Morgunblaðið - 10.05.1994, Page 47

Morgunblaðið - 10.05.1994, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ1994 47 ÍDAG Árnað heilla STJÖRNUSPÁ VANTAR BÍLA! ur Örn Karlsson, Breiðagerði 33, Reykja- vík. Hann tekur á móti gestum frá kl. 18 laugar- daginn 14. maí nk. í félags- miðstöð múrara, Öndverð- amesi í Grímsnesi. Pennavinir SEXTÁN ára japanskur piltur með margvísleg áhugamál: Narihiro Yíimamoto, 244-1 Akoda, Okayama-shi, Okayama 706, Japan. ÞÝSK kona sem safnar not- uðum símkortum, býðst til að senda í staðinn frímerki, póstkort, límmiða o.s.frv.: Sylvia Schenk, Hermannstrasse 12, 74354 Besigheim, Germany. FIMMTÁN ára austurrísk stúlka sem kann smávegis í íslensku og hefur áhuga á skíðaferðum, tónlist, kvikmnyndum og ferðalög- um: Karin Rachbauer, Im Weideland 3, 4060 Leonding, Austrm. TVÍTUG japönsk stúlka með áhuga á tónlist og bréfaskriftum: Chinami Gouda, 678-2 Kawakami, Hiroka wa-machi Yame-gun, Fukuoka 834-01, Japan. TVÍTUGUR ítalskur há- skólanemi með mikinn ís- landsáhuga: Benny Manara, Str. Rebaude 89, 10024 Moncalieri (TO), Italy. FIMMTÁN ára pólskan pilt langar að eignast íslenskan pennavin. Segir aldur ekki skipta öllu sé viðkomandi ungur í anda: Dominik Mokriechi, Opolizyka 3/7, 93-200 Pszizyna, Poland. ------» » ♦------- LEIÐRÉTT Nafnavíxl NAFNAVÍXL urðu í myndatexta í sunnudags- blaðinu með fréttinni Sex ára úthlutað eldri vinum. Þórhildur Reinharðsdótt- ir var lengst til vinstri í efri röð og Hildur Þor- steinsdóttir var önnur frá hægri í neðri röð. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. GULLBRÚÐKAUP eiga hjónin Jósíana Magnúsdóttir og Steinar Guðmundsson. Þau munu halda upp á það með því að bjóða vinum og kunningjum uppá kaffisopa í golfskálanum á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal milli kl. 15-18 á uppstigningardag. Með morgunkaffinu Þetta er bara hún lang- amma að tala við sjálfa sig. Æææ, bakið á mér. Til fj... með þessa garð- vinnu. HÖGNIHREKKVÍSI Ást er... ... að leyfa honum að ráða ferðinni. TM Rm. U.S P«t Oft.—all rightj resorved • 1993 Los Angoíes Tkrves Syndicate Ég er landslagsmálari. SKÁK llmsjón Margcir l’étursson Þessi staða kom upp í svissnesku deildakeppninni í ár í viðureign bandaríska alþjóðlega meistarans James T. Sherwin (2.350), sem hafði hvítt og átti leik, og W. Miiller. 30. Bxa4! (En alls ekki 30. Hc7? - a3!) 30. - Hxa4 (Skárra var 30. - g5, en eftir 31. Bxg5 - f6, 32. Bf4 - Hxa4, 33. Hc7 vinnur hvítur manninn til baka og peð að auki.) 31. Hc7 - Ba6, 32. Ha7! (Hótar bæði máti og 33. b7) 32. - Hal+, 33. Kh2 - Hbl, 34. Ha8+ - Bf8, 35. Bh6 og svartur gafst upp, því hann er óveij- andi mát. Sherwin er nokkuð þekktur í skákheiminum sem keppinautur Bobby Fischers á árunum 1955-60. Hann varð ekki stórmeistari en gerðist umsvifamikill verð- bréfamiðlari. Eins og kollegi hans í þeirri frægu kvikmynd „Wall Street" lenti hann á hálum ís vegna svonefndra innheijaviðskipta og hefur nú sest í helgan stein í Sviss. Þar hefur hann aftur tekið upp þráðinn í taflmennsk- unni, rétt eins og gamli keppinauturinn. NAUT Afmælisbarn dagsins: Þú hefur ríka ábyrgðartilfínn- ingu og þér vegnar vel í viðskiptum. eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 49. apríl) Dagurinn hentar vel til inn- kaupa og til að taka mikilvæga ákvörðun varðandi fjármálin. Þér bjóðast ný tækifæri í vinn- unni. Naut (20. apríl - 20. maí) Sjálfstraust þitt er óbilandi og þú vinnur að því að láta drauma þína rætast. Gamalt verkefni öðlast nýtt líf. Tvíburar (21.maí-20.júní) Þú hefur mörgu að sinna en þarft tíma útaf fyrir þig í dag til að ganga frá gömlum verk- efnum sem hafa beðið lausnar Krabbi (21. júní — 22. júlQ HSg Þú eignast nýja vini í dag fyrir milligöngu ástvinar, og félags- lífið heillar. Sumir gerast félag- ar í samtökum eða klúbbi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) « Vinnan hefur forgang hjá þér í dag. Þú kemur miklu í verk og hlýtur viðurkenningu fyrir. Vinur gefur þér góð ráð. Meyja (23. ágúst - 22. september) Sumir eru að undirbúa helgar- ferð eða sumarleyfi. Þér berast góðar fréttir og ástvinir fagna góðu gengi í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Þú vinnur að því að tryggja þér fjárhagslegt öryggi til frambúð- ar. Óvæntir gestir geta komið f heimsókn f kvöld. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) Hikaðu ekki við að leita aðstoð- ar við Jausn á erfiðu viðfangs- efni. Ástin ræður ríkjum og sumir eru að undirbúa brúð- kaup. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) S&3 Viðskiptin ganga vel og þú tek- ur að þér nýtt verkefni. Þú færð heimboð frá starfsfélaga og óvæntar gleðifréttir berast. Steingeit (22. des. - 19.janúar) m Ást og afþreying eru þér ofar- legá í huga í dag og þú finnur þér nýja tómstundaiðju. Börn þarfnast umhyggju þinnar Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) t?h Þeim sem leitar sér að íbúð berst gott tilboð í dag en aðrir eru að undirbúa umbætur heima fyrir. Kvöldið verður ró- legt. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þér gefst tími í dag til að sinna einkamálunum. Sumir eru að undirbúa ferðalag. Vinur færir þér gleðifréttir í kvöld. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traust- um grunni vísindalegra stadreynda. Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar gerðir bíla á skrá og á staðinn. Mjög góður sýningarsalur og útisvæði. Ekkert innigjald. Bílasalan BÍLFANG, Sími > Höfðabakka 9,112 R. 879333 1 Við bjóðum aömlum"seljendum að vera með okkur þessa síðustu helgi Kolaportsins á gamla staðnum - á gamla verðinu auðvitað!! Fyrstu ár Kolaportsins voru hjá okkur þúsundir seljenda sem við höfum ekki séð lengi - við bjóðum þessum „gömlu" seljendum okkar að vera með í sannkallaðri hátíðarstemmningu þessa síðustu Kolaportshelgi á gamla staðnum - og bjóðum þeim bása til leigu á „eldgömlu" verði: aðeins 2500 krónur! Viö bjóöum svo öllum vinum Kolaportsins til kveöjuhátíðar þessa heigi sem veröur svo sannarlega á léttu nótunum! Bókanir í síma 625030 KOIAPORTIÐ Nýkomin sending af gúmmískóm á frábæru verði. Hver kannast ekki viö þessa einu sönnu gúmmískó sem þykja þægilegir og góöir fyrir allan aldur á þessum árstíma. í sveitinni eru þeir ómissandi. Stærðir 25-33 kr. 998-, 35-39 kr. 1.195-, og stærðir 40-44 kr.1.490- Verstun athafnamannsins frá 1916 Grandagarði 2, Reykjavík, sími 28855, grænt númer 99-6288.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.