Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 B 5 „Knicks er frábært lid“ - sagði Chuck Daly, þjálfari New Jersey Nets, sem mátti þola tvö töp fyrir New York Knicks í Madison Square Garden AUSTURDEILDIN NEW YORK Knicks lagði nágrannanna hjá New Jersey Nets tvisvar að velli um helgina — og í seinni leiknum án þess að Patrick Ewing léki með þeim allan tímann. Á óskiljanlegan hátt var honum vísað af leikvelli þegar 5,21 mín. var eft- ir af fyrri hálfleik. Þá dæmdi annar dómarinn á hann aðra tæknivilluna í leiknum, eða þegar Ewing og Derrick Coleman rákust saman — öxl á öxl á miðjum vellinum, eftir að Coleman sem var á leið í vörn, stöðvaði snöggt með þeim af- leiðingum að Ewing rakst á hann. Atvikið var sýnt í sjónvarpi og sáust þá vel mistök dómarans. Frá Gunnari Valgeirssyni i Bandaríkjunum Ewing, sem átti stórleik í fyrri leik liðanna, var óhress með dóminn. „Ég gerði ekkert. Það var Coleman sem stöðvaði og ég rakst á hann á leið- inni fram í sókn. Ef ég hefði ætlað að láta vísa mér af leikvelli, hefði ég gert það á annan hátt en þennan,“ sagði Ewing. Pat Riley, þjálfari New York, sagði að Ewing hefði verið fórnarlamb dómara, sem þoldu greinilega ekki pressuna eftir mikinn slagsmálaleik í Atlanta á laugardag. Charles Oakley tók við hlutverki Ewings og skoraði 25 stig, sem er hans mesta skor í leik á keppnistíma- bilinu, og tók alls 24 fráköst, þegar New York lagði New Jersey með sömu stigatölu og á föstudagskvöld, 90:81. Oakley skoraði 20 stig og tók 11 frá- köst í fyrri hálfleik. Þegar Ewing var rekinn af leikvelli var New York með ellefu stiga forskot/ Leikmenn liðsins tvíefldust við mótlætið og náðu 22 stiga forskoti fyrir leikhlé, 55:33. Leikmenn New Jersey byijuðu seinni hálfleikinn með látum, 2:15, og þeir náðu að minnka muninn um tíma í fjögur stig, en leikmenn New York gáfu þó ekkert eftir og fögnuðu sigri. Herb Wiliiams skoraði 11 stig og það var Ewing einnig búinn að gera þegar hann fór af leikvelli. Kenny Anderson skoraði 21 stig fyr- ir New Jersey og Coleman 15 og tók 21 frákast. „Þeir unnu frábært starf án Ew- ings. Sýndu hvað þeir eru með frá- bært körfuknattleikslið," sagði Chuck Daly, þjálfari New Jersey. í fyrri leik liðanna skoraði Charles Smith átta af 17 stigum sínum fyrir New York Knicks — á síðustu fjórum mín., er félagið lagði New Jersey Nets 91:80. Patrick Ewing skoraði 25 stig og tók 13 fráköst. Hann byrj- aði ekki vel, því að hann hitti ekki þrettán af fyrstu sautján stigum sín- um í leiknum. Derrick Coleman skoraði 27 stig fyrir Nets. Pippen fór á kostum Scottie Pippen lék frábærlega í báðum leikjum Chicago gegn Cleve- lands Cavaliers — tveimur sigurleikj- um, 104:96 og 105:96. Pippen skor- aði 31 stig, tók tólf fráköst, átti fimm stoðsendingar og stal knettinum Ijór- um sinnum í fyrri leiknum, en skor- aði 22 stig í seinni leiknum. Scott Williams skoraði 21 stig fyrir Chicago. Gerald Wilkins skoraði 23 stig fyrir gestina og Tyrone Hill 16 stig og tók átta fráköst. Cleveland var yfir, 51:49, í leikhléi, en þegar Peter Myers kom heimamönnum yfir, 59:57, gáfu þeir ekki eftir — voru yfir út leikinn. Varnarleikur Chicago Patrik Ewing (33) var rekinn af leikvelli fimm mín. fyrir leikhlé, en það kom ekki að sök — New York lagði New Jersey. Mikil slagsmál í Atlanta Miklar stimpingar og slagsmál brutust út í leik Atlanta Hawks og Miami Heat. Það varð hreinlega allt vitlaust og allir leik- menn liðanna, þjálfarar og aðstoð- armenn voru komnir í hár saman úti á vellinum — í öðrum leik lið- anna, sem lauk með sigri Atlanta, 104:86. Hér var um að ræða mestu slagsmálin sem hafa brotist út í NBA-deildinni í vetur; þau stóðu yfir í þijár mín., en stöðva varð leikinn í sjö mín. vegna þeirra. Þetta var aðeins sýnishorn af hörku þeirri sem er í úrslitakeppni NBA, en hart er barist í leikjum og mikið um tæknivillur og brott- rekstra. Það vildi svo til að Rod Thorn, sem sér um að dæma og sekta leikmenn í NBA fyrir ólæti, var staddur á leiknum. Það var fyrsta verk hans eftir leikinn, að fara og taka öll myndbönd sem tekin voru á leiknum og halda með þau til aðalbækistöðvar NBA. Duane Ferrell skoraði níu af 23 stigum sínum fyrir Atlanta Hawks í þessum sigri gegn Miami, 104:86, í fjórða leikhluta. Danny Manning skoraði 20 stig og Kevin Willis 18 og tók fjórtán fráköst fyrir Hawks. Steve Smith skoraði 24 stig fyrir Heat, sem hefur tapað tólf af síð- ustu þrettán leikjum sínum í Atl- anta. var sterkur og héldu leikmenn liðsins Price vel niðri, þannig að hann skor- aði ekki nema níu stig í leiknum. Toni Kukoc lék vel þær sextán mín. sem hann var inná hjá Chicago — skoraði ellefu stig og tók átta frá- köst. „Þegar ég var búinn að jafna mig eftir taugaspennuna, lék ég vel,“ sagði Kukoc, sem var að leika í fyrsta skipti í úrslitakeppni NBA. Horace Grant kom mikið við sögu í seinni leiknum — skoraði 18 stig ogtók 12 fráköst, 105:96. B.J. Arm- strong skoraði 16 og Pete Myers 14 stig, en þess má geta að Toni Kukoc átti ellefu stoðsendingar í leiknum. „Leikur okkar var kannski ekki áferð- arfallegur, en við unnum — það er fyrir mestu,“ said Pippen. Gerald Wilkins skoraði 28 stig fyr- ir Cleveland. „Við lékum mjög vel í báðum leikjunum hér í Chicago, en töpuðum. Ég hef trú á að við vinnum báða leikina á heimavelli og komum aftur hingað í oddaleik,“ sagði Wilk- ins. Eins og í fyrri Ieiknum náðu leik- menn Chicago að halda „Stjörnuleik- ' manninum“ Mark Price niðri, en hann skoraði 14 stig. „B.J. Armstrong lék mjög vel gegn Mark Price, en við náum örugglega ekki að halda honum svona niðri þegar hann er kominn á heimavöll," sagði Pippen. Góð ferð Indiana til Orlando Indiana Pacers gerði góða ferð til Orlando, því að liðið vann báða leiki sína þar — seinni leikinn á laugardag- inn, 103:101. Eins og í fyrri leiknum, var síðustu sek. leiksins æsispenn- andi og sögulegar, því að þegar 9 sek. voru til leiksloka náði Shaquille O’Neal frákasti — kastaði knettinum fram völlinn, þar sem félagi hans tók við honum og tróð glæsilega. Karfan var ekki dæmd gild, þar sem annar dómarinn hafði flautað og dæmt á Indiana, þar sem skottíminn var útr- unninn. Svo var ekki, því að um ein sek. var eftir af honum þegar O’Neal tók frákastið. Leikmenn Orlando fengu knöttinn, en náðu ekki að skora á þeim 7,3 sek. sem eftir voru. Reggie Miller skoraði 32 stig fyrir Pacers. Anfernee Hardaway skoraði 31 stig fyrir Orlando, Nick Anderson 22 stig og Shaquille O’Neal, sem lenti fljótlega í villuvandræðum, skoraði aðeins 15 stig - lægsta skor hans í . leik í vetur og 14 stig frá meðalskori hans í leik. Tveir góðir. Charles Barkley og Danny Ainge léku vel með Phoenix. Barkley og félagar gefa ekkert eftir VESTURDEILDIN „VIÐ vorum ákveðnir að láta söguna ekki endurtaka sig frá því í fyrra. Þá töpuðum við tveimur fyrstu heimaleikjum okkar gegn Los Angeles Lakers, en unnum síðan þrjá leiki í röð og kom- umst áfram. Við vorum nú ákveðnir að byrja vel og ná okkur á strik strax, en við náðum aldrei að komast virkilega á ferðina í fyrra," sagði Charles Barkley, eftir að Phoenix Suns var búið að leggja Golden State Warriors tvisvar að velli, 111:104 og 101:88. Barkley átti frábæran leik í fyrri viðureigninni — skoraði 36 stig og tók hvorki meira né minna en 19 fráköst. Kevin Johnson skor- aði 24 stig og átti sjö stoðsending- ar. Billy Owens gerði 27 stig og Latrell Sprewell 22 fyrir gestina. Kevin Johnson átti frábæran leik á sunnudaginn, er hann skoraði 38 stig. Charles Barkley skoraði 20 stig, Dan Majerle 17 og Danny Ainge 13 stig. „Kevin Johnson var hreint stór- kostlegur og lykiliinn að sigri okk- ar. Hann var hreint óstöðvandi og aðrir leikmenn veittu honum stuðn- ing,“ sagði Barkley. Latrell Sprew- ell skoraði 19 stig Chris Webber 17 stig fyrir Golden State, sem tap- aði sínum tuttugasta leik í röð í Phoenix. Olajuwon með 72 stig Houston Rockets fagnaði einnig tveimur sigrum — 114:104 og 115:104 gegn Portland Trail Blaz- ers. Vernon Maxwell, sem var óstöðvandi í þriggja stiga skotum, skoraði'24 stig fyrir Houston í fyrri leiknum. Hakeem Olajuwon skoraði 26 stig, tók tíu fráköst og varði sex skot fyrir Rockets. Clyde Drexler skoraði 26 stig og Terry Porter 21 fyrir Portland. „Maxwell hitti mjög vel í leikn- um, eins og hann hefur gert í allan vetur,“ sagði Rudy Tomjanovich, þjálfari Houston. Hakeem Olajuwon var óstöðv- andi í seinni leiknum, skoraði 46 stig og þá varði hann sex skot, eins og í fyrri leiknum. Þessi trausti leik- maður skoraði því samtals 72 stig í báðum leikjunum. „Með þessum tveimur sigrum höfum við sett pressuna á leikmenn Portland,” sagði Olajuwon. Clifford Robinson skoraði 28 stig og Strickland 26 fyrir Portland. Létt hjá Seattle Seattle SuperSonics átti ekki í • erfiðleikum með Denver Nuggets, 97:87. Gary Payton skoraði mest fyrir heimamenn, eða 18 stig, en alls skoruðu sex leikmenn yfir tíu stig. Sam Perkins, sem skoraði þijár þriggja stiga körfur úr fjórum tilraunum, skoraði 12 stig og tók ellefu fráköst. Fyrir gestina skoraði LaPhonso Ellis 18 stig og Rodney Rogers 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.