Morgunblaðið - 17.06.1994, Síða 2

Morgunblaðið - 17.06.1994, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 Færeyingar um síldarstofninn Noregur ekki vilj- að semja JÁKUP Sólstein, formaður sam- taka útgerðarmanna í Færeyj- um, Föroya Reiðarafelag, segir í fréttatilkynningu frá samtök- unum að þau telji að ekki verði hjá því vikist að íslendingar, Rússar, Norðmenn og Færeying- ar hefji hið snarasta samninga- viðræður um nýtingu á norsk- íslenska síldarstofninum. Hann vísar ábyrgðinni á hendur norsk- um stjórnvöldum að slíkur samn- ingur hafi ekki þegar verið gerð- ur því þau hafí verið ófáanleg að samningsborðinu. Jákup gagnrýnir norsk stjómvöld fyrir samnings- tregðu. Nú þegar norsk-íslenski síldarstofninn leiti út úr norsku lögsögunni og inn í lögsögu annarra strandríkja hafí Norð- menn áhyggjur af veiðum ann- arra þjóða og telji nú nauðsyn- legt að gengið verði að samn- ingaborðinu. Jákup segir að allir þeir sem málið snertir ættu að hafa hag af því að semja þannig að þeir fengju réttmætan skerf af afl- anum og tækju höndum saman um að koma í veg fyrir að stofn- inn yrði ofnýttur af erlendum þjóðum á alþjóðlegu hafsvæði. Uppselt á tónleika Bjarkar UPPSELT er á tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur í Laugardals- höll sunnudaginn 19. júní nk. og fengu færri miða en vildu. Að sögn Ásmundar Jónssonar hjá Smekkleysu gekk sala miða mjög vel og var eftirspum geysi- mikil. Hann telur að ekki hafi verið uppselt fyrirfram á tón- leika í Laugardalshöll í áraraðir. Gert er ráð fyrir liðlega fímm þúsund gestum með boðsgestum á tónleikana. Að sögn Ásmundar hafa fjölmargir blaðamenn, einkum frá Norðurlöndum og Bretlandi, sýnt tónleikunum áhuga. Tónleikar Bjarkar, sem Morgunblaðið stendur fyrir í samstarfi við Smekkleysu, hefj- ast stundvíslega klukkan 20.45 en húsið opnar kl. 20. Sjómenn með lausa samninga BRÁÐABIRGÐALÖGIN sem sett voru á verkfall sjómanna í janúar féllu úr gildi í fyrradag, 15. júní. Samningar sjómanna eru þar með lausir. Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna hafa ræðst við undanfarnar vikur og munu halda viðræðum áfram. Hólm- geir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Islands, sagði að mikil vinna væri eftir áður en samningar tækjust. Hann sagðist ekki reikna með að mál skýrðust fyrr en í haust. MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Mest til Ólafsvíkur Hins vegar jókst afli smábátanna verulega, úr 3.623 tonnum í 7.809 tonn, eða úr 23% í 50% þorsk- aflans. Svo hátt hlutfall smábáta er ekki þekkt frá síðari árum. Reyndar hefur afli smábáta oft ver- ið góður í maí, en ekki í þessum mæli. Af einstökum verstöðvum er lagt mest á land af þorski í Ólafs- vík eða 1.667 tonn. I hlut fjögurra verstöðva á utanverðu Snæfellsnesi kemur liðlega fímmtungur þorsk- aflans. Norðmenn á Seyðisfirði Seyðisfirði. Morgunblaðið. Norska rannsóknaskipið G.O. Sars kom til Seyðisfjarðar á mið- vikudag til að taka vatn og vist- ir. Skipið fékk sams konar af- greiðslu og venja er þegar erlend skip koma þangað. Skipveijar urðu ekki fyrir neinu ónæði, þrátt fyrir atburði við Svalbarða og voru öll samskipti hin vinsamleg- ustu. Þó þótti mörgum kaldhæðn- islegt að sjá norska skipið liggja við sömu bryggju og Breki VE, enda er hann á Seyðisfirði vegna þess að honum var neitað um við- gerð í Noregi. Aflahlutfall smábáta ekki verið jafn hátt hin síðari ár Smábátar með helm- ing þorskaflans Veiddu tæp 8 þúsund tonn í maímánuði SMÁBÁTAR báru helming alls þorskaflans að landi í maí. Veiddu þeir 7.809 tonn af 15.456 tonna heildarafla í maímán- uði. Þorskafli þeirra var því jafn mikill og afli alls togara- og bátaflotans í þessum mánuði. Þorskaflinn í maí var svipaður og í maí á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags ís- lands. Aflinn minnkaði mikið hjá togurum og bátum. Togararnir komu með fímmtung þorskaflans að landi á móti liðlega fjórðungi á síðasta ári. Hlutur bátanna minnk- aði úr 50% niður í 30%. KRISTJÁN Jóhannsson óperu- söngvari hélt glæsilega tón- leika fyrir fullu húsi í Laugar- dalshöllinni á Listahátíð í gær- kvöldi að viðstöddum forseta íslands og öðrum þjóðhöfðingj- um Norðurlandanna, að und- anskildum Svíakonungi, sem kom til landsins eftir að tón leikarnir hófust. Kristján söng ítalskar og franskar óperuar- Söng ítalskar og franskar aríur íur og Sinfóníuhyómsveit ís- lands lék auk þess nokkra for- leiki og millispil úr óperum undir sljórn Rico Saccani. Kristján var ákaft hylltur af áheyrendum og söng nokkur aukalög, þar á meðal Hamra- borgina, við mikinn fögnuð. Á myndinni sést hvar Kristjáni er fagnað en honum á vinstri hönd er Rico Saccani stjórn- andi. ■ Að syngja/29 & |nar£ioiW»b«r V!írn,-a*SC Morgunblaðinu I dag fylgir Lýð- veldisblað í tilefni 50 ára afmæl- is Lýðveldisins íslands. Forsíð- una prýðir mynd af olíumálverki eftir Guðbjörgu Lind Jónsdóttur en Morgunblaðið efndi til sam- keppni um forsíðumynd Lýð- veldisblaðsins. Borgarstjórn samþykkir tillögu borgarráðsfulltrúa R-lista Heimíld fynr aðstoðarmanni TILLAGA borgarráðsfulltrúa R- listans um að heimila borgarstjóra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, að ráða sér aðstoðarmann var sam- þykkt á fundi borgarstjórnar í gær. Ingibjörg Sólrún hefur lýst yfír að hún hafí hug á að fá Kristínu A. Árnadóttur til starfans. Var tillagan lögð fram á fundi borgarráðs 14. júní síðastliðinn en ákveðið að vísa henni til borgarstjómar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að afgreiðslu málsins yrði frestað en sú tillaga var felld. Var tillaga R- listans samþykkt með átta atkvæð- um. Einnig var gengið frá skipan nefnda á vegum borgarinnar. Árni Sigfússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks las bókun þar sem átalin voru þau vinnubrögð R-list- ans að hafna beiðni um frestun til- lögunnar. Það væri álitamál hvort staðan samrýmdist lögum um stjórnskipan borgarinnar. Einnig var spurt hvers vegna þessi hug- mynd hefði ekki verið kynnt fyrir Reykvíkingum fyrir kosningar og ljóst væri að launakostnaður vegna ráðningarinnar yrði um 13 Vi milljón á kjörtímabilinu, auk annars stofn- kostnaðar vegna stöðunnar. Einnig væri verksvið aðstoðarmanns óskil- greint og hann eini starfsmaður borgarinnar sem ekki heyrði undir borgarstjórn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að leitað hefði verið munnlegs álits borgarlögmanns og einnig áíits Gests Jónssonar hæstaréttarlög- manns vegna ráðningarinnar. Sagði Ingibjörg Sólrún að ekki væri víst að ástæða væri til að festa stöðu aðstoðarmanns í sessi með ákvæði þar að lútandi í lögum um borgar- stjóm þótt hún kysi að ráða sér aðstoðarmann. Teldi hún mikilvægt að fá aðstoðarmann til liðs við sig sem fyrst og næsti fundur borgar- stjórnar væri ekki fyrr en í júlí. Einnig var gengið frá skipan ráða og nefnda á kjörtímabilinu. Formaður hafnarstjómar er Árni Þór Sigurðsson, formaður skóla- málaráðs er Sigrún Magnúsdóttir, formaður félagsmálaráðs ér Guðrún Ögmundsdóttir og formaður um- hverfismáíaráðs er Bryndís Krist- jánsdóttir. Guðrún Jónsdóttir var kjörin formaður menningarmála- nefndar, formaður stjómar Inn- kaupastofnunar var kjörinn Alfreð Þorsteinsson, Pétur Jónsson er for- maður atvinnumálanefndar, Alfreð Þorsteinsson var kjörinn formaður stjómar veitustofnana, Arthúr Morthens var kjörinn formaður stjórnamefndar um almennings- samgöngur, Guðrún Ágústsdóttir er formaður skipulagsnefndar, Mar- grét Sæmundsdóttir er formaður umferðarnefndar, Steinunn V. Ósk- arsdóttir er formaður íþrótta- og tómstundaráðs, Árni Þór Sigurðs- son er formaður stjórnar Dagvistar barna og Helgi Pétursson er for- maður ferðamálanefndar. f -í l » I i I I I » F . I I I I I i I : I I I í ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.