Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994
SJÓNMENNTAVETTVANGUR
Bragi Ásgeirsson
DÓMHÚS - SAFNHÚS
Það hafa verið í gangi drjúgar umræður
um staðsetningu nýs dómhúss á lóðinni
milli Arnarhvols og Safnhússins, sem að
öðrum byggingum ólöstuðum marka ris
byggðarkj arnans.
Margar greinar hef ég lesið hér í blaðinu
og þær sannfæra mig enn frekar hve íslend-
ingum er ótamt um að deila á hlutlægum
grundvelli, líta öllu heldur á eina hlið máls-
ins hveiju sinni.
Við erum þó einmitt svo lánsamir, að
geta dregið dám af svipuðum framkvæmd-
um erlendis og reynslu þjóða af útvíkkun
byggðakjarna svo og varðveislu opinna
svæða innan þeirra.
Aðrir hafa með gildum rökum sýnt fram
á, hve ósýnt okkur hefur verið að draga
lærdóm af mistökum grannþjóðanna á hin-
um ólíkustu sviðum á undangengnum árum.
Afleiðingamar blasa við, og miklu varðar
að hér verði breyting á og að við höldum
vöku okkar.
Bæði hefur verið deilt um húsið og stað-
setninguna, en einkum er það staðsetningin
sem fer fyrir brjóstið á mönnum.
Húsið sjálft virðist snotur bygging og
falla vel inn í heildarmyndina, en hér er ég
ekki fullkomlega dómbær, því að ég missti
af sýningu á módelinu svo og verðlauna-
teikningum, en mér kemur spánskt fyrir
sjónir að á sýningunni hafi gefist tækifæri
til að fræðast um sögu Hæstaréttar og Safn-
hússins og nærliggjandi húsa. Saga húsa
getur nefnilega aldrei réttlætt ranga stað-
setningu né slys á umhverfinu.
Tel ég einsýnt að meginspursmálið hljóti
■ að vera, hvort þétta eigi byggð á þessum
stað og hvort slíkt þjóni nokkurri skyn-
semi. Og þótt skikinn sé fjarri því að vera
augnayndi í núverandi ástandi leyfi ég mér
að efast um það.
Við getum litið okkur nær því dæmin eru
fyrir framan nefið, og þurfum hér síður að
leita langt yfir skammt. Ekki til London,
þar sem menn hafa sprengt hús í loft upp,
auk þess að hafa stórslys fyrir augunum
dags daglega, sem er byggðin í kringum
gömlu höfniijia. Ekki til Osló, þar sem risa-
vaxnir skýjaþljúfar í miðborginni hafa gjör-
breytt ásýnd hennar til hins verra. Ekki til
margra annárra borga þar sem framin hafa
verið keimlík slys. Frekar til Kaupmanna-
hafnar, þar sem verið er að gera upp gömlu
hafnardokkurnar sem nú standa uppi að
hluta til ónýttar t.d. Kristjánshöfn. Þar er
deilt hressilega á opinberum vettvangi og
mættum við gjarnan draga lærdóm af þeirri
rökræðu, því hún er því miður sýnu faglegri.
Öllu heldur ber að líta til Þjóðleikhússins,
sem aldrei hefur notið sín sem bygging
vegna þrengsla og rangrar staðsetningar.
Hvað rök arkitekta áhrærir, að áætlað
hafi verið að byggja á þessari lóð fyrir
margt löngu, ber að víkja þeim málflutningi
til hliðar með vísun til þess að á þeim tíma
var nóg rými í Reykjavík, og viðhorfin því
allt önnur.
Borgin hefur þanist út eins og óskapnað-
ur þannig að minnir á mörg hrá og stöðluð
smáþorp eða svefnkjarna, ásamt því að harla
lítið tillit hefur verið tekið til mannlífsins,
sem þar myndi þróast, sem er atriði sem
hvarvetna er á oddinum. Jafnframt leitast
menn við að lífga upp eldri byggðakjarna
og kveikja þar vísi að lífi og hér hafa opin
svæði og mannleg ásýnd mikið vægi. Slysin
er hægt að varast vel að merkja, en of seint
er að byrgja brunninn þegar barnið er dott-
ið í hann, eins og oft er vísað til.
Við höfum líka nærtækt stórslys, sem eru
háhýsin í Hafnarfirði, sem þrengja ekki
aðeins að miðbæjarkjarnanum, heldur gera
flest í kring smátt og snautlegt sem áður
var stórt.
^ Það eru þannig engir meðlimir „fýlupoka-
flokksins" né bílastæðisfíklar, sem sem
standa að baki mótmælunum heldur einnig
þeir sem biðja um aukið líf í miðborgina.
Og fyrir slíkri hugsjón telst manndómur að
beijast.
Menn hafa enneigin deilt um hvað eigi
að koma í Safnhúsið er Þjóðarbókhlaðan
tekur til starfa og sýnist sitt hveijum. Hafði
Það er ólíkt meira ris yfir hinum gamla, veðurbarna landnámsmanni en þeim gljáf-
ægða græningja sem nú trónir á Arnarhóli.
mér dottið í hug að blanda mér í málið og
stinga upp á vísi að borgarlistasafni ásamt
lesstofu og listabókasafni. Nú tók Arndís
S. Árnadóttir, bókasafnsfræðingur við MHÍ,
að nokkru af mér ómakið með því að benda
á brýna þörf á listabókasafni og færði að
prýðileg rök. Hún skilgreinir listabókasafn
á breiðum grundvelli og er tillaga hennar
vissulega verð allrar athygli. Jafnframt
væri mögulegt að prýða safnið verkum okk-
ar mörgu ágætu myndlistarmanna í eigu
borgarinnar sem annars eru á víð og dreif.
Þyki þetta fráleitt má vísa til þess, að Safn
samtíðarlistar í Osló er í reisulegri byggingu
í miðbæ Oslóborgar, er áður hýsti aðalstöðv-
ar Noregsbanka!
Stytta landnámsmannsins
Undanfarið hafa verið uppi nokkrir til-
burðir til að hreinsa myndastyttur og minn-
isvarða í borginni og mun gljáfægiliðinu
ekki hafa þótt vanþörf á. Og að sjálfsögðu
réttlætir ýmiss konar veðrun og sjávarselta
slíkan verknað, en að ganga í skrokk eðli-
legrar veðrunar, t.d. hreinsa burt spansk-
grænu er viðkvæmt mál, einkum vegna
höfundanna sjálfra, því að hér er í raun
verið að hafa afskipti af hugverki þeirra.
Og að gera það í skjóli þess, að um löngu
látna menn sé að ræða er afleitt siðferði.
Mér er fullljóst að núlifandi myndhöggvarar
er steypt hafa myndir sínar/eða látið steypa
í brons, myndu flestir aftaka slíkan verknað
með öllu og telja það jaðra við verstu spjöll.
Þvert á móti finnst þeim eðlileg veðrun af
hinu góða og eru mjög spenntir fyrir spansk-
grænunni, sem smám saman leggst yfir
ytri byrði koparsins. Gera jafnvel lítið úr
dúfnaskítnum, en hann má þó hreinsa af
styttunum að skaðlausu. Upp úr honum
sprettur a.m.k. gróður en ekki hreinsivess-
unum.
Þetta er á blað fest fyrir þá sök, að fyrir
nokkru blasti við mér út um glugga almenn-
ingsvagns, ný útgáfa styttunnar af land-
námsmanninum Ingólfi Arnarsyni, sem
trónir efst á Arnarhóli. Og þar sem um er
að ræða eitt hrifríkasta og táknrænasta
minnismerki höfuðborgarinnar varð mér
hverft við, og greip fyrsta tækifæri til að
nálgast fyrirbærið betur og skoða í bak og
fyrir.
Sýnist mér hér komin uppgerð stytta og
sínu risminni hinni gömlu vegna hins furðu-
lega græna litar sem borinn hefur verið á
hana og breytir ásýnd hennar og ytra byrði
öllu á þann veg að helst ætti hún heima
fyrir framan hamborgarastað, t.d. McDon-
alds, en í minna formi þó. Þá er umhverfi
styttunnar sínu litlausara en áður og stáss-
legur virðuleikablærinn á bak og burt.
Gamli veðurbarni víkingurinn Ingólfur
Arnarson virðist horfinn, en í stað hans
komið eins konar Ingólfslíki, — litaður
bijóstsykur í stað slípaðs demants.
Jafnslæmt er að stallurinn, sem var eins og
skapaður fyrir styttuna í sínu upprunalega
og forneskjulega formi er sama marki
brenndur og mun lágkúrulegri þeim gamla,
— minnir helst á nýsteyptan vegg eftir að
borðin hafa verið slegin af honum.
Gangi ábyrgir í guðanna bænum hér
gætilega um garða, því við eigum svo litla
og fátæka flóru minnismerkja á höfuðborg-
arsvæðinu.
Starfslaun myndlistarmanna
Það er af sem áður var, er hart var deilt
á úthlutun pólitískt kjörinnar nefndar á
sporslum til listamanna, einkum þótti kok-
hraustum er ekki prýddu efri flokkana, á
sinn hlut gengið. Þetta var þó það sem
menn verða hvarvetna að þola í útlandinu,
en Islendingar eru víst allir af konungakyni
og þola illa að vera settir skör lægra náung-
anum á andlega sviðinu, þótt allir viður-
kenni að sumir eru öðrum snarpari á sprett-
inum, og að ekki tefli allir jafnvel.
Margar bækur hafa verið gefnar út um
gáfur og atgervi landans, en engin er tekur
fyrir heimsku hans að ég best veit, jafnvel
ekki heimskulegt atferli fyrir of miklar gáf-
ur!
Raunar er þetta einnig þannig í útland-
inu, og hafa ýmsir spekingar minnt á það
í aldanna rás og undrast skort á slíkum rit-
verkum, enda ekki talið vanþörf á þeim til
mótvægis hinum.
Hugsuðurinn José Ortega y Gasset velti
þessari spurningu fyrir sér í skrifum sínum,
og kannski var það kveikjan að frægri bók
Horst Geyer um heimskuna sem fyrst kom
út 1954, en var endurprentuð 10 sinnum á
jafn mörgum árum, og er það trúa mín að
sú tala hafi nú margfaldast jafn fróðleg og
hún er aflestrar.
Ekki veit ég hvort heldur það teljist til
fáfræði eða heimsku að afrækja listir í nú-
tímaþjóðfélagi, sem þarf svo mikið á undir-
stöðuhugviti að halda, en ég er helst á því
að það sé hvorutveggja.
Listamannalaun og seinna starfslaun,
hafa ekki talist með gáfulegri afrekum þess-
arar þjóðar, og síst hvernig staðið var lengst-
um að úthlutun þeirra. Samt stuðluðu þau
að nokkrum metnaði á meðal listamanna
og metnaður er vel að merkja undirstaða
svipmikilla athafna og sköpunarviðleitni.
Frekar má kenna þau við fávísi vegna
þess hve form þeirra var marklaust, því þau
boðuðu sjaldnast ný afrek á listasviði auk
þess sem kerfiskarlar og títupijónafræðing-
ar þjóðfélagsins sáu fyrir því að binda hend-
ur þeirra sem hlutu sómann með lítt skiljan-
legum ákvæðum. Og þeir sem nenntu að
vinna með listsköpun sinni og vora í föstu
starfi var uppálagt að yfirgefa það og um
leið lækkaðir um marga launaflokka!
Það er annars ósköp einfalt og sallaklárt
mál fyrir okkur sem lagt höfum út á lista-
brautina, að mikilvægast sé að átök við við-
fangsefnin fái óhindraða framrás, og allur
stuðningur til að svo megi verða telst góður
og heilbrigður. Skiptir hér ekki máli hvar
menn standa í flokki né á hvaða aldri þeir
eru, heldur hvort viðkomandi séu virkir og
atorkusamir. Það er eini réttlætanlegi mæli-
kvarðinn en allt annað markar fóðrið í rass-
púða kerfiskarla miðstýringarfíkla, hvort
heldur slíkir séu opinberir starfsmenn eða
fulltrúar listamanna.
Úthlutanir næstliðinna ára teljast jafn-
mikið vitsmunalegt gjaldþrot og áður, því
hér eru menn dregnir í dilka eftir aldri, vin-
áttutengslum, liststefnum og frændsemi
sem aldrei fyrr. Og hraustlegt er ekki að
útiloka eldri kynslóðir jafnvel þótt meðal
þeirra séu menn er vinna myrkarana á milli
að Iist sinni. Stinga eins konar dúsu upp í
þá og ígildi mánaðarlauna skrifstofublókar.
Að þeim ógleymdum, sem voru í efri flokkn-
um en höfðu ekki náð „hæfilegum aldri“
og gengið er framhjá.
Sjálf myndlistin skiptir litlu máli og er
hér í hlutverki þolandans.
í ár bárust 178 umsóknir frá myndlistar-
mönnum. Af þeim fengu fjórir þriggja ára
laun, átta til eins árs, en ellefu í sex mán-
uði. Þessar tölur segja okkur að 255 eru
afskiptir í ár og væri næsta fróðlegt að vita
hveijir það voru, því að vissulega tel ég að
í þeim hópi séu margir meira en verðugir.
Auk þess voru veitt laun til 21 myndlistar-
manns er voru í efri flokknum áður og voru
60 ára eða eldri við gildistöku laganna 1991.
Þeir teljast þannig á annan tug sem eru
stimplaðir óvirkir öldungar til dauðadags,
en hins vegar sleppa þeir við nafnbótina sem
voru ekki orðnir sextugir og fá því ekkert,
jafnvel þótt þeir væru þegar komnir efri
flokkinn!
Það virðist hafa gleymst að marka for-
sendur við úthlutun starfslauna og ef rétt
er gef ég þeim ekki háa einkun.
Þá verður að telja það nokkra afturför,
að svo er líkast sem einhveijir huldumenn
séu að verki, þvi að áður fyrr var það tíund-
að rækilega hveijir hefðu verið í úthlutunar-
nefnd og yfirleitt birtust myndir af þeim í
öllum fjölmiðlum!
Það þótti nefnilega dijúgur viðburður í
þjóðfélaginu er úthlutunarnefnd listamanna-
launa hafði lokið störfum.
Þá undrar mig ekki síður en fjöldi ann-
arra sem ég hef rætt við hve örlátir menn
eru við úthlutun í þriggja ára flokkinn hvað
myndlist áhrærir. Allar hinar listgreinarnar
láta sér nægja einn listamann, en myndlist-
armennirnir eru fjórir! Hefði ekki verið skyn-
samlegra að veita fleirum eitt ár á erfiðustu
tímum sem dunið hafa yfir myndlistina hér
á landi?
Að lokum skal það tekið fram til að forð-
ast misskilning, að ekki er um reiðan af-
skiptan mann að ræða, því eftir fyrstu út-
hlutun 1991 ákvað sá er hér ritar, að senda
ekki að óbreyttu inn umsókn um starfslaun.