Morgunblaðið - 01.10.1994, Page 21

Morgunblaðið - 01.10.1994, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994 21 ______LISTIR__ Kuðungar og hvítur kjóll Bókmenntfr Ljód KUÐUNGAHÖLLIN eftir Þórunni Bjömsdóttur Útg. höfundar 1994 í HVÍTUM KJÓL eftir Rósu Ólöfu Svavarsdóttur Lyf hf. 1993 47 bls. í UPPHAFi Kuðungahallarinnar eftir Þórunni Björnsdóttur er að fínna ljóð sem gefur fyrirheit um stefnumót við hafið og jafnvel und- irdjúpin: „úr þanginu í/ fjörunni/ liggur gullofinn/ þráður/ að kofa- skriflinu// óþekkta“. I framhaldinu er minnt á þessa hug- mynd um heimkynni kuðunganna aðeins endrum og sinnum. Ég saknaði þess að svo ágætri hugmynd skyldi ekki fylgt eftir af meiri einurð, því þannig hefði mátt fá heildstæðari bók um dularfullan heim og framandi umhverfi. Fyrir bragðið verður heildarsvipur bókar- innar minni en ástæða var til. Þau ljóð sem tengjast þessari hugmynd þóttu mér best, til að mynda þetta: „í undirdjúpunum/ skín í kuðunga/ og marglita/ steina/ sem læðast upp/ á yfirborðið/ á nóttunni/ inn í/ draumalandið". Helsti styrkur þessa ljóðs er einfaldleiki og sam- ræmi. Dulúð og sundurgerðarleysi í myndmáli gefa því jafnframt spennandi blæ. Skáldið hefur ágætan efnivið í höndum og virðist hafa skáldlegan metnað til að bera. Þegar meiri ögun og aukin tilfinning fyrir myndmáli og sjálfu tungumálinu koma til - með öðrum orðum: með meiri æfingu, er ekki ólíklegt að vænta megi tilþrifa úr penna Þór- unnar. 1 hvítum kjól heitir bók Rósu Ólafar Svavarsdóttur. Fyrsti kaflinn af fjórum í bókinni heitir I skuggsjá. Hér er skáldið að spegla nokkrar hliðar á samskiptum manna og samfélagi þeirra. Mis- gjörð, fyrirgefning, dómgirni, þunglyndi, sorgir, dapurleiki eru dæmi um yrkisefni í þessum kafla. Tónn hans er í dimmara lagi, von- arglætan heldur dauf — líka þegar Lífið og lífslöngunin hefja „eilíft líf/ í kalsárum/ kulnaðra vona“ og sömuleiðis þegar stundir sem sýn- ast tilgangslausar ljá veruleikanum lit. Bjartara er yfir kaflanum / barnslegri undrun, sem ásamt fyrsta kafla myndar meginefni bók- arinnar. Bernskan kemur þar við sögu og samband stúlkubarns í hvítum kjól við guð eða Föðurinn sem ef til vill er hvort tveggja í senn: faðirinn og Faðirinn. Trúar- legar vísanir eru reyndar áberandi í bók Rósu, guð kemur víða fyrir og er jafnvel ávarpaður í ljóðunum. Tveir síðustu kaflar bókarinnar eru Gildi orðanna og Söguijóð — sá fyrri um vægi þess sagða og eilífðargildi orða sem falla í hita leiks, en hinn síðari bregður upp svipmynd af fólki — konum með börn — sem hafa orðið undir í sam- félaginu. Erfið reynsla eða beiskja útí samfélagið verður ekki sjálfkrafa að skáldskap. Slíkt getur hugsan- lega nýst sem efniviður en öðlast ógjarna líf utan reynsluheims skáldsins hafi tíminn ekki verið ötull við að vinna úr reynslunni og bregða ljósi skilnings og sáttar yfir það sem áður var harmsefni. Ljóð- ið Til minningar um mömmu í bók Rósu er dæmi um hvernig tíminn sættir og getur hjálpað til við að umbreyta reynslu í skáldskap. Ég hef á tilfinningunni að það yrði skáldskapariðkun Rósu til góðs ef hún legði frekari áherslu á þetta atriði og gæfi meiri gaum að ljóð- máli. Myndskreyting Katrínar Jóns- dóttur er látlaus og styður oft skemmtilega ljóðin. Kjartan Árnason Þórunn Rósa Ólöf Björnsdóttir Svavarsdóttir fKlQodosi BIRYANI - INDVERSKT: HRfSGRIÓN MEÐ GRÆNMETI, KIÚKLING OG KRYDDl. TORTIGLIONI - ÍTALSKT: PASTASKRÚFUR MEÐ GRÆNMETI, NAUTAKIÖTI OG KRYDDI. FARFALLE - ÍTALSKT: PASTASLAUFUR MEÐ GRÆNMETI, SKINKU OG OST. Ein msk. smjör á pönnuna, rétturinn út í og allt tilbúið á 5 mín. Skyndiréttir sem bragðast og líta út sem bestu sérréttir! Máiitidafpi m Mmmtudaga kl, 9 - 18 . Féstudaga kL 9 - 19 Laugardaga M. B - 1© núsgögn-húsbunaður-gjafavörur-lampar ofl. Verið velkomin í stærstu húsgagnaverslun landsins. Alltaf heitt kaffl á könnunni og næg bílastæði. Húsgagnahöllin - Fyrir falleg heimili

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.