Morgunblaðið - 01.10.1994, Page 33

Morgunblaðið - 01.10.1994, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994 33 ÞÓRÐUR HÓLM BJÖRNSSON + Þórður Hólm Björnsson fæddist í Reykjavík 27. október 1976. Hann lést af slys- förum laugardag- inn 24. september síðastliðinn. For- eldrar hans eru Björn Jónasson skipstjóri frá Felli i Sléttuhlíð og kona hans Hólmfríður Þórðardóttir frá Stóragerði í Ós- landshlíð. Bræður Þórðar eru Snæ- björn Hólm og Halldór Þor- steinn. Útför Þórðar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag. HANN Doddi vinur okkar og frændi er dáinn. Það er eins og eitthvað bresti innra með manni og maður spyr: „Af hverju hann, þessi mynd- arlegi, lífsglaði drengur, aðeins tæplega 18 ára?“ Doddi var sérstaklega ljúfur og iéttur í lund, alltaf síhlæjandi og glaður. Við eigum eftir að sakna glaðværðar hans meira en nokkurs annars. Doddi var bara smápatti þegar hann fór fyrst til sjós með pabba sínum á Drangey og í gegnum árin eignaðist hann þar ásamt bræðrum sínum marga vini og félaga sem treystu honum vegna einlægni hans og hlýju. í landi var hann mömmu sinni sérstaklega góður og hjálp- samur. Við munum minnast hans sem elskulegs og kærs vinar. Harmurinn er sár og sorgin er mikil, en Guð ræður og við verðum að trúa því að hann hafí kallað Dodda til áríðandi verkefna á himn- um. Kannski stendur hann núna hlæjandi um borð í togara í himna- smugunni. Ekki eru nema nokkrar vikur síð- an Doddi varð fyrir þeim harmi að missa einn sinn besta vin og skipsfé- laga. Áður voru þeir búnir að skipu- leggja framtíðina, nú eru þeir aftur saman félagarnir og nú verða allir þeirra framtíðardraumar uppfylltir. Elsku Didda, Bjössi, Snæbjöm og Halldór, missir ykkar er mikill og sár og við sameinumst ykkur í sorginni. Við trúum því að ljósið og kærleikurinn lækni sárin en minningin um góðan dreng mun lifa með okkur öllum. Ykkur og öðrum fiðstandendum vottum við okkar innilegustu samúð og biðjum Guð að vera með ykkur á þessari erfiðu sorgarstund. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég fínn aftur andans fógru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyr. (M. Joch.) Páll, Alma, Hildur, Selma, Auðunn og Álfheiður. Elskulegur bróðursonur okkar hann Doddi lést af slysförum hinn 24. september sl., langt fyrir aldur fram. Okkur langar með þessum fátæklegu orðum okkar og ljóði Davíðs Stefánssonar að senda hon- um okkar hinstu kveðju: Þú ert eins og náttúran vildi, að þú værir vöxt þinn hindraði aldrei neinn. Allir vegir voru þér færir, viljinn sterkur og hreinn. Þrunginn krafti, sem kjarnann nærir, klifrar þú, þú djarfur og einn, léttur í spori, líkamsfagur. Lund þín og bragur er heiðskír dagur, fijálsbomi fyallasveinn. Elsku Bjössi, Didda, Halldór, Snæbjörn og aðrir nánir ættingjar og vinir. Við sendum ykkur innileg- ustu samúðarkveðjur. Algóður guð geymi elsku litla frænda okkar. Hulda, Þórdís og fjölskyldur. Þórður er farinn. í örfáum orðum viljum við minnast þessa látna vinar okkar. Þórður, eða Doddi, eins og hann var alltaf kallaður í stóra vina- hópnum hans, var allt- af glaður og kátur. Hann var sífellt bros- andi og í góðu skapi. Alveg frá því að við kynntumst honum fyrst höfum við fyrst og fremst tekið eftir prakkaranum í honum. Doddi var alltaf góð- ur við allt og alla og særði aldrei neinn. Doddi var sjómaður í húð og hár og vinir hans sem eftir voru í landi biðu alltaf með óþreyju eftir að hann kæmi aftur heim. Hann hafði yndi af að vera með vinunum og styðja þá sem áttu erfítt og rétta þeim hjálparhönd. Með þessum orðum viljum við votta fjölskyldu Þórðar, ættingjum og vinum innilega samúð okkar. Ásgerður og Jóhanna. Okkur langar til að minnast Þórðar Hólm eða Dodda frænda eins og við kölluðum hann. Þú varst kallaður burt aðeins 17 ára. Okkur finnst erfitt að hugsa til þess að við munum aldrei sjá þig aftur. Margar góðar minningar rifjasl upp sem við áttum saman, á Hofsósi, síðan á Króknum og hér fyrir sunnan. Alltaf varst þú, Doddi frændi, í góðu skapi, skemmtilegur og hjálpsamur. Margar sundferðir fórum við Doddi í sundlaugina á Króknum og þá var Snæbjörn bróð- ir Dodda með okkur. Þú fórst ungur á sjóinn með föð- ur þínum og bræðrum, eftir það fækkaði samverustundum okkar. Þú komst til okkar í vetur og mun- um við minnast þess tíma sem við áttum saman. Guð hjálpi ykkur, Didda, Bjössi og Halldór og Snæbjörn í þessari miklu sorg. Gúð geymi þig, elsku frændi okk- ar. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum fóðurönnum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta ég halla mér að þínu föðurhjarta. (M. Joch.) Þín frændsystkini, Hafsteinn og Lilly. Mjög góður vinur okkar, Þórður, eða Doddi eins og allir kölluðu hann, er dáinn. í blóma lífsins var hann hrifinn burt svo snögglega og við sitjum eftir og söknum hans sárt og skiljum ekki hvers vegna svo ungur og glaður drengur sem átti framtíðina fyrir sér var kallaður úr þessum heimi. Við gleymum seint öllum þeim góðu stundum sem við áttum með honum og voru þær mjög margar. Doddi var sjómaður og í hvert einasta skipti sem hann var í landi kom hann heim til okkar ævinlega kátur og glaður, það þýddi ekkert fyrir neinn að reyna að vera í vondu skapi nálægt honum svo smitandi var glaðværðin í kringum hann. Það var alltaf mikið að gera hjá honum enda inniverurnar ekki lang- ar og stór vinahópur sem hann ræktaði samband við því tryggur og góður vinur var hann og vildi öllum vel, alltaf var hann boðinn og búinn að hjálpa þeim sem þurftu. Okkur er minnisstætt hvað hann hélt upp á litlu dóttur okkar og þær gjafir sem hann gaf henni. Er það svolítið skrýtið að hann gaf henni fallegan kjól þegar hún fæddist og var hún klædd í hann daginn sem Doddi kvaddi þennan heim. Doddi var góður drengur og við trúum því að honum líði vel þar sem hann er núna. MINNIIMGAR Elsku vinur, Guð blessi þig og gefi þér frið. Fjölskyldu Dodda, ættingjum og vinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Halldór, Sonja og Hafrún Ýr. Elsku litli Doddi frændi minn og vinur lést af slysförum laugardag- inn 24. september, aðeins tæplega 18 ára að aldri. Við Doddi vorum allta mjög góðir vinir. Okkur kom alltaf mjög vel saman, töluðum mikið hlógum og fífluðumst, enda var ekki erfítt að hlæja með Dodda því hann var mjög fyndinn og hlát- urmildur strákur. Eg hitti Dodda síðast fyrir meira en ári. Þá var hann að tala um að við þyrftum endilega að hittast fljótlega og tala saman. Auðvitað vildi ég það, en ég hitti hann aldrei aftur og mun ekki gera, ekki í þessu jarðlífí. Þessi stund, þegar við hittumst síðast, verður mér alltaf mjög kær og minnisstæð. Ég sakna Dodda mjög mikið og ég á mjög erfítt með að sætta mig við að hann sé ekki lengur á meðal okkar. Það var gott að eiga Dodda fyrir frænda. Blessuð sé minning hans. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið, Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Selma frænka. Mig langar til þess að minnast Þórðar í örfáum orðum, hann var búinn að vera skipsfélagi minn und- anfarin ár. Annars var ég búinn að þekkja hann frá því hann var í vöggu, því hann ólst upp hér á Hofsósi fram á unglingsárin, en þá fluttist hann með foreldrum sínum til Sauðárkróks. Sjórinn var það sem Þórður unni og má glöggt sjá það því aðeins var hann 15 ára þegar hann fékk pláss sem fullgildur háseti á Drang- eynni og orðinn fastráðinn 16 ára gamall. Doddi, eins og við skipsfé- lagar hans kölluðum hann, hafði óskaplega gaman af að fara á sjó þegar hann var smápolli. Það voru ófáir túrarnir sem hann fékk að fara með Hegranesinu þar sem fað- ir hans var stýrimaður. Síðan fór hann að fara með Drangeynni eftir að pabbi hans tók við skipstjórn þar. Það lýsir áhuganum best að þeg- ar Doddi var í 9. bekk í grunnskóla Sauðárkróks, þá fóru nemendur í starfskynningu sem nam einum degi á einhveijum vinnustað. Áhug- inn hjá stráksa var ekki í mjólkur- samlaginu eða í steinullarverk- smiðjunni, nei, hann valdi túr á togara þegar valið var í bekknum. Það er undarlegt hversu fljótt hlutirnir gerast. Maður situr fyrir framan sjónvarpið þegar síminn hringir og manni eru sagðar fréttir af þessu hörmulega slysi. Við félag- arnir af Drangeynni vorum ný- komnir heim úr Smugunni eftir átakanlegan túr þegar annar ungur drengur, Gunnar Helgi, var tekinn frá okkur á leiðinni norður í Bar- entshaf. Það er óskiljanlegt hversu þetta líf er miskunnarlaust. Það eru ófáar ánægjustundirnar sem maður var búinn að eiga með þessum ljúfu og kátu drengjum, þótt stundum hafí slegið í brýnu þegar menn voru þreyttir og úrillir, en það varði yfirleitt stutt í mönn- um, það nægði að minnast á eitt ball með Siggu, þá færðist bros yfir andlit þeirra. Steinu og fjöl- skyldu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Það var mér ómetanleg ánægja þegar Þórður var að koma upp í brú á nóttunni með blað og penna og við vorum að reyna að rissa ein- hverjar skipamyndir. Við áttum í mesta basli með stefnin, en þegar við lögðum saman þá gátum við þó leyft okkur að sýna öðrum að okkur var að takast þetta. Það er sárt til þess að vita hversu fljótt og skyndilega menn eru tekn- ir frá okkur, menn sem hafa svo margt til brunns að bera og áttu allt sitt eftir. Bjössi, Didda, Halldór og Snæ- björn, megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfíðu tímum. Ég votta ykkur dýpstu samúð mína. Finnur Sigurbjörnsson. Nú kveðjum við Þórð, þennan lífsglaða vin sem okkur þótti svo vænt um. í blóma lífsins er hann hrifinn burt frá okkur. Allt vildum við gefa til að fá hann aftur, en því miður er sumt sem við fáum ekki breytt. Þegar við fréttum af þessu hörmulega slysi, var eins og lífs- neisti okkar slokknaði. Það er svo erfitt að trúa því að við sjáum aldr- ei framan brosið hans, heyrum aldr- ei framar hlátur hans og fáum aldr- ei framar að njóta návista við hann með allri þeirri gleði sem þeim fylgdu. Doddi var alltaf tilbúinn að hjálpa og aðstoða alla eftir bestu getu. Þetta var yndislegur vinur og erum við afar þakklátar fyrir þennan góða, en þó allt of stutta tíma sem við þekktum hann. Doddi, þín mun verða sárt saknað og munt þú alltaf eiga sérstakan stað í hjörtum okkar. Við vottum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð við þennan mikla missi, megi Guð vernda þau og leiða um ókomna tíð. Herdís, Steina og Þóra. Kveðja frá bekkjarfélögum í dag kveðjum við vin okkar og félaga, hann Þórð Hólm eða Dodda, eins og hann var ætíð kallaður. Doddi var tekinn frá okkur í blóma lífsins, en eftir sitjum við með söknuð í hjarta og hugann fullan af minningum um góðan dreng. Doddi kom til okkar í tíu ára bekk og ekki leið á löngu þar til hann var orðinn einn af okkur, og alla tíð síðan höfum við fylgst með uppátækjum hans og prakkara- strikum sem komu okkur alltaf til að brosa. Það er ótrúlegt hversu margar minningar um hann fela í sér hlát- ur, við komumst að raun um það, er við sátum að þessum skrifum og vorum að rifja upp minningar, sem margar hveijar eru svo skondn- ar að ekki er hægt að koma þeim í orð. En svona er lífið, það tekur sinn toll. Það er svo erfitt að skilja, við spyijum sjálf okkur: Af hverju, af hverju hann, sem átti svo mikið eftir? Öll áttum við eftir að segja eitt- hvað við Dodda, sem ekki komst að, við bjuggumst öll við að sjá - hann næsta dag. Lýsir sú tilfinning sér vel í þessu ljóði Tómasar Guð-. mundssonar: Ég veit að þú fékkst engu, vinur, ráðið um það, en vissulega hefði það komið sér betur, að lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að. Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur. Og nú var um seinan að sýna þér allt það traust, sem samferðafólki þínu hingað til láðist að votta þér. Það virtist svo ástæðulaust, að vera að slíku, fyrst daglega til þín náðist. Nú sjáum við hann ekki oftar, en við vitum að hann Doddi okkar _ verður alltaf hjá okkur öllum, hann mun lifa áfram í minningunni, sem er svo sterk. Elsku bekkjarbróðir, við biðjum góðan Guð að geyma þig. Elsku Hólmfríður, Björn, Hall- dór og Snæbjörn. Guð veri með ykkur og veiti ykkur styrk í þess- ari miklu sorg. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður og þú munt sjá að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Úr spámanninum.) 1 -• Doddi er farinn frá okkur. „Það getur ekki verið,“ var okkar fyrsta hugsun þegar okkur barst þessi sorgarfrétt um að Doddi hafði látist í bílslysi. Doddi var okkur sem dýrmæt gjöf og það er erfitt að trúa því að eiga ekki eftir að sjá hann birtast með fallega brosið sitt, fullan af lifsgleði. Alltaf var stutt í gamanið hjá Dodda og við getum huggað okkur við allar þær góðu og dýr- mætu minningar sem hann skilur eftir í huga okkar. En af hveiju hann? Okkur þykir ósanngjarnt og sárt að Guð hafí hrifsað hann frá okkur svo fyrir- varalaust. Doddi verður meðal okk- ar allra, en sárast er að geta hvorki séð hann né snert. Var þetta tilvilj- un ein eða var þetta allt fyrirfram ákveðið? Þessi spurning brennur á vörum okkar allra, en hvergi fást svör. Við vitum að Dodda líður vel núna þar sem hann er og þar er hann á meðal vina. Far þú í friði, kæri vinur. Við" vottum fjölskyldu hans, ætt- ingjum og vinum okkar dýpstu sarm- úð. Valgerður, Margrét, Hulda, Harpa Lind, Anna Kristín, Elísabet og Berglind. + Ástkær faðir okkar, ÞÓRÐUR GÍSLASON, Öikeldu II, lést í Sjúkrahúsi Akraness að kvöldi 29. september. Börnin. + Faðir okkar, EINAR SIGURÐSSON hrl., Rekagranda 2, Reykjavfk, andaðist 29. september. Dætur hins látna. + Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, UNNUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Hólmagrund 13, Sauðárkróki, andaðist 30. september í Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðárkróki. Jarðarförin auglýst síðar. Magnús H. Sigurðsson, Sigurlaug Magnúsdóttir, Guðmundur Guðmundsson og barnabörn. •

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.