni í úr-
slitaleikinn, báða í þremur lotum.
Ámi Þór tapaði 14:17, 15:9 og 15:4
en Broddi fékk enn fleiri stig, tapaði
14:17, 17:14 og 15:12.
Kínversku stúlkurnar Ge Fei og
Gun Jun áttu ekki í nokkmm vand-
ræðum, hvorki _ í tvíliðaleiknum né
einliðaleiknum. í tvíliðaleiknum unnu
þær Guðrúnu Júlíusdóttur og Bimu
Petersen 15:1 og 15:5 í úrslitum.
Ge Fei vann síðan löndu sína í einliða-
leiknum, 11:1 og 11:1 en þær stöllur
unnu Guðrúnu og Birnu næsta auð-
vekilega í undanúrslitum.
í tvenndarleik léku Chen Gang og
Gu Jun saman og í úrslitum mættu
þau Þorsteini Páli Hængssyni go
Bimu Petersen og unnu létt, 15:1 og
15:8.
JUDO
Opna skoska meistaramótið
Sigurður varð annar
Sigurður Bergmann úr Grinda-
vík, varð í öðru sæti í þunga-
vigtarflokki (+95 kg) á Opna
skoska meistaramótinu í júdó,
sem fór fram um helgina.
Sigurður glímdi við Bretann
Nick Kokotaylo um gullið. Jafnt
var á stigum, þegar glímunni lauk
og þurfti því dómaraúrskurð til
að ákveða sigurvegarann. Fyrir
úrslitaglímuna vann Sigurður
þijár glímur, þaraf tvær á ippon.
Ármenningurinn Halidór Haf-
steinsson keppti í -86 kg flokki.
Hann tapaði fyrstu giímunni og
féll þar með úr keppni.
Morgunblaðið/Bjarni
Sun Jun var ekki í neinum vandræðum í úrslitaleiknum í einliðaleik, en hann
lenti hins vegar í vanda gegn Árna Þór og Brodda.
HANDKNATTLEIKUR / NM HEYRNARLAUSRA
íslenska liðið varði titilinn
Landslið heymarlausra varði um
helgina Norðurlandameistara-
titil sinn í handknattleik, og sigraði
með nokkrum yfirburðum á mótinu.
Liðið vann Noreg 18:17, Svía 23:19
og Dani 30:14. Danir urðu í öðm
sæti, Svíar í því þriðja og Norðmenn
ráku lestina.
Jóhann R. Ágústsson var marka-
hæsti maður mótsins, gerði 31 mark
og Bemharð Guðmundsson gerði 17
mörk fyrir Islands. Myndin er tekin
er liðið kom heim frá mótinu.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
BLAK
H
ÞRÁTT fyrir hörku í hávörn Víkins dugði {
hávörn Víkings og niður. Til varnar eru 0
Hjónu
ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem
hjón verða bikarmeistarar í sömu
íþrótt, en með sitt hvoru liðinu.
Þetta gerðist þó um helgina þegar
Jón Árnason og Metta Helgadóttir
urðu bæði bikarmeistarar, hún
með ÍS en hann með Þrótti.
Jón er búinn að vera lengi í blakinu.
„Þetta er fjórtánda tímabilið í meist-
araflokki," segir Jón sem er þrítugur.
Metta, sem er 31 árs, byijaði í blaki með
Þrótti um áramótin 1984/85 og lék með
félaginu í nokkur ár. „Þegar kvenna-
flokkurinn lagðist af hjá Þrótti gekk ég
í ÍS og hef verið þar síðan.“ Jón hefur
hins vegar alla tíð leikið með Þrótti, utan
eitt ár þegar hann lék með ÍS. „Hann
elti mig þangað,“ segir Metta.
Metta er fædd og uppalin í Reykjavík
og lék handbolta með Víkingum. „Þegar
ég fór í íþróttakennaraskólann hætti ég,
það var svo erfitt að ferðast á milli. Á
Laugarvatni vaknaði áhugi minn á blaki
og svo var ekki aftur snúið eftir að ég
sá Jón,“ segir Metta og hlær, en þau
kynntust í blakinu hjá Þrótti.
Jón er frá Kópaskeri, bróðir Gunnars
Árnason hins þekkta blakara úr Þrótti.
„Það kom auðvitað ekkert annað til
greina en Þróttur þegar ég kom í bæ-
imj," segir Jón og'neitar því að „stóri“
bróðir hafí neitt hann í Þrótt. Jón hefur
verið sigursæll með Þrótti og hefur unn-
ið til átta af tíu bikarmeistaratitlum sem
félagið skartar. „Ætli það sé ekki bara
Leifur [Harðarson, fyrirliði Þróttar] sem
hefur oftar unnið, hann er tveimur á
undan mér í bikarnum og einum í íslands-
mótinu. Nú fer svona að koma tími á
hann í þessu þannig að ég gæti náð
honum,“ segir Jón.
Metta hefur þrívegis orðið bikarmeist-
ari, einu sinni með Þrótti og tvisvar með
ÍS og einu sinni hefur hún orðið íslands-
meistari, með ÍS 1992. En hvernig til-