Morgunblaðið - 01.10.1994, Síða 41

Morgunblaðið - 01.10.1994, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994 41 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Nú er mál að Frá Jóni Inga Hákonarsyni ER ÞAÐ virkilega helsta áhugamál þessarar þjóðar að flæma Kristján Jóhannsson endanlega af landinu? Menn geta auðvitað haft skiptar skoðanir á því fyrirkomulagi sem er á launamálum í hinum stóra óperuheimi, en það er margbúið að taka fram að Kristján syngur hér á launum sem eru langt undir því sem hann syngur fyrir erlendis og talan 800 þúsund er auðvitað út í hött. En þjóðin vill hneykslast og öfundast og hún hefur ákveðið að hann fái 800 þúsund. Ég ber fulla virðingu fyrir þeirri ákvörðun að ræða ekki opinberlega um launmál hans, síst eftir þessi læti, enda má það vera hveijum manni ljóst að það er ekki hægt m.a. vegna samninga hans erlendis. Þeir sem umgangast sannleikann af slíku virðingarleysi og eru svo auðtrúa að það er hægt að telja þeim trú um að Krisján fái 800 þúsund á kvöldi á 16 sýningum, munu hvort eð er ekki skilja sann- leikann ef þeir heyra hann. Nafli Svona fárviðri er skást að þegja í hel. Og óperuheimurinn lýtur ekki íslenskum lögmálum, þótt okkur finnist að hann eigi að laga sig að okkur íslendingu, en ekki öfugt. Við erum nafli alheimsins. Islend- ingar eru sérfræðingar í óperumál- um sem öðru. Og hér á líka að kosta sama inn á óperu og bíó, þótt staðreyndin sé sú að erlendis kostar tvöfalt meira að fara á góða óperu en hér á íslandi. Heldur fólk að Kristján geti bara tilkynnt að hann vilji gefa íslend- ingum öll launin sín? Mér er sem ég sjái þetta fólk, sem mest hneykslast, gera það í hans sporum. Ef eitthvað er þarf hann helst að þegja yfir því að hann sé íslending- ur erlendis. Láglaunastefna Að ræða svo um láglaunastefn- una á íslandi í þessu samhengi er dæmigert fyrir okkur, sem segjum ekki orð þegar hafðar eru af okkur sjálfsagðar launabætur, sem sætt- um okkur þegjandi við ótrúlega fjármálaspillingu og eignasukk, segjum ekki orð um laun banka- stjóranna og sporslur þeirra, en ætlum svo að verða vitlaus þegar þeim dettur loks í hug að gera eitt- hvað af viti eins og það að styrkja óvenjulegan listviðburð. Halda aðrir listamenn að þeir auki líkur á því að haldið verði áfram að fjármagna listviðburði eftir þessi læti? Halda þeir að virðingin fyrir listamönnum, kjörum þeirra og aðstöðu batni? Kristján Jóhannsson hefur ekki tekið matinn frá þessu fólki, hann hefur náð geysilangt á erfiðum markaði og hann mun áreiðanlega hugsa sig tvisvar um áður en hann kemur hingað_ aftur til að syngja. Ég held að íslendingar ættu að snúa sér að misréttinu hér á íslandi áður en þeir ráðast að þeim örfáu listamönnum sem í launmálum tekst næstum að komast með tærn- ar úti í heimi þar sem sjóðasukkar- arnir hafa hælana hér á íslandi. Framúrskarandi Hefði sýningin verið ónýt og eng- in viljað sjá hana, hefði málið horft öðru vísi við. En nú ber öllum sam- Alíslenskar inn- réttingar Axis hf. Frá Hafsteini H. Ágústssyni MÉR URÐU á leiðinleg mistök í grein minni í DV þann 15. septem- ber síðastliðinn þar sem >ég svara gagnrýni á hendur Iðnnemasam- bandi íslands varðandi hurðirnar í Bjarnaborginni. í greininni kemur fram að Axis hf. flytji inn fyrirfram unriið hráefni frá útlöndum og selji sem íslenska framleiðslu. Sú alhæf- ing er ekki rétt. Hið rétta í málinu er að Axis hf. flytur inn hrávöru, spónaplötur, sem úr eru unnar þær innréttingar sem þeir selja. Spónaplöturnar eur megin uppistaða innréttingana frá þeim en efnið í innréttingarnar er unnið að öllu leyti í Trésmiðjunni hf. sem er framleiðsluaðili Axis hf. Þar er efnið húðað, mótað og að lokum sett saman. Sem framleiðslu- ferli gerist þetta ekki á íslenskari máta og ætti að vera öðrum íslensk- um fyrirtækjum fyrirmynd og til eftirbreytni. Ég vil biðja aðstaridendur Axis velvirðingar á rangri málsmeðferð minni í garð fyrritækisins og harma jafnframt það tjón sem gæti hafa hlotist af umfjölluninni minni í fyrr- nefndri grein í DV. HAFSTEINN H. ÁGÚSTSSON, varaformaður Iðnnemasambands íslands. Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem glöddu okkur með gjöfum og kveðjum í tilefni af 75 ára afmceli mínu 26. maí sl. og 90 ára afmœli mínu 12. sept. sl. Sérstaklega viljum við þakka börnum og tengdabörnum okkar og fjölskyldum þeirra ógleymanlega ferð sem þau efndu til í Þórs- mörk dagana 10.-11. sept. sl. vegna þessara tímamóta i lífi okkar. Þorbjörg og Ingólfur frá Neðri-Dal. linni Almenningsálit og nornaveiðar an um að sýningin sé framúrskar- andi, fullkomlega sambærileg við bestu alþjóðlegar óperusýningar. Fjöldi íslenskra listamanna fær hér óvænt tækifæri, uppselt er á allar sýningar og Kristján fær mikið lof. Svo það hlýtur að hafa verið vel að þessari sýningu staðið. Eða finnst fólki æskilegra að þurfa að fara til útlanda til að heyra Kristján syngja, með útlendinga á öllum póstum? Vonandi gleymist þessi ömulega umræða sem fyrst og verður ekki eins og umræðan um fíðluna henn- ar Sigrúnar Eðvalds, þegar íslend- ingar hneyksluðust mánuðum sam- an á því að „þjóðin væri látin safna fyrir einhveiju lúxushljóðfæri“. Ég skora á stéttvísa íslendinga með óbjagaða réttlætisvitund að beina henni að einhveiju öðru en Kristjáni Jóhannssyni. Og halda áfram að beijast fyrir bættum laun- um - en á réttum vettvangi. JÓNINGIHÁKONARSON, Suðurgötu 4, Reykjavík. Frá Baldri Hannessyni OFT hefur mér blöskrað hvernig almenningur bregst við uppákomum frétta- og stjórnmálamanna, eins og nú hefur gerst með Guðmund Árna. Allt annað gleymist þegar svona moldviðri þyrlast upp og oft enda svona uppákomur á því að allt dett- ur skyndilega í dúnalogn, því kannske var aldrei nein sök fyrir hendi, eða allt svo umdeilanlegt að sitt sýnist hveijum. Á sama tíma eru aðrir ráðherrar að þverbijóta landslög og eyða hundruðum miiljóna í verkefni, sem þjóna engum tilgangi, nema að koma fyrirtækjum sem fyrir eru í sömu grein á kaldan klaka. Þarna er ég að tala um Halldór Blöndal og flotkvína, sem hann ætl- ar að láta setja upp á Akureyri fyr- ir opinbert fé og láta Slippstöðina Odda, sem er marg-gjaldþrota fyrir- tæki, fá til afnota. Þennan gjörning er búið að kæra til Samkeppnisstofnunar og EFTA- dómstólsins, en það er eins og að stökkva vatni á gæs. Halldór heldur áfram með málið eins og ekkert sé, því hann veit að ráðherrar á íslandi hafa fram til þessa komist upp með næstum hvað sem er og eru aldrei gerðir ábyrgir, þótt þeir hafí vitað frá upphafi máls að þeir voru að þverbijóta landslög. Hvernig væri að fréttamenn færu að beina spjótum sínum að raunveru- legum lögbrotum ráðamanna, sem eru að gerast núna í dag, og reyna á þann hátt að koma í veg fyrir að þau verði að veruleika og koma í veg fyrir það tjón, sem verður tekið úr vösum okkar skattborgaranna og eyðileggur eða stórskaðar þau fyrir- tæki, sem fyrir eru í greininni. BALDUR HANNESSON, stjórnarmaður í Samtökum gegn sam- keppnismismunun. SKOVERSLUI DOMUS MEDICA- KRI SK0R FYRIR MENN! arkringlunm, sfmi 36622 TILBODSDA Við rýmum fyrir nýrri Allt að 50% afsl. af stakri gjafavöru til 9 J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.