Morgunblaðið - 17.06.1994, Side 10

Morgunblaðið - 17.06.1994, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 Fv MORGUNBLAÐIÐ LÝÐVELDIÐ ÍSLAND ^ 50ÁRA Undirbúningur afmælishátíðarinnar á Þingvöllum hefur gengið eftir áætlun VIÐ aðkeyrsluna að Lögbergi hefur verið hlaðinn upp á gamla mátann steinvegg- ur. Heiðurinn að honum á Gunnar Gunnarsson garðyrkjumeistari en hér sjást þeir Frosti Pálsson og Gylfi Hafsteinsson aðstoða við hleðsluna. SÍLDARPLANI hefur verið komið upp á Þingvöllum og þar verður verkuð síld, líkt og á síldarárunum. Ellar Elefsen leggur hér sitt af mörkum svo hin þjóðlega Islandssíid megi njóta sín í dag. Lokahönd lögð á verkið YFIR þijú hundruð starfsmenn voru á Þingvöllum í gær að ljúka seinasta undirbúningi fyr- ir afmælishátíðina. Verkið hef- ur gengið að mestu hnökralaust fyrir sig og allt á að vera til í dag þegar fólkið byrjar að streyma til Þingvalla. „Undir- búningurinn hefur gengið mjög vel og veðrið hefur hjálpað okk- ur mikið undanfarið. Með 130 unglingum frá Þjóðgarðinum, starfsmönnum Pósts og síma, rafvirkjum, trésmiðum og öðru starfsfólki eru hér um þrjú til fjögur hundruð manns,“ sagði Sveinn Fjeldsted verkstjóri framkvæmdanna á Þingvöllum. í fyrradag var unnið langt fram á kvöld að sögn Sveins og sú saga endurtók sig í gær. Gærdagurinn fór að mestu í til- tektir og að fínvinna hlutina. Aðspurður sagði Sveinn að ýmislegt af því, sem gert hefur verið fyrir afmælishátíðina muni nýtast til framtíðar. „Tjöldin verða auðvitað öll rifin og pallarnir," sagði hann, „en það er ýmislegt, sem stendur eftir. Bílastæði hafa verið stækkuð, göngustígar hafa ver- ið lagfærðir og tröppur hér og þar. Einnig mun falleg kross- borg, sem hér var hlaðin standa eftir.“ MENN treysta ekki lengur á hljómburðinn á Þingvöllum eins og gert var á þjóðveldisöld. Nick Lidster stillir hér hátalara við þingpallinn. MIKIÐ álag hefur verið á smiðunum, sem unnið hafa á Þingvöllum sl. daga. Jóhann Guðmunds- son vinnur hér við lengingu göngupalla. Morgunblaðið/Þorkell UM 130 unglingar hafa unnið hörðum höndum að fegrun Þingvalla undanfarið. Þar á meðal eru þau Sigsteinn Sigurbergsson og Ragnheiður Þórdís Ragnarsdóttir, sem hér sjást koma fyrir blóm- um við hátíðarpallinn. Fjöldi tiginna gesta viðstaddur þingfundinn á Þingvöllum FJÖLDI tiginna gesta verður við- staddur hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum í dag kl. 11. Á sérstök- um viðhafnarpalli munu tæplega 340 manns fylgjast með þingfund- inum. Þeirra á meðal eru þjóðhöfð- ingar Norðurlandanna, þingforsetar átta nágrannaþjóða íslendinga, full- trúar erlendra ríkisstjórna, fyrrver- andi forsetar sameinaðs Alþingis, ýmsir embættismenn þjóðarinnar að ógleymdum mökum. Þingpallar fyrir hátíðarþingfund- inn verða á völlunum fyrir neðan Lögberg. Þar munu allir þingmenn, 63 talsins, sitja á sérpalli með for- seta Alþingis sér á vinstri hönd en forseta íslands og þingfundargesti á hægri hönd. Paliurinn sem ætlaður er gestum rúmar 340 manns og er sætaskipan fyrirfram ákveðin. A fremsta bekk sitja þjóðhöfðingjarnir fjórir, henn- ar hátign Margrét Þórhildur II. Danadrottning, hans hátign Karl Gústaf XVI. Svíakonungur, hans hátign Haraldur V. Noregskonung- ur og Martti Ahtisaari, forseti Finn- lands, ásamt mökum sínum. Á fyrstu tveimur bekkjunum sitja einnig 8 forsetar eða varaforsetar þjóðþinga nágrannalandanna, Sví- inn Ingegerd Troedsson, Daninn Henning Rasmussen, Finninn Riitta Uosukainen, Norðmaðurinn Edvard Grimstad, Manarbúinn Sir Charles Kerruish, Færeyingurinn Lasse Klein, Grænlendingurinn Knud Sor- ensen og loks Roger Jansson frá Álandseyjum. Næstir í röðinni eru fyrrverandi forsetar sameinaðs Alþingis, fyrr- verandi forsætisráðherrar, makar ráðherra, biskupinn, forseti Hæsta- réttar og nokkrir fulltrúa erlendra ríkisstjórna og fylgdarlið þeirra. Viðstaddir verða ennfremur tveir eftirlifandi þingmenn sem sátu þingfund Alþingis á ÞingvöIIum við lýðveldisstofnunina árið 1944, þeir Lúðvík Jósepsson og Sigurður Bjarnason. Á fimmta bekk og aftar sitja meðal annarra borgarstjóri Reykja- víkur, hæstaréttardómarar, makar þingmanna, þjóðhátíðarnefnd, fjöl- margir fulltrúar erlendra ríkis- stjórna og loks fulltrúar Norður- landaráðs. Bein út- sending- frá Þing-- völlum LANDSMÖNNUM gefst kost- ur á því að fylgjast með hátíð- arhöldum á Þingvöllum í til- efni af 50 ára afmæli lýðveld- isins íslands í beinni útsend- ingu í Ríkissjónvarpinu í dag. Sjónvarpið mun bjóða upp á samfellda en blandaða dag- skrá helgaða lýðveldishátíð- inni frá klukkan níu árdegis til sex síðdegis. Sjötíu vinna við útsendinguna Um sjötíu starfsmenn munu taka þátt í þessari viðamestu útsendingu Sjónvarpsins þar sem fylgst verður með allri Þingvallahátíðinni. Sýnt verður beint frá þing- fundi Alþingis á Lögbergi kl. 11 og frá hátíðardagskránni frá kl. 13.30 þar sem þjóðhöfð- ingjar og ráðamenn þjóðarinn- ar flytja ávörp. Fylgst verður með söngdagskrá hátíðarkórs sem flytur íslenskar söngperl- ur, sýningu þjóðdansa og flutningi á broti úr íslands- klukku Halldórs Laxness. Skáld og pistlahöfundar flytja ávörp Þá hafa verið fengnir valin- kunnir pistlahöfundar og skáld til að flytja þjóðinni ávörp, rakin verður saga lýð- veldisins íslands í léttum dúr í máli og myndum og til stend- ur einnig að fá ýmsa góða gesti í heimsókn í viðtal í beinni útsendingu á staðnum. Gunnar Þórðarson rifjar upp með áhorfendum dægurlög síðustu fimmtíu ára sem fjöldi þekktra íslenskra söngvara og hljóðfæraleikara flytur, þ.á m. söngvararnir Björgvin Halldórsson, Ellý Vilhjálms, Eyjólfur Kristjánsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Helga Möller og Sigríður Beinteinsdóttir. Hátíðargestir verða teknir tali °g fylgst með hátíðinni á öllu svæðinu. Loks verður fléttað inn í dagskrána nýjum ís- landsmyndum sem unnar voru í tilefni hátíðarhaldanna og þessarar dagskrár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.