Morgunblaðið - 10.05.1994, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 10.05.1994, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hjúkrunarfræðingar! Vorfundur Noröausturlandsdeildur F.I.H. verður hatdinn á veitingahúsinu Bing Dao miðvikudaginn 11. maí nk. kl. 20.00 til ??? Dagskrá: Formaður flytur okkur fréttir. Erindi í tilefni afmælis Florence Nightingale. Uppákomur á vegum skemmtinefndar. Sérstakir gestir fundarins verða 4 árs hjúkrunarnemar H.A. Til stendur að snæða saman málsverð og slá á létta strengi - sannkölluð vorstemmning. Tilboð hússins er. 5 rétta málsverður a la China, verð kr. 1.700. Þátttaka tilkynnist eigi síðar en þriðjudaginn 10. maí til: Þóru Ákadóttur, F.S.A., sími 30180 kl. 08.00-15.00 Önnu Lilju Filipsdóttur, F.S.A., sími 30193 kl. 08.00-16.00 Hallfríðar Alfreðsdóttur, F.S.A., sími 30274 kl. 08.00-16.00 Stjórnin. KE A o g Landsbanki draga sig út úr rekstri matvælaiðju Tveir einstaklingar og Samherji kaupa Strýtu AÐALSTEINN Helgason, Finnbogi Baldvinsson og Samheiji hf. hafa keypt hlut Kaupfélags Eyfirðinga og Landsbankans í Matvælaiðjunni Strýtu, sem stofnuð var fyrir rúmu ári síðan eftir gjaldþrot niðursuðu- verksmiðju K. Jónssonar. Félagið var stofnað að frum- kvæði Landsbankans og var leitað eftir samstarfi við fyrirtæki á Akur- eyri og komu þá Samhetji og Kaup- félag Eyfirðinga til liðs við bank- ann. Tilgangurinn með stofnun Strýtu hf. var að veija verðmæti sem fólgin voru í birgðum, vélum og byggingum og varðveita þekk- ingu starfsmanna auk þess að tryggja rekstrinum framtíð á Akur- eyri. Rekstur Strýtu hefur gengið vel Hagnaður í fyrra og veltan 800 milljónir króna og var velta fyrirtækisins um 800 milljónir króna á síðasta ári og skil- aði reksturinn hagnaði. Hjá félag- inu starfa um 100 manns. Samvinna við Söltunarfélagið KEA og Landsbankinn hafa nú ákveðið að draga sig út úr rekstrin- um og selja Aðalsteini Helgasyni framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Finnboga Baldvinssyni fram- kvæmdastjóri Söltunarfélags Dal- víkur og Samheija hf. hluti sína í félaginu. Þær breytingar verða á rekstrinum í kjölfarið að framvegis verður félagið rekið í samvinnu við Söltunarfélag Dalvíkur á sviði stjórnunar, sölu og framleiðslu. „Við munum hafa nána samvinnu á sviði stjómunar og markaðsmála. Það verður ekki um sameiningu fyrirtækjanna tveggja að ræða,“ sagði Aðalsteinn. Tilgangurinn er að hagræða í rekstri og efla mark- aðs- og sölustarfið en með sam- starfinu er verið að styrkja sam- keppnisstöðu fyrirtækjanna jafnt innanlands og utan. Strýta mun áfram framleiða kav- íar og síld og er fyrirhugað að efla þá starfsemi. Ekki kemur til upp- sagna starfsfólks vegna þessara breytinga. Hlutur í Landsvirkj- un verði seldur „ALÞÝÐUBANDALAGIÐ hef- ur það enn að markmiði að selja hlut bæjarins í Landsvirkj- un þegar núverandi ríkisstjórn og meirihlutinn í Reykjavík verða ekki lengur til trafala," segir í stefnuskrá Alþýðu- bandalagsins á Akureyri „100 rauðir punktar" sem kynnt var á blaðamannafundi í gær. Sigríður Stefánsdóttir sem skipar efsta sætið á lista flokks- ins fyrir bæjarstjórnarkosning- ar sagði að það sem staðið hefði í vegi fyrir því að hlutur Akur- eyrarbæjar í Landsvirkjun hefði verið seldur eins og stefnt var að við myndun núverandi meiri- hluta Sjálfstæðisflokks og Al- þýðubandalags væri andstaða innan ríkisstjórnar varðandi það að meta á réttmætan hátt hlut Akureyrarbæjar í fyrir- tækinu. Þá hefði andstaða inn- an borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík við hugmynd um að ríkið keypti hlut Akureyrar- bæjar tafið fyrirhugaða sölu. -------♦ ♦ ♦ Skemmti- kvöld jafn- aðarmanna UNGIR jafnaðarmenn á Akur- eyri standa fyrir skemmtikvöldi á veitingastaðnum Við Pollinn í kvöld, þriðjudagskvöldið 10. maí og hefst dagskráin kl. 21. Ungir skemmtikraftar koma fram og fyrirtæki kynna vörur sínar. Léttleikinn verður í fyrir- rúmi og allir 18 ára og eldri velkomnir. (Fréttatilkynning.) I vígahug Þessi indíáni lagði ekki Akur- eyri undir sig með vopnum, heldur krítarteikningum. Spildur leigðar til skóg- ræktar Morgunblaðið/Rúnar Þór Háskólinn á Akureyri Þorsteinn Gunnars- son ráðinn rektor MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur skipað dr. Þorstein V. Gunnars- son rektor við Háskólann á Akur- eyri en háskólanefnd hafði lagt slíkt til við ráðherra. Skipunin er til fimm ára og gildir frá 1. september næst- komandi. Þorsteinn er fæddur árið 1953, hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1973, BA-prófi í sálarfræði frá Háskóla íslands og prófi í uppeldis- og kennslufræðum frá sama skóla árið 1979. Þá lauk hann MA-prófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Ohio University í Bandaríkjunum og doktorsprófi frá sama skóla árið 1990. Doktorsritgerð hans fjallaði um námskrárgerð og kennslufræði á framhaldsskólastigi. Þorsteinn hefur starfað sem kennari við Víghólaskóla, Mennta- skólann á Egilsstöðum, Fjölbrauta- _ skólann á Akranesi og sem stunda- kennari við Háskóla Islands. Hann starfaði sem deildarsérfræðingur í háskóla- og vísindadeild mennta- málaráðuneytisins en frá því á síð- asta ári hefur hann verið vísinda- fulltrúi menntamálaráðuneytis við sendiráð íslands í Brussel. Eiginkona Þorsteins er Árþóra Ágústsdóttir kennari og eiga þau tvö börn. Skógræktarfélag Eyfirðinga hef- ur leigt jörðina Háls í Eyjafjarð- arsveit af landbúnaðarráðuneyt- inu til 75 ára og verður félags- mönnum gefinn kostur á að fá úthlutað þar spildu til ræktunar. Hugmyndin er að hver félags- maður greiði vægt árgjald og leigan verði greidd með plöntu- kaupum af Skógræktarfélaginu og fær fólk plönturnar á kostnað- arverði. Háls er um 30 kílómetra sunnan Akureyrar og er jörðin um 120 hektarar. Hallgrímur Indriðason framkvæmdastjóri Skógi’æktarfélagsins sagði að innan skamms yrði hafist handa við að girða landið og í fram- haldi af því yrði farið að úthluta spildum til félagsmanna en hver og einn fengi um 1-3 hektara og væri þannig gert ráð fyrir að hægt yrði að skipta landinu upp í 50 spildur. Stjórn félagsins var fyrir tveimur árum falið að leita að heppilegu landi til skógræktar fyrir félagsmenn. Ætlunin er að skipuleggja svæðið í grófum dráttum og verða fólki síðan gefnar frjálsar hendur með hvernig það hagar ræktuninni á sinni spildu. Fyrstu spildunum verður úthlutað á þessu ári og sagði Hallgrímur að viðbrögð félagsmanna hefðu verið mjög sterk. „Viðbrögðin hafa ekki lát- ið á sér standa, við fáum daglega fyrirspurnir þó ekki sé byijað að úthluta svæðum,“ sagði hann. Á myndinni er Hallgrímur ásamt Aðalsteini Sigfússyni á hlaðinu við Háls. !. i, I ( l í í 1 C' I f í t ' c. f f ! 1 r ( f: (

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.