Morgunblaðið - 30.09.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.09.1994, Blaðsíða 3
2 D FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1994 D 3 ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA Þór - Njarðvík 89:91 íþróttahöllin á Akureyri, Úrvaldsdeildin í körfuknattleik, fimmtudaginn 29. septem- ber 1994. Gangur leiksins: 2:2, 10:10, 25:24, 30:36, 36:42, 44:48, 46:58, 57:59, 73:72, 80:80, 87:87, 89:89, 89:91. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 20, Kristinn Friðriksson 20, Einar Valbergsson 11, Birg- ir Örn Birgisson 11, Sandy Anderson 11, Björn Sveinsson 8, Hafsteinn Lúðvíksson 6, Örvar Erlendsson 2. Fráköst: 38. Stig Njarðvíkinga: Teitur Örlygsson 20, Valur Ingimundarson 18, Rondey Robinson 16, Jóhannes Kristbjörnsson 12, Kristinn Einarsson 9, ísak Tómasson 6, Ástþór Inga- son 6, Páll Kristinsson 2, Friðrik Ragnars- son 2. Fráköst: 20. Dómarar: Einar Einarsson og Ámi Freyr Sigurlaugsson. Voru frekar slakir. yillur: Þór - Í8, Njarðvík - 19. Áhorfendur: Um 300. ÍA-Haukar 109:82 Akranes: Gangur leiksins: 0:2, 6:2, 19:19, 33:30, 38:39, 46:43, 54:49, 70:57, 82:59, 90:66, 101:70, 109:82. Stig ÍA: Haraldur Leifsson 26, Dagur Þóris- son 22, Anthony Sullen 20, Brynjar K. Sig- urðsson 13, Jón Þór Þórðarson 7, Björgvin K. Gunnarsson 6, Elvar Þórólfsson 5, Hörð- ur Birgisson 4, Guðjón Jónasson 4, ívar Ásgrímsson 2. Fráköst: 40. Stig Hauka: Sigfús Gizurarson 32, Pétur Ingvarsson 23, Jón Amar Ingvarsson 12, Óskar Pétursson 9, Balvin Johnsen 4, Þór Haraldsson 2. Fráköst:25. Dómarar: Helgi Bragason og Björgvin Rúnarsson. Stóðu fyrir sínu. Villur: ÍA - 19, Haukar - 21. Áhorfendur: Rúmlega 200. UMFG-ÍBK 123:105 Grindavík: Gangur leiksins: 3:0, 11:2, 18:10, 23:21, 32:23, 46:28, 46:34, 66:40, 70:43, 80:53, 86:59, 94:59, 100:62, 103:82, 108:91, 146:100, 123:105. Stig UMFG: Guðmundur Bragason 28, Marel Guðlaugsson 20, Greg Ball 19, Guð- jón Skúlason 16, Helgi Jónas Guðfinnsson 15, Pétur Guðmundsson 9, Nökkvi Már Jónsson 9, Unndór Sigurðsson 5, Bergur Hinriksson 2. Fráköst: 28 í vöm, 18 í sókn. Stig ÍBK: Davíð Grissom 26, Lenear Burns 23, Jón Kr. Gíslason 16, Albert Óskarsson 11, Sig- urður Ingimundarsson 7, Sverrir Þór Sverr- isson 7, Kristján Guðlaugsson 5, Birgir Guðfinnsson 4, Böðvar Kristjánsson 3, Gunnar Einarsson 3. Fráköst: 24 í vöm, 10 í sókn.Dómarar: Kristinn Albertsson og Jón Bender. Villur: UMFG: 26.ViIlur: ÍBK: 31.Áhorf- endur: 450. ÍR-Valur 103:79 íþróttahús Seljaskóla: Gangur leiksins: 6:0, 20:7, 27:21, 36:23, 45:39, 51:41, 60:41, 70:56, 80:60, 92:63, 92:76 103:79. Stig IR: John Rhodes 27, Herbert Amarson 19, Eiríkur Önundarson 18, Jón Örn Guð- mundsson 17, Bjöm Steffenssen 10, Egg- ert Garðarsson 8, Halldór Kristmundsson 2, Máms Þór Arnarson 2 Fráköst: 40. Stig Vals: Jonathan Bow 35, Bjarki Guð- mundsson 10, Guðni Hafsteinsson 8, Láms Dagur Pálsson 6, Magnús Guðfinnsson 6, Bárður Eyþórsson 4, Bergur Emilsson 4, Ivar Webster 4, Bragi Magnússon 2. Fráköst: 26. Dómarar: Héðinn Gunnarsson og Einar Þór Skarphéðinsson. Ekki nógu sannfær- andi en það kom sér vel að þetta var ekki erfíður leikur að dæma. Villur: ÍR - 20, Valur - 17. Áhorfendur: 225. Tindastóll - KR 82:72 íþróttahúsið á Sauðárkróki: Gangur leiksins: 2:6, 8:12, 19:19, 26:32, 32:36, 37:41, 44:44, 54:51, 65:55, 73:72, 82:72. Stig Tindastóls: John Torre 28, Hinrik Gunnarsson 18, Sigurvin Pálsson 17, Ómar Sigmarsson 11, Páll Kolbeinsson 6, Amar Kárason 2. Fráköst: 28. Stig KR: Hermann Hauksson 24, Ingvar Ormarsson 11, Falur Harðarson 11, Osvald- ur Knutsen 10, Ólafur Ormsson 10, Brynjar Harðarson 4, Friðrik Stefánsson 2. Fráköst: 23. Villur: Tindastóll - 18, KR - 26. Dómarar: Kristján Möller og Kristinn Ósk- arsson. Áhorfendur: 600. Snæfell - Skallagr. 47:63 íþróttamiðstöðin í Stykkishólmi: Gangur leiksins: 2:0, 5:5, 20:13, 20:22, 24:26, 24:28, 32:46, 41:53, 44:60, 47:63. Stig Snæfells: Raymond Hardin 12, Hjör- leifur Sigurþórsson 11, Þorkell Þorkelsson 10, Eysteinn Skarphéðinsson 9, Karl Jóns- son 5. Fráköst: 46. Stig Skallagríms: Henning Henningsson 17, Tómas Holton 13, Alexander Ermol- inskíj 12, Gunnar Þorsteinsson 11, Hiynur Leifsson 4, Grétar Guðlaugsson 3, Ari Gunnarsson 3. Fráköst: 36. Villur: Snæfell - 22, Skallagrímur - 16. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Aðal- steinn Hjartarson. Áhorfendur: 246 greiddu aðgang. Handknattleikur I H - FH 20:29 íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla.íþróttahúsið við Strandgötu. Gangur leiksins: 0:3, 3:8, 4:11, 6:14. 8: 16,11:19,14:23,16:26, 20:29. Mörk ÍH: Ólafur Magnússon 5, Ingvar Reynisson 4/2, Gunnlaugur Grétarason 3, Jóhann Ágústsson 3, Sigurður Örn Ámason 2, Ásgeir Ólafsson 1, Bragi Jóhannesson 1, Jón Þórðarson 1/1. Varin skot: Guðmundur Amar Jónsson 12/1 (þar af 5 aftur til mótheija) Utan vallar: 8 mínútur. Mörk FH: Gunnar Beinteinsson 7, Knútur Sigurðsson 6/4, Sigurður Sveinsson 6, Hálf- dán Þórðarson 4, Kristinn Kristinsson 2, Guðjón Árnason 1, Guðmundur Petersen 1, Hans Guðmundss. 1/1, Hans Motzfeldt 1. Varin skot: Magnús Ámason 21/1 (þar af 7 aftur til mótheija), Rósmundur Magnús- son 5. Utan vallar: 10 mínútur. Áhorfendur: 195. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Óli Ól- sen. Þeir áttu ekki gott kvöld. Fj. leikja U J T Mörk Stig VALUR 3 3 0 0 71: 62 6 SELFOSS 3 2 1 0 69: 66 5 AFTURELD. 3 2 0 1 71: 57 4 FH 3 2 0 1 77: 69 4 VÍKINGUR 3 1 2 0 79: 74 4 STJARNAN 3 2 0 1 83: 81 4 HAUKAR 3 2 0 1 84: 83 4 HK 3 1 0 2 75: 65 2 KR 3 1 0 2 62: 64 2 KA 3 0 1 2 73: 78 1 ÍR 3 0 0 3 68: 86 0 IH 3 0 0 3 55: 82 0 Knattspyrna Evrópukeppni bikarhafa Fyrsta umferð, seinni leikir. Helsinki, Finnlandi: HJK - Besiktas (Tyrkl.)............1:1 Rami Rantanen (67.) — Oktay Derelioglu (86.). 3.000. ■Besiktas vann samanlagt 3:1. Presov, Slóvakíu: Tatran - Dundee United............3:1 Vadislav Zvara 2 (10., 71þ), Robert Kocis (18.) — Jerren Nixon (2.). ■Tatran vann samanlagt 5:4. Odessa, Úkraínu: Chernomorets - Grasshopper.........1:0 Timerlan Guseinov (9.). 10.000. ■Grasshopper vann samanlagt 3:1. Jablonc, Tékklandi: Viktoría - Chelsea..;..............0:0 6.000. ■Chelsea vann samanlagt 4:2. Tírana, Albaníu: Tírana - Bröndby..................0:1 - Mark Stmdal (31.) 4.000. ■Bröndby vann samanlagt 4:0. Lodz, Póllandi: LKS Lodz - Porto..................0:1 ■Porto vann samanlagt 3:0. Aþena, Grikklandi: Panathinaikos - Pirin (Bulgariu)....6:1 Alexis Alexoudis 2 (6., 17.), Christo Wazrzycha 3 (30., 87., 90.), Juan Borelli (64.) — Christo Orachev (44.). 25.000. ■Panathinaikos vann samanlagt 8:1. Vín, Austurríki: Austria - Branik (Slóvenía)........3:0 Scorers: Floegel (21.), Kubica 2 (52., 55.). 10.000. ■Austria vann samanlagt 4:1. Auxerre, Frakklandi: Auxerre - Zagreb (Króatía)3:0 Bemard Diomede (40.), Stephane Mahe (76.), Sabri Lamouehi (90.). 20.000. ■Auxerre vann samanlagt 4:3. Rotterdam, Hollandi: Feyenoord - Vilnius (Litháen)......2:1 Henrik Larsson (54.), Ruud Heus (66. - vítasp.) — Donatas Vencevicius (89.). 15.000. ■Feyenoord vann samanlagt 3:2. Bremen, Þýskalandi: Werder Bremen - Maccabi Tel Aviv....2:0 Bode (55.), Basler (81.). 22.431. ■Werder Bremen vann samanlagt 2:0. Búdapest, Ungverjalandi: Ferencvaros - CSKA Moskva.........2:1 Mihail Sinev (36. - sjáfsm.),, Eugen Neagoe (45.) — Yladislav Radimov (15.). 20.000. Staðan jöfn 3:3. Ferencvaros vann í víta- spymukeppni 7:6. , Brúgge, Belgíu: FC Briigge - Sligo Rovers (írlandi).3:1 Lorenzo Staelens 2 (3., 47. - vítasp.), Rene Eijkelkamp (57.) — Aidan Rooney (6.). 5.500. ■FC Brugge vann samanlagt 5:2. Valencia, Spáni: Real Zaragoza - Bistrita (Rúmení.)..4:0 Miguel Pardeza (11.), Javier Aguado (42.), Gustavo Poyet 2 (48., 56.). 9.000. ■Real Zaragoza vann samanlagt 5:2. Genúa, Italíu: Sampdoria - Bodö/Glimt.............2:0 David Platt (13.), Attilio Lombardo (36.). 35.000. ■ Sampdoria vann samanlagt 4:3. Highbury, London: Arsenal - Omonia (Kýpur)...........3:0 Ian Wright 2 (10., 70.), Stefan Schwartz (31.). UEFA-keppnin Birmingham: Aston Villa - Inter Mílanó.........1:0 Ray Houghton /41.). 30.533. ■Staðan jöfn 1:1. Áston Villa vann í víta- spymukeppni 4:3. Grindvfkingar settu í fluggír GRINDVÍKINGAR áttu ekki í erfiðleikum með slakt lið Kefl- víkinga í Grindavík f gærkvöldi. Leikurinn endaði 123:105 eftir að Grindvíkingar höfðu skorað 70 stig f fyrri hálfleik Við höfðum að leiðarljósi að koma saman til leiks og spila góðan körfuknattleik og það tókst, sérstaklega í fyrri Frímann hálfleik. Við skoruð- Ólafsson um 70 stig sem er skrífar frá mjög gott því Kefla- Gríndavík víkurliðið er sterkt. Þessi leikur segir þó ekkert um framhaldið en ég er ánægður með liðið í kvöld," sagði Friðrik Rúnars- son þjálfari Grindvíkinga. Leikurinn var mjög hraður í fyrri hálfleik þó það tæki heimaliðið tæpa mínútu að skora fyrstu körfuna. Hana gerði Greg Bell, sem var að leika sinna þriðja leik fyrir Grind- víkinga með þriggja stiga körfu. Albert Óskarsson svaraði strax fyr- ir Keflvíkinga en Marel Guðlaugs- son gerði 2 þriggja stiga körfur í röð og Grindvíkingar náðu forystu strax í byijun. Ásamt því að hitta vel vörðust Grindvíkingar vel og gættu Jóns Kr. Gíslasonar vel þann- ig að hann hvarf á stundum í sókn- inni til að byija með. Davíð Grissom var eini leikmaðurinn í liði Keflavík- ur sem eitthvað kvað af framan af leik. Heimamenn juku forskot sitt smám saman og voru nánast búnir að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir að Keflvíkingar söx- uðu á forskot Grindvíkinga í seinni hálfleik og skoruðu á tímabili 20 stig í röð náðu þeir aldrei að vinna upp muninn sem var á liðunum. Grindvíkingar skiptu ört inn á og á tímabili var allt byijunarliðið utan vallar. Liðsheild ÍR sterk Nýliðar ÍR gerðu sér lítið fyrir og iögðu nýkrýnda Reykja- víkurmeistara Vals, 103:79, í úr- valsdeildinni í körfu- Skúli Unnar knattleik í Selja- Sveinsson skóla í gærkvöldi. skrifar Raunar var sigur ÍR-inga ótrúlega auðveldur, þeir voru yfir allt frá fyrstu mínútu og Valsmenn ógnuðu þeim í rauninni aldrei. Þetta er aldrei auðvelt, en þessi sig- ur kom samt þægilega á óvart,“ sagði John Rhodes þjálfari og leik- maður ÍR eftir leikinn, en hann átti frábæran leik, trúlega einn þann besta síðan hann kom til landsins, eða hvað heldur hann? „Ég von'a það. Manni er alltaf að fara fram, er það ekki?“ svaraði Rhodes. ÍR-liðið lék vel í gær og er langt síðan félagið hefur haft jafn sterkt lið. Allir leikmenn börðust af krafti og komu greinilega til að sigra. Valsmenn voru hins vegar ótrúlega slakir. Vörnin var hræðileg og allt byggðist á einstaklingsframtaki í sókninni. Raunar er alltaf gaman að sjá slíkt, en ekki stöðugt. ÍR hafði tíu stiga forystu í leik- hléi og jók hana sína hægt og bít- andi án þess að Valsmenn gerðu nokkuð til að stöðva það. Eini mað- urinn sem barðist hjá þeim var Bjarki Guðmundsson sem var alltaf að reyna. Þegar langt var liðið á leikinn náði IR 29 stiga forystu og gátu leikmenn leyft sér að slaka aðeins á. Valsmenn gerðu þá 13 stig í röð en það breytti engu um úrslitin. Rhodes var frábær hjá ÍR. Her- bert er gríðarlega sterkur en á enn eftir að finna körfurnar í húsinu því boltinn dansaði oft á hringnum hjá honum. Eiríkur er einnig sterk- ur leikmaður sem hefur orðið mikla reynslu og lætur ekkert koma sér úr jafnvægi. Jón Öm stjómaði af festu og Björn hitti vel auk þess sem Eggert stóð vel fyrir sínu. Hjá Val var Jonathan Bow sá eini sem lék af eðlilegri getu og hann skoraði 35 stig. Nýliðamir stóðu í meisturunum Eg er mjög ánægður með sigur- inn í kvöld. Við lékum undir getu og verðum að taka okkur á í næstu leikjum," Reynir sagði Valur Ingi- Eiríksson mundarson, þjálfari skrifar 0g leikmaður Njarð- víkinga, eftir nau- man sigur á nýliðum Þórs, 89:91, á Akureyri. Leikurinn var jafn allt frá fyrstu mínútu og mestur var munurinn í upphafi síðari hálfleiks 12 stig eftir góðan leikkafla Njarð- víkinga. Þórsarar tóku sig á og náðu að jafna leikinn á ný. Það er óhætt að segja að lokamínúturnar hafi verið æsispennandi og var munurinn á liðinum aldrei meiri en þijú stig síðustu tíu mínútumar. Þegar tæp mínúta var til leiks- loka var staðan 89:89. Þórsarar fengu tvær góðar sóknir en skotin rötuðu ekki rétta leið. Það var svo Njarðvíkingurinn Jóhannes Krist- björnsson sem fékk víti er fjórar sekúndur voru eftir og skoraði hann úr þeim báðum af öryggi og tryggði þar með sigur íslandsmeistaranna. Það var mikið um mistök á báða bóga í leiknum en þó brá fyrir ágæt- um leikköflum. Hjá Þórsurum voru þeir Konráð Óskarsson og Kristinn Friðriksson bestir. Einnig var Sandy Anderson sterkur í fráköst- um, en gekk illa að finna réttu leið- ina í körfuna. Hjá Njarðvíkingum voru Teitur og Valur bestu menn. Robinson átti góða spretti. „Ég er nokkuð ánægður með leik okkar. Við settum okkur það mark- mið að hanga í íslandsmeisturunum og það tókst svo sannarlega," sagði Hrannar Hólm, þjálfari Þórsara. Ótrúlega lítið skorað Skallagrímur sigraði Snæfell í Stykkishólmi með 63 stigum gegn 47 í úrvalsdeildinni í gær- kvöldi. Snæfell lék Mgríg þama fyrsta leikinn Guðnadóttir ! deildinni undir skrifar stjórn Grikkjans Nik Pascalis. Mikil breyting hefur orðið á liðinu, sem teflir fram mjög ungu og óreyndu liði, til að mynda er allt byijunarlið Snæfells frá því síðasta keppnis- tímabil horfið á braut og leikstjórn- andi liðsins, Daði Sigurþórsson, drengjalandsliðsmaður, er aðeins 15 ára. Lið Skallagríms hefur lítið breyst frá því í fyrra, en þurfti þó að hafa fyrir sigrinum. Snæfell leiddi nær allan fyrri hálfleik nema hvað Skal- lagrímur komst yfir í lokin og hafði yfir í leikhléi, 26:24. Mjög Iítið var skorað en varnir beggja liða voru ágætar. í seinni hálfleik skildu leiðir þar sem reynslan sagði til sín og sigu Skallagrímsmenn hægt og bítandi fram úr og sigruðu, 63:47, sem fyrr segir. Skagamenn sprækir Skagamenn sigruðu hið unga lið Hauka örugglega 109:82 þeg- ar liðin mættust á Gunnlaugur Skipaskaga. afn- Jónsson skrifar ræði var með liðun- fráAkranesi um í fyrri hálfleik og liðin skiptust á um að hafa forystu en heimamenn voru 46:43 yfir í hálfleik. í síðari hálfleik tóku Skagamenn öll völd í leiknum og nánast völltruðu yfir Hauka. Mestur varð munurinn 32 stig. Mestu munaði að Skgamenn höfðu yfir meiri breidd að ráða og gátu keyrt á fleiri leikmönnum en Haukar, sem tefla fram geysilega ungu liði og léku Hafnfirðingar meira og minna á sex mönnum. Tindastóll gerði níu síðustu stigin og vann KR Björn Björnsson skrifar frá Sauöárkróki Tindastóll hóf keppnistímabilið í úrvalsdeildinni með sætum sigri á KR, 82:72, á heimavelli sín- um á Sauðárkróki í gærkvöldi. Haust- bragur var á leik lið- anna og töluvert um mistök. Góður loka- kafli heimamanna réð úrslitum. KR-ingar byijuðu betur og tókst að loka John Torre af, en þá losn- aði um Sigurvin Pálsson sem skor- aði helming stiga Tindastóls í fyrri hálfleik. KR hélt forystunni þar til fjórar mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Þá komst Tindastóll yfir, en þriggja stiga karfa frá Osvaldi Knutsen og skömmu síðar önnur frá Hermanni Haukssyni kom KR aftur yfir fyrir hlé, 32:36. Seinni hálfleikur byrjaði með miklum látum Osvaldur skoraði strax þriggja stiga körfu en þá fór John Torre í gang og átti stórleik bæði í vörn og sókn. Hann varði m.a. fjögur skot og þegar þijár mínútur. voru liðnar af seinni hálf- leik komst Tindastóll aftir yfir. Þeg- ar 8 mínútur var munurinn orðinn 12 stiga. KR-ingar gáfust ekki upp og með Hermann í miklum ham minnkuðu þeir muninn í eitt stig, 73:72 þegar tvær mínútu voru eft- ir. En lengra komust þeir ekki því heimamenn gerðu níu síðustu stigin og sigruðu. ■ BJÖRN Sveinsson, leikmaður Þórs á Akureyri, fékk blómvönd fyrir leikinn gegn Njarðvíkingum í gær í tilefni að því að hann hefur leikið yfir 300 leiki með félaginu. ■ KRISTINN Friðriksson brák- aðist á fingri á síðustu æfingu fyrir leikinn en lék þó með og átti ágætan leik._ ■ ÍR-INGAR hófu þátttöku sína í úrvalsdeildinni með miklum glæsi- brag. Liðið komst í 6:0 og gerði Herbert Arnarson þriju körfuna með glæsilegri troðslu. B FYRIR leikinn setti Kolbeinn Pálsson formaður KKÍ mótið og bað menn minnast Sigurðar Halldórs- sonar sem lést á árinu. Sigurður lék um árabil með ÍR og dæmdi síðan í mörg ár. ■ LJÓSIN vöru slökkt. þegar lið ÍR var kynnt, eins og verið hefur í úrsli- takeppninni. ■ EKKI tókst að heíja leikinn á réttum tíma því uppkastið var fram- kvæmt 7 mínútur yfir átta. ■ BUNINGAR heimamanna voru áberandi ósamstæðir. Buxurnar voru í alla vega litum og greinilegt að ÍR hefur ekki náð að láta Ijúka við þá fyrir mót. ■ GUÐJÓN Árnason, fyrirliði FH-inga, fékk blómvönd fyrir leikinn gegn 1H í gærkvöldi. Tilefnið var að hann og konan hans eignuðust dóttur í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Halldór Kristmundsson tekur hér frákast fyrlr ÍR án þess að Bergur Emllsson og Magnús Guðfinnsson komi vörnum vlð. Herbert Arnarson og John Rhodes eru við öllu búnlr. HANDKNATTLEIKUR Dapurt í Það var ekki burðugur handbolti sem var leikinn við Strandgötuna í Hafnarfirði í gærkvöldi þegar IH og FH áttust þar við. FH-ingar jvgr léku þó betur í fyrri hálf- Benediktsson leik og það gerði útslagið skrifar fyrir þá að sigur hafðist, lokatölur 20:29 FH skoraði þijú fyrstu mörkin í leikn- um en ÍH svaraði strax með tveimur. Eftir það skildu leiðir og FH-ingar rúll- uðu yfír ÍH pilta og í leikhléi var staðan 6:14. í fyrri hálfleik skoruðu FH-ingar helming marka sinna úr hraðaupphlaup- um. Þau komu flest eftir að besti maður FH Magnús Árnason markvörður hafði varið slök skot ÍH manna. Alls varði Magnús Árnason 17 skot í fyrri hálfleik. FH-ingar voru mun kærulausari í seinni háfleik og náði ÍH að halda í við þá. En leikur liðanna var ekki rishár og verður ekki í minnum hafður. Þjálfari FH gaf yngri og óreyndari mönnum Firðinum möguleika á að leika í seinni háfleik auk þess sem það setti strik í reikninginn að Hans Guðmundsson og Hálfdán Þórð- arsson urðu báðir að yfirgefa leikvöllinn vegna meiðsla. IH piltar verða heldur betur að taka sig saman í andlitinu ef þeir ætla sér að ná í stig í keppninni í vetur. Sóknar- leikur þeirra er afar dapur og varnarieik- urinn var oft og tíðum bara til mála- mynda. Eini leikmaður þeirra sem eitt- hvað hvað að var Guðmundur Arnar Jónsson, markvörður. Ef ekki hefði verið fyir góða framgöngu hans hefði sigur FH orðið mun stærri. FH liðið lék oft og tíðum lipurlega saman í fyrri hálfleik en í þeim síðari var meira kæruleysi í leik þeirra. Bestur FH inga var Magnús Árnason, mark- vörður en hann varði 21 skot í þær 45 mínútur sem hann lék með. Gunnar Beinteinsson og Sigurður Sveinsson voru frískir. BLAK Islandsmólið að hefjast Islandsmótið í blaki hefst í kvöld með tveimur leikjum á Akureyri. Þar mætast KA og Þróttur frá Neskaupstað í 1. deild karla og 1. deild kvenna mæt- ast sömu lið. Karlaliðin ríða á vaðið kl. 20 og strax að þeim leik loknum kl. 21.30 leika kvennaliðin. Leikin verður fjórföld umferð í vetur og síðan úrslitakeppni af því loknu. Aust- urbakki og Blaksambandið gerðu með sér samning í sumar og nefnist 1. deild karla og kvenna ABM-deildirnar í vetur. í 1. deild kárla leika: HK, KA, Þróttur Reykjavík, IS, Þróttur Neskaupstað og Stjarnan. í 1. deild kvenna leika: ÍS, Víkingur, HK, Þróttur Neskaupstað og KA. 100 marka múrinn í augsýn hjá Wright Aston Villa fagnaði sigri á Inter Mílanó ívítaspyrnukeppni IAN Wright skoraði tvö mörk fyrir Arsenal, 3:0, gegn Omonia Nicosía frá Kýpur í Evrópu- keppni bikarhafa á Highbury í gærkvöldi. Wright þarf aðeins að skora eitt mark, til að ná 100 marka múrnum hjá Arse- nal. Sænski landsliðsmaðurinn Stef- an Schwarz skoraði þriðja markið, en aftur á móti náði danski landsliðsmaðurinn John Jensen ekki að skora, frekar en í hinum 87 leikj- um sínum fyrir Arsenal. Hann var nálægt því, varð að sætta sig við að sjá Christos Christou veija skot hans frábærlega . Werder Bremen tryggði sér einn- ig rétt til að leika í 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa, með því að leggja ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv að velli, 2:0, í Bremen. Þýsk lið hafa staðið sig vel í vik- unni, því að Borussia Dortmund, Eintracht Frankfurt, Kaiserslaut- ern og Bayer Leverkusen komust áfram í UÉFA-keppninni. ítölsk lið hafa einnig staðið sig vel. Sampdoria komst í gærkvöldi í 16-liða úrslit Evrópukeppni bikar- hafa, í vikunni tryggðu Napolí, Parma, Juventus og Lazio sér áframhaldandi þátttöku í UEFA- keppninni, þar sem Inter Mílanó er úr leik. Aston Villa lagði Inter að velli í UEFA-keppninni í gærkvöldi með marki Ray Houghton og Guy Whitt- ingham var nær því að skora undir lokin, en skot hans hafnaði á þver- slánni á marki Inter. Það þurfti víta- spyrnukeppni til að fá úrslit. Leik- menn liðanna skoruðu úr fyrstu þremur spyrnunum. Þá átti Davide Fontolan skot yfir mark Aston Villa. Pagliuca varði skot Whittingham. Reuter Bebetosvelflan. Hendrik Larsson og Regi Blinker hjá Feyenoord fagna marki þess fyrrnefnda gegn Zalgirls Vilnius. Uruguay-maðurinn Ruben Sosa Phil King að tryggja Villa sigurinn þrumaði knettinum í slánna á marki með marki úr síðustu vítaspyrn- Aston Villa — og það kom í hlut unni. Macari aftur til Stoke Lou Macari var í gær ráðinn framkvæmdastjóri Stoke, 11 mánuðum eftir að hann hætti með liðið og fór til Celtic. Hann var síðan rekinn frá Celtic og var því á lausu. Macari var tvö ár hjá Stoke áður en hann yfirgaf félagið. Hann keypti m.a. Þorvald Orlygsson frá Notthingham Forest á sínum tíma. Soke hefur verið án framkvæmdastjóra síðan Joe Jordan var rekinn frá félaginu fyrir nokkrum vikum. Macari stjórnar liðinu í fyrsta sinn um helgina. „Ég átti tvö góð ár hjá félaginu og veit því að hveiju ég geng,“ sagði Macari. Salzburg dæmdur ■ ■■■■ A sigur gcgn iviiisin ■ Capello þjálfari AC Milan segir að UEFA ætti frekar að refsa markverðinum fyrir leikaraskap TALSMAÐUR Knattspymusambands Evrópu, UEFA, sagði í Marcel Desailly, franski mið- gær að 3:0 sigur AC Milan á austurríska liðinu Salzburg í valiarleikmaðurinn hjá AC Miian, Evrópukeppninni í fyrrakvökl gæti verið dæmdur ítalska liðinu sagði í viðtali við franska sjón- tapaður eftir atvikið er flösku var hent inná San Siro teikvang- varpsstöð að atvikið minnti sig inn og í austurríska markvörðinn meðan á leík stóð. UEFA óneitanlega á það þegar Roberto sagði að liklega yrði niðurstaðan sú að Salzburg yrði dæmdur Rojas, markvörður Cbile, lék sér sigur 3:0 eða þá að leikið yrði aftur á hlutlausum velH. að því í HM-leik gegn Brasilíu að skera sig til blóðs með hnífi og Talsmaður UBFA vildi lítið Konrad hélt þó áfram leik sín- laug svo að flugeldur hafí farið í segja um málið á þessu stigi, um eftir atvikið og fijótlega eftir sig. En það komst alit upp og en sagðist búast við að ítalska lið- að AC Milan skoraði annað mark- FIFA dæmdi Chile úr HM-keppn- inu yrði refsað þó svo að kæra ið bað hann um skiptingu og fór inni og Rojas fékk lífstíðar bann kæmi ekki frá austurríska liðinu. útaf á 59. mínútu. Hann var síðan frá knattspyrnu. AC Milan yrði jafnvel bannað að fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús nota heimavöll sinn í Evrópu- í Mílanó og var þar um nóttina Árið 1984 kom upp svipað at- keppninni. Aganeftid UEFA kem- og fór því ekki heim til Austurrík- vik og í Mílanó í fyrrakvöld, Þaðp ur saman 6. október og þar verð- is með félögum sínum i liðinu. var í Evrópuleik milli Celtie og ur þetta mál til umfjöllunar. Læknir austurríska liðsins sagði Rapid Vín í Skotlandi. Aðskota- að Konrad hafi fengið heilahrist- hlut var hent í einn leikmann Otto Konrad markvörður Salz- ing. austurríska liðsins úr Skotastúk- burg sagði austurrískum íþrótta- Forráðamenn AC Milan voru unni. UEFA ákvað að endurtaka fréttamönnum í gær að hann hefði með miklar efasemdir um meiðsli leikinn á hlutiausum velii. Eins fengið plastflösku fulla af vatni í markvarðarins. Fabio Capelio, var það árið 1971 er Inter lék hnakkann rétt eftir að AC Milan þjálfari AC Milan, sagði að UEFA gegn Borussia Mönchengladbaeh skoraði fyrsta markið í leiknum. ætti að refs Otto Konrad fyrir í Þýskalandi ogtapaði 7:1. í leikn- „Ég fékk mikið högg og datt nið- leikaraskap. „Hann gekk alveg uni fékk Roberto Boninsegna leik- ur,“ sagði hann. „Eg vankaðist óstuddur af velli og síðan bað maður Inter flösku í sig. UEFA og vissi ekki af mér fyrr en dómar- liann um sjúkrabíl. Það er ekki dæmdi leikinn ógildan og fór ann- inn og læknir liðsins stóðu yfir hægt að taka hann trúanlegan,“ ar leikur fram síðar og þá urðu mér.“ sagði Capello. úrslitn 0:0 og Inter fór áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.