Morgunblaðið - 17.06.1994, Page 18

Morgunblaðið - 17.06.1994, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Vinsamlegar viðræður Jimmy Carters við forseta Norður-Kóreu Rúanda Segja undirrót deilunn- ar vera „misskilning“ Seoul. Reuter. STJÓRNVÖLD í Kína og Rússlandi eru andvíg áætlunum Bandaríkjastjórnar um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreustjórn, sem hefur hafnað eftir- liti með sumum kjarnorkustöðva sinna en grunur leikur á, að hún vinni að smíði kjamasprengju. Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, átti í gær viðræður við Kim Il-sung, forseta N- Kóreu, og lögðu þeir báðir áherslu á þann „mis- skilning", sem þeir sögðu vera undirrót deilunnar. Andrei Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, sagði á fréttamannafundi í Moskvu, að Banda- ríkjastjórn hefði ekki haft neitt samráð við rúss- nesku stjórnina þegar hún setti saman áætlun um refsiaðgerðir og þar með brotið gegn fyrra samkomulagi ríkjanna þar að lútandi. Hann hef- ur hins vegar áður lýst yfir, að Rússar muni styðja refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreustjórn þegar fullreynt sé að hún ætli ekki að fara að alþjóðleg- um samþykktum. Vara við herskáum yfirlýsingu „Kínverska stjórnin í meginatriðum andvíg afskiptum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna af deilunni við Norður-Kóreustjórn og telur ekki rétt að beita refsiaðgerðum til að leysa hana,“ sagði Shen Guofang, talsmaður kínverska utan- ríkisráðuneytisins, í gær og bætti við, að deiluað- ilar ættu að forðast mjög herskáar yfirlýsingar í þessu máli. Hvorki Rússar né Kínveijar vildu hins vegar lýsa yfir, að þeir myndu beita neitun- arvaldi í öryggisráðinu kæmi tillaga Bandaríkja- manna fram þar. í viðræðum þeirra Carters og Kim II-sungs í Pyongyang lagði N-Kóreuforseti áherslu á, að auka þyrfti gagnkvæmt traust milli N-Kóreu og Bandaríkjanna og báðir töluðu þeir um, að „mis- skilningur“ væri undirrót deilunnar án þess að útskýra það nánar. Sagði hann, að N-Kóreustjórn hefði ýmsar tillögur um lausn hennar, sem hann kvaðst þó ekki hafa kynnt sér, og taldi, að sam- skipti Bandaríkjanna og N-Kóreu ættu að geta orðið eðlileg tækist að leiða hana til lykta. Cart- er tilkynnti einnig, að N-Kóreustjórn ætlaði að leyfa eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna að vera áfram í landinu. Einstæð ósvífni London. Reuter. FLOKKUR fijálslyndra demó- krata í Bretlandi ætlar að höfða mál á hendur öðrum stjórnmála- flokki, sem heitir svo líku nafni, að það varð líklega til að tryggja frambjóðanda hans sæti á Evr- ópuþinginu. í Evrópuþingskosningunum á dögunum bauð nýr flokkur fram í kjördæminu Plymouth and Devon í Suðvestur-Englandi og var hann skráður undir nafninu „Literal Democrats", sem hægt er að útleggja sem hina eigin- legu demókrata. Öllum að óvör- um bar frambjóðandi hans sigur úr býtum með aðeins 700 at- kvæðum og hrifsaði í raun þing- sætið frá þeim, sem hafði verið talinn nokkuð öruggur um það, frambjóðanda hins gamalgróna flokks, „Liberal Democrats", ftjálslyndra demókrata. Þessu vilja þeir síðarnefndu ekki una enda geta þeir nefnt mörg dæmi um, að fólk, einkum aldrað fólk, hafí villst á flokkun- um. Hafa þeir höfðað mál og vlsa til laga, sem heimila nýjar kosningar hafí brögð verið í tafli. Hamstur vegna stríðsótta VAXANDI ótta gætir í Suður-Kóreu við hugsanlega styrjöld við Norður-Kóreu og eru margir farn- ir að hamstra matvælum og öðrum nauðsynjum. Myndin er frá einum stórmarkaðinum í Seoul en þar hefur verið mikið að gera síðustu daga. Frakkar krefjast aðgerða París. Reuter. FRAKKAR hafs lýst því yfir að þjóðir heims verði að binda enda á „vítavert aðgerðarleysi" gagnvart ástandinu í Afríkuríkinu Rúanda. Kváðust frönsk yfírvöld vera reiðu- búin að grípa þegar inn í stríðið í landinu til að stöðva þjóðarmorðið. Gangrýnendur segja að boð Frakka komi allt of seint og að Frakkar og Belgar hafi veri andvígir íhlutun fyrir tveimur mánuðum. Alain Juppe, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í gær að héldi vopnahlé, sem samið var um á þriðjudag, ekki, íhuguðu Evrópu- og Afríkuþjóðir að senda hersveitir til Rúanda, og þá ekki endilega undir merkjum Sameinuðu þjóð- anna (SÞ). Sagði Juppe að sveitirn- ar myndu „bráðlega" halda til Rú- anda ef grimmdarverkunum væri fram haldið. Juppe sagði í blaðagrein í Liber- ation sem birtist í gær, að Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri SÞ, væri í aðalatriðum sammála tillögu Frakka um að senda fleiri friðargæslusveitir SÞ til Rúanda. ----»■ ♦ ♦-- • • Orvænt- ing í Aden Aden. Rcutcr. MIKILL ótti greip um sig meðal 400.000 borgarbúa í Aden í Suður- Jemen í gær þegar herstjórnin í Norður-Jemen skoraði á fólk að flýja borgina vegna yfirvofandi árása. Viðvörunin var lesin í norður- jemenska sjónvarpinu, sem sést í Aden, og voru borgarbúar sérstak- lega varaðir við að vera nálægt hernaðarmannavirkjum í borginni. „Allir eru skelfingu lostnir en fólk veit ekki hvert það á fara,“ var haft eftir einum borgarbúa. Að minnsta kosti 20 manns hafa farist í stórskotaliðsárásum norðan- manna á Aden síðustu daga. Reuter. SVONA mun Eyrarsundsbrúin líta út samkvæmt teikningu sænsks listamanns. Afsögn vegna Eyrarsundsbrúar Stokkhólmi. Reuter. OLOF Johansson, formaður sænska Miðflokksins, sagði af sér embætti sem umhverfisráðherra í gær eftir að ríkisstjómin ákvað að halda til streitu áformum um smíði brúar yfir Eyrarsund. Miðflokkurinn er einn fjögurra flokka sem standa að ríkisstjórn Carls Bildts og hefur haldið uppi andstöðu við brúaráformin vegna umhverfíssjónarmiða. Óttast Olof Johansson að brúin muni hafa skað- leg áhrif á lífríki Eyrarsunds en sér- fræðingar segja litla hættu á því. Harðar deilur hafa staðið um brúna um nokkurt skeið innan stjórn- arinnar og jafnvel talið að stjórnar- samstarfíð væri I hættu. Sænska sjónvarpið greindi hins vegar frá því í gær að þrír aðrir ráðherrar Mið- flokksins hygðust ekki segja af sér embætti. Þorskastríð við ísland ekki helsta áhyggjuefni Norðmanna Ottast mest að missa af knattspymiinni Ósló. Morgunblaðið. NORÐMENN hafa ekki mestar áhyggjur af þorskastríði við íslend- inga, heldur af því að missa af sjónvarpssendingum frá Heims- meistarakeppninni í knattspyrnu. Norska ríkissjónvarpið, NRK, er lamað vegna verkfalls og til að koma í veg fyrir hugsanlegan „harmleik" eru forráðamenn þess að reyna að selja sem flesta byijunarleikina til keppinautanna, óháðra sjónvarpsstöðva. ton. NRK er ein af þeim stöðv- um, sem ætluðu að gera keppn- inni best skil eða sýna 49 leiki af 52. Líka verkfall í Heimsmeist- arakeppninni 1990 Við liggur að forráðamenn NRK fari með veggjum af ótta við ævareiða sjónvarpsáhorfend- ur og borist hafa hótanir um, að sjónvarpshúsið í Ósló verði sprengt í loft upp, verði ekkert af útsendingum frá Heimsmeist- arakeppninni í Bandaríkjunum. Það voru þijú verkalýðsfélög, sem boðuðu verkfall 2.200 starfsmanna hjá NRK frá og með síðustu helgi og síðan hefur hvorki verið útvarpað né sjón- varpað. í gær var farið fram á, að verkfallinu yrði frestað meðan á Heimsmeistarakeppninni stæði en óvíst þykir, að það verði sam- þykkt. Norska landsliðið með í fyrsta sinn frá 1938 í fyrsta sinn frá 1938 tekur norska landsliðið í knattspyrnu þátt í Heimsmeistarakeppninni og Norðmenn hafa í heilan mán- uð hlakkað til að sjá hetjurnar sínar leika við Itali, Ira og Mexi- kómenn í New York og Washing- Selji NRK sýningarréttinn öðrum stöðvum, TV2, TV Norge eða TV3, sem hafa takmarkað sendingarsvið, munu hundruð þúsunda heimila missa af keppn- inni. Fréttamenn NRK fóru einn- ig í verkfall meðan Heimsmeist- arakeppnin í knattspyrnu 1990 var haldin á Ítalíu og þá voru þeir kallaðir heim í miðju kafi. Þess vegna voru margir leikj- anna sýndir án skýringa. Það andar því heldur köldu í garð NRK um þessar mundir. \ í \ i i \ i I i i \ í i i i i ► i i i i 1 \ \ i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.