Morgunblaðið - 20.08.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.08.1994, Qupperneq 2
2 C LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ 4 MÓTETTUKÓRINN FRUMFLYTUR ÓRATORÍUNNA SÁ nýjum pertam MÓTETTUKÓRINN í Hallgríms- kirkju ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Nú um helg- ina flytur hann óratoríuna Sál eftir Georg Friedrich Hándel ásamt átta einsöngvurum og 30 manna hljóm- sveit f Skálholtskirkju og og Hall- grímskirkju. Blaðamaður ræddi við Hörð Áskelsson, Andreas Schmidt, Hrafnhildi Guðmunds- dóttir og Hannfried Lucke um upp- færsluna á Sál. Sál var fjórða enska óratóría Hándels skrifuð árið 1738. Hann sneri sér að því að skrifa hana þegar hann gerði sér grein fyrir því að vinsældir ítalska óperuformsins fóru dvínandi í Bretlandi. Texti nýju óratóríunnar kom úr smiðju Charles Jennens en hann var mikill áhug- amður um tónlist og virkur stuðn- ingsmaður Hándels. Jennens var góður penni og athugun á handrit- um sýna að hann reyndi að hafa töluverð áhrif á verkið. í stuttu máli fjallar óratórían um þá atburði sem eiga sér stað eftir að Davíð sigrar Golíat og sagt er frá í fyrri og síðari Samúeisbók. Eftir sigurinn er Davíð hylltur af ísra- elum og Sál konungi. Velvild Sáls breytist síðan í öfund og óvild, og mikil örlagaflétta fer af stað. Óðsmannsæði að flytja Sál Það er Hörður Áskelsson sem er stjórnandi á tónleikunum. Að sögn hans var það sambland af mörgu sem réð því að ákveðið var að ráðast í flutninginn á Sál. „Undir minni stjórn hefur Mótettukórinn leitað inn á óþekkt mið og flutt mörg verk í fyrsta skipti á íslandi." Hann bætir við að kórar velji oft að flytja þekkt og vinsæl verk af því að þá séu þeir öruggir um góða aðsókn en hann hafi aldrei séð eft- ir því að taka áhættu í vali verka. Að sögn Harðar var það þýski barítónsöngvarinn, Andreas Schmidt, sem réð vali verksins og tímasetningu en hann syngur titil- hlutverkið í óratoríunni. Andreas hefur oft heimsótt ísland, bæði í einkaerindum og til að syngja, og m.a. tekið þátt í flutningi Mótettu- kórsins á öðrum óratóríum. Hörður segir að síðustu misseri hafi verið erfitt að fá Andreas hing- að til að syngja vegna mikilla anna og þegar hann hafi komið í heim- sókn í fyrra sumar hafi þeir rætt saman um hvenær fyrsti möguleiki væri fyrir hendi. Andreas hafi þá verið búinn að ákveða að koma með fjölskyldu sína í sumarfrí í ágúst á þessu ári og þeim hafi þótt tilvalið að nota þetta tækifæri. Sumartón- leikar Hallgrímskirkju hafi þá verið nýir af nálinni en gengið vel og sýnt að þarna væri nýr markaður og tími til tónleikahalds. í fyrstu hafi verið stefnt að því að flytja óratóríuna Messías eftir Hándel en Andreas hafi síðan komið með aðra uppást- ungu. „Hann sagði við mig „Nei blessaður veldu frekar Sál. Þetta er óratóría sem er jafn stórkostleg og Messías. Hún hefur fallega kóra og aríur eins og Messías en býr auk þess yfir leikrænum tilþrifum." tík í myndum sínum. Mikilfengleg og ógnandi ásýnd áströlsku alp- anna, bæði í dögun og við sólsetur, er mikilvæg í sögunni. Það var landslagið sem kallaði á hinn grímu- klædda Kelly - Nolan sýnir Kelly ætíð með svarta kassalaga grímu - og hefði verið ófullkomið án hans. Óhætt er að segja ða Nolan hafi meðhöndlað landslag og Ijós á hár- réttan hátt íþessum myndum, alveg niður í fjarlægan glampa við sjón- deildarhring, sem gat í senn veri síðustu geislar hnígandi sólar eða smábær að brenna í fjarska. Inn í þetta nákvæma og oft fínlega lands- Morgunblaðið/Golli Hannfried Lucke og Hrafnhildur Guðmundsdóttir taka þátt í uppfærslu Mótettukórsins á órátóríunni Sál undir stjórn Harðar Áskelssonar. Þetta verk höfðaði til Harðar. Eins og hann bendir á var þarna verk sem er ekki alltaf verið að flytja og því tækifæri til að víkka sjóndeildar- hringinn. Hann sagði samt ekki já strax. Meðan hann var að íhuga málið kom Andreas honum á óvart með því að finna bók sem hafði að geyma Sál í bókaskápnum hjá hon- um. „Þetta var bók sem ég vissi ekki að ég átti." Herði fannst hálfgert óðsmanns- æði að ætla að flytja Sál. Bæði væri þessi óratoría dýrari í flutningi en Messías og líklega kæmu færri áheyrendur. Hann hafi samt ákveð- ið að reyna. Hörður segir að þó að flutningur sé ekki yfirstaðinn þá viti hann að hann muni ekki sjá efir þessu. Jafnvel þó að tap gæti reynst erfitt í meðförum. Verkið tekur rúmlega tvo og hálf- an tíma í flutningi. Hörður segir að hann hafi ákveðið að flytja verkið um til að dansa ákafan steppudans við sig. Kelly hafði útbúið sér hjálm úr gömlum herfisplötum sem hann hafði barið til og systir hans fóðrað með bláu klæði. En honum var illa við að grímubúast, laumast um og vera í felum. Hann átti sér velgjörð- armenn um gjörvalt Viktoríuríki en að lokum yfirgaf lukkan hann. Félag- ar hans þrír voru króaðir af á litlu hóteli kvöld eitt og skotnir til bana í villtum skotbardaga. Lögreglan brenndi hótelið síðan til grunna og skildi líkin eftir sviðin. Þegar Kelly kom að hótelinu í dögun, þá var hann skotinn í fæturna og handsa- maður. Hann var hengdur í Melbo- urne í nóvember 1880, aðeins 25 ára gamall. Afi Sidney Nolan var lögreglufor- ingi í sýslunni á þessum tíma. Nolan ólst upp með sögunni og þekkti héruðin þar sem atburðirnir gerð- ust. Áður en hann hóf að gera myndirnar, kynnti hann sér allt það sem sagt hafði verið og skrifað um Kelly, sem og það sem Kelly hafði skrifað sjálfur. Á árunum 1946 og 47 málaði Nolan þessar 27 myndir sem segja söguna (hver þeirra 90x121 sm og málaðar með plast- málningu á krossvið), og nokkrar til, en á þeim tíma var hann að búa sig undir að snúa baki við Ástralíu og flytja til Evrópu. Á því breytinga- skeiði skipti myndröðin Nolan miklu máli. Nolan var vel undirbúinn til að takast á við þetta verkefni og einn- ig til að hasla sér völl í Evrópu. Hann var gríðarlega vel lesinn í evrópskum bókmenntum og þekkti myndlist 20. aldar eins vel og hægt var að kynna sér hana í gegnum bækur og tímarit. En hann vissi Ifka af því, eins og hann sagði árið 1942, að „málarar fortíðarinnar hjálpa þér að sjá, en ég veit ekki um neinn sem hjálpar þér að mála.“ Dauði lögregluþjónsins Scanlon. 1946. „Hann var um það bil að hleypa af að nýju þegar Ned Kelly hleypti af, og Scanlon féll af hestinum og lést nær því samstundis.11 MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYIMDLIST Kjarvalsstaðir Sigurður Árni Sigurðss. og Kristinn G. Harðars. til 11. september. Verk Jóhannesar Kjarvals í Austursal. Nýlistasafn Lilja Björk Egilsd., Amgunnur Ýr og Kristín María Ingimarsd. sýna til 28. ágúst. _ Listasafn íslands Sumarsýning á myndum Ásgríms Jónssonar. Gerðarsafn Sýningin „Frá Kjarval til Erró“ fram í miðjan ágúst. Norræna húsið Jóhanna Þórðard. sýnir til 28. ágúst. Ráðhús Reykjavíkur Leiftur frá lýðveldisári-Bæjarmál 1944. Gallerí 11 Einar Falur Ingólfsson sýnir til 25. ágúst. Önnur hæð Ilya Kabakov til 31. ágúst. Gallerí Úmbra Ritva Puotila til 24. ágúst. Ásmundarsafn Samsýning á verkum Ásmundar Sveinssonar og Kristins E. Hrafns- sonar til áramóta Safn Ásgrims Jónssonar Þingvallamyndir fram í nóvember. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Hátíðarsýningin íslandsmerki og súlur Siguijóns til áramóta. Listsalurinn Portið Karola Schlegelmilch frá 13. ágúst Gallerí Fold Bragi Ásgeirsson og Sara Vilbergs- dóttir til 3. september. Hafnarborg Sýning úr safni Hafnarborgar til 29. ágúst. Kjarvalsmyndir úr safni Þor- valdar Guðmundssonar í Sverrissal. Olivia Petrides sýnir í kaffístofu. Gallerí Sævars Karls Kristinn G. Harðarson til 25. ágúst Listhús Laugardal Daði Guðbjörnsson sýnir út ágúst. Listmunahús Ófeigs Rósanna Ingólfs. sýnir til 24. ágúst. Café Milanó Fimm listakonur sýna frá 21. ágúst. Perlan Heidi Kristiansen sýnir textílmyndir. Hulduhólar Anna Eyjólfsd., Bjöm Bimir, Helga Magnúsd. og Steinunn Marteinsd. sýna til 21. ágúst. Spektarhúsið Sölusýning. Gallerí Suðureyri Róbert Schmidt sýnir út ágúst. Slunkaríki/Ísafirði Sara Ekström sýnir pappírsverk Menningarstofnun Bandaríkj- anna Olivia Petrides sýnir til 25. ágúst. Listasafnið á Akureyri Jón Laxdal sýnir til 31. ágúst. Deiglan-Akureyri Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir frá 20. ágúst. Café Karólína, Akureyri Hlynur Halls. sýnir kaffihúsaverk. TONLIST Laugardagur 20. ágúst Mótettukórinn flytur óratóríuna Sál ásamt 8 einsöngvurum og hljóm- sveit í Skálholtskirkju kl. 14.00. Norræn alþýðutónlistarhátíð, tón- leikar í Norræna húsinu kl. 20.00. Kammertónleikar á Kirkjubæjar- klaustri. Sunnudagur 21. ágúst. Óratóríuna Sál í Hallgrímskirkju kl. 20.30. Norræn alþýðutónlistarhátíð, há- tíðartónleikar á Hótel Sögu kl. 21.00. Mánudagur 22. ágúst Den Danske Blæserkvintet leikur í Norræna húsinu kl. 20.30. Ljóðatónleikar Gerðubergs í Borgar- leikhúsinu kl. 20.30. Þriðjudagur 23. ágúst Hólmfríður Þóroddsd. óbó, Darren Stonham fagott og Sólveig Anna Jónsd. píanó í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar kl. 20.30. Naomi Iwase píanó og Jón Ragnar Örnólfs. selló í Bústaðarkirkju kl. 20.30. Fimmtudagur 25. ágúst Naomi Iwase og Jón Ragnar Örn- ólfs. í Akureyrarkirkju kl. 20.30. LEIKLIST íslenska óperan Hárið kl. 20.00 og 23.00 lau. 20. ágúst, kl. 20.00 sun. 21., fim. 25., föst 26. ágúst. Tjarnarbíó Light Nigts alla daga nema sunnu- daga kl. 21.00. Að kyimast Lögregluþjónninn Fitzpatrick og Kate Kelly. 1946. „Kate, önnum kafin við skyldur heimilisins, var að ganga fram hjá Fitzpatrick þegar hann seildist til hennar og dró hana niður á hné Nolan gerði sér grein fyrir því að Ástralía er einstakt land, sem og fólkið sem það byggir, og að hann þyrfti að tengja þau sérkenni við Kelly. Hann sagðist gera það með „Kellys eigin orðum, tollverðinum Rousseau, og sólarljósi." Með Ro- usseau átti hann við naívistann franska og hvernig hann gæddi alla atburði og senur dularfullri drama- NED KELLY

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.