Morgunblaðið - 01.10.1994, Síða 14

Morgunblaðið - 01.10.1994, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ NEYTEIMDUR Uppskrift vikunnar Lifur og hjörtu í sláturtíðinni Lambaiifrarpaté með (umberlandsósu 250 g lambalifur 500 g svínahakk 200 g svínaspekk 1 meðalstór laukur ‘ódl rjómi __________f egg_________ ■ódl rauðvín 1 hvítlauksrif __________salt__________ pipar 1 tsk. meiran 6 beikonsneiðar SLÁTURTÍÐIN stendur nú sem hæst og þar af leið- andi má vænta þess að menn séu farnir að huga að sláturgerð enda slátur einhver ódýrasti matur, sem hægt er að hugsa sér. Um leið og slátrið er tekið freistast margir til að taka lifur og hjörtu enda er slíkur innmatur fremur ódýr líka miðað við annað kjöt- meti hérlendis. Til þess að fá hugmyndir frá fag- manni leituðum við á náðir matreiðslumeistarans Þór- arins Guðmundssonar, yfirmatreiðslumeistara á Múla- kaffi, og komum svo sannarlega ekki að tómum kofun- um hjá honum varðandi eldamennsku á lifyir og hjört- um. I uppskriftabókinni hans var m.a. að finna hinar ýmsu útfærslur á lambalifur, m.a. lambalifrina hennar mömmu, lifrarpaté í sparifötum og lifur á austur- lenska vísu. Uppskrift af lambahjörtum fær líka að fljóta með og er sá réttur i gráðostaijómasósu. ÞÓRARINN Guðmundsson, yfirmat- reiðslumeistari á Múlakaffi. 2 lórviðarlauf Lambalifrin hökkuð ásamt svína* spekki og svínahakki (einnig má nota nautahakk). Fínsaxaður lauk- ur, ijómi, egg, rauðvín og marin hvítlaukur sett saman við hakkið og kryddað með salti, pipar og meiran. Hrært saman í matvinnslu- véi. Sett í eldfast mót, beikoni og lárviðarlaufum raðað ofan á og ál- pappír settur yfír. Bakað í vatns- baði við 170-190 gráður á Celcíus í klukkutíma. Þegar bakað er í vatnsbaði er vatn sett í ofnskúffuna og mótið með réttinum í iátið standa í vatninu á meðan rétturinn bakast. Cumberlandsósa rifinn appelsínubörkur af einni appelscnu rifinn sítrónubörkur af einni sífrónu 2 dl púrtvín 3 msk. rifsberjqhloup Allt sett í pott og soðið saman í tvær mínútur. Sósan síðan þykkt með maisenamjöli. Sósan látin standa í kæli áður en hún er borin fram. Lambalif ur ó ausf urlenska vísu með grænmeti og sojasósu _________400 g lambglifur_________ ______matarolía til steikingar____ _________2-3 msk. sojasósa________ 30 g smjör til sfeikingar ó grænmeti 2 meðalstórar gulrætur 150 g spergilkól 150 g agúrka 100 g blaðsellerí 2 tsk. hungng 1 tsk. sítrónusafi Lifrin skorin í strimla og létt- steikt í matarolíu. Grænmetið síðan léttsteikt í smjörinu, en rétt er að minna á að þó hér séu gefin ákveð- in hlutföll af grænmeti fer það auð- vitað eftir smekk hvers og eins. Að þessu loknu er lifrinni bætt út á grænmetispönnuna ásamt hun- angi og sítrónusafa. Rétturinn er þar með tilbúinn og þarf ekkert að sjóða frekar. Bera má hann fram með soðnum hrísgrjónum og brauði. Einnig er hægt að hugsa sér sósu með þessum rétti, en þá er smávegis af lambasoði sett á pönn- una og þykkt með maisenamjöli. Vart þarf að geta þess að þar með er rétturinn orðinn óhollari. Léttsteikt lambalifur meö kartöf lustöppu og lauksósu að hætti mömmu 500 g lambalifur ______________2 laukgr_____________ 30 g smjörlíki_________ 1 I vatn _______2 teninggr kjötkraftur______ 1 dl rjómi Lambalifur brúnuð á pönnu í tvær mínútur á hvorri hlið. Látin svo í eldfast mót og lauksósu hellt yfir. Sósan er gerð þannig að lauk- ur er léttsteiktur í potti. Lamba- soði, sem gert er t.d. úr 1 lítra af vatni og tveimur kjötkraftstening- um, hellt yfir laukinn og suðan lát- in koma upp. Sósan þykkt með smjörbollu og látin sjóða í um 5 mínútur eða þar til hveiti-bragðið er ekki lengur til staðar. Alvöru kartöflumús er kjörin með þessum „mömmurétti“, en hana má búa til með því að sjóða 1 kg af kartöflum, afhýða þær og hakka í matvinnsluvél. Þá er 200 g af smjöri bætt út í ásamt salti og sykri og mjólk eftir smekk, allt eftir því hvað menn vilja músina þykka. Lambahjörtu í gróðostarjómasósu 500 g hjörtu _____________ólífu-olía___________ 1 hóíellaukur 1 rauð paprika _________1 græn pgprika___________ 200 g steinlausar sveskjur _________2 msk. tómgt-puré________ _________200 g gróðostur__________ _____________1 dl rjómi___________ ________________sojt______________ pipgr Hjörtun fituhreinsuð og skorin í strimia. Brúnuð á pönnu í olíu, kryddað með salti og pipar, og síð- an soðin í 40 mínútur í einum lítra af vatni. Á meðan hjörtun sjóða er laukur brúnaður á pönnu, þá pap- rikurnar með lauknum og loks er sveskjum, tómat-puré og gráðosti bætt út í og látið malla þar til ostur- inn bráðnar. Því næst er hjörtunum og soðinu hellt yfir grænmetið og jafnað með smjörbollu, sem gerð er úr smjörlíki og hveiti. Að síðustu er ijóma bætt út í. Lesendum skal bent á það að svokallaður hótellauk- ur er ívið stærri en venjulegir lauk- ar og er nú farið að selja þá í versl- unum hérlendis. Grunnskólar Má ekki innheimta efnisgjald nema með samþykki foreldra FYRIR nokkrum árum kærði foreldri í vesturbæ innheimtu pappírsgjalds í grunnskóla tii umboðsmanns Al- þingis. Niðurstaða kvörtunarinnar varð sú að ekki væri leyfilegt að inn- heimta gjöld af nemendum í grunn- skóla. Að sögn Ragnars Júlíussonar hjá Skólaskrifstofu Reykjavíkur voru pappírsgjöld innheimt vegna útgjalda við kaup á pappír, Ijósritunarþjón- ustu, litum og fleiru. Reykjavíkur- borg er nú með sérstakan kvóta fyr- ir skóla og Ragnar segir að hver skóli fái ákveðna upphæð og síðan eftir höfðatölu. Fáir skólar á höfuðborgarsvæðinu innheimta því gjöld af nerr.endum sínum og í þeim tilvikum sem það er gert á það að vera í fullu samráði við foreldra eða foreldrafélög skóla. Oft er um að ræða sameiginleg inn- kaup á stílabókum þannig að börnin séu öll með eins bækur og að sögn forráðamanna nokkurra skóla sem haft var samband við koma slík kaup betur út en ef hvert bam fyrir sig er að kaupa bækumar. Foreldrar geta hinsvegar mótmælt og séð sjálfír um bókakaup bama sinna. Þá eru dæmi um að innheimt sé nemendasjóðsgjald sem foreldrafé- lög sjá þá um. Það fé er notað til jólaundirbúnings, í rútuferðir þegar ferðast er, veitingar og svo framvegis. í Fossvogsskóla, þar sem tíðkast að börn greiði vissa upphæð tvisvar á ári í efnisgjald, segir Elínborg Jóns- dóttir aðstoðarskólastjóri að nemend- ur fái allar stílabækur, möppur og liti nema tréliti. Ritföng þurfa börnin líka að kaupa annars staðar. Sama er upp á teningnum hjá t.a.m. Mela- skóla. í Hlíðaskóla fara efnisgjöld eftir bekkjum. í hveijum bekk er bekkj- arsjóður sem í er greitt á haustin. Ur sjóðnum er tekið fyrir stílabókum og öðru sem þarf og verði afgangur er hann notaður í ferðalag eða annað sem vill. Bjarni Þór Haraldsson gluggaþvottamaður býður þjónustu sína Ellefu ára og þrífur glugga fyrír fyrirtæki og einstaklinga „ÉG VAR búinn að leita mér að vinnu, fara í Hag- kaup og Bónus en þá vantaði enga hjálparmenn," segpr Bjarni Þór Haraldsson, ellefu ára glugga- þvottamaður, sem tók upp á því með frænda sínum Magnúsi, sem líka er ellefu ára, að ganga á milli húsa og bjóðast til að þvo glugga fyrir fólk. „Maður verður að bjarga sér og okkur datt þetta í hug þegar við vorum að þvo gluggana fyrir hana ömmu,“ segir hann. Þeir fikruðu sig áfram með gluggaþvottinn og sáu að þetta gat borgað sig. Magnús hefur hinsvegar lagt starfið á hilluna í bili en Bjarni Þór ætlar að sinna viðskiptavinum sinum í vetur með skóla og jafnvel að færa út kvíarnar. „Ég á fasta viðskiptavini á Smiðjuvegi og Skemmuvegi og hef verið i Mjóddinni en nú langar mig að prófa að fara til ríka fólksins í Árbænum. Er fólk ríkt í Árbænum? „Frændi minn segir það að minnsta kosti og ég ætla að prófa,“ segir Bjarni Þór. Hundraðkall á hvern glugga Hann fær að meðaltali hundrað kall fyrir hvern glugga sem hann þrífur, þá bæði að utan og innan. Hann notar hin ýmsu hreinsiefni og hælir sérstak- lega einhverju leysiefni sem nýkomið er á markað- inn og segir að það auðveldi sér vinnuna töluvert, efnið leysi upp tjöru og hvaðeina. - Græðirðu mikið á þessu? „Já,“ segir hann og er dálítið drjúgur með sig. „Ég hef farið upp í fjögur þúsund á nokkrum dög- um. Ég græði rosalega á þessu.“ - I hvað fara svo peningarnir? Bjarni segist ekki þurfa vasapeninga heima því hann vinni fyrir þeim sjálfur og hann gerir sér ýmis- legt til skemmtunar, fer m.a. í bíó og kaupir sér föt. „Ég er veikur fyrir vídeói en það hafa verið settar á mig hömlur heima. Það má bara leigja spól- ur á föstudögum, laugardögum og sunnudögum." Morgunblaðið/Júlíus BJARNl Þór Haraldsson við vinnu sína, en hann tekur venjulega hundraðkall fyrir að þrífa glugga að utan og innan. Bjarni er líka að velta fyrir sér kaupum á ein- hverskonar grind á hjólum fyrir útbúnaðinn í gluggaþvottinn og síðan er sjónvarp á listanum, tjallahjól og kannski sláttuvél. „Ég var að hugleiða að bjóðast til að slá gras í sumar en það var liðið það langt fram á sumar að það tók því ekki. Ætli ég drífi ekki í því næsta sum- ar.“ Það kemur dálítið á Bjarna Þór þegar hann er spurður hvort hann greiði gjöld af atvinnustarfsem- inni. „Heldurðu að ég þurfi þess eftir að viðtalið hefur birst? Getur verið að krakkar þurfi að borga skatt af svona vinnu?" Hann vildi samt ekki hætta við viðtalið. > > > > i i \ I í > I 1 í l ! i í í i í I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.