Morgunblaðið - 01.10.1994, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.10.1994, Qupperneq 1
72 SIÐUR LESBOK/C/D 223. TBL. 82. ÁRG. LAUGARDAGUR1. OKTÓBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Varnarmálaráðherrar NATO deila Þjóðverjar vilja A-Evrópuríki inn Sevilla. Reuter. ÞJÓÐVERJAR hvetja til þess að tekin verði um það ákvörðun á næst- unni hvenær nýfrjáls ríki í Austur- og Mið-Evrópu fái aðild að Atlantshafs- bandalaginu (NATO). Bandaríkjamenn eru Þjóðveijum ósammála og telja ótímabært að ákveða tímasetningu á stækkun NATO til austurs. Volker Riihe, vamarmálaráð- herra Þýskalands, sagði í gær á tveggja daga fundi varnarmála- ráðherra bandalagsins á Spáni að Pólland, Ungveijaland, Tékkland og Slóvakía ættu að verða fýrst inn. Rússar hafa lýst andstöðu við skjóta útvíkkun NATO til austurs en Rúhe sagði að sannfæra yrði rússneska ráðamenn um að banda- lagið væri engin ógn við Rússland nú að kalda stríðinu loknu. Varkárni William Perry, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði að NATO ætti fyrst um sinn að ein- beita sér að því að þróa Friðarsam- starfið svonefnda. Þar er gert ráð fýrir nánu samstarfi í vamarmál- um við öll fyrrverandi aðildarríki Varsjárbandalagsins gamla, einnig við Rússland og Úkraínu sem Rúhe sagði að gætu ekki gengið í NATO þótt auka bæri samstarf við þau. Hollendingar vilja sýna varkárni í sambandi við væntanlega stækk- un, sama er um Breta og Frakka að segja en Frakkar taka nú þátt í fundi ráðherranna í fyrsta sinn frá 1966. Fulltrúi Norðmanna lagði áherslu á að kannað yrði hvort Svíar og Finnar vildu ganga í bandalagið. Reuter RANNSÓKN var hafin í gær á stefnishlerum norrænna farþegafeija og var myndin tekin við skoð- un af því tagi í finnsku feijunni Mariella í Stokkhólmi. Sænski siglingamálastjórinn sagði að Eston- ia hefði sokkið þar sem stefnisloka hennar hefði rifnað af. Óeirðir á Haítí Port-au-Prince. Reuter. NOKKRIR menn biðu bana í óeirðum Port-au-Prince, höfuð- borg Haítí, í gær er þess var minnst að þá voru þrjú ár liðin frá því herforingjar steyptu stjórn Jeans Bertrands Aristide forseta. Stuðningsmaður Ar- istide beið bana er liðsmenn vopnaðra sveita, sem styðja her- foringjasljórnina, hófu skothríð á fjölmenna göngu lýðræðis- sinna. Réðust þeir gegn árásar- mönnum og börðu einn þeirra til bana. A myndinni koma út- lendir blaðamann særðum manni til hjálpar. Bandarískar hersveitir náðu í gær á sitt vald ríkissjónvarpi og -útvarpi á Haítí en bandarískir embættis- menn hafa sakað fjölmiðla hins opinbera um að ýta undir of- beldi og talið réttast að þeir heyri undir hina löglegu sljórn landsins. Hermenn vopnaðir M-16 rifflum ráku alla starfs- mennina úr húsi og tóku yfir stjórn stöðvarinnar. Var banda- rísku hermönnunum ekki sýnd mótspyrna og ekki hleypt af neinum skotum við töku stöðv- arinnar. Um morguninn var starfsmönnum útvarps og sjón- varps meinaður aðgangur að húsinu og þeim sagt að ekki væri frekari þörf fyrir þá. Bandaríkjamenn segja aðgerð- ina hluta þess að halda uppi lögum og reglu á Haítí, stöðin heyri undir stjórn Aristides, sem á taka við völdum af nýju um miðjan október en honum var steypt af stóli árið 1991. Estonia liggur á bakborðshliðinni í slakka á botni Eystrasalts Ytri stafnhlerinn rifn- aði af í ölduganffinum Stokkhólmi, Helsinki. Reuter, Morgunblaðið. Siglingar samskonar ferja verða hugsanlega bannaðar Refsiað- gerðir á miðnætti Washington. Reuter. BÚIST var við, að um eitthvað semdist í gærkvöld í viðskiptadeilu Japans og Bandaríkjanna en tak- markaðar refsiaðgerðir kæmu samt til framkvæmda á miðnætti sl. að bandarískum tíma. Yohei Kono, utanríkisráðherra Japans, ætlaði að koma til Wash- ington í gærdag til viðræðna við Mickey Kantor, viðskiptafulltrúa Bandaríkjastjórnar, og síðar um kvöldið var von á Ryutaro Hashi- moto, viðskiptaráðherra Japans. Búist er við, að Japanir fallist á að opna tryggingamarkaðinn en sam- þykki þeir ekki að bandarísk fyrir- tæki geti boðið í opinber verkefni í Japan, mun verða brugðist við gagnvart þeim mörgu japönsku fyr- irtækjum, sem bjóða í opinber verk í Bandaríkjunum. Rúðugler Mesta áherslu leggja þó Banda- ríkjamenn á að rúðuglersmarkaður- inn verði opnaður en þar skipta tvö eða þijú japönsk fyrirtæki, sem byggja á úreltum framleiðsluhátt- um, markaðinum með sér. FINNSKT björgunarskip fann í gær flak feijunnar Estonia í Eystrasalti þar sem hún sökk aðfaranótt mið- vikudags að staðartíma. Liggur flak- ið á bakborðshliðinni á botninum í talsverðum halla. Bengt-Erik Sten- mark, siglingamálastjóri Svíþjóðar, sagði að ytri stafnhleri feijunnar hefði rifnað af feijunni í stormi og miklum öldugangi. Sjór hefði flætt inn um stafninn, með þeim afleiðing- um að feijunni hefði hvolft. Sænskir fjölmiðlar skýrðu frá því að sjór hefði nokkrum sinnum áður flætt inn um stafnhlera samskonar feija, en skipa- félögin látið hjá líða að tilkynna um það. Fyrirskipuð hefur verið rann- sókn á 46 feijum með samskonar stafnhlera, sem sigla um sænska landhelgi, og Stenmark kvaðst reiðubúinn að banna siglingar þeirra algjörlega ef gallar fyndust. Talið er að yfir 900 manns hafi farist í slysinu, en .tala látinna er þó enn mjög á reiki þar sem komið hefur í ljós að mörg börn yngri en fimm ára drukknuðu en engin þeirra voru skráð sem farþegar. Yfírvöld í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Noregi hafa fyrirskipað rannsókn á öllum feijum með stafn- hlera, en þau eru algengustu far- þegaskipin sem sigla um Eystrasalt. „Til greina kemur að banna öll skip af sömu tegund ef fleiri gallar finriast," sagði Stenmark. Hann sagði að skipaverkfræðingar hefðu greinilega misreiknað kraft sjávar- öldunnar við hönnun stafnhleranna. í feijum eins og Estonia eru tveir stafnhlerar; sá ytri er sterkbyggðari og honum er lyft upp í höfn en sá innri sígur niður og er notáður sem skábraut fyrir bifreiðar. Sérfræðing- ar segja að hafi ytri stafnhlerinn rifn- að af í miklum öldugangi hafi verið nær ógjörlegt að afstýra því að feij- an sykki. Stenmark sagði að sjór hefði streymt inn í feijuna og lítinn öldu- gang hefði þurft til að valda hreyf- ingu sem hefði endað með því að sjórinn í skipinu hefði færst frá einni hlið til annarrar. Sérfræðingar segja að nær ógjörlegt sé að ná valdi á slíkum feijum - svokölluðum ekju- skipum, sem eru án milliþilja - eftir að þessi hreyfing hefst. Margir telja að skipstjóri feijunnar hafi siglt henni á of miklum hraða í ölduganginum og stafnhlerarnir því orðið fyrir of miklu álagi. Stenmark sagði að rannsóknar- nefnd, sem grennslast fyrir um or- sakir slyssins, hefði loksins náð tali af skipstjóranum, Aavo Piht, sem fannst ekki fyrstu tvo dagana eftir slysið þrátt fyrir fréttir um að hann hefði bjargast og væri einhvers stað- ar í Finnlandi. Embættismenn í Finn- landi sögðust þó ekki hafa haft uppi á skipstjóranum. „Finnska lögreglan rannsakar hvarf hans,“ sagði Andi Meister, samgöngumálaráðherra Eistlands, sem er í rannsóknarnefnd- inni ásamt Stenmark. Svenska Dagbladet og Dagens Nyheter skýrðu frá því í gær að svip- að vandamál hefði komið upp fyrir átta árum í feijunni Mariella, sem tók þátt í björgunaraðgerðunum eft- ir að Estonia sökk. Sjór hefði þá flætt inn um stafnhlerana og inn á bílaþil- far feijunnar á leiðinni milli Helsinki og Stokkhólms. Skipstjórinn hefði neyðst til að bakka skipinu snarlega til að halda sjónum úti. Hlerarnir voru styrktir eftir atvikið en eigend- ur feijunnar létu hjá líða að skýra yfirvöldum frá því. ■ Ferjuslysið í Eystrasalti/16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.