Morgunblaðið - 01.10.1994, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 01.10.1994, Qupperneq 27
26 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. KÖLD OG BLAUT EYÐIMÖRK ÞAÐ ER ALLTAF gagnlegt að kynnast því, hvernig ís- land kemur útlendingum fyrir sjónir. I fyrradag birt- ist hér í Morgunblaðinu viðtal við David Sanders, yfirmann jarðvegsverndunarsviðs Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur dvalið hér að undanförnu til þess að kynna sér jarðvegseyðingu og gefa ráð um skipu- lag Iandgræðslustarfs. Hann segir m.a. í þessu viðtali: „Það má segja í stuttu máli, að landið líkist kaldri, blautri eyðimörk, hversu mótsagnakennt sem það kann að hljóma. Þeir staðir, sem ég hef kynnt mér, eru lítið frábrugðnir eyðimerkursvæðum Miðausturlanda." Og þegar David Sanders er spurður, hvort þetta komi honum á óvart, seg- ir hann: „Já, ég var hissa. Það eru til svæði, þar sem einn metri jarðvegs eða meira hefur fokið upp í tímans rás. Stór svæði, þar sem gróður er nánast horfinn. Og í um- hverfi þar sem veðurfar er jafn óblítt og hér tekur það langan tíma fyrir þessi svæði að jafna sig.“ Hér er sterkt til orða tekið en þó ekki síður, þegar þessi sérfræðingur er spurður um ástæðurnar fyrir þessu ástandi að hans mati. Hann segir: . . ástæðan er sú, hvernig maðurinn nýtir landið. Það tékur þúsundir ára að skapa jafnvægi í vistkerfinu, fyrir dýr og plöntur að þróast í sam- ræmi við aðstæður í náttúrunni. Síðan kemur maðurinn og raskar þessu jafnvægi og það sem við reynum að leggja áherzlu á er sjálfbær búskapur. Það sem gerzt hefur hér er það, að landið hefur ekki verið nýtt í samræmi við nátt- úrulegar aðstæður. Ofbeit er eitt dæmið.“ Það er fróðlegt að kynnast sjónarmiðum sem þessum. Þau eru staðfesting á því, að þeir sem mest og bezt hafa barizt fyrir landgræðslu á undanförnum árum og áratugum hafa haft mikið til síns máls. Það er áreiðanlega rétt, sem David Sanders segir, að fólk hér hafi vanizt landeyðing- unni og líti því svo á, að um náttúrulegt fyrirbæri sé að ræða. Hinn erlendi sérfræðingur telur að aðstæður hér muni versna enn, ef ekki takist að vekja þjóðina til vitundar um það sem sé að gerast. Hann bendir á nauðsyn þess að auka fræðslu meðal ungs fólks. í Ástralíu hafi almenning- ur tekið höndum saman um landgræðslustörf með ýmsum hætti. Hann telur að það geti tekið 5-10 ár að breyta al- menningsálitinu og beina því í uppbyggilegan farveg. Hann telur að landeyðing hér sé komin úr böndum og segir, að sér hafi brugðið, þegar hann sá ástandið á nokkrum stöðum. Áhugi á landgræðslu hefur stóraukizt á undanförnum árum en sennilega hefur langdgræðslufólk lengi orðið að þola nokkurt áhugaleysi bæði stjórnvalda og almennings. En sú mynd, sem þessi erlendi sérfræðingur bregður upp af okkar eigin landi, hlýtur að hvetja okkur til umhugsun- ar um það, sem er að gerast í kringum okkur. Við viljum ekki að ísland sé eins og köld og blaut eyðimörk. Við vilj- um ekki missa tökin á landeyðingunni. Við viljum ekki að útlendingum bregði, þegar þeir skoða sig um í landi okkar vegna þess, að þeir telja ástandið svona slæmt. „Landeyðing er alþjóðlegt vandamál," segir David Sand- ers, „og ég ætla að kynna þær hugmyndir, sem upp hafa komið í öðrum löndum og helzt mega koma að gagni hér. Helzta áherzlubreytingin, sem orðið hefur í landgræðslu á undanförnum árum, er sú, að hvetja almenning til þess að leggja sitt af mörkum í stað þess að reiða sig á hið opin- bera. Þetta hefur ekki gengið sem skyldi því vandinn er svo stór og því hefur verið brugðið á það ráð að auka fræðslu. Almenningi verður að skiljast, að vandamálið er hans frekar en stjórnvalda." Heimsókn Davids Sanders getur orðið upphafið að nýju átaki í landgræðslumálum þjóðarinnar ef rétt er á haldið. Enginn dregur í efa sterk tengsl Islendinga við landið. En líklega er nokkuð til í því, að við höfum ekki gert okkur fulla grein fyrir því, sem hér er að gerast í landeyðingu einfaldlega vegna þess, að við höfum vanizt þessu ástandi svo lengi. Málstaður landgræðslufólks hefur þó átt vaxandi fylgi að fagna enda fjölmargir einstaklingar komið þar við sögu, sem njóta víðtæks trausts fyrir störf sín á þessu sviði, sem öðrum. Við þurfum að standa þannig að málum, að útlendingar sem hingað koma að 100 árum liðnum lýsi íslandi ekki sem „kaldri og blautri eyðimörk“. REYKJAVIKURBORG LÁRUS Finnbogason endurskoðandi, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Stefán Jón Hafstein og Kristín Árnadóttir aðstoðarmaður borgarstjóra á fundi með fréttamönnum, þar sem kynnt var úttekt á fjárhagsstöðu borgarinnar og könnun á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. A ætlað er í skýrslunni að íjárhagsstaðan eigi enn eftir að versna um 660 milljónir til ársloka 1994. Fram kemur að frá árinu 1990 hefur skuldastaða borgarsjóð aukist úr 45% af skatttekjum í um 104,5% í lok júní 1994 miðað við árið í heild. Þá segir að peningaleg staða borgar- sjóðs að meðtöldum fyrirtækjum borgarinnar hafi versnað um rúma 5,9 milljarða frá 1990 til loka júní 1994. Kostnaður við rekstur og fram- kvæmdir umfram skatttekjur er skýringin á versnandi stöðu borgar- sjóðs, segir í niðurstöðu úttektarinn- ar. Afleiðingin sé að minna svigrúm gefist til framkvæmda í nánustu framtíð vegna aukinnar greiðslubyrði og kostnaðar við rekstur málaflokka sem hefur vaxið hlutfallslega hraðar en skatttekjur á síðustu árum. Goðsögnin fallin „Ég dreg þá ályktun af þessari skýrslu að sú goðsögn sé hrunin, sem lengi hefur verið við lýði og að því er virðist um land allt, að fjármála- stjóm Sjálfstæðisflokksins sé sterk,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, þegar skýrslan var kynnt í gær. „Þetta er búið sem við tökum við og lítur ekki mjög vel út en það er okkar að reyna að vinna úr þessu. Að mínu viti hafa sjálfstæð- ismenn hér í borgarstjórn á undan- fömum ámm alltaf litið svo á að þeir væru að stjóma einhveijum eilíf- um vexti og að þetta kerfí gæti vax- ið að því er virtist án takmarkana. Það sem við okkur blasir er að stjórna breytingum. Menn hefðu átt að átta sig á því í þessu kerfí fyrir löngu að stjómmál snúast ekki lengur um að stjóma vexti heldur breytingum. Þá ábyrgð hafa þeir ekki axlað að mínu viti.“ Framkvæmt umfram skatttekjur Borgarstjóri benti á að slæma stöðu væri ekki hægt að afsaka með tekjusamdrætti nema á árinu 1993. Fram að þeim tíma hefðu tekjur borgar- innar verið verulega um- fram það sem áður gerð- ist. „Þegar við tökum við þá hafa menn framkvæmt fyrir 31% umfram skatt- tekjur,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði að nær engar lántökur hefðu verið farnar að eiga sér stað þrátt fyrir þetta. „Það sem við höfum þurft að gera er að taka langtímalán upp á tvo milljanja. Það var að vísu búið að gera ráð fyrir 600 milljóna króna láni til holræsagerðar og 430 milljón- um vegna atvinnuátaks en þær lán- tökur höfðu ekki farið fram. Þá erum við jafnframt í skuldabréfaútboði upp á 950 millj. til að mæta því sem uppá vantar.“ Staða borg- arssjóðs hef- ur versnað um 8,1 milljarð Úttekt á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar sýnir að peningaleg staða borgarsjóðs hefur versnað frá árinu 1990 til loka júní 1994 um 8,1 milljarð. Talsmenn R-listans segja að þetta sýni að goðsögnin um styrka fjármálastjórn sjálfstæðismanna sé hrunin en sjálfstæðis- menn segja að fýrrverandi meirihluti hafí þurft að halda uppi atvinnu og framkvæmdum. INIauðsynlegt að styrkja fjármála- stjórnina Útgjöld 31,2% hærri en skatttekjur Fram kemur að útgjöld allra mála- flokka nema rúmum 6,4 milljöðrum á tímabilinu 1. janúar til 30. júní en það er 31,2% hærra en skatttekjur tímabilsins. í fjárhagsáætlun ársins 1994 er gert ráð fyrir að heildarút- gjöld málaflokka verði rúmir 12 millj- arðar eða 18,4% hærra en áætlaðar skatttekjur. Áætluð heildarútgjöld ársins eru því um 1,8 milljörðum hærri en skatttekjur. Borgarstjóri benti á að neikvæð peningaleg staða borgarsjóðs í lok júní væri 6,9 milljarðar en í árslok 1993 var peningaleg staða neikvæð um rúma 5,4 milljaðar á verðlagi í júní lok 1994. Peningaleg staða borgarsjóðs hefur því versnað um 1,4 millj- arða á tímabilinu. Sagði borgarstjóri að jafnframt væri gert ráð fyrir að staðan ætti eftir að versna um 660 milljónir til ársloka þannig að á síðustu fjórum árum hefði staða borgarsjóðs Versnað um 8,1 milljarð. „Þetta er gífurleg breyting á skömmum tíma,“ sagði Ingibjörg. Borgarstjóri vakti athygli á efna- hagsreikningi borgarsjóðs og borg- arfyrirtækja en þar kemur fram að heildarskuldir borgarsjóðs og fyrir- tækja borgarinnar voru í lok júní um 11,8 milljarðar. Það svarar til um 117 þús. króna skuldar að meðáltali á hvern íbúa. í árslok 1990 voru þessar heildarskuldir um 6,2 milljarð- ar eða um 64 þús. meðalskuld á íbúa. Heildarskuldir hafa því aukist um rúma 5,6 milljarða á þremur og hálfu ári. Allar fjarhæðir eru á verðlagi í lok júní 1994. Lægri skatttekjur í yfirliti yfir skatttekjur á íbúa kemur fram að þær hafa lækkað úr 109 þús. á íbúa árið 1992 í 98 þús. árið 1993. Skatttekjur á hvem íbúa voru hæstar á árunum 1988, 125 þús. og árið 1988 121 þús. „Lækkun- in sem hefur orðið síðan er ekki kom- in niður í það sem þær voru á árunum 1978 til ~ 1984,“ sagði Ingibjörg. „Það er því ekki hægt að kenna lækkun skatttekna um það hvernig staðan er orðin." _________ Borgarstjóri sagði að á undanförnum árum hefði orðið veru- leg hækkun á ráðstöfunum umfram skatttekjur. Árið 1990 var ráðstafað 5,5% um fram skatttekjur en á fyrstu sex mánuðum þessa árs var ráðstaf- að 31,6%. Skuldir umfram eignir Þá hafi peningaleg staða borgar- sjóðs versnað frá því að vera jákvæð um 13 þús. á hvern íbúa árið 1990 í það að vera neikvæð um 68 þús. 30. júní 1994. „Þetta sýnir að skuld- Heildargreiðslubyrði langtímaskulda borgarsjóðs í hlut- falli af skatttekjum f lok hvers árs 1991-94 10,12% 2,56% 2;73% 1,08% 0j32% m 1991 1992 1993 1994 1995 Aukafjárveitingar í janúar til maí 1990-94. Milljónir kr. 677,7 1990 1991 1992 1993 1994 Rekstrargjöld, fjárfest- ing og greiðslubyrði í hlutfalli af skatttekjum cg 1990 til júníloka 1994 ■ Greiðslubyrðí lána 116,3% 117,0% 106,6% m Samtais: p: 127,0% 131'2% uj ““ u. 35,9 68,6 64,2 43,8 72,1 37,5 88,7 98,8 Q I 1990 1991 1992 1993-30.6’94 Engín athuga- semd við framkvæmdir eða lájitökur ir eru talsvert umfram peningalega eign,“ sagði Ingibjörg. Borgarstjóri sagði að borgin hafi tekið umtalsverð lán á undanfömum árum til að endar næðu saman og einhvern tímann kæmi að því að greiða þau. „Það vill þannig til að það er á næsta ári sem þær afborganir koma inn af fullum þunga og greiðslubyrðin eykst verulega árið 1995,“ sagði hún. Á þessu ári er áætlað að greiða þurfi 62 milljónir en í heild eru greiddar um 300 millj. á þessu ári. Á næsta ári er greiðslubyrðin 952 millj. Fram kom að heildargreiðslubyrði lang- tímaskulda sem hlutfall af skatttekj- um árið 1995 er 10,12% en hefur verið á bilinu 2 til 2,5% á undanförnum árum. Úrbætur í fj ár niálastj órn í skýrslunni er bent ýmislegt sem betur mætti fara í fjármálastjórn borg- arinnar og er talið nauðsynlegt að styrkja hana. Meðal annars með því að semja greiðsluáætlun það tíma- lega að hægt sé að leggja hana fram samhliða rekstrar- og fram- kvæmdaáætlun. „Þannig er að þegar fjárhagsáætlun er samþykkt þá er ekki jafnhliða samþykkt greiðsluá- ætlun, hún kemur ekki fyrr en í júlí,“ sagði Ingibjörg. „Það var því í raun ómögulegt að átta sig á því hver staðan var og hvert stefndi fyrr en eftir mitt ár. Að hluta til stafar þetta 4- af því að bókhalds- og upplýsinga- kerfi borgarinnar er þannig gert að mjög erfitt er að ná út nákvæmu uppgjöri á fjárhagsstöðu borgars- sjóðs nema einu sinni á ári, um ára- mót.“ Bent er á að nauðsynlegt sé að skoða gaumgæfílega rekstrarliði og ábyrgðarsvið forstöðumanna sem heyra undir tiltekna málaflokka þannig að ábyrgð einstakra forstöðu- manna nái til alls málaflokksins sem undir hvern og einn heyrir. „Þetta getur verið mjög óljóst," sagði Ingi- björg. „Þannig er til dæmis með menningarmálin. Það er enginn for- stöðumaður menningarmála þannig að einstaka stofnanir eru á lausa- göngu og aðeins sumt á sviði menn- ingarmála, sem fellur undir menning- armálanefnd." Ekki afsökun fyrir skattahækkunum Á blaðamannafundi í gær sagðist Árni Sigfússon, oddviti minnihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn, ekki gera athugasemdir við endurskoðun- arskýrsluna sem fyrir lægi. Sér kæmi ekkert á óvart í henni og hún ætti ekki að koma meirihlutanum á óvart heldur. R-listaflokkarnir hefðu ekki gert athugasemdir við auknar fram- kvæmdir eða lántökur Reykjavíkur- borgar í tíð fyrri meirihluta. Nýlega hefði R-listinn verið tilbúinn að kaupa reiðhöll og leggja 270 milljónir króna í íþróttahöll, sem reyndar hefði ekki gengið eftir. „Núverandi meirihluta- flokkar eru tvímælalaust samábyrgir. Þessi skuldastaða er meðvituð og okkur kemur ekkert á óvart. R-listinn getur því ekki notað þessa skýrslu sem afsökun fýrir skattahækkun- um,“ sagði Árni. Árni sagðist telja eðlilegt að bera stöðu Reykjavíkur saman við önnur sveitarfélög. Hann vitnaði til slíks samanburðar, sem fram kemur í ný- legri skýrslu Löggiltra endurskoð- enda hf. um fjárhagsstöðu Hafnar- fjarðarbæjar. Þar kemur meðal ann- ars fram að skuldir sem hlutfall af skatttekjum eru 96% hjá Reykjavík- urborg í árslok 1993, en 125% í Garðabæ, 196% í Kópavogi, 89% á Akureyri og 144% í Hafnarfirði. Nettóskuldir eru um 54% af skatt- tekjum í Reykjavík, og er það hlut- fall mun hærra hjá Hafnarfirði og Kópavogi en 46% og 47% hjá Akur- eyri og Garðabæ. Greiðslubyrði lána stefnir að sögn Árna í 10% skatt- tekna hjá borginni, sem er svipað og hjá Akureyrarbæ, en hún er 22% í Hafnarfirði, 25% í Kópavogi og 18% I Garðabæ. Ámi sagði að raunar væru skuldir sem hlutfall af skatttekjum óheppi- legur mælikvarði fyrir Reykjavíkur- borg, þar sem um ljórir milljarðar af tekjum borgarinnar væru af öðru en sköttum, þ.á m. frá fyrirtækjum hennar. Væri gengið út frá svoköll- uðum samstæðureikningi, sem tæki saman stöðu borgarsjóðs og tólf borgarfyrirtækja, væri hlutfall skulda af tekjum mun lægra. Miðað við slíkan útreikning væri neikvæð peningaleg staða á íbúa í Reykjavík til dæmis 29.000 krónur, en ekki 67.000, sem væri talan ef eingöngu væri miðað við borgarsjóð. í Hafnar- firði væri hún 191.000 krónur. Haldið uppi framkvæmdastigi Árni sagði að kostnaður Reykja- víkur af rekstri málaflokka væri hærri en víða annars staðar eins og eðlilegt væri, þar sem höfuðborgin tæki á sig ýmsa félagslega þjónustu, til dæmis væri hlutfall aldraðra hærra en í öðrum sveitarfélögum, og borgin stæði í stórum og kostnað: arsömum félagslegum verkefnum. efnahagslægðinni hefðu skatttekjur dregizt saman um 8%, en útgjöld 'vegna félagsmála hækkað. „Við höfum gengið mjög fram í aðgerðum gegn atvinnuleysi og hald- ið uppi framkvæmdastigi, þegar menn hefðu kannski getað aðhafzt lítið miðað við fjárhagsstöðuna. Þeg- ar við erum með eignir yfir 100 millj- arða og sterka fjárhagsstöðu í sam- anburði við önnur sveitarfélög, treystum við okkur til að taka lán til að létta byrðina á meðan erfíðlega gengur í þjóðfélaginu,“ sagði Árni. Embættisfærslur Guð- mundar Arna í rannsókn Ríkisendurskoðunar Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, segist ekki fella siðferðilegan dóm yfir flokksbróður sínum og samráðherra, Guð- mundi Áma Stefánssyni. Agnes Bragadóttir sat blaðamannafund formannsins í Alþingis- húsinu J gær, þar sem ráðherrann skýrði sína afstöðu og afstöðu þingflokksins til álitamála * er lúta að embættisfærslum Guðmundar Ama. „ÉG VIL taka það skýrt fram, að það sem þingfiokkur Alþýðuflokksins og ráðherrar hans eru að ákveða að gera og óska eftir að Ríkisendurskoðun geri, snýr eingöngu að okkur sjálfum. Við erum ekki að gera neinar kröfur, enda ekki í okkar valdi, til þess að fram fari einhver rannsókn á málefn- um annarra stjórnmálaflokka. Það er ekki okkar mál,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins og utanríkisráðherra á fundi með blaða- og fréttamönnum, í þing- flokksherbergi Alþýðuflokksins í Al- þingishúsinu, síðdegis í gær. Áður hafði þingflokkurinn komið saman og samþykkt, einróma, að sögn Jóns Baldvins, þá málsmeðferð sem flokkurinn vill viðhafa, að því er varðar þær ávirðingar, sem á Guðmund Áma Stefánsson, fyrrverandi heilbrigðisráð- herra, hafa verið bomar að undan- förnu. Megininntakið í þeirri málsmeð- ferð er að óska eftir sjálf- stæðri rannsókn Ríkisend- urskoðunar, á embættis- færslum Guðmundar Áma, sem heilbrigðisráðherra, svo hægt verði að leggja mat á það hvort hann hafí haft í heiðri réttar og eðlilegar stjórnsýslureglur og venjur. (Samþykkt þingflokks Al- þýðuflokksins er birt í heild á bls. 6.) Jón Baldvin sagði að hann og Sighvatur Björg- vinsson myndu einnig óska eftir sambærilegri skoðun Ríkisendurskoðunar á eigin embættisfærslum í ráð- herratíð þeirra. Formaður- inn skýrði þessa ákvörðun svo: „Ég hef oftlega á und- anfömum árum sætt gagn- rýni. Til dæmis um mannaráðningar á vegum utanríkisráðuneytisins. Þessi gagnrýni hefur nýlega verið áréttuð í fjölmiðli, þar sem fullyrt hefur verið, að ég hafí ráðið menn til starfa í utan- ríkisráðuneytinu á grandvelli flokks- skírteinis, án auglýsinga og í öllum tilvikum gengið framhjá reyndu fólki í ráðuneytinu. Ég hafi þannig spillt samstarfsanda í ráðuneytinu, leikið ráðuneytið grátt á valdaferli mínum, meðhöndlað það eins og sandkassa, hrakið hæfa menn úr starfi og hlaðið upp fólki sem ekki getur unnið fyrir sér í ráðuneytinu og að lokum, að ég hafi gert ráðuneytið illa starfhæft. Þótt maður sé ýmsu vanur í opinberri umræðu, þá hygg ég að þegar við hugleiðum þessi orð, að þetta eru ekki léttvægar ásakanir og fái þær að standa óhaggaðar eru þær nú ekki til þess fallnar að efla traust manna á stjórn- sýslu í landinu. Því hef ég óskað eftir því við ríkisendurskoðanda að þessar alvarlegu ásakanir verði kannaðar ofan í kjölinn og þess vegna hafði ég frumkvæði að því að óska eftir þessari stjórnsýslukönnun.“ Jón Baldvin sagði að Ríkisendur- skoðun hefði heimild til þess að gera stjórnsýsluendurskoðun, sem fælist í því að könnuð væri meðferð opinberra aðila á almannafé og starfi stofnana og vekja athygli hlutaðeigandi stjórn- valda á því sem úrskeiðis færi í rekstri og gera tillögur um úrbætur. Kvaðst Jón Baldvin hafa rætt við ríkisendur- skoðanda með óformlegum hætti og kynnt honum þessi erindi. Hann hefði tjáð honum, að hann sæi enga meinb- ugi á því að Ríkisendurskoðun tæki þetta verk að sér. „Við eram einfaldlega að segja: Alþýðuflokkurinn hefur ekkert að fela. Að svo miklu leyti sem þær upplýs- ingar sem við sjálfir gefum, eru rengd- ar, þeim er ekki trúað eða treyst, þá höfum við ekki önnur úrræði, en að leita til þeirrar stofnunar, sem lögum samkvæmt, Alþingi hefur að leita til, alþingismenn og þar með ráðherrar. Þetta er Ríkisendurskoðun, sem starfa sinna vegna, á að njóta trausts,“ sagði Jón Baldvin. Jón Baldvin rifjaði upp að fyrir nokkram áram hefði hann verið borinn sökum, í fjölmiðli (Stöð 2), fyrir að misfara með almannafé, þegar eigin- kona hans átti afmæli. Hann kvaðst hafa svarað þeim ásökunum í Stöð 2, en allt hefði komið fyrir ekki, ásakan- ir um spillingu hefðu haldið áfram. Hann hefði engan annan kost átt, til þess að hreinsa sig af þessum áburði, sem hefði reynst honum og flokki hans skaðlegur, en að óska eftir því við Ríkisendurskoðun, að hún kannaði málið. Ríkisendurskoðun hafi orðið við óskum hans og hreinsað hann af áburðinum og þá fyrst hafi spillingará- sökunum í hans garð linnt. Jón Baldvin var spurður hvemig bæri að skilja það, að rúmum fjórum sólarhringum eftir að Guðmundur Árni hefði gert greinargerð sína opinbera, væri enn engin afstaða hvorki for- manns né þingflokks Alþýðuflokksins fram komin til efnislegs innihalds svara félagsmálaráðherra. Hann var spurður hvort þingflokkurinn þyrfti ekki að taka siðferðilega afstöðu til þess, hvort í þessari greinargerð fælust nægjan- leg svör. „Ég lít svo á, að þingflokkur Alþýðu- flokksins hafi tekið afstöðu með þeirri yfirlýsingu sem samþykkt var í dag. Þar stendur: „Með skýrslunni hefur ráðherrann orðið við kröfunni innan flokks sem utan, að gera hreint fyrir sínum dyrum.“ Það hefur hann gert að mati þingflokksins. Það eru álitamál uppi í þessum málum öllum saman. Menn spyija um siðferðilega skoðun og dóma byggða á siðferðilegu mati. Það er stórt orð, siðferði og álitamálin mörg. Það vill nú samt sem áður svo til, að í því efni, eru takmörk fyrir því, sem formaður í flokki getur sett sig í dómarasæti yfir félögum sínum. Það verða að gilda almennar reglur og við verðum að taka mið af því sem þjóðfélagið hefur skilgreint sem viðmið- unarreglur, þegar við reynum að meta og svara því, hvað er innan marka og hvenær fara menn yfir strikið. Við leggjum áherslu á það, í erindi okkar til Ríkisendurskoðunar, að fá, mat á því hvað era réttar og eðlilegar stjómsýslureglur og venjur. Á þann mælikvarða verður að meta þetta mál.“ Aðspurður hvort aldrei hefði komið upp sú krafa, innan Alþýðuflokksins, að óska eftir því við félagsmálaráð- herra að hann. segði af sér, svaraði formaður Alþýðuflokksins: „Það vora skiptar skoðanir um þetta mál, alveg eins innan Alþýðuflokksins, eins og í þjóðfélaginu í heild. Það er einmitt þess vegna, sem við kjósum að fara þessa ieið, því vissulega er hér um álitamál að ræða.“ Formaðurinn var spurður hvort hann teldi að sátt myndi ríkja í Alþýðu- flokknum um þær ákvarðanir sem samþykktar voru í þingflokknum í gær: „Um það get ég ekki sagt annað en það, að það var fullkomin sátt um þetta í þingflokknum og eftir því sem ég get ályktað af samtölum við trúnað- armenn í flokknum, tel ég að svo geti orðið. En ég get ekki fullyrt það, því mér hefur ekki enn gefist tími til þess að ræða við mjög marga. Þeirri spurn- ingu verður svarað á flokksstjómar- fundi á sunnudag." Jón Baldvin vildi ekki tjá sig um það að Guðmundur Árni hefur orðið uppvís að ósannindum, að því er varð- ar, þátt hans sem fyrrverJ andi heilbrigðisráðherra og frumkvæði að starfslokum Bjöms Önundarsonar, fyrr- um tryggingayfirlæknis, að öðru leyti en þessu: „í því máli, þá nýtur Ríkisendur- skoðun þess, að hún getur kallað eftir öllum gögnum málsins og öllum fylgiskjöl- um í ráðuneytinu. Þannig að ef uppi era gransemdir um það, að verið sé að leyna einhveiju, hylma yfir eitt- hvað, þá er það hafið yfir allan vafa, að öll gögn, varð- andi stjórnsýslu ráðuneyta, verða lögð fram, ef eftir því verður leitað. Ríkisendur- skoðun sem eftirlitsstofnuri ríkisgeirans í heild sinni, hefur þannig alla aðstöðu til þess að svara því hvort þetta hafi verið eðlileg ráðstöfun og farið eftir eðlilegum reglum.“ Formaðurinn var spurður hvort hann teldi ásættanlegt, að ráðherra lygi: „Ekki af ásettu ráði, nei. En stundum verður mönnum á, að fara ekki rétt með staðreyndir, en þá verða menn líka að leiðrétta það.“ Jón Baldvin kvað engan vafa á því að Guðmundur Árni Stefánsson hefði fyrr á sínum stjórnmálaferli áunnið sér mikið traust, þeirra sem best þekktu til hans starfa, samborgara hans í Hafnarfirði. „Á grandvelli þess ferils hefur hann notið meira trausts. Ég segi það hreint út, að því er varð- ar samstarf í stjórnmálum, að það er enginn vegur, að við samstarfsmenn hans ætlum honum annað en það, að þegar hann svarar í opinberri skýrslu, þá svari hann með fullnægjandi hætti og hafi gert hreint borð,“ sagði Jón Baldvin, þegar hann var spurður hvort þingflokkurinn hefði fyrirgefið félags- málaráðherra þau mistök, sem hann hefur játað á sig í embættisfærslum. Jón Baldvin kvaðst gera sér vonir um að skoðun Ríkisendurskoðunar myndi ekki taka nema nokkrar vikur og framhald málsins réðist af því hver niðurstaða þeirrar skoðunar yrði. „Ef skoðun Ríkisendurskoðunar leiðir til þess, að það sé sannað mál, að um sé að ræða óásættanlega embættis- færslu eða rangfærslur, þá hlýtur það að draga dilk á eftir sér,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins. Morgunblaðið/Kristinn JÓN Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins á fundi með fréttamönnum í þingflokksherbergi Al- þýðuflokksins í Alþingishúsinu síðdegis í gær. Alþýðuflokk- urinn hefur ekkert að fela

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.