Morgunblaðið - 01.10.1994, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.10.1994, Qupperneq 1
Jtlo rgtitiKita&í fe MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994 BLAÐ1 HUGSMI ÞRÍVÍDD MÍLM í TVÍVÍDD Hafsteinn Austmann heldur sýniitgu ó oliu- og vatnslif amyndum i Norræna húsinu Nokkuð áberandi er í mörgum verkunum næm tilfinning fyir grafísku línuspili, sem gefur mynd- unum sérstaka hrynjandi. Það, sem aðallega gefur þessum verkum gildi, er hin óþreytandi leit listamannsins eftir nýjum leiðum og fjölbreyttum litatónum. Þar af leiðir, að þessi sýn- ing er mjög lifandi og gefur mikil fyrirheit um famtíðina ...“ skrifar myndlistargagnrýnandinn Valtýr Pétursson um fyrstu einkasýningu Hafsteins Austmann, sem haldin var í Listamannaskálanum í maí 1956. Á sýningunni voru abstraktmál- verk, sem á þeim tíma voru álitin framúrstefnulist og fólk átti fremur erfitt með að sætta sig við hana. Við verðum jú alltaf að fá tíma til að átta okkur á hlutunum. í dag er abstraktlistin eins sjálfsögð og lands- lagsmyndir og er óhætt að segja að Hafsteinn sé einn þeirra málara, sem hafa aukið skilning okkar og víkkað sjóndeildarhringinn í myndlistaraug- anu. Þessa dagana heldur Hafsteinn sýningu á olíumálverkum og vatns- litamyndum í Norræna húsinu. Myndirnar eru allar unnar á síðustu tíu árum og tilefni sýningarinnar er sextugsafmæli listamannsins. Það er sagt að æfíngin skapi meistarann og víst er að Hafsteinn er verðugur fuiltrúi þeirrar kenning- ar, þvi svo snemma byijaði hann að höndla pensilinn og pallettið að það er eins og eðlilegur hluti af honum. „Ég var svo heppinn þegar ég var strákur í Gaggó Aust,“ segir Haf- steinn, „því ég hafði kennara, Skarp- héðinn Haraldsson, sem kenndi mér akvarellu, vatnsliti. Ég málaði ekkert annað en vatnslitamyndir í þijú ár. Það var ekki fyrr en ég var orðinn 15 ára að ég fór aftur að vinna með olíu.“ Margan kann að undra hvað drengurinn var að vasast í olíu og vatnslitum af sinni barnslegu alvöru og ég spyr Hafstein hvort hann hafi verið eitthvert undrabarn. Hann upp- lýsir að tíu ára hafi hann verið búinn að ákveða að fara í myndlist. „Ég var bara í skólanum til að komast í myndlist. Ég hafði engan sérstakan áhuga á neinu öðru námsefni. Og ég liætti varla úr þessu. Þetta er ástríða. En ég var ekkeit öðruvísi en önnur börn. Ég var í hasar og ólátum með hinum krökkunum og á þessum árum var myndefnið bara það sem var að gerast í kringum mann; þetta voru götupartí og fót- bolti." Sautján ára hóf Hafsteinn nám sitt í myndlist. Þá var myndlistar- skólinn hér heima tveggja ára nám og eftir það var haldið til Parísar. „Fólk byijar of seint í myndlistar- námi hér í dag,“ segir Hafsteinn. „Ég hef það einhvern veginn á tilfmning- unni að þessi stefna, að krakkarnir þurfi helst að hafa stúdentspróf, sé ekki rétt. Þegar ég var að koma heim frá námi var ég 22 ára og þá liggur manni ekkert á. Nú er fólk orðið svo fullorðið þegar það byijar að vinna og þarf að komast áfram mjög hratt, ef það á að geta leyft sér að vinna við listgrein sína.“ - Mér finnst þær raddir stöðugt háværari, sem eru ósáttar við þá stefnu margra myndlistarskóla að nemendur þurfí ekkert endilega að læra grunndvallaratriði eins og mód- elteikningu. „Já, hún er umdeilanleg. I raun- inni finnst mér að myndlistamámi eigi aðeins að skipta í tvær greinar; myndlist og listiðn. Og fólk á að læra grundvallaratriði, eins og tækni, í Myndlista- og handíðaskól- anum í þijú ár, áður en það velur sér grein. Ég get ekki fallist á að hægt sé að læra bara grafík í þijú ár og vinna svo aldrei við neitt ann- að. Það getur vel verið að það sé talað of mikið og unnið minna á sumum sviðum i myndlistarskóluin — en ég get lofað þér því að þannig er það ekki í málaradeild, því það er ekki hægt að kenna mönnum að verða myndlistarmenn. Það er hins vegar hægt að kenna hvemig mynd er klassískt byggð upp. Það er líka hægt að kenna um efni, fdrm og liti. Menn fæðast ekki með hæfileikana en það er hægt að þroska þá. Mynd- list er fyrst og fremst vinna — 99%. Það er búið með kaffihúsarómantik- ina.“ Abstraktmálverkið var sú leið sem togaði Hafstein áfram, frá því hann byrjaði í myndlistarnámi hér heima. „Septembersýningarnar höfðu verið hér um skeið og maður vildi ná í lætin,“ segir hann. „En maður slapp ekkert i gegn án þess að læra módel- teikningu og alla gmnntækni. Eftir skólann, þegar skylduverkunum var lokið, fór ég svo heim í pínulitla her- bergið mitt og málaði það sem mig langaði. Þar var olían. Ég hef nú oft velt því fyrir mér hvemig ég komst hjá því að drepa mig á öllum þessum sterku efnum, sem voru í herberg- inu. En ég dróst strax að hinu geó- metríska málverki og það tók tíma að ná tökum á því; fá fletina hreina og matta en síðan þróaðist þetta áfram og nú er ég kominn langt frá því, sem ég byijaði á. Nú gerir mað- ur hluti, sem þá vom alveg bannaðir. En þótt ég hafi lært mikið í skól- um, lærði ég mest á því að skoða söfn og gallerí, þegar ég var í Frakk- landi. Það var hægt að fylgjast svo vel með því sem var að gerast — ekki síður en því sem hafði gerst í myndlistinni." Hafsteinn sýndi á unga aldri í París og fékk mjög góðar viðtökur. „Nína Tryggvadóttir mælti með mér á sýningu. Hún var það vel þekkt að menn tóku mark á því sem hún sagði.“ Þannig má segja að Haf- steinn hafi fengið „fljúgandi start“ í höfuðvígi myndlistarinnar og eigin- lega undarlegt að hann skyldi snúa heim. „Það kom ekkert annað til greina," segir Hafsteinn. „Maður hafði ekkert efni á að búa í París. En ég hef aldr- ei harmað það. Hér lifir maður góðu lífi og málar það sem manni sýnist. Ef ég hefði verið áfram f Frakk- landi, hefði ég þurft að fá umboðs- mann eða gera sanming við ein- hveija listastofnun og þá hefði ég svo lítið getað ráðið vinnu minni. Það hefði ég aldrei getað. Ég hef ekki þurft að lepja úr hóffarinu, eins og Halldór Laxness sagði einu sinni.“ - En hvaða tegund myndlistar hefur haft mest áhrif á þig? „Ég hef alltaf verið hrifinn af myndhöggvurum endurreisnar- tímans. Þegar ég var i skólanum, lærði ég líka skúlptúr og lærði að hugsa í þrívídd." - En nú hefurðu unnið til verð- launa fyrir skúlptúra þína. Hefur þér aldrei dottið í hug að snúa þér að þeirri grein einhvern tíma? „Menn eiga ekki að vasast í öllu. Ég lærði skúlptúr og að hugsa í þrívídd og það hefur sannarlega nýst mér í málverkinu.“ ssv

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.