Morgunblaðið - 10.05.1994, Síða 19

Morgunblaðið - 10.05.1994, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1994 19 LISTIR Hið þekkta og óþekkta MYNPLIST Önnur hæð RICHARD TUTTLE Opið 14-18, alla miðvikudaga, út maúnánuð. Aðgangur ókeypis. AMERÍSKI myndlistarmaðurinn Richard Tuttle hefur látið hafa eft- ir sér að listsýning sé gullið tæki- færi til að öðlast nýja sýn. Hann telur að í myndverki kristallist hið þekkta, en listsýning sé tilraun til að höndla hið óþekkta. Þetta er m.a. undirstrikað með átta línu- teikningum í römmum úr skíragulli á sýningu verka hans í listhúsinu Önnur hæð á Laugavegi 36 (bak- hús), auk þess getur þar að líta þijú rúmtaksverk. Þetta er ekki fyrirferðamikil framkvæmd frekar en aðrar sýning- ar á staðnum, en hins vegar er mjög vel staðið að kynningu á lista- manninum með bókum um hann sem liggja frammi og áhugavert er að fletta í. Framsláttur listamannsins telst ekki ýkja frumlegur en er góð árétt- ing gamalla sanninda, því að list- sýning á að sjálfsögðu að vera eins konar leiðangur inn í nýjan veru- leikaheim sem er gerandans hverju sinni. Því er mikilvægt að sá heim- ur sé spennandi og grípi skoðand- ann, en síður alfarið stafesting á því sem hann hefur áður séð. Til þess þarf listaverkið ekki að vera frumlegt eða framúrstefnulegt og síst á síðustu tímum, er framúr- stefna er kennd í listaskólum eins Nýjar bækur ■ Út er komin hjá íslenska kiljuklúbbnum bókin íslands- heimsókn — Ferðasaga frá 1834 eftir John Barrow og er þetta frumútgáfa bókarinnar hér á landi. í kynningu segir: „í bókinni lýsir Englendingurinn John Barrow heimsókn sinni hingað sumarið 1834. Þótt byggðin og mannlífið í Reykjavík hafí valdið þessum enska séntilmanni vonbrigðum hreifst hann bæði af íslenskri náttúru og fornri frægð þjóðarinnar. Hann lýs- ir Þingvöllum og Geysi, Hafnar- firði, Bessastöðum og hrakför sinni á Snæfellsnes. Náttúran og jarð- sagan eru í fyrirrúmi í frásögn Barrows, en einnig er sagt frá kynnum af fyrirmönnum á Islandi, þar á meðal Friðrik Danaprins, sem þá var hér í heimsókn, og lýst siðum og sérkennum innfæddra." Tuttugu teikningar höfundarins prýða bókina. Haraldur Sigurðsson, fyrrv. bókavörður, þýddi íslands- heimsókn Barrows og skrifar for- mála og skýringar. Bókin er 171 blaðsíða, í kilju- broti. Hún kostar 799 krónur. 'og t.d. raunvísindi í háskólum, heldur þarf helst eitthvað að vera í því sem grípur skoð- andann og vekur til umhugsunar. En til þess þarf mót- tökutækið að vera í lagi því að djúpar kenndir listamannsins kalla á samhljóm frá hálfu skoðandans. Ric- hard Tuttle er mjög vel þekktur listamaður í sínu heimalandi og hefur að auk verið markaðssettur með miklum glæsibrag í Evrópu, eins og vegleg sýningarskrá á staðnum er til vitn- is um. Hann er einn þeirra listamanna er gera athöfnina að list, þ.e. at- höfnin sjálf er hluti af tilorðningu listaverksins og hefur gildi í sjálfu sér. Auðvitað verður ekkert lista- verk til án athafnar og ansi væri nú gaman að geta litið inn á verk- stæði endurreisnarmálaranna með slíkt skilgreiningarstefnumark í malnum. Að sjálfsögðu voru þeir hávaxnir sem lágvaxnir, digrir sem magrir ásamt því að vafalaust hafa sumir þeirra haft skondna kæki. Fyrirtektir þeirra fyrir framan dúk- HAFNAR eru æfingar á fyrsta verkefni Leikfélags Reykjavíkur á litla sviðinu í haust. Það er leik- rit Jóhanns Siguijópssonar — Galdra Loftur eða Óskin, frum- sýningin verður í byrjun septem- ber í Borgarleikhúsinu. Um þessar mundir eru áttatiu ár frá því Jó- hann lauk við þetta verk á dönsku en það var frumsýnt af Leikfélag- inu í desemberlok 1914. Síðan hefur félagið sett það á svið fjór- um sinnum. Að þessu sinni fara sex leikarar með hlutverk í leikritinu, en leik- ana fjölþættar og næsta ólíkar, en þau atriði virðist hafa sér- gildi hjá sumum lista- mönnum dagsins, jafn- vel mun frekar árangr- inum við sérkennilega smumingu litanna á myndflötinn. Ekki skal það lastað því að mannlegt atferli er áhugavert til rann- sóknar og þannig em tilburðir Tuttles við línuteikningar með stálvír markverð at- höfn ásamt því að fram kemur næm tilfinning fyrir hrynjandi línunn- ar. Sýnishorn þessa þáttar listar hans er að vísu ekki á staðnum, nema í bók, en áðurnefndar línu- teikningar í gullrömmunum stað- festa það djúpan skilning á eðli lín- unnar að jaðrar við snilldartakta. Þrívíddarverkin, sem eru hrá efnis og veggverk minna hins vegar á föndur og snertu mig mun minna, en á þeim vettvangi hefur listamað- urinn einnig gert mjög athyglisverð verk. Fyrir áhugasama sem ekki þekkja Iist Richards Tuttle, er sýn- ingin dijúgur hvalreki. stjóri sýningarinnar er Páll Bald- vin Baldvinsson. Hlutverk Lofts leikur Benedikt Erlingsson, en þær Steinunn og Dísa eru i hönd- um Sigrúnar Eddu Björnsdóttur og Margrétar Vilhjálmsdóttur. Benedikt og Margrét útskrifast frá Leiklistarskóla íslands í vor. Aðrir leikarar eru Arni Pétur Guðjónsson, Ellert A. Ingimundar- son og Theodór Júlíusson. Leik- mynd og búninga gerir Stígur Steinþórsson, lýsingu annast Lár- us Björnsson, og um tónlistina sér Hilmar Orn Hilmarsson. Richard Tuttle. Bragi Ásgeirsson Æfingar eru nú hafnar á fyrsta verkefni Leikfélags Reylyavík- ur á litla sviðinu í haust. Galdra-Loftur eða Óskin hjá LR LAUGAVEGI 61-63, SfUI 10655 Honda á íslandi • VatnagÖrðum • Sími 689900 ~ ~ ’avelum hendumar. Kauptu Honda. Það er ekki allra að standa sjálfir í bifreiðaviðgerðum. Lág bilanatíðni, mikil ending og sparneytni hljóta að vera mikilvægustu kostir bifreiða þegar til lengri tíma er litið. f könnun breska blaðsins European á gæðum og áreiðanleika bifreiða var Honda í efsta sætinu þar sem aðeins fjórar af hverjum hundrað bifreiðum biluðu. Bilanatíðni bifreiða næsta samkeppnisaðila var fimmfalt hærri. -klikkar ekki Við styðjum D-listann Þórhallur Sigurðsson leikari Erla Vílhjálmsdóttir kaupkona í Tékk-Kristal Þórir Kr. Þórðarson prófessor í guðfræði Sveinn H. Guðmarsson nemi Inga J. Amardóttir lyfjafræðingur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.