Morgunblaðið - 17.06.1994, Síða 45

Morgunblaðið - 17.06.1994, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 45 FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI AÐSENDAR GREIIMAR 0 Á afmælisári iýðveldisins Björgvin Sighvatsson SIÐFERÐILEG skylda hverrar kyn- slóðar er að skila betra þjóðfélági til næstu kynslóðar á eft- ir. Engum dylst að framlag núverandi ellilífeyrisþega og kynlóðarinnar þar á undan lagði grunninn að því velferðarkerfi sem við þekkjum. Enda hurfu íslending- ar frá örbirgð til bjargálna á innan við mannsaldri. Stundum er sagt að börn sem fæddust um og eftir stríð hafi ver- ið ofdekruð. Foreldrar þessara barna hafi viljað veita þeim allt það sem þau sjálf höfðu farið á mis við í æsku. Síðan þegar þessi börn komust til vits og ára þá þökkuðu þau fyrir sig með því að notfæra sér óðaverðbólgu sem ríkti á 8. áratugnum til kaupa á fasteignum og til annarra fjárfest- ingaþarfa. Þannig var gengið á sparifé gamla fólksins sem í sak- leysi sínu trúði að græddur væri geymdur eyrir. En meira hefur verið gert. Kynslóðin sem nú ræð- ur ferðinni hefur ekki einungis hagnast á neikvæðum raunvöxtum fyrri ára heldur tók hún einnig sér þann rétt að skuldsetja komandi kynslóðir fyrir neysluþörfum sín- um. í lok yfirstandandi árs má ætla að erlendar langtímaskuldir ís- lendinga verði komnar yfir 260 milljarða króna sem jafngildir um einni milljón króna á hvert manns- barn í landinu. Hlutfall erlendra langtímalána stefnir í 70% af vergri landsframleiðslu en var fyr- ir 14 árum einungis 30%. A yfir- standandi ári verða afborganir og vaxtagreiðslur íslendinga af þess- um lánum um 51 milljarður króna. Gera má ráð fyrir að ríflega þriðj- ungur af öllum útflutningstekjum þjóðarinnar á árinu fari í greiðslur afborgana og vaxta af þessum langtímalánum. Hlutur hins opinbera í erlendum langtímalántökum er verulegur. í lok þessa árs voru langtímaskuldir hins opinbera um 160 milljarðar. Ætla má að afborganir og vaxta- greiðslur hins opinbera verði ríf- lega 25 milljarðar króna á árinu en það jafngildir um það bil öllum þeim útgjöldum sem varið er til fræðslu- og menningarmála í land- inu. í þessum tölum eru ríkisfyrir- tæki meðtalin en ekki atvinnu- vegasjóðir eða fjárfestingarlána- sjóðir sem eru í eigu eða ábyrgð hins opinbera en skuldir þeirra skipta tugum milljarða króna. En ekki hefur einungis verið um að ræða erlendar lántökur. Hið opin- bera hefur verið stór lántakandi á innlend- um markaði t.d. er sala spariskírteina ekkert annað en lán- tökur ríkissjóðs á inn- lendum markaði. Staða spariskírteina að meðtöldum vöxtum og verðbótum er kom- in yfir 60 milljarða króna og að sjálfsögðu þarf ríkið að greiða þessa milljarða til baka. Á undanförnum árum hefur afkoma hins opinbera verið svo slæm að ekki hef- ur verið um að ræða tekjuafgang síðan 1984, en tekjuafgangur mælir mismun rekstartekna og -gjalda og fastafjárútgjalda. Til samanburðar voru einungis 6 ár á árunum 1945 - 1984 sem um tekjuhalla var að ræða. Öll hin árin þ.e. í 34 ár var tekjujöfnuður hins opinbera jákvæður. Hrein lánsfjárþörf hins opinbera er mælikvarði á það hversu mikið fé hið opinbera þarf að taka að láni til þess að geta staðið straum af öllum útgjöldum sínum. Eins og fram kemur í nýjasta riti Þjóð- hagstofnunar um búskap hins op- inbera er uppsöfnuð lánsfjárþörf síðustu 10 árin rúmlega 130 millj- arðar króna á verðlagi ársins 1993. Tekjuhalli hins opinbera var um 13 milljarðar á árinu 1993. Gera má ráð fyrir að um 8 milljarð- ar króna sé kerfislægur halli. Með N-fr í Kaupmannahöfn Ein kynslóð á ekki að geta skuldsett aðra, segir Björgvin Sighvatsson, samanber hallarekstur hjá því opinbéra, ríki og sveitarfélögum. kerfislæga hallanum er átt við þann halla sem hefði myndast á árinu 1993 ef ekki hefði ríkt kreppuástand heldur verið um meðalárferði í þjóðarbúskapnum að ræða. Ekki er hægt að segja annað en að gífurleg umskipti hafa orðið á örfáum árum. í dag erum við að byija að súpa seyðið af viðvar- andi hallarekstri hins opinbera ásamt milljarða króna fjárfesting- armistökum sem engu hafa skilað. Ber þar hæst að nefna ýmsar orku- framkvæmdir, laxeldi og loðdýra- rækt sem áttu að mala gull fyrir þjóðarbúið. Gífurleg sóun undan- farinna ára á fjármunum þjóðar- innar gerir okkur erfiðara um vik að ráðast á aðsteðjandi vanda t.d. eins og atvinnuleysi, sem kemur í kjölfar minnkandi þjóðartekna. Almennt gildir sú regla í við- skiptum að sá sem stofnar til skulda ber að greiða þær til baka. Annað væri með öllu óeðlilegt. Það er því „siðferðislegur glæpur“ að kynslóðin sem ráðið hefur ferðinni síðustu 15 árin geti velt skulda- vanda, sem hún hefur sjálf stofnað til, yfir á næstu kynslóð. í raun er verið að bijóta alvarlega siða- reglu í lýðræðisríki, en hún er sú að ein kynslóð geti ekki skuldsett afkomendur sína án þess að hafa nokkurn tímann fengið umboð til þess frá réttum aðilum. Hagfræðingar hafa bent á eina leið til þess að koma í veg fyrir þennan „siðferðislega glæp“. Hún felur í sér að stjórnarskrárlögun- um yrði breytt á þann veg að banna með öllu hallarekstur hjá hinu opinbera, hvort sem um ríki eða sveitarfélag væri að ræða. Ef stjórnvöld gætu ekki miðað útgjöld sín við þær tekjur sem innheimt- ast þá yrði hreinlega að boða til nýrra kosninga þar sem kjósend- um væri boðið upp á annan val- kost. Slíkar reglur mundu veita stjórnmálamönnum aðhald og stuðla að því að meiri jöfnuður næðist í rekstri hins opinbera. Vandamál geta þó augljóslega komið upp ef almennur vilji kjós- enda er að velta útgjöldum yfir á næstu kynslóðir. Eitt er þó víst að það er með öllu óþolandi að heilli kynslóð tak- ist að velta gríðarlegum skulda- vanda sínum yfir á næstu kynslóð- ir. Því er nauðsynlegt að sú kyn- slóð sem nú ræður ferðinni sníði sér stakk eftir vexti og geri ráð- stafanir sem fyrst til að stöðva endanlega þessa óhugnanlegu þró- un. Höfundur er hagfræðingur. Sumarbústaða eigendur Gott úrval Efna til vatns- og hitalagna úr járni, eir eöa plasti. Einnig rotþrær o.m.fl. Hreinlætistæki, stálvaskar og sturtuklefar VATNSVIRKINN HE ISL Áraúla 21, Símar 68 64 55 & 68 59 66 [ö]lJgjgjBIBf5JBJ5fBfBJ5IMBJMlliIBMfBJ5MfBJiE 'vARANLEG | VIÐGERÐ! I Þessa viðgerð framkvæmir IÞú best með PLASTIC PADDING ■ ELASTIC! Rýrnar ekki, springur ekki ■ Grimmsterkt á 10 mínútum. JFmiRJJMIR-ÞETTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.