Morgunblaðið - 10.05.1994, Page 21

Morgunblaðið - 10.05.1994, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ1994 21 LISTIR Skólaslit Tónlistarskóla Rangæinga Nær helmingur nem- enda tók stigspróf Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir ÞESSI hópur gítarleikara á gítarnámskeiði var hluti af 180 nemendum skólans í vetur. Hvolsvelli - Um 70 nemendur í Tónlistarskóla Rangæinga tóku stigspróf í vor. Er það helmings aukning frá því sem áður hefur ver- ið. Þetta kom fram í ræðu skólastjór- ans, Agnesar Löve, við skólaslitin sem voru 1. maí sl. í Félagsheimilinu Hvoli fyrir fullu húsi gesta. Alls stunduðu 180 nemendur nám við skólann í vetur og voru allir í fullu námi. Skólinn hefur nú verið lengdur í átta mánuði og hefur það skilað mun betri árangri að mati skólastjórans þar sem nemendur komast fyrr í gang á haustin. Boðið er upp á kennslu á flest hljóðfæri, að auki er starfrækt poppdeild, söng- deild og lúðrasveit. Þá er einnig boðið upp á kennsiu í námskeiðs- formi t.d. raddæfingar, nótnalestur og gítarnám. Bestum árangri að þessu sinni náði Berglind Hilmarsdóttir frá Núpi í Vestur-Eyjafjallahreppi, en hún stundar píanónám. Fékk hún fyrstu ágætiseinkunn, 9,4. Ekki sákar að geta þess að Berglind er 38 ára en tveir hæstu nemendur skólans eru báðir komnir vel á fertugsaldurinn. Það sýnir það að tónlistarnám hent- ar fullorðnum ekki síður en börnum. Á skólaslitunum flutti fjöldi nem- enda fjölbreytt skemmtiatriði og nokkrir velunnarar skólans og kenn- arar fengu afhentar rósir í tilefni dagsins. Tónlistarskóli Garðabæjar Burtfararprófstón- leikar Jóhönnu Vig- dísar Arnardóttur BURTFARARTÓN- LEIKAR Jóhönnu Vig- dísar Arnardóttur, sópransöngkonu frá Tónlistarskóla Garða- bæjar, verða fimmtu- daginn 12. maí. Undir- leikari er Davíð K. Ját- varðsson. Tónleikarnir verða í Kirkjuhvoli í Garðabæ kl. 17. Jóhanna byrjaði ung að árum að læra á píanó í Tónlistarskóla Garðabæjar og lauk þaðan burtfararprófi í píanóleik árið 1988 Jóhanna Vigdís Arnardóttir undir handleiðslu Gísla Magnússonar, skóla- stjóra skólans. Undan- farin þrjú ár hefur hún lagt stund á söngnám við söngdeild skólans hjá Snæbjörgu Snæ- bjarnardóttur og lýkur nú þaðan burtfarar- prófi ineð framhalds- nám erlendis í huga. Á efnisskrá tónleikanna eru ljóð og aríur m.a. eftir Hándel, Purcell, Dvorák, Fauré, Pucc- ini, Rossini og Hjálmar H. Ragnarsson. Njjar bækur Slægjur: Fyrsta ljóðabók Sverris Pálssonar skólastjóra ÚT er komin ljóðabók- in Slægjur eftir Sverri Pálsson, fyrrverandi skólastjóra á Akur- eyri, í tilefni sjötugs- afmælis hans nú í sumar. Hann hefur ekki sent frá sér ljóðabók fyrr, en nokkrar frum- samdar bækur hafa komið út frá hans hendi, einkum um söguleg efni. Enn- fremur hefur hann þýtt nokkrar bækur. í Sverrir Pálsson bókinni eru rösklega 50 kvæði, sem skipt- ast í fimm efniskafla: Land oglíf, Um ársins hring, Ýmsum ætlað, Hálfkæringur og Þýð- ingar. Slægjur er 112 bls. og innbundin. Bókin er prentuð í 250 ein- tökum sem eru öll tölusett og árituð af höfundi. Höfundur gefur bókina sjálfur út. Hún kostar 1.800 krónur. 1 lciinilislang: óstnúmer: koma r KIMS snaKK Búðu til smellið slagorð fyrir KIMS snakkið og sendu okkur. Næstu föstudaga, kl. 14 verður dregið úr öllum innsendingum á Bylgjunni og veitt þrenn verðlaun: Þrjár kúffullar körfur af KIMS gæðasnakki í hvert skipti. Fimmtudagurinn 16. júní er svo stóri dagurinn, þá veljum við besta KIMS slagorðið og kynnum sigurvegarann á Bylgjunni milli kl. 14.00 og 14.30. iP *? Klipptu út seðilinn hér fyrir neðan og sendu okkur Kims slagorðið þitt ásamt nafni og heimilisfangi. Einnig fást þátttökuseðlar í verslunum og söluturnum um land allt. Fylgstu með KIMS slagorða- leitinni á Bylgjunni. Slagorð fyrir KIMS snakk: styðjum D-listann Svava Johansen verslunarmaður Áshildur Bragadóttir starfskona Stígamóta ísól Fanney Ómarsdóttir nemi María Ólafsdóttir tísku- og búningahönnuður Kristín Magnúsdóttir rekstrarhagfræðingur íiíttiiitt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.