Morgunblaðið - 17.06.1994, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 17.06.1994, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 41 I- nú lagt upp laupana. Það var langt í land með að Japanir kæmu við þessa sögu og þýzkir bílar voru varla til; aðeins örfáir Benzar frá því fyrir stríð og einn BMW. Teg- undir eins og Peugeot og Renault virðast ekki hafa verið til. Þarna eru aftur á móti hinar gamal- þekktu gerðir frá Ameríku, sem enn eru í fullu fjöri á markaðnum: General Motors með Cadillac (Eitt eintak í eigu Eimskipa), Buick, Oldsmobile, Pontiac og Chevrolet. Þarna er að sjálfsögðu Ford og Chryslerbílarnir. Amerísku bíl- arnir hafa verið fluttir inn í ríkum mæli eftir 1940 og einmitt á því ári eru skráðir 3 jeppar í fyrsta sinn að því er virðist; einn í eigu Sölunefndar setuliðseigna, annar í eigu Hraðfrystihúss Hellissands og þann þriðja á Magnús Guð- mundsson í Ólafsvík. Þar fyrir utan hafði verið fluttur inn fjöldi tegunda, næstum allar frá Bretlandi og má sjá af skránni að af sumum hefur aðeins selst eitt eintak, en tvö eða þijú af öðr- um. Þessar gerðir eiga það sam- eiginlegt að vera allar horfnar úr framleiðslu fyrir löngu. Meðal þessara bíla er Candler ’29, eign Ragnars S. Jónssonar, Court ’38 í eigu Nicolai Nicolai- sonar, Graham Br. í eigu Glímu- félagsins Ármanns, Wolsley ’38 í eigu Torfa Ásgeirssonar. Þá er að telja Durant af óvissri árg. eig. Björn G. Björnsson, Studebaker Erskine ’29, sem Óskar J. Ólafs- son og allmargir aðrir eiga frá fjórða áratugnum, Hupobile ’36 í eigu Ingólfs Guðmundssonar o.fl., Essex óviss árg. í eigu Helga Kristjánssonar o.fl., Marmon óviss árg. sem Sigurður Haralds- son og tveir aðrir eiga, Fordson árg. ’34 í eigu Harðar W. Vil- hjálmssonar. Terraplane árg. 38 á Þórður Jónsson, Marc Guelle á Jón Vilhjálmsson, en Humber ’39 var stór og virðulegur, brezkur bíll og það er brezka sendiráðið sem á hann. Standard, óviss árg., var skráð- ur á Vilborgu Bjarnadóttur, en merkilega fáar konur eru skráðar fyrir bílum 1944. Tveir bílar af gerðinni Wippet Overland eru skráðir; þá eiga tveir Reykvíkingar, Ágúst Jósefs- son og Björn Haraldsson. Rugby, árg. óviss, er í eigu Kristins Otta- sonar og annað eintak á Magnús Bjarnason. Af Graham Page, óvissri árgerð, er til eitt eintak í eigu Guðmundar Jónssonar. Wals- ley, árg. ’34 er skráður á Eyjólf Kolbein Steinsson, en Hudson árg. ’30 er í eigu Jóns Guðmanns Jóns- sonar frá Laug. Sá elzti á skránni, Dixie Flyer árg. ’22 er eign Óskars Sigurgeirs- sonar á Akureyri, en Sigurður Jónsson í Reykjavík á Reo árg. ’28. Lancester árg. ’37 var fínn, enskur bíll, allur leðurklæddur og þessi var skráður á Magnús Þor- leifsson. Rockne árg. ’33 á Guð- finnur Þorbjörnsson; aðeins eitt eintak til af þessari tegund og eins af Armstrong árg. ’32, - það eintak á Jón Hansson Hoffmann. Eitt eintak er til af Auburn árg. ’31 og það á Einar Jónsson. Sama er að segja um Singer árg. ’34 í eigu Victors Strange, Maxwell árg. ’25 í eigu Samúels Richters og La Salle árg. ’36, í eigu Jónínu Vigdísar Kristjánsdóttur. Af þessu má sjá að tegunda- fjöldinn nú er fátæklegur hjá því sem var 1944. Væri til eitt eintak af öllum þessum bílum, þætti það hvar í heiminum sem væri, hið merkilegasta bílasafn. Buick, Packard og Chrysler Meðal amerísku bílanna sem inn voru fluttir í hrinunni miklu 1942, ber mest á Buick, Packard, Chrysl- er og Chevrolet. í miklu áliti voru líka lúxusbílar eins og Nash, Studebaker, de Soto og Hudson. Sé litið á bílaskrána frá 1944, sést að margit' frammámenn í stjórnmálum og atvinnulífi hafa Mer fvöMdnr 1. vinniimu'! Vertu með draumurinn gæti orbið ab veruleika!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.